Morgunblaðið - 27.04.2021, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 27.04.2021, Blaðsíða 24
24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 2021 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl , Hrútur Nærvera öfundsjúkrar manneskju þreytir þig, enda getur þú ekki verið þú sjálf/ur í kringum hana. Langi þig í ein- hvern hlut skaltu hinkra við og sjá svo til, hvort hann er enn þá ómissandi eftir tvo daga. 20. apríl - 20. maí + Naut Sjaldan er ríkari ástæða til að gæta heilsu sinnar en þegar streitan er í al- gleymingi. Vertu opin/n fyrir nýjungum. 21. maí - 20. júní 6 Tvíburar Þú ættir að byggja meira á innsæi þínu þegar þú ræðst til atlögu við flókin verkefni. Byrjaðu á að taka til í gömlu dóti. 21. júní - 22. júlí 4 Krabbi Himintunglin beina sjónum þínum að samvisku sinni. Sinntu því sem þér ber og þá muntu fá þín tækifæri þegar þar að kemur. 23. júlí - 22. ágúst Z Ljón Samskipti þín við maka þinn verða líf- leg og skemmtileg í dag. Fólk og tækifæri sogast að þér. Ýttu áhyggjum burt. 23. ágúst - 22. sept. l Meyja Gættu þess að teygja þig ekki of langt eða lofa upp í ermina á þér í dag, einkum og sér í lagi í sambandi við börn. Njóttu litlu hlutanna. 23. sept. - 22. okt. k Vog Fólk virðist þrasgjarnt í dag en sýnir í raun bara ýtni. Hvatning frá nokkrum vin- um virkar eins og plástur á sárið á sál- artetrinu. 23. okt. - 21. nóv. j Sporðdreki Stattu af þér storminn og þá munt þú standa uppi sem sigurvegari. Allt hefur sinn tíma. Ekki leggjast í leti. 22. nóv. - 21. des. h Bogmaður Þú álítur þig hafa þrjá eða fjóra valkosti en í raun eru þeir margfalt fleiri ef að er gáð. 22. des. - 19. janúar @ Steingeit Frelsi þitt skiptir þig gríðarlega miklu máli. Lífið batnar ekki óvart, maður þarf að halda fast í taumana á leið sinni að takmarkinu. 20. jan. - 18. febr. ? Vatnsberi Þótt þig langi að hafa hönd í bagga með öðrum, þá eru þeirra mál stundum utan og ofan við þitt færi. Vinir þínir bíða eftir heimboði. 19. feb. - 20. mars = Fiskar Þú hefur margt að gefa þeim mál- stað, sem þú vilt berjast fyrir. Passaðu þig á því að safna ekki of miklu dóti sem þú hefur ekkert við að gera. bara tíu ára var ég farinn að vinna á lítilli dráttarvél heima, en í dag myndi maður aldrei setja krakka upp á þess- ar vélar, sem eru miklu stærri og öfl- ugri. Annað sem hefur breyst er að núna er ég bara einn í heyskapnum og allt hey sett í plastaðar rúllur og í góðri tíð er ég kannski 2-3 vikur í heyskapnum. Í gamla daga var öll stórfjölskyldan saman í heyskapnum og oft unnið dögum saman við að ná heyinu í hús. Það var verið að slá, arhringinn. En þar sem við Rósa er- um með ung börn, þá getum við ekki staðið í þessu allan sólarhringinn ein, en við erum svo heppin að sonur minn, Björn, kemur til okkar sem næturvörður á þessu tímabili sem er ómetanleg aðstoð.“ Guðmundur segir búskaparhætt- ina hafa breyst svo mikið á sinni ævi að það sé í raun ótrúlegt. „Það er ekki hægt að líkja þessu saman, því í dag er allt gert með vélum. Þegar ég var G uðmundur Bergur Þórð- arson fæddist 27. apríl 1961. Hann hefur búið alla tíð á bænum Hnappavöllum 4 í Öræf- um og segir að það hafi alltaf legið fyrir að hann yrði bóndi og tæki við búi foreldra sinna. „Hér var gott að alast upp. Hnappavellir eru fjórar jarðir og á öllum bæjunum voru börn á svipuðu reki svo það var oft mikið fjör. Á veturna renndum við okkur á heimasmíðum snjósleðum og svo vor- um við mikið á skautum á veturna,“ segir Guðmundur. Á sumrin voru krakkarnir að hjálpa til við störfin yf- ir daginn, en þau hittust oft við leik á björtum sumarkvöldunum. Guðmundur gekk í skóla á Hofi, sem í dag heitir Hofgarður. „Við vor- um nokkur í skólanum héðan úr sveit- inni fram að tólf ára aldri, en þá fór- um við á heimavistina í Nesjaskóla, sem er rétt fyrir utan Höfn í Horna- firði. Það var svolítið erfitt að fara að heiman svona ungur, og fyrra árið fórum við bara heim tvisvar í mánuði, en eftir að skólabíllinn kom fengum við að fara heim um helgar seinna ár- ið.