Morgunblaðið - 27.04.2021, Page 15

Morgunblaðið - 27.04.2021, Page 15
15 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 2021 Spekingslegur Svartir kettir eru sagðir slæmur fyrirboði. Þessi er allavega sætur. Eggert Þessa dagana hefur vart farið framhjá neinum að minnst hef- ur verið þess að fimm- tíu ár eru liðin frá end- urkomu íslensku handritanna til lands- ins og af því tilefni lagður hornsteinn að hinu glæsilega nýja húsi íslenskra fræða. Allt er það vel. En jafnframt hefur verið ýtt undir kröfur um að fleiri handrit úr hópi þeirra sem eftir urðu í Kaupmanna- höfn komi til Íslands. Nú er það einu sinni svo að samkomulag er sam- komulag og liggur nokkur dreng- skapur við, ekki síst þegar um er að ræða jafn einstakan atburð í sam- skiptum þjóða eins og endurkoma handritanna var. Það er ekki sæmilegt að upphefja nýjar kröfur, og slíkum málum hreyft aðeins ef annar aðilinn telur sig ekki lengur færan um að sinna sínum hlut og gefur þá sjálfdæmi þeim sem við var samið. Enn ósæmi- legra mun teljast að viðhafa sem rök fyrir frekari kröfum að mótaðilinn hafi ekki burði til að sinna sínu hlut- verki samkomulagsins. Ekki mun óskynsamlegt að eiga í Höfn auka- glugga að umheiminum. Það er auk þess hagur okkar Íslendinga að fræðastörfum sem tengjast okkar menningararfi sé sinnt sem víðast um heim. Mér er þetta mál ekki með öllu óskylt þar sem faðir minn, Einar Ólafur Sveinsson, var í forystu ráð- gjafarnefndar íslensku ríkisstjórn- arinnar í því ferli sem leiddi til afhendingar handritanna. Af þeim sökum lét hann af pró- fessorsembætti í Há- skólanum og lauk aldr- ei við íslenska bókmenntasögu sem hann var með í smíðum til þess að geta einbeitt sér að því verkefni sem honum var falið sem fyrsti forstöðumaður þeirrar stofnunar sem síðar tók handritin í varðveislu sína. Í sjónvarpsþætti sem settur var saman af ofan- greindu afmæli og sýndur fyrsta sumardag sl. var leitast við að rekja þessa sögu svo sem verðugt er. Sú lýsing fjallaði þó nær eingöngu um það sem í Kaupmannahöfn gerðist og var það fróðlegt. Mun mörgum, ekki síst yngstu kynslóðinni, hafa komið á óvart hversu sterk sú and- staða var. En ýmsir danskir fræðimenn höfðu haft á orði, að ekki væru að- stæður til að sinna handritunum í Reykjavík á sjötta áratug aldarinnar þegar þetta mál var mest á oddi. Það reyndist ekki rétt. Hefði því vel mátt í þættinum einnig lýsa því sem hér var gert heima: sett upp umrædd handritastofnun undir forystu Ein- ars Ólafs, sem þá var einn fremsti al- þjóðlegi vísindamaður á sviði ís- lenskra bókmennta; nafninu var síðar breytt í Stofnun Árna Magn- ússonar á Íslandi, eftir að handritin komu heim. Reist var sérstakt hús (Árnagarður) yfir handritin og starf- semina, ráðinn fjöldi færustu sér- fræðinga til starfa, meðal annars þeir Íslendingar sem unnið höfðu að handritarannsóknum í Kaupmanna- höfn undir handleiðslu dr. Jóns Helgasonar og hafin þegar umtals- verð útgáfustarfsemi. Einar Ólafur ritaði auk þess heila bók um hand- ritamálið. Ofangreindar gagnrýnis- raddir hljóðnuðu því skjótt enda hef- ur stofnunin með árunum orðið óumdeild miðstöð rannsókna í heim- inum á þessum dýrmætu miðalda- handritum. Hins vegar bregður manni í brún, þegar í ljós kemur í hátíðahöldunum frásögn í vefriti utanríkisráðuneyt- isis sem ætluð er til að lýsa úrslita- deginum í handritamálinu sem svo hefur verið kallaður á vordögum 1961, þar sem stjórnskipuðu nefnd- irnar komu saman í Kaupmannahöfn til að útkljá endanlega þetta við- kvæma deilumál; skiptingu hinna dýrmætu handrita í samræmi við dómsúrskurð. Er í umfjöllun ráðu- neytisins vísað til viðtals við gamlan stuðningsmann Íslands í málinu, danska ritstjórann Bent A. Koch. Er skemmst frá því að segja, að máls- atvik munu hafa verið allt annars konar en Koch virðist ímynda sér. Dr. Gylfi Þ. Gíslason, þá mennta- málaráðherra, rekur þetta mál all- ítarlega víða, m.a. í Morgunblaðinu 21. apríl 1971, sem og í sama blaði 25. október 1993. Sá fótur er fyrir frásögn Bents Koch sem alls ekki var á þeim fræga örlagafundi þar sem mál réðust, að Gylfi hafði fyrr á laun beðið dr. Sigurð Nordal að skrifa lista verka sem hann helst gæti hugsað sér að fórna fyrir Kon- ungsbók Eddukvæða. Sá listi var reyndar kynntur ráðgjafarnefndinni í Reykjavík og hjá ríkisstjórn. En hér er blandað málum. Það sem á sjálfum úrslitafundi stjórn- málamannanna 21. apríl 1961 reið baggamuninn var „leynivopnið“ sem svo hefir verið kallað og gekk út á að fórna einu Njáluhandriti og einu edduhandriti í stað þess sem meira máli skipti eins og Konungsbók eddu. Gylfa fylgdi umboð ríkis- stjórnarinnar til að bjóða þetta, sem og blessun ráðgjafarnefndarinnar. Þetta var ekki hugdetta sem fram kom á fundinum, heldur var lausnin í farangri Gylfa. Þ. Gíslasonar og brugguð á leynd með Einari Ólafi í Reykjavík fyrir fundinn. Þau tvö handrit sem síðar urðu fyrir valinu munu einnig hafa verið á lista dr. Sigurðar. Benda má af því tilefni á grein eftir undirritaðan í Morgun- blaðinu 31. ágúst 1999. Dr. Gylfi staðfesti að þar var farið með rétt mál. En ritari nefndarinnar dr. Jón- as Kristjánsson, sem var viðstaddur fundinn, vottaði einnig að rétt sé frá sagt. Er það mat dr. Gylfa að þegar Viggo Kampmann, þáverandi for- sætisráðherra Dana, snerist hugur í málinu og sætti sig við Njáluhand- ritið og Eddukvæðahandritið hafi björninn verið unninn. Í ítarlegu við- tali í Morgunblaðinu 21. apríl 1971 segir Gylfi frá gangi mála þessa örlagaríku daga og hvernig hann kallaði á Einar Ólaf og Sigurð Nor- dal til Kaupmannhafnar til halds og trausts. Í nefndinni voru með Gylfa dr. Gunnar Thoroddsen og Stefán Jóh. Stefánsson. Mín grein var eins konar svar við grein Bents S. Koch í Morgun- blaðinu 28. ágúst 1999, sem er hálf- gert yfirklór og ber höfundur við minnisleysi. En svo einkennilega vill til, að faðir minn færði í tal við mig þetta mál í París sumarið 1961 og segi ég frá því í ofannefndri grein. Hann hafði eitthvert hugboð um að reynt yrði að segja frá atburðum Kaupmannahafnarfundarins á ann- an hátt en rétt var og hét á mig að leiðrétta það. Ég geri það hér með í annað sinn. Reyndar ofbauð Gylfa Þ. Gíslasyni svo málatilbúnaður Kochs um fund þeirra Sigurðar Nordals og Jörgens Jörgensens, að hann skrif- aði sérstaka grein í Morgunblaðið 19. ágúst 1999 og hrakti þar lið fyrir lið umrædda frásögn. Við það er engu að bæta og vonandi ætti spuni Kochs þar með að vera úr sögunni. Hitt er svo satt, að margir góðir Íslendingar, karlar og konur, komu að þessu máli og ber hverjum sín þökk og að haft sé það sem sannara reynist. Mörgum af þeim Dönum sem veittu okkur lið kynntist ég ein- mitt á heimili mínu, en líka þeim sem voru okkur öndverðir. Hér með er því skorað á utanrík- isráðuneytið að sjá sóma sinn í að fjarlægja umrædda færslu sem er dagsett 25. ágúst 2020 í aðdraganda fimmtíu ára afmælisins, eða flytja til réttari vegar. Eftir Svein Einarsson » Faðir minn hafði eitthvert hugboð um að reynt yrði að segja frá atburðum Kaup- mannahafnarfundarins á annan hátt en rétt var og hét á mig að leiðrétta það. Ég geri það hér með í annað sinn. Sveinn Einarsson Höfundur er dr. phil. frá Háskóla Íslands, leikstjóri og rithöfundur. Tilmæli vegna handritamálsins Í gær greindi Umhverfisstofnun frá nýjum los- unartölum sem sýna að á milli ár- anna 2018 og 2019 dró úr losun gróð- urhúsalofttegunda á beinni ábyrgð Íslands um 2%. Þetta eru frábær- ar fréttir. Sam- dráttur frá árinu 2005 er 8%. Samdráttinn milli 2018 og 2019 má m.a. rekja til minni losunar frá vegasamgöngum, urðun úrgangs og útblæstri frá fiskiskipum. Hafa ber í huga að þetta eru tölur frá því fyrir kórónuveirufaraldurinn, svo hann á ekki þátt í sam- drættinum. Þetta sýnir okkur að kyrrstaðan er liðin og sam- dráttur í losun gróðurhúsa- lofttegunda á Íslandi er haf- inn, en þetta er mesti samdráttur sem sést hefur í losun síðan 2012. Fyrir mér ber þetta þess skýrt vitni að aðgerðir okkar og hugarfars- breyting síðustu ára eru farin að skila árangri. Umhverfisþing fer fram í dag Loftslagsmálin eru á meðal þess sem rætt verður á 12. umhverfisþingi umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, sem ég boðaði til og fram fer á www.umhverfisthing.is í dag. Öllum er velkomið að vera með. Á þinginu verður einnig rætt um náttúruvernd og hringrásarhagkerfi en allt þrennt hefur verið meðal þess sem ég hef lagt hvað mesta áherslu á í ráðherratíð minni. - Aðgerðir í loftslagsmálum eru stærsta vel- ferðar- og efna- hagsmálið á þessari öld. Þær eru grundvöllur fyrir því að geta rétt af misskipt- ingu og fé- lagslegt óréttlæti í heiminum og stöðvað ósjálf- bæra nýtingu auðlinda okkar. - Villt náttúra er á hröðu undanhaldi í heiminum og margar tegundir lífvera í út- rýmingarhættu – þess vegna hefur náttúruvernd og endur- heimt vistkerfa aldrei verið mikilvægari. - Umskipti frá línulegu hagkerfi yfir í hringrás- arhagkerfi er svo það sem samfélög um allan heim þurfa að ráðast í af auknum krafti. Við þurfum að búa þannig um hnútana að vörur, hlutir og efni haldi verðmæti sínu og notagildi eins lengi og mögu- legt er; við þurfum að end- urnota, endurvinna, endur- framleiða, gera við og deila. Þannig stöndum við vörð um auðlindir jarðar. Á öllum þessum þremur sviðum hafa verið stigin stór skref fram á við á undan- förnum árum en áskoranirnar fram undan eru að sama skapi mjög stórar. Náttúru og umhverfi í fyrsta sæti Á umhverfisþingi í dag býðst vettvangur til þess að rökræða um það sem hefur verið gert, en ekki síður að nesta okkur fyrir ferðalagið fram undan og ræða hvaða skref við tökum næst í um- hverfis- og náttúruverndar- málum. Ég nefni nokkur dæmi: Markmið Íslands um sam- drátt í losun gróðurhúsa- lofttegunda voru um áramót uppfærð úr 40% samdrætti til ársins 2030 í 55% samdrátt. En við þurfum að stefna enn hærra. Við þurfum að beita skatt- kerfinu í þágu loftslagsins og hringrásarhagkerfisins og sjá til þess að það verði auðveld- ara og ódýrara að gera við og nýta það sem til er heldur en að kaupa nýtt. Við þurfum sérstaka áætlun um vernd víðerna, sem óvíða eru meiri en einmitt hér á Ís- landi. Við eigum að vera fremst í því að vernda náttúr- una – verða Þjóðgarðalandið Ísland. Og, við þurfum stefnu um verndarsvæði í hafi. Í rauninni mætti draga þetta saman í þessa setningu: Við þurfum að setja náttúruna og loftslagið í fyrsta sæti. Á því byggist velferð samfélags okkar til framtíðar. Svo einfalt er það. Áhugasamir geta skráð sig á www.umhverfisthing.is eða fundið viðburðinn á Facebook; XII. Umhverfisþing. Eftir Guðmund Inga Guð- brandsson » Á Umhverfisþingi í dag býðst vett- vangur til þess að rökræða um það sem hefur verið gert, en ekki síður að nesta okkur fyrir ferðalag- ið fram undan Guðmundur Ingi Guðbrandsson Höfundur er umhverfis- og auðlindaráðherra. Kyrrstaðan hefur verið rofin á kjörtímabilinu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.