Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.04.2021, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.04.2021, Blaðsíða 20
Ananas- og myntudraumur Fyrir 3 2 bollar ferskur ananas, afhýddur, miðjan hreinsuð úr og skorin í bita 6-7 myntulauf, skorin smátt 1 bolli ísmolar ¼ bolli vatn eða meira ef þarf Setjið öll hráefnin í blandara og blandið vel. Þriggja laga þeytingur Fyrir 2 hálf hunangsmelóna, skorin í litla bita 2 mangó, skorin í kubba 8 kíví, afhýdd og skorin í bita 2 bollar jarðarber 1 bolli bláber Setjið melónuna og mangóið í blandara, blandið og hellið í tvö glös. Setjið kíví í blandara og notið skeið til að setja yfir hina blönduna. Setjið berin í blandara og setjið í glösin með skeið. Hægt er að bæta einni teskeið af sykri við ef ykkur finnst vanta sætu. Berið fram strax. 2 bollar mjólk eða möndlumjólk 1 bolli vanillujógúrt eða grísk jóg- úrt, frosin 2½ bolli bláber, fersk eða frosin 1½ bolli haframjöl 2 msk. hunang 1 tsk. vanilludropar ½ tsk. kanill handfylli af ísmolum Blandið öllu saman í blandara. Þessi er ískaldur og hollur! Njótið! Bláberja- þeytingur HEIMILI ENSKA BOLTANS Á VEFNUM 20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25.4. 2021 MATUR Fyrir 2 2 bollar vatnsmelóna, fræin hreinsuð burt 1 bolli frosin jarðarber, sneidd safi af einu lime ¼ bolli ósæt kókósmjólk 2-3 ísmolar (má sleppa) Setjið vatnsmelónu, jarðarber, límónusafa og kókósmjólk í bland- ara. Blandið á hröðustu stillingu í 20-30 sekúndur. Til að fá aðeins þykkari þeyting, setjið þá 2-3 ísmola í blandarann og blandið þar til silkimjúkt. Vatnsmelónu- þeytingur Sumar- þeytingar með bragði! Sumarið er komið og hitastigið fer hækkandi. Þá er gott að henda í ískaldan þeyting og njóta úti á palli, í sveitinni eða taka með sér á gosstöðvar! Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Fyrir 2 2 kíví, afhýdd og skorin í bita 1 banani, afhýddur ½ bolli möndlumjólk eða venjuleg mjólk safi af einni límónu 1 bolli grísk jógúrt 1 bolli ísmolar Afhýðið og skerið kíví og ban- ana. Setjið í blandara ásamt mjólk, jógúrt, límónusafa og ís- molum. Blandið í eina eða tvær mínútur, þar til silkimjúkt. Suðrænt og seiðandi

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.