“ Þetta voru mikil viðbrigði að fara að heiman, en hann á samt góðar minningar úr skólanum. „Ég vann í nokkur ár á Höfn, bæði í fiski og í Loðnubræðslunni áður en ég tók við búinu. Þegar ég var í fiski voru engar vaktir, bara unnið meðan menn gátu staðið í lappirnar og oft mikil uppgrip, en í Loðnubræðslunni voru vaktir og skipulögð frí, svo það var talsvert öðruvísi.“ Hann segir að það hafi verið ansi algengt að bændur í sveitinni færu á vertíðir. „Pabbi fór á nokkrar vertíðir í Vestmannaeyjum þegar hann var ungur maður, og ef það var nægur mannskapur á bæj- unum var tækifærið gripið. Þetta voru jú undirstöðuatvinnuvegir þjóð- arinnar og lífið snerist um kjöt og fisk.“ Um tíma var Guðmundur með bleikjueldi samfara sauðfjárræktinni, en einbeitir sér núna alfarið að fjárbúskapnum. Núna er helsta ver- tíðin, sauðburðurinn, að byrja á bæn- um og þegar komin þrjú lömb. „Um mánaðamótin hefst sauðburðurinn af fullum þunga og þá er vakað allan sól- snúa heyi, setja í bagga og raka og allir sem vettlingi gátu valdið voru úti á túni.“ Ungmennafélagið lék stórt hlut- verk í félagslífi sveitarinnar fyrr á ár- um og voru haldin spilakvöld og aðrar skemmtanir en dregið hefur úr því á síðustu árum. „Það er ein stór árshá- tíð haldin sem allir mæta á, en annars er ekki mikið um skipulagðar sam- komur.“ Guðmundur segir að oft hafi verið talað um flótta úr sveitunum á mölina, og víst er að færri nemendur eru í skólanum á Hofgarði en áður var, því aðeins tvö börn eru í skól- anum. „Leikskólinn er samt stærri og ég er ekki frá því að unga fólkið sé að leita aftur í sveitirnar, en þá eingöngu í ferðaþjónustuna en ekki í hefðbund- inn búskap. Það er náttúrlega ekki að marka alveg síðasta ár því þetta ástand hefur hægt á öllu. Ég held samt að þau fyrirtæki sem ná að halda sér á floti í gegnum ástandið eigi eftir að blómstra aftur.“ Á sömu nótum telur hann að sum- arið verði gott. „Maður hefur eigin- lega ekki fengið almennilegt vor í mörg ár, en ég held að sumarið verði fínt. Maður verður allavega að vona það.“ Hann segist ekki búast við öðru en að vera í fjárhúsunum að sinna Guðmundur Bergur Þórðarson bóndi – 60 ára Fjölskyldan Hér er fjölskyldan samankomin, en Júlía Mist, yngsta barnið, var á leiðinni í heiminn og fæddist stuttu eftir að myndin var tekin. Frá vinstri: Birgitta, Írena, Þórður, Björn, Embla, Rósa, Guðmundur og Salín Katrín. „Ég held að sumarið verði fínt“ Barnamyndin Hér er Guðmundur ungur að árum að leika sér. Í fjárhúsinu Yngstu börnin Þórður Breki og Júlía Mist Guðmundarbörn. Til hamingju með daginn 50 ÁRA Anna María fæddist í Keflavík 27. apríl 1971 og ólst upp í Njarðvík og gekk í Njarðvíkurskóla. Hún var í Tónlistarskóla Njarðvíkur og spilaði á klarínett í Lúðrasveit skólans. Um tvítugt flutti hún í Garðabæinn og ári síð- ar til Kaupmannahafnar þar sem hún var í tvö ár. Þegar heim kom flutti hún aftur í Garðabæinn, fór í Iðnskólann og útskrifaðist með meistararéttindi í hárgreiðslu árið 1995. „Ég söðlaði um og hóf nám í Fósturskóla Íslands árið 1997 og útskrifaðist með B.Ed.-gráðu í leikskólakennarafræðum frá KÍ árið 2001. Ég starfaði í 15 ár í Kjarrinu í Garðabæ sem var einkarekinn leikskóli en árið 2012 hóf ég störf á leikskólanum Hæðarbóli í Garðabæ, þar sem ég er m.a. verkefnastjóri tónlistar, kenni tónlist og stýri barnakór skólans. Mér finnst ofboðslega gaman að vinna í gegnum tónlist með börnum.“ Anna María hefur sungið í Kvennakór Garðabæjar í 20 ár eða frá því að hún út- skrifaðist. „Síðan stunda ég almenna útivist af kappi, geng á fjöll, stunda golf og stangveiði með fjölskyldunni og hundunum okkar tveimur.“ FJÖLSKYLDAN Eiginmaður Önnu Maríu er Gunnar Jóhannesson, f. 15.2. 1968, sérfræðingur og meðeigandi Arctica Finance. Börn þeirra eru Ásdís Björk stjórnmálafræðingur, f. 22.2. 1993; Jóhannes Birkir jarðfræðinemi, f. 8.8. 1996 og Guðrún Ágústa, söng- og menntaskólanemi, f. 7.8. 2003. For- eldrar Önnu Maríu eru hjónin Sigurjón Torfason frá Miðhúsum í Garði, f. 1944 og Ágústa Guðmundsdóttir úr Njarðvík, f. 1950. Anna María Sigurjónsdóttir Við gosið Fjölskyldan fór að skoða eldgosið í Geld- ingadölum. Fv.: Gunnar, Ásdís Björk, Jóhannes Birkir, Anna María og Guðrún Ágústa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.