Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.04.2021, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.04.2021, Blaðsíða 2
Í FÓKUS 2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25.4. 2021 Í baráttu við COVID-19 býður Donnamaska, grímur og andlitshlífar sem eru gæða vara frá DACH og notuð um allan heim. Vefverslun: www.donna.is Erum nú á Facebook: donna ehf Covid gríma,þægilegri ogþéttir vel Sími 555 3100 www.donna.is dreifingHeildsölu C-gríma Pandemic Respirator andlitsgríma Dalvegi 10-14, 201 Kópavogi - Sími: 555-1212 - handverkshusid.is Fyrir utan líkamsræktarstöðina mína í Hafnarfirði eru ekkert allt ofmörg bílastæði. Því vakti það bæði pirring og undrun mína þegarBMW-eigandi ákvað þar að hann ætti skilið tvö stæði og lagði akkúrat yfir máluðu línuna. Þarna var klárlega á ferðinni einbeittur brotavilji, en ekki bara illa lagt eins og hendir okkur flest af og til. Af hverju þessum ein- staklingi fannst hann eiga skilið tvö stæði er mér ráðgáta. Eiginhagsmunir og tillitsleysi eru orð sem koma strax upp í hugann. Skítt með hina, ég má þetta! Á mun alvarlegri skala er til fólk sem hugsar nákvæmlega svona þeg- ar það á að vera í einangrun eða sóttkví; því höfum við þjóðin orðið vitni að nýlega. Og reiðin og pirring- urinn kraumar undir niðri, sam- félagsmiðlarnir loga og smitin grass- era. Allt vegna þess að einn eða tveir einstaklingar gátu ekki farið eftir reglum og sýnt náunganum þá til- litssemi að vera ekki á meðal fólks, mögulega smitaðir af kórónuveir- unni. Sem reyndist svo vera raunin. Þannig er lífið; alls staðar munum við rekast á svona fólk. Fólk sem finnst það eiga skilið annað og meira en aðrir. Sem finnst að reglurnar eigi við um aðra. Sem hefur ekki samkennd með öðru fólki. Þessu verður ekki breytt; það eru fífl víða. Að leggja í tvö stæði er dónaskapur. Að brjóta sóttkví og einangrun setur hundruð manna í hættu og getur kostað mannslíf. En sem betur fer er búið að herða reglur, á skynsamlegan máta. Og nú er búið að lofa okkur miðaldra fólkinu bólusetningu fyrir 1. júní og öllum öðrum Íslendingum fyrir fyrsta júlí. Sumarið er því bjart! Nú er bara að halda þetta út; spritta, nota grímu, halda sóttkví og sýna öðru fólki almenna tillitssemi. Öllum getur orðið á; fólk getur gleymt grímunni eða sprittinu, en reynum bara okkar besta svo fleiri þurfi ekki að þjást vegna veirunnar. Það er svo stutt í land! Svo kemur íslenska sumarið með öllum sínum töfrum; björtum nóttum, bleikum sólarlögum, ilmandi birki og fuglasöng sem vekur mann fjögur á næturnar. Það er til margs að hlakka. Og síðsumars eða með haustinu verður lífið komið í samt lag og þá er hægt að spígspora um götur New York, Lond- on og Parísar. Flatmaga á strönd við Indlandshafið, skoða Kínamúrinn og píramída, drekka kaffi á verönd í Toskana. Möguleikarnir eru endalausir. Hættum að kýta yfir reglum og lögum. Þetta er allt að koma, en þangað til erum við öll almannavarnir. Gleðilegt sumar! Bjart og veirufrítt sumar á næsta leiti Pistill Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is ’ Svo kemur íslenska sumarið með öllum sínum töfrum; björtum nóttum, bleikum sólar- lögum, ilmandi birki og fuglasöng sem vekur mann fjögur á næturnar. Guðný Lára Ingadóttir Sumarið leggst rosalega vel í mig. Ætla að ferðast um landið og njóta. SPURNING DAGSINS Hvernig leggst sumarið í þig? Guðmundur Ingi Hjartarson Mér líst vel á það. Þetta verður stór- kostlegt sumar. Louisa Aradóttir Það leggst mjög vel í mig. Fer eitt- hvað innanlands eins og flestir aðrir. Ragnar Agnarsson Gríðarlega vel. Þetta verður frábært sumar. Ritstjóri Davíð Oddsson Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri og umsjón Karl Blöndal kbl@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Útgáfufélag Árvakur hf., Reykjavík. Hver er konan? Ég er kennari og myndlistarmaður og hef verið leiðsögumaður hjá Ferðafélagi Íslands síðan 2007. Líklega koma kennaragenin sér vel í leiðsögumannsstarfinu. Ég var í góðri þjálfun við að stjórna. Hvað er skemmtilegast við leiðsögumanns- starfið? Þetta er stór spurning. Ég held það sé ótvírætt skemmtilegast að opna landið fyrir fólki. Land er eins og manneskja; þegar þú kynnist því fer þér að þykja vænt um það. Hefur ekki verið lítið að gera í Covid? Nei, þvert á móti. Starfsemi ferðafélagsins hefur ver- ið ákaflega lífleg. Við höfum svarað kalli tímans og verið tilbúin þegar það er eftirspurn. Nú hafa Ís- lendingar ekki komist úr landi í meira en ár og lík- amsræktarstöðvar oft verið lokaðar. Fólk hefur ver- ið að uppgötva útivist sem aðferð til líkamsræktar og andlegrar styrkingar. Ferðafélagið hefur brugð- ist við með því að fjölga ferðum og búa til ný pró- grömm. Þátttakan hefur verið mjög mikil. Hvernig lítur sumarið út hjá ykkur? Sumarið lítur mjög vel út. Það er gleðilegt að Íslend- ingar nýta sér gistingu í skálum í miklum mæli. Margar ferðir eru margsinnis uppseldar og höfum við þurft að bæta við ferðum. Við gætum selt í fleiri ferðir, en það vant- ar bara daga í dagatalið! Sögugöngur eru skemmtilegar en í ár verður farið á slóðir svarta víkingsins. Eins eru morg- ungöngur alltaf vinsælar og Anton Helgi Jónsson verður þar fjallaskáld FÍ. Allir ættu að geta fundið sér eitthvað við hæfi. Er þá bara allt uppbókað? Nei, ekki alveg. Fyrstur kemur fyrstur fær. Morgunblaðið/Eggert RÓSA SIGRÚN JÓNSDÓTTIR SITUR FYRIR SVÖRUM Útivist sem líkamsrækt Forsíðumyndina tók xxxxxxxxx Rósa Sigrún Jónsdóttir er einn af mörgum frábærum leiðsögumönnum hjá Ferðafélagi Íslands. Allar upplýsingar um ferðir má finna á fi.is.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.