Morgunblaðið - 27.04.2021, Page 28

Morgunblaðið - 27.04.2021, Page 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 2021 Nomadland, kvikmynd kínverska leikstjórans Chloé Zhao, stóð uppi sem sigurvegari Óskarsverðlaun- anna sem veitt voru aðfaranótt mánudags í Los Angeles. Verðlaun- in eru veitt út frá kosningu nefndar- manna Bandarísku kvikmyndaaka- demíunnar, Academy of Motion Picture Arts, sem eru yfir níu þús- und talsins. Nomadland hlaut þrenn verðlaun: fyrir bestu kvikmynd, leikstjórn og aðalleikkonu og varð Zhao önnur konan í sögu verð- launanna til að hljóta leikstjórn- arverðlaunin og einnig sú fyrsta as- íska. Verðlaunin hafa nú verið veitt 93 sinnum og hefur því heldur betur hallað á kvenleikstjóra í sögu þeirra. Tveir Íslendingar voru meðal til- nefndra, Eggert Ketilsson sem var listrænn stjórnandi við gerð leik- myndar Tenet og Gísli Darri Ólafs- son sem skrifaði handrit að og leik- stýrði stuttu teiknimyndinni Já-fólkið. Tenet var tilnefnd fyrir bestu leikmynd en verðlaunin hlaut Mank og ein til viðbótar, fyrir bestu kvikmyndatöku. Verðlaun sem besta stutta teiknimyndin hlaut If Any- thing Happens. Íslandstengingar voru fleiri því lagið „Húsavík“ úr Eurovision-grín- mynd Wills Ferrells var tilnefnt sem besta frumsamda lagið en laut í lægra haldi fyrir lagi tónlistarkon- unnar H.E.R., „Fight for You“, úr Judas and the Black Messiah. Húsa- vík fékk engu að síður frábæra kynningu með fallegu myndbandi við lagið sem tekið var í bænum með söngkonunni Molly Sandén og kór íslenskra stúlkna í lopapeysum. Stóðu þær sig eins og hetjur og hef- ur eflaust mörgum Óskars-áhorf- endum vöknað um augu yfir nátt- úru- og æskufegurð Húsavíkur. Og ekki var söngurinn síðri. Drykkja sú besta Af leikurum hlutu verðlaun fyrir aðalhlutverk hin bandaríska Frances McDormand fyrir Nomad- land og hinn velski Anthony Hopk- ins fyrir The Father. Hopkins er orðinn 83 ára og sló aldursmet í þessum verðlaunaflokki. Í þakkar- ræðu hvatti McDormand alla til að fara í bíó og sjá hinar tilnefndu kvik- myndir en Hopkins var fjarri góðu gamni og tókst ekki heldur að hafa uppi á honum til að tilkynna honum um verðlaunin. Fyrir aukahlutverk hlutu verð- laun suðurkóreska leikkonan Yuh- Jung Youn fyrir Minari og Daniel Kaluuya fyrir Judas and the Black Messiah en Youn er fyrsta kóreska konan sem hlýtur þessi verðlaun. Þótti mörgum kvikmyndarýnum og -blaðamönnum skrítið að hlutverk Kaluuya væri skilgreint sem auka- hlutverk þar sem hann leikur eina af aðalpersónum myndarinnar en skýringin er væntanlega sú að fram- leiðendum hefur þótt hann eiga meiri möguleika á verðlaunum ef svo væri. Virðist það hafa verið rétt ágiskun. Frændur okkar Danir hömpuðu verðlaunum fyrir bestu alþjóðlegu myndina en þau verðlaun hétu áður besta erlenda kvikmyndin. Druk, eða Drykkja, kvikmynd Thomasar Vinterbergs, varð fyrir valinu og í þakkarræðu tileinkaði hann verð- launin dóttur sinni sem lést fjórum dögum eftir að tökur hófust, aðeins 19 ára. My Octopus Teacher hlaut verð- laun sem besta heimildarmyndin og Soul fyrir bestu teiknimynd í fullri lengd. Meiri fjölbreytni Óskarsverðlaunin hafa hin síðustu ár verið harðlega gagnrýnd fyrir einsleitni þegar kemur að tilnefn- ingum og þá bæði hvað varðar kyn og kynþætti tilnefndra. Hefur þótt halla mjög á þeldökka leikara og konur en verðlaunin í ár voru skref í rétta átt, eins og bent er á í umfjöll- un The New York Times. Sjötíu konur voru tilnefndar í 23 verð- launaflokkum og níu þeldökkar manneskjur eða af öðrum litarhætti en hvítum. Í annað sinn í sögu verð- launanna voru tvær þeldökkar kon- ur tilnefndar sem besta leikkonan, þ.e. Viola Davis og Andra Day. Og Hopkins var ekki einn um að slá aldursmet því Ann Roth hlaut verð- laun fyrir bestu búningahönnun. Hún er 89 ára og elsta konan sem hlotið hefur Óskarsverðlaun í 93 ára sögu þeirra. Trent Reznor og Atticus Ross hlautu verðlaunin fyrir bestu frum- sömdu tónlistina, við teiknimyndina Soul og í handritaflokki hlutu verð- laun Emereld Fennell fyrir það besta frumsamda, fyrir kvikmynd- ina Promising Young Woman og Christopher Hamton og Florian Zeller fyrir handrit skrifað upp úr áður útgefnu efni, fyrir Sound of Metal. Heildarlista verðlaunahafa má finna víða á netinu og þá m.a. á vef- síðu verðlaunanna, oscars.com. helgisnaer@mbl.is Akademían kaus Nomadland - Kvikmynd Chloé Zhao hlaut Óskarinn sem besta myndin, fyrir bestu leikstjórn og bestu leikkonu í aðalhlutverki - Eggert og Gísli hlutu ekki verðlaun - Tvö aldursmet verðlaunahafa slegin Þau fyrstu Emerald Fennell hlaut sín fyrstu Óskarsverðlaun fyrir besta frumsamda handrit, að kvikmyndinni Promising Young Woman. Verðlaunaður Leikarinn Daniel Kaluuya hlaut verðlaun sem besti leikarinn í aukahlutverki fyrir leik sinn í Judas and the Black Messiah. Sú besta Danski leikstjórinn Thomas Vinterberg með verðlaunin fyrir bestu alþjóðlegu kvikmyndina, Druk, sem hlotið hefur fjölda verðlauna. AFP Gleði Leikkonan Frances McDormand og Chloe Zhao, leikstjóri Nomadland, hæstánægðar með Óskarana sína. Hún Tónlistarkonan H.E.R. hlaut verðlaun fyr- ir besta frumsamda lagið, Fight for You. Best Hin suðurkóreska Yuh-Jung Youn hlaut verðlaun sem besta leikkona í aukahlutverki fyrir leik sinn í Minari. Smiðjuvegi 34 • gul gata Kópavogi • biljofur@biljofur.is Viðgerðir // Bilanagreining // Varahlutir // Smurþjónusta 544 5151tímapantanir Rótgróið fyrirtæki, starfrækt frá 1992 Sérhæfð þjónusta fyrir Allar almennar BÍLAVIÐGERÐIR Bíljöfur ehf er stoltur aðili að kynna aðgerðir ríkisstjórnarinnar ALLIR VINNA sem felur í sér endurgreiðslu á VSK af vinnulið einkabifreiða Förum yfir bifreiðar fyrir aðalskoðun/endurskoðun og förum með bifreiðina í skoðun Þjónustuaðilar IB Selfossi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.