Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.04.2021, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.04.2021, Blaðsíða 30
B reska konungsfjölskyldan hefur verið í sviðsljósinu undanfarnar vikur af ýms- um ástæðum. Mikið uppnám varð í fjölmiðlum um allan heim þegar Harry prins fór í viðtal hjá Opruh Winfrey ásamt Meghan Markle eiginkonu sinni. Um liðna helgi var tilefnið annað. Þá var Filippus prins, eiginmaður Elísabetar II. drottningar, borinn til grafar. Elísabet er sá núlifandi konung- borni þjóðhöfðingi sem setið hefur lengst við völd. Hún tók við krún- unni 6. febrúar árið 1952 og hefur því setið á valdastóli í 69 ár og 76 daga. Næst kemur nafna hennar, Elísabet II., drottning Jamaíku, sem komst til valda 6. ágúst 1962. Elísabet Bretadrottning er hins vegar ekki þaulsætnust allra kon- ungborinna leiðtoga. Þar er hún í fjórða sæti. Næstur fyrir ofan hana er Jóhann II. af Liechten- stein, sem sat frá 1858 til 1929 og ríkti í 70 ár og 71 dag. Bhumibol Adulyadej er þar fyrir ofan. Hann var konungur Taílands frá 1946 til 2016 og var því við völd í 70 ár og 126 daga. Lengstur er þó valdatími Loðvíks XIV. Frakklandskonungs, sem sat við völd frá 1643 til 1715 eða í 72 ár og 110 daga. Þess ber að geta að Loðvík XIV., sem kall- aður var sólkonungurinn, var að- eins fjögurra ára þegar hann komst til valda. Elísabet II., sem varð 95 ára 21. apríl, var hins veg- ar 25 ára þegar hún var krýnd 6. febrúar 1952. Majakóngur í geimfarastöðu Rúmt ár er síðan Elísabet fór fram úr K’inich Janaab Pakal I., sem ríkti í Palenque, borgríki Maja, frá því í júlí 615 er hann tók við af móður sinni til ágúst 683 að því víst er talið. Hann var einnig kall- aður sólarskjöldurinn og náði því að verða áttræður. Í rúm þúsund ár var hann sá fullvalda þjóðhöfð- ingi sem lengst hafði setið allra í mannkynssögunni svo vitað sé. Kista hans fannst um miðja 20. öldina og var í henni beinagrind. Greining á sliti á tönnum úr henni benti til þess að þar væru líkams- leifar manns sem látist hefði um fertugt. Hins vegar hefur verið bent á að konungurinn hafi ugg- laust fengið mýkri fæðu en al- menningur á þessum tíma og því hefðu tennur hans slitnað hægar. Því má bæta við að Erich von Däniken, sem skrifaði bókina Voru guðirnir geimfarar?, taldi að á mynd á kistulokinu væri Pakal í sömu stellingu og geimfarar í geimflaugum sjöunda áratugarins. Hér hefur aðeins verið vísað til konungborinna þjóðhöfðingja full- valda ríkja. Sobhuza II. var kon- ungur Svasilands frá 1899 til 1982, eða 82 ár og 254 daga, og er það lengsti skráði valdatími nokkurs konungs eða drottningar. Hann var krýndur fjögurra mánaða gam- all. Skömmu síðar náðu Bretar völdum í Swasilandi og taldist það verndarríki þeirra og fékk ekki sjálfstæði fyrr en 1968. Af konungum og drottningum Norðurlanda kemst aðeins Krist- ján IV. Danakonungur inn á listann yfir þá 25 leiðtoga, sem lengst hafa setið, og er í 16. sæti. Margrét II. Danadrottning var 31 árs þegar hún tók við völdum í jan- úar 1972 og hefur því setið í tæp- lega hálfa öld. Karl Gústav XVI. Svíakonungur hefur setið ívið skemur eða frá september 1973 og Haraldur V. tók við krúnunni í Noregi 1991. Á Wikipediu kemur fram að El- ísabet sé orðin langlífust og hafi verið lengst við völd allra breskra drottninga og konunga. Þá hafi engin kona verið þjóðhöfðingi leng- ur í sögunni. Hún þyrfti hins vegar að bera bresku krúnuna í rúm þrjú ár í viðbót til að fara fram úr sól- konungnum. kbl@mbl.is Heimild: Wikipedia AFP Elísabet II. við útför eig- inmanns síns, Filippusar prins, í kapellu heilags Georgs í Windsor-kastala 17. apríl. ELÍSABET II. FER AÐ SKÁKA SÓLKONUNGNUM Lengst við völd allra kvenna Sólkonungurinn, Loðvík XIV., sat allra kónga og drottninga lengst. 30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25.4. 2021 08.00 Uppskriftir fyrir svanga birni 08.01 Laugardagsklúbburinn 08.04 Rita og krókódíll 08.09 Veira vertu blessuð 08.10 Ég er fiskur 08.13 Örstutt ævintýri 08.15 Ást er ást 08.18 Hæna Væna 08.23 Blíða og Blær 08.45 Víkingurinn Viggó 08.55 Adda klóka 09.15 Monsurnar 09.30 Lína langsokkur 09.50 Lukku láki 10.15 Ævintýri Tinna 10.40 Mia og ég 11.00 It’s Pony 11.30 Angry Birds Stella 12.05 Nágrannar 12.25 Nágrannar 12.45 Nágrannar 13.10 Nágrannar 13.30 Top 20 Funniest 14.10 The Office 14.30 Gulli byggir 15.00 Grand Designs 15.50 Blindur bakstur 16.20 Um land allt 16.50 60 Minutes 17.35 Víglínan 18.26 Veður 18.30 Fréttir Stöðvar 2 18.40 Sportpakkinn 18.55 Ísland í dag 19.05 Skítamix 19.35 Vegferð 20.10 We Are Who We Are 21.10 Tell Me Your Secrets 22.00 Prodigal Son 2 ÚTVARP OG SJÓNVARP Sjónvarp Símans RÚV Rás 1 92,4 . 93,5 Omega N4 Stöð 2 Hringbraut 19.30 Föstudagsþátturinn með Villa 20.00 Hann er sagður bóndi 21.00 Vegabréf ; Hilda Jana Gísladóttir 21.30 Uppskrift að góðum degi: Bakkafjörður Endurtek. allan sólarhr. 19.30 Jesús Kristur er svarið 20.00 Blönduð dagskrá 22.30 Gegnumbrot 20.00 Mannamál (e) 20.30 Suðurnesja-magasín Víkurfrétta (e) 21.00 Leiðtoginn Endurtek. allan sólarhr. 11.15 The Block 12.20 Dr. Phil 16.10 The King of Queens 16.30 Everybody Loves Ray- mond 16.55 The Bachelor 18.25 The Block 19.30 This Is Us 20.20 Systrabönd 21.05 Law and Order: Special Victims Unit 21.55 The Good Lord Bird 22.45 The Walking Dead 23.30 Love Island 00.25 Ray Donovan 01.15 The Rookie 02.00 Blue Bloods 02.45 Mayans M.C. 03.40 Síminn + Spotify 06.55 Morgunbæn og orð dagsins. 07.00 Fréttir. 07.03 Hringsól. 08.00 Morgunfréttir. 08.05 Á tónsviðinu. 09.00 Fréttir. 09.03 Svona er þetta. 10.00 Fréttir. 10.05 Veðurfregnir. 10.15 Bók vikunnar. 11.00 Guðsþjónusta í Bessa- staðakirkju. 12.00 Hádegisútvarp. 12.20 Hádegisfréttir. 13.00 Sögur af landi. 14.00 Víðsjá. 15.00 Lestin. 16.00 Síðdegisfréttir. 16.05 Úr tónlistarlífinu: Edda Erlendsdóttir. 17.25 Orð af orði. 18.00 Kvöldfréttir. 18.10 Orðin sem við skiljum ekki. 18.50 Veðurfregnir. 18.53 Dánarfregnir. 19.00 Óskastundin. 19.40 Móses og Jón Taylor. 20.35 Gestaboð. 21.30 Úr gullkistunni. 22.00 Fréttir. 22.05 Veðurfregnir. 22.10 Á reki með KK. 23.10 Frjálsar hendur. 24.00 Fréttir. 00.05 Næturútvarp Rásar 1. 07.15 KrakkaRÚV 07.16Barnaefni 08.18 Lautarferð með köku 08.24 Hæ Sámur – 48. þáttur 08.31 Kúlugúbbarnir 08.54 Hrúturinn Hreinn 09.00 Múmínálfarnir 09.22 Robbi og Skrímsli 09.44 Eldhugar – Mae Jem- ison – geimfari 09.48 Sjóræningjarnir í næsta húsi 10.00 Ævar vísindamaður 10.25 Andrar á flandri 11.00 Silfrið 12.10 Alla leið 13.20 Fullkomin pláneta 14.20 Venjulegt brjálæði – Með lífið að veði 15.00 Ísland: bíóland 16.00 Íslandsmeistaramótið í sundi 17.50 Táknmálsfréttir 18.00 KrakkaRÚV 18.01 Söguspilið 18.25 Loftlagsþversögnin 18.35 Hvað getum við gert? 18.45 Menningin – sam- antekt 19.00 Fréttir 19.25 Íþróttir 19.30 Veður 19.45 Landinn 20.20 Ísland: bíóland – Ný öld, ný kynslóð 21.20 Hafið 23.10 Rauði dregillinn 24.00 Óskarsverðlaunahátíðin 2021 03.05 Dagskrárlok 9 til 13 100% helgi með Stefáni Valmundar Stefán spilar góða tónlist og fer yfir valið efni úr morgun- og síðdegisþáttum K100. 13 til 16 100% helgi með Þór Bæring Þór Bæring og besta tónlistin á sunnudegi. Þór er góður að þefa uppi það sem fjölskyldan getur gert sér til skemmt- unar á sunnudögum. 16 til 18 Tónlistinn Topp40 Dj Dóra Júlía fer yfir 40 vinsælustu lög landsins á eina opinbera vinsældalista Íslands. „Já þetta var svolítið merkilegt. Hann var einhvern veginn búinn að bíta þetta í sig,“ segir Páll Magnús- son í viðtali við þau Evu Ruzu og Loga Bergmann í Síðdegisþættinum þegar hann útskýrði það hvers vegna skákmeistarinn Bobby Fisch- er vildi einungis tala við hann. Ferðin eftir Bobby Fischer var mjög merkileg en Páll Magnússon fór út og sótti hann á sínum tíma og kom með hann heim til Íslands, enda gerðist Bobby Fischer íslenskur ríkis- borgari. Páll fór tvær eða þrjár ferðir út til Tókýó til þess að freista þess að taka sjónvarpsviðtal við Fisch- er í fangelsinu en í hvert skipti kom eitthvað upp á af hálfu fangelsisyfirvalda og hleyptu þeir honum ekki inn. Fischer sat þá í fangelsi fyrir að hafa teflt við Spasskí, hinn sama og hann tefldi við einvígið mikla í Reykjavík árið 1972. Viðtalið við Pál Magnússon má nálgast í heild sinni á K100.is. Ferðin eftir Bobby Fischer var mjög merkileg Síðdegisþátturinn á k100 ALLA VIRKA DAGA FR Með loga bergmann og sig Á 16-18 ga gunnar

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.