Morgunblaðið - 27.04.2021, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 27.04.2021, Blaðsíða 32
Efni í þætti kvöldsins: Dr. Erla Björnsdóttir sálfræðingur fjallar um svefnrannsóknir og mikilvægi góðs svefns fyrir heilsuna, ekki síðst á efri árum. Jón Gunnarsson alþingismaður ræðir um stöðu eldri borgara og það sem áunnist hefur s.l. 4 ár að hans mati. Dr. Janus Guðlaugsson fjallar um mikilvægi hreyfingar og einkum gönguferða sem hafa mikil áhrif á blóðþrýsting og sporna við ýmsum sjúkdómum sem herja á fólk á efri árum. Ísólfur Gylfi Pálmason fyrrv. sveitarstjóri og alþingismaður er gamall íþróttakennari og leiðbeinir fólki sem sækir sér heilsubót og aukna hollustu í Kríunesi um þessar mundir. Umsjónarmaður er Sigurður K.Kolbeinsson Dagskráin á Hringbraut Fréttir, fólk og menning á Hringbraut og hringbraut.is Lífið er lag kl. 21.00 á Hringbraut í kvöld Ísólfur Gylfi Pálmason Dr. Erla Björnsdóttir Á tónleikum Jazzklúbbsins Múlans í Flóa í Hörpu annað kvöld, miðvikudagskvöld, kl. 20 kemur fram hljóm- sveitin Jónsson, Jónsson, Hemstock & Gröndal. Þessi kvartett er ný hljómsveit leidd af bræðrunum Ólafi og Þorgrími Jónssonum sem leika á bassa og saxófón. Auk þeirra koma fram Matthías Hemstock á trommur og Haukur Gröndal á saxófón. Á efnisskránni verður að mestu ný djasstónlist úr smiðju bræðranna sem er sér- samin fyrir þetta tilefni auk þess sem eldra efni verður lagað að hljóðfæraskipan kvöldsins. Jónsson, Jónsson, Hemstock & Gröndal – ný hljómsveit í Múlanum ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 117. DAGUR ÁRSINS 2021 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 739 kr. Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr. PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr. HK, ÍA, Keflavík og Leiknir úr Reykjavík hafna í fjórum neðstu sætunum í Pepsi Max-deild karla í fótbolta á komandi sumri samkvæmt spá íþróttadeildar Morgun- blaðsins, mbl.is og K100, en keppni í deildinni hefst á föstudagskvöldið. Farið er yfir þessi fjögur lið, breytingarnar á þeim og möguleika þeirra í blaðinu í dag. » 26 Verða þetta fjögur neðstu liðin í ár? ÍÞRÓTTIR MENNING Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Málfræðingarnir Höskuldur Þráins- son, fyrrverandi prófessor við Há- skóla Íslands, og Helgi Bernódus- son, fyrrverandi skrifstofustjóri Alþingis, hafa hlaupið saman viku- lega frá því sumarið 1982 eða í nær 39 ár. Þeir segja að festan og hefð- in skipti miklu máli og félags- skapurinn hafi mikið að segja. „Ég vann við lokafrágang á kandídatsritgerð við Háskóla Ís- lands þetta sumar, Höskuldur var leiðbeinandi minn. Hann og fleiri úr deildinni voru þá að skokka og ég slóst í för. Og svo leiddi eitt af öðru,“ rifjar Helgi upp um ástæðu þess að þeir fóru að hlaupa saman. „Sem gutti í Vestmannaeyjum tók ég þátt í hlaupum og mótum en þegar ég fór síðar að hlaupa um göturnar stoppaði fólk mig gjarnan og spurði hvað væri komið yfir mig, hvert ég væri að hlaupa. En ég lét slíkt ekki stöðva mig og hélt áfram að gutla í þessu, fann að það gerði mér gott. Höskuldur var landsfrægur spretthlaupari og smám saman varð það að fastri hefð að við hlupum saman einu sinni eða tvisvar í viku. Hún hefur haldist síðan með fáeinum undan- tekningum.“ Höskuldur keppti fyrir HSÞ á 7. áratugnum, m.a. á landsmótum og Norðurlandsmótum. „Því styttra, því betra,“ segir hann um bestu greinarnar, en hann fór með- al annars 100 metrana á 11,1 sek- úndu og var með bestu mönnum þegar keppt var í 3 x 40 m hlaupi í Laugardalshöllinni. „Það var árangur á heimsmælikvarða, enda hefur hvergi annars staðar verið keppt í þessari grein, hvorki fyrr né síðar.“ Félagarnir byrjuðu að hlaupa í nágrenni við Háskólann og hafa alla tíð miðað við að hlaupa um sjö til átta kílómetra hverju sinni. Lengst af hlupu þeir í kringum flugvöllinn, út í Nauthólsvík og upp í Öskjuhlíð, en eftir að kórónu- veirufaraldurinn fór að gera mönn- um lífið leitt fyrir rúmu ári hafa þeir hlaupið hringi frá heimili Höskuldar í Mosfellsbæ. Forgangur Til að byrja með létu þeir kylfu ráða kasti hvenær hlaupið var en fljótlega vildu þeir hafa festu á því eins og öðru og miðuðu þá við að hefja skokkið við íþróttahús Há- skólans klukkan 16.30 á þriðjudög- um. Auk þess hlupu þeir hvor í sínu lagi með öðrum ef því var að skipta. „Skokkið hefur haft forgang og meðal annars skaust ég út úr Al- þingi, þegar allt var á suðupunkti í janúar 2009, til þess að hlaupa með Höskuldi, en fór svo aftur í vinnuna að því loknu og var þar langt fram á nótt,“ segir Helgi. „Ekkert gat stöðvað mig á hlaupatíma enda skokkið mikil vítamínsprauta. Það var mikill styrkur í erfiðu starfi að komast aðeins út, hreyfa sig og hlaupa, og ég gat ekki neitað mér um það. Hlaupið jók mér þrótt, kraft og starfsgleði, var ótrúlega uppbyggjandi. Eða eins og góður félagi sagði við mig: „Ég veit hver galdurinn er hjá þér, Helgi. Þú hleypur frá vandamálunum.““ Höskuldur tekur undir orð Helga um mikilvægi hlaupsins. Það hafi verið heilög stund og átt sinn ákveðna tíma enda hafi hann þver- tekið fyrir að þurfa að kenna eða sækja fundi eftir klukkan fjögur á þriðjudögum. „Ef ég hreyfi mig ekki get ég ekki vaknað á morgn- ana, er slappur, linur og latur. Þeg- ar ég var enn að kenna var skokkið auk þess gott til þess að hreinsa hugann eftir krefjandi kennslu eða erfiða fundi í Háskólanum.“ Hann segir að ýmsir hafi hlaupið með þeim á stundum en ekki enst. „Þeir hafa gefist upp og við höfum hlaup- ið alla af okkur.“ Hlaupa alla af sér - Höskuldur og Helgi hafa hlaupið saman í áratugi Ljósmynd/Þjóðviljinn - eik Í Vatnsmýrinni Félagarnir skammt frá Alaska 1984. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Í Mosfellsbæ Höskuldur og Helgi leggja af stað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.