Morgunblaðið - 27.04.2021, Qupperneq 12
í sumarið,“ segir Þorsteinn. Hann
segir að nú bóki fólk bíla með
skemmri fyrirvara en í venjulegu ár-
ferði. Ferðamenn taki varfærin skref.
Algengt sé að fólk bóki fyrst flug, svo
gistingu og þá bílaleigubíl. „Við erum
oft aftarlega í þessari röð. Þetta hefur
reyndar verið að þróast svona yfir
lengri tíma.“
Spurður um stöðuna á bílaflotanum
og hvernig gangi að liðka bílana fyrir
komandi átök segir Þorsteinn að
fyrirtækið sé byrjað að hreyfa bílana
en það gangi hægar en venja er. Blue
Car Rental haldi úti hundruðum bíla
en fyrirtækið hafi eins og önnur félög
í sömu stöðu verið í lamasessi vegna
veirunnar. Talsverð vinna fari í að
gera allt klárt enda flotinn búinn að
standa óhreyfður lengi með tilheyr-
andi vandamálum.
Reynt að verja störfin
Hann segir að Blue Car Rental hafi
reynt að verja eins mörg störf og
hægt var. Það hafi forðast viðamiklar
uppsagnir í gegnum allan faraldurinn
en nýtt sér hlutabótaleið yfirvalda.
Hún hafi nýst vel. „Við tókum eins lítil
skref í þessum efnum og við mögu-
lega gátum og reyndum að halda öll-
um sem við höfðum einhver verkefni
fyrir.“
Hann segir hugmyndina hafa verið
að fjárfesta í framtíðinni og halda
áfram að stuðla að þróun og heilbrigði
fyrirtækisins.
Eins og bílaleigur gera jafnan þá
seldi Blue Car Rental talsvert af bíl-
um í faraldrinum. Bæði þá sem þeir
þurftu ekki á að halda og einnig var
hugsað lengra fram í tímann þar sem
spár höfðu gert ráð fyrir færri ferða-
mönnum allt fram á árið 2023. „Við
stillum þetta af miðað við eftirspurn.
Við höfum selt líklega þriðjungi meira
en venjulega í faraldrinum. Á sama
tíma höfum við ekki verið að bæta við
okkur nýjum bílum.“
Hann segir að fyrirtækið sé nú að
meta hvort það ætli að kaupa nýja bíla
fyrir sumarið.
Bjartsýni ríkir hjá Blue Car Rent-
al. Þorsteinn segir að óhætt sé að vera
vongóður nú þegar hillir undir lok far-
aldursins.
Honum finnst leiðinlegt að heyra
þegar ferðaþjónustan er teiknuð upp
sem „vondi gaurinn“ og að geirinn
spili ekki með aðgerðum stjórnvalda.
„Maður er alveg jafn mikill Íslend-
ingur og hver annar og vill ekki fá
sýkta aðila inn í landið.“
Í eðlilegu árferði samanstendur
floti Blue Car af um tvö þúsund bílum.
„Við höfum siglt vel í gegnum þetta
því við höfum fjárfest mikið í okkar
eigin rekstri síðstu tíu ár.“
Gerir ráð fyrri 5-600 þúsund
Steingrímur Birgisson, fram-
kvæmdastjóri Bílaleigu Akureyrar,
vonast til að staðan verði þokkaleg
síðsumars hvað ferðaþjónustuna
varðar. „Það fóru að detta inn bókanir
um og eftir páska. Þetta fer hægt og
rólega af stað og er í takt við áætlanir
okkar. Ég geri ráð fyrir að erlendir
ferðamenn verði á bilinu 500-600 þús-
und í ár. Þetta ferðamannaár verður
álíka og í fyrra. 2020 byrjaði vel og
svo var sumarið ágætt. Ég á samt
ekki von á að ferðaiðnaðurinn komist
á neinn skrið fyrr en á næsta ári.“
Bílaleiga Akureyrar gíraði sig nið-
ur á síðasta ári og seldi eldri bíla. „Við
keyptum líka 800 bíla á síðasta ári og
munum kaupa annað eins í ár. Við
ætluðum að kaupa 1.200-1.300 bíla í
fyrra en færðum hluta þeirra yfir á
þetta ár. Við kaupum samtals 1.600-
1.700 bíla, sem er ágætis endurnýjun.
Við erum klárlega með nýjasta flot-
ann. Við viljum halda flotanum eins
nýjum og mögulegt er,“ segir Stein-
grímur, en fyrirtækið er atkvæðamik-
ið einnig á innlendum langtímaleigu-
markaði.
Bílaleigur í varnarstöðu
Morgunblaðið/RAX
Ferðalag Bílaleigurnar bíða komu ferðamanna. Forsvarsmenn eiga von á sígandi lukku inn í sumarið.
Bókanir
» Bílar bókaðir með skemmri
fyrirvara en í venjulegu árferði.
» Bílaleiga Akureyrar hefur
keypt samtals 1.600 nýja bíla.
» Blue Car hefur selt þriðjungi
meira af bílum en
venjulega.
» Spáir svipuðum fjölda ferða-
manna og kom 2020.
- Líklega fáar bílaleigur með jákvætt eigið fé eftir síðasta ár - Bjartsýni farið að gæta - Bókanir
komnar af stað - Mest bólusettir Bandaríkjamenn og Bretar - Flug United og Delta vekur vonir
BAKSVIÐ
Þóroddur Bjarnason
tobj@mbl.is
Bílaleigur eru enn í varnarstöðu
vegna mikils samdráttar í komu er-
lendra ferðamanna vegna veirunnar
sem haft hefur áhrif á eiginfjárstöð-
una. Mikið eigið fé liggur í bílaflot-
anum. Virði bílanna lækkar milli ára
og vextir bætast á lán. „Ég held að
það verði ekki margar leigur með já-
kvætt eigið fé eftir rekstur síðasta
árs,“ sagði einn viðmælandi blaðsins
sem starfar í geiranum. Hann bætti
við að rekstrarlega verði bílaleigur
margar kannski í kringum núllið en
mikill afskriftar- og fjármagnskostn-
aður muni fara langt með að þurrka
út eigið fé margra.
Fulltrúar þeirra bílaleigna sem
blaðið ræddi við sögðu margir að lík-
lega færi ferðaiðnaðurinn ekkert af
stað fyrir alvöru fyrr en sumarið 2022
þótt bjartsýni væri farið að gæta og
bókanir komnar af stað. Menn yrðu
a.m.k. ár að vinna sig út úr ástandinu.
„Það verður nóg að borga þegar túr-
istinn kemur,“ sagði fulltrúi einnar
bílaleigunnar.
Almennt binda menn vonir við
bólusetta Breta og Bandaríkjamenn í
sumar. Boðað upphaf daglegs flugs
bandarísku flugfélaganna Delta og
United hingað til lands í maí og júní
gefi góðar vonir. Minna er um bók-
anir frá Evrópu. Almennt eru menn
ánægðir með aðgerðir stjórnvalda.
Bókanir ljúga engu
Þorsteinn Þorsteinsson, fram-
kvæmdastjóri bílaleigunnar Blue Car
Rental, segir í samtali við Morgun-
blaðið að farið sé að lifna yfir bók-
unum fyrir sumarið. „Bókanirnar
ljúga engu. Við sjáum aðeins komið af
bókunum í maí og svo stigvaxandi inn
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 2021
Suðurlandsbraut 20, Reykjavík, sími 588 0200, eirvik.is
samlegt ka
nýmalað,
engin h lki.
á
y
– Laun á almenna vinnumarkaðnum
hækkuðu um 8,5% frá janúar 2020
til janúarmánaðar síðastliðins. Á
sama tíma hækkuðu laun hjá hinu
opinbera um 16,1%, 13,7% hjá rík-
inu og 18,7% hjá sveitarfélögunum.
Þetta kemur fram í nýbirtri hagsjá
Landsbankans sem aftur byggist á
nýjum tölum frá Hagstofu Íslands.
Segir í hagsjánni að á síðustu
misserum hafi myndast bil milli
launaþróunar á almenna og opin-
bera markaðnum. Það skýrist af
því að samningar voru gerðir mun
seinna á opinbera markaðnum en
þeim almenna.
Munurinn jafnast ekki út
„Þróun launa á opinbera og al-
menna markaðnum hefur yfirleitt
verið með álíka hætti yfir lengra
tímabil, en þar sem um eitt og
hálft ár er eftir af núgildandi
kjarasamningi, þar sem flestir
hópar eru í sama umhverfi, er ekki
líklegt að sá munur sem kominn er
upp núna jafnist í bráð,“ segir
bankinn.
Bankinn bendir á að vísitala
neysluverðs hafi hækkað um 4,3%
frá mars 2020 og fram í mars 2021.
Hins vegar hafi launavísitalan
hækkað um 10,6% yfir sama tíma-
bil og því nemi kaupmáttaraukning
yfir tímabilið 6%.
„Kaupmáttur launa er því áfram
mikill í sögulegu samhengi, þrátt
fyrir aukna verðbólgu á síðustu
mánuðum.“
Á almenna markaðnum hafa
laun hækkað mest hjá verkafólki
eða um 13,3%. Laun stjórnenda
hafa hækkað minnst eða um 4%.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Launaþróun Opinberir starfsmenn
hafa hækkað mest síðasta árið.
Tvöföld hækkun
hjá hinu opinbera
- Launahækkanir
á almenna mark-
aðnum 8,5%