Morgunblaðið - 27.04.2021, Side 19
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 2021
✝
Guðbjörg Guð-
mundsdóttir
fæddist í Grafar-
nesi við Grundar-
fjörð 17. desember
1941. Hún lést á
Landspítalanum
16. apríl 2021.
Foreldrar henn-
ar voru Guð-
mundur Bjarnason,
f. 19. október 1902,
d. 4. janúar 1951,
og Guðrún Kristín Björnsdóttir,
f. 24. maí 1914, d. 17. apríl 1981.
Alsystkin Guðbjargar heita
Herdís Bjarney, f. 12. júlí 1935,
d. 28. maí 2018, Björn Jóhann-
es, f. 13. september 1936, d. 7.
janúar 1991, Lárus Lárberg, f.
7. október 1938, Jósefína Þór-
1934, d. 27. október 2010. Börn
þeirra eru Herdís, f. 1. júlí
1968, og Bjarni, f. 11. febrúar
1972. Börn Jóns af fyrra hjóna-
bandi eru Sigríður Björg, f. 16.
júlí 1953, Hjördís, f. 30. júlí
1954, Gyða, f. 27. febrúar 1955,
d. 25. október 1957, Bryndís
Gyða, f. 14. maí 1957, d. 29. júlí
2006, Victor Ívar, f. 13. febrúar
1959, og Kristján Páll, f. 3. maí
1964. Stjúpdóttir Jóns heitir
Kolbrún Jónsdóttir, f. 8. júlí
1951.
Guðbjörg ólst upp í Grund-
arfirði og í Reykjavík. Hún lauk
námi frá Fóstruskóla Sumar-
gjafar og starfaði sem leik-
skólakennari og leikskólastjóri
lengst af í Reykjavík.
Útför Guðbjargar fer fram
frá Langholtskirkju í dag, 27.
apríl 2021, og hefst athöfnin
klukkan 13. Streymt verður frá
athöfninni:
https://www.skjaskot.is/gudbjorg
Streymishlekk má finna á:
https://www.mbl.is/andlat
dís, f. 26. ágúst
1943, Ólafur Krist-
jón, f. 12. júlí 1946,
Kristján Elberg, f.
31. október 1944,
Jóna Guðrún, f. 31.
desember 1947, og
Guðmundur Gunn-
ar, f. 26. apríl 1950.
Hálfsystkin sam-
mæðra eru Ólafur
Hans Ólafsson, f.
19. september
1954, og Ingibjörg Áslaug
Ólafsdóttir, f. 30. júní 1956.
Guðbjörg giftist 1965 Sigurði
Lárusi Einarssyni. Þau skildu.
Barn þeirra er Einar Vignir, f.
2. nóvember 1964. Sambýlis-
maður Guðbjargar var Jón Ant-
on Björgvin Ström, f. 19. júní
Nú er mikið skarð fyrir skildi
því þann 16. þ.m. andaðist elsku-
leg systir mín Guðbjörg Guð-
mundsdóttir. Hún var fædd í
Grundarfirði (sem þá hét Graf-
arnes) 17. desember 1941, fjórða
barn þeirra hjóna Guðrúnar
Björnsdóttur og Guðmundar
Bjarnasonar.
Gugga (eins og hún var ávallt
kölluð) ólst upp í Grundarfirði og
að sumarlagi í Neðri-Lá, jörð í
eigu foreldra okkar. Hún fór
snemma að heiman til Reykja-
víkur, aðeins 15 eða 16 ára göm-
ul. Hún var einstaklega lagin
með börn og fór fljótlega að
vinna með börnum. Það lá því
beinast við að hún gerði það að
sínu ævistarfi sem og hún gerði.
Hún stundaði nám við Fóstur-
skóla Sumargjafar (sem breytt
var í Fósturskóla Íslands 1973).
Hún vann síðan alla tíð sem
fóstra (sem nú heitir leikskóla-
kennari) og stýrði leikskóla um
margra ára skeið.
Gugga var skarpgreind. Hún
var orðin allæs 5 ára gömul og
var alla tíð mikill bókaormur og
víðlesin. Það var unun að eiga við
hana samræður um bókmenntir
og alla mögulega hluti. Hún var
hæglát og mikið ljúfmenni. Hún
hafði ákveðnar skoðanir en var
alltaf mjög sanngjörn í ummæl-
um sínum um annað fólk.
Gugga var mikill dugnaðar-
forkur og féll aldrei verk úr
hendi. Hún var einstaklega
handlagin og lagði nánast aldrei
frá sér prjónana. Annáluð eru
sauma- og prjónaverk hennar
sem voru og eru hreinustu lista-
verk.
Við Gugga systir mín vorum
alla tíð miklir mátar. Hún var
einstaklega góð við börnin mín
og fastur gestur í afmælum
þeirra, þá gjarnan færandi þeim
listilega gerðar prjónaflíkur. Hjá
mér og mínum verður hennar
sárt saknað.
Ég færi börnum hennar,
barnabörnum, barnabarnabörn-
um og fósturbörnum mínar inni-
legustu samúðarkveðjur.
Kristján E. Guðmundsson
Guðbjörg Guðmundsdóttir,
Gugga Frænka.
Gugga Frænka var frænka
með stóru F-i. Hún var mátt-
arstólpi eða einhvers konar
hornsteinn í stórum systkinahópi
föður míns.
Pabbi minn á mörg systkini,
svo mörg að ég man aldrei hvort
þau eru 11 eða 13. Ég þarf alltaf
að fara í gegnum rununa til að
fullvissa mig um fjöldann. Gugga
er þar á sérstökum stalli. Þegar
„fyrsti stúdentinn í Eyrarsveit“,
hann pabbi, kynnti okkur
mömmu til leiks voru ekki allir
neitt sérstaklega hrifnir. Konu
með lausaleikskróga eins og það
var stundum orðað þá. Kannski
var það bara föðuramma mín,
Gunna Björns, hún var ekki
spennt en hún var líka þekkt fyr-
ir sérvisku og dyntótt geðslag.
Árið 1979 fóru mamma og
pabbi til Noregs og á meðan vor-
um við systurnar sendar í pössun
í Grundarfjörð. Ilmur til ömmu
Gunnu en ég til Guggu. Ég rölti
fimm ára að heimsækja krakk-
arassinn í Sæbólið. Það fór ekki
betur en svo að mér var hent
þaðan út með skít og skömm.
Ekki vissi ég hvað ég hafði af
mér gert og gekk niðurlút aftur í
Fossahlíðina. Þar tók Gugga á
móti mér og sá um leið að eitt-
hvað mikið var að. Hún hellti
mjólk í glas og setti mig við eld-
húsborðið og hóf að rekja úr mér
garnirnar. Ég man að fæturnir
dingluðu fram af stólnum og
mjólkurkexið var himneskt á
bragðið. Henni tókst fljótt að
draga upp úr mér hvað hafði
gerst. Þá bað hún mig að sitja
áfram og maula kex, hún þyrfti
aðeins að skreppa. Gugga lét þá
gömlu heyra það og sneri til
baka með Ilmi sem var það sem
eftir var vistar í Fossahlíðinni.
Þarna varð mér ljóst að Gugga
yrði minn klettur í föðurfjöl-
skyldunni. Hún stóð með mér
öllum stundum og fyrir það mun
ég aldrei geta þakkað henni nóg-
samlega. Með allri sinni hlýju,
húmor og ást bjó hún mér skjól
sem ég hef sótt í æ síðan.
Mín fyrsta minning um Guggu
er ég hjúfrandi mig upp að henni
inni í stofu í Fossahlíðinni í
Grundarfirði í brúnu pluss-sófa-
setti og hún að sjálfsögðu með
prjóna í hendi. Fossahlíðin í
Grundó og Lág með Guggu eru
dýrmætar æskuminningar;
sniglast í kringum Jón við smíð-
ar, sparka í bolta með Bjarna,
elta Herdísi, fara í Lág, gera að
silungi, sækja vatn, tína ber,
veiða flugur úr gluggunum og
hlusta á útvarpið. Stundum allt
að því ljóðrænar stundir þar sem
tíminn stóð næstum kyrr. Gugga
gerði líka nokkrar tilraunir til að
kenna mér sæmilega handavinnu
og það sem ég þó kann er henni
að þakka.
Á hverju hausti hringdi Gugga
og boðaði komu sína í kaffi. Hún
kom klyfjuð af gersemum. Fal-
legum peysum, vettlingum,
sokkum, húfum og alls kyns nýj-
ungum úr handavinnuheiminum
til að gefa mér og börnunum
mínum. Það var hennar háttur
að undirstrika kærleika og ást
gagnvart okkur og það verður
heldur ekki þakkað nóg.
Gugga var Frænka sem mér
finnst að ætti að vera eilíf en það
á víst ekki við um neitt okkar.
Far vel elsku Frænka mín og
takk fyrir mig og mína. Mikið
sem við elskuðum þig.
Kæru Einar, Herdís, Bjarni,
Kiddi og fjölskyldur. Mínar
dýpstu samúðarkveðjur.
Lísa Kristjánsdóttir, Úlfur,
Freyja og Hallgerður.
Í dag kveðjum við Guggu
frænku, frænkuna góðu sem
ætíð var einhvers staðar nálæg
eða ínáanleg. Hún var ekki
frænka mín vegna skyldleika, en
Bjarni maðurinn minn og hún
voru systkinabörn og tengda-
móðir mín hún Sigga Bjarna var
föðursystir hennar, þar með var
hún „Gugga frænka“ okkar allra
á Langó - auðvitað.
Hún bjó á Langó um tíma
þegar hún var í Fósturskólanum
og ég minnist stundanna þegar
við tvær lágum á gólfinu og bösl-
uðum við að þýða barnasálfræði
úr dönsku, öll óskiljanlegu löngu
orðin, en þetta dugði; fóstrunám-
inu lauk hún með glæsibrag og
starfaði við það æ síðan.
Þær frænkurnar, hún og
Sigga saumakona, undu sér
löngum við handavinnu af öllum
sortum. Allt lék í þeirra höndum,
hvort sem um var að ræða kjóla-
saum, útsaum, prjónles eða
hvaðeina. Og hvílíkir snillingar
voru þær.
Þegar börnin mín Ragnar og
Sigga Rósa komu til skjalanna
stóð ekki á Guggu, hún umvafði
þau og hvergi undu þau sér bet-
ur en með henni, sérstaklega á
það við um Ragnar, sem bók-
staflega mátti ekki af henni sjá
fyrstu æviárin. Þegar svo Einar
var kominn til skjalanna gat ég
endurgoldið henni barnfóstrið að
einhverju leyti.
Þegar þau Jón fluttu í Grund-
arfjörð hélt sambandið áfram og
var tengdamóðir mín hjá þeim
oft bæði lengri og skemmri tíma
og Sigga Rósa var þar heilt sum-
ar. Þaðan streymdi nú prjónlesið
og fínu stykkin öll. Þar bættust
líka við þrjú börn, þau Kiddi,
Herdís og Bjarni. Þegar svo fjöl-
skyldan flutti suður fór Gugga á
barnavaktina í Holtaborg … og
lífið hélt áfram.
En nú er lífinu lokið, hún
Gugga okkar er farin yfir í sum-
arlandið. Ég trúi að hún sé búin
að fitja upp á enn einni flíkinni.
Ég og mín fjölskylda þökkum
af alhug vináttuna, alla gæskuna
og dillandi hláturinn. Við kveðj-
um frænkuna góðu.
Vertu sæl elsku Gugga, hafðu
þökk fyrir allt og allt.
Sjöfn Ingólfsdóttir, Ragnar
og Sigríður Rósa.
Guðbjörg
Guðmundsdóttir
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
ÞÓRUNN K. JÓNSDÓTTIR,
Svarthömrum 68, Reykjavík,
sem lést sunnudaginn 18. apríl, verður
jarðsungin frá Grafarvogskirkju
fimmtudaginn 29. apríl klukkan 15. Vegna fjöldatakmarkana
verða einungis nánustu aðstandendur viðstaddir.
Útförinni verður streymt á: https://youtu.be/2SSHBv-bSKI.
Jóna G. Ragnarsdóttir Ísak J. Ólafsson
Álfhildur S. Jóhannsdóttir Þórarinn Gunnarsson
Gunnar Þ. Jóhannsson Þóra Egilsdóttir
Guðmundur I. Jóhannsson Kristjana Ó. Birgisdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Yndisleg mamma okkar, tengdamamma,
amma, langamma og langalangamma,
RAGNHEIÐUR AÐALGUNNUR
KRISTINSDÓTTIR,
Dvalarheimilinu Hlíð Akureyri,
sem lést fimmtudaginn 15. apríl, verður
jarðsungin frá Akureyrarkirkju miðvikudaginn 28. apríl klukkan
13. Í ljósi aðstæðna verða einungis nánustu fjölskyldumeðlimir
viðstaddir athöfnina, en útförinni verður streymt á
Facebook, Jarðarfarir í Akureyrarkirkju – beinar útsendingar.
