Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.04.2021, Blaðsíða 15
25.4. 2021 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15
þessu,“ segir Svavar og bætir við að vegna
barnanna hafi hann ekki viljað að umræða færi
strax af stað í þjóðfélaginu.
„Ég hafði ekkert að gefa; ég var í miðju
sundi. Ég átti eftir að komast upp að bakka og
ná andanum. Ég ýtti öllum beiðnum frá mér en
þar sem ég er þekktur vissu margir af þessu á
endanum. Þannig að þótt ég vildi ekki opinbera
þetta varð þetta svolítið eins og bleiki fíllinn í
stofunni,“ segir Svavar og segir að í raun finnist
sér ekki óþægilegt að tala um veikindin í dag.
„Það rann svo allt í einu upp fyrir mér að nú
væri ég tilbúinn að ræða þetta; ég hef eitthvað
að segja. Kannski get ég miðlað einhverju;
kannski get ég hjálpað einhverjum. Svo veit ég
að fólk vill vita hvað er í gangi.“
Heltekur ekki hversdagslífið
Krabbameinið fær ekki að vera í fyrsta sæti í
lífi Svavars; síður en svo.
„Ég nenni ekki alltaf að tala um þetta; ég hef
ekki þörf fyrir það. Ég nenni ekki að ræða
krabbameinið í röðinni í Bónus og heldur ekki
að fá spurninguna: „Hvernig hefurðu það?“
Annaðhvort er ég ofan jarðar eða neðan. Við
hjónin ræðum um þetta þegar við þurfum þess
og tölum við krakkana þegar það er eitthvað að
frétta. Þess á milli lifum við okkar lífi og sinn-
um okkar áhugamálum. Fjölskyldan er mjög
samhent og við hittumst mikið og við erum ekki
að velta okkur upp úr vandamálum. Þetta hef-
ur ekki fengið að heltaka hversdagslífið.“
Svavar segist ekki finna til verkja.
„Það eina sem háir mér eru í raun eftirköst
af lyfjameðferðum, sem er dofi í höndum og
fótum. Það getur líka háð mér í að spila á hljóð-
færi. En ég vinn bara með þetta; ég geri allt
sem ég get og get næstum allt sem ég gat. Ég
er slappur dagana eftir lyfjameðferð og þá bara
stimpla ég mig út,“ segir hann og segist vera í
meðferð núna á tveggja vikna fresti en það sé
breytilegt hversu ört hann þurfi á meðferð að
halda.
„Það fundust meinvörp í lungum og lifur en
það er allur gangur á því hvort þau séu sýni-
leg.“
Blaðamaður þegir um stund og dettur svo
ekkert annað í hug en að segja:
Helvítis vesen.
„Já, en ég er hættur að líta á þetta sem ves-
en. Svona er bara staðan. Mér hefur oft liðið
verr fullkomlega heilbrigður.“
Hugsa lítið um dauðann
Tvö og hálft ár eru nú liðin síðan Svavar
greindist með krabbann. Hann segist vissulega
hugsa um framgang sjúkdómsins og hvernig
málin muni þróast en neitar að láta sjúkdóminn
stjórna lífi sínu.
„Ég hugsa um veikindin en er ekki heltekinn
af þeim. Það er bara einn dagur í einu, alveg
sama hvort við erum veik eða ekki,“ segir hann
og bætir við hugsi: „Ég hefði ekki viljað ganga í
gegnum þetta án þess að vera edrú. Maður var
búinn að fá einhver tól í gegnum edrúgönguna
sem nýtast; svo maður fari ekki í stjórnlausan
ótta og gremju.“
Hugsarðu mikið um dauðann?
„Ég hugsa mjög lítið um dauðann. Ég hugsa
mest um hann út frá öðru fólki, eins og börn-
unum. Mér er meira sama um sjálfan mig en
það er verra að leggja það á aðra ef maður
skyldi þurfa að fara. Þegar að því kemur verð-
ur maður að vera búinn að undirbúa það vel, en
það er hluti af þessu lífi að hverfa úr því. Og
þótt það sé hundfúlt að missa einhvern eigum