Reynir Heiðar Antonsson
Jóna Kristín Antonsdóttir Þorsteinn Rútsson
Ragnheiður Antonsdóttir
Arndís Antonsdóttir Ólafur Ragnar Hilmarsson
Börkur Antonsson Janne Antonsson
barnabörn og allir aðrir afkomendur
Yndislega sambýliskona mín, systir, móðir,
tengdamóðir, amma og langamma,
ELSA JÓHANNA GÍSLADÓTTIR
sjúkraliði,
lést sunnudaginn 11. apríl.
Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði
fimmtudaginn 29. apríl klukkan 15.
Einungis verða nánustu aðstandendur og vinir viðstaddir. Hlekk
á streymi verður hægt að nálgast með að senda póst á
netfangið hanna1962@gmail.com degi fyrir útför.
Þórður Marteinn Adólfsson
Sigurður Hilmar Gíslason
Gísli Már Jónsson
Hjörtur Gísli Jónsson Leslie Costello
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir Emil Hörður Emilsson
Haraldur Thorlacius Elín Rut Einarsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær sonur minn og bróðir okkar,
GUNNAR ÁSÞÓRSSON,
lést fimmtudaginn 22. apríl.
Útförin fer fram frá Fossvogskirkju
föstudaginn 30. apríl klukkan 10.
Ólafía S. Brynjólfsdóttir
Brynjólfur Ásþórsson
Ólafur Sigurðsson
Bryndís H. Sigurðardóttir
Margrét G. Sigurðardóttir
Sigurður G. Sigurðsson
Magdalena M. Sigurðardóttir
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
BRYNJAR KARL STEFÁNSSON,
lést á Hraunbúðum í Vestmannaeyjum
þriðjudaginn 20. apríl. Útförin fer fram í
Landakirkju í Vestmannaeyjum
föstudaginn 30. apríl klukkan 13. Streymt verður frá athöfninni á
vefnum landakirkja.is.
Óskar Freyr Brynjarsson Ólafía Birgisdóttir
Dóra Kristrún Brynjarsdóttir Magnús Matthíasson
Davíð Þór Óskarsson Birna Vídó Þórsdóttir
Ester Óskarsdóttir Magnús Stefánsson
Brynjar Karl Óskarsson Sandra Gísladóttir
Katrín Ósk Magnúsdóttir
Katla María Magnúsdóttir
og barnabarnabörn
Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir,
amma og langamma,
HELGA HALBLAUB,
Vesturbergi 75,
lést á hjúkrunarheimilinu Grund
laugardaginn 24. apríl.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Bjarni Hannesson
Elfar Bjarnason Anna Laxdal Þórólfsdóttir
Vignir Bjarnason Lyanne Ridderhof
Skúli Bjarnason Sigrún Ingadóttir
Aron Bjarnason Elísabet Þórisdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og
amma,
ELÍSABETH ÓSK ELLERUP,
Sólvangsvegi 1, Hafnarfirði,
lést þriðjudaginn 20. apríl.
Útför hennar fer fram frá Víðistaðakirkju
í Hafnarfirði fimmtudaginn 29. apríl
klukkan 13. Streymt verður frá útförinni á slóðinni:
https://youtu.be/tp6yPbNV49U.
Jóhann Óskar Borgþórsson Arnfríður Arnardóttir
Stefán Þór Borgþórsson Gunnhildur I. Georgsdóttir
og barnabörn
Á kveðjustund
langar mig í fáum
orðum að þakka
gamalli vinkonu,
Kristínu, fyrir góð-
ar samverustundir
hér á árum áður,
bæði í gegnum félagsstörf
geislafræðinga og ýmislegt ann-
að, eins og eftirminnilega af-
mælisferð til Hollands. Var
gaman að þræða saman lista-
söfnin í Amsterdam. Kristín var
Kristín Vilborg
Haraldsdóttir
✝
Kristín fæddist
11.4. 1945. Hún
lést 1.3. 2021.
Útför hennar var
gerð í kyrrþey.
mjög vel að sér í
hverskonar listum –
mikill listunnandi.
Kristín var af-
bragðskokkur.
Naut ég góðs af því
þegar Anna, dóttir
mín, fermdist og
Kristín tók að sér
að sjá um veisluna.
Kristín var
tryggur vinur, sem
hún sýndi m.a. með
því að hringja alltaf reglulega í
mig, rétt til að minna á að vin-
áttan væri alltaf til staðar. Fyrir
það ber að þakka.
Hvíl í friði vinkona kær.
Helga Magnúsdóttir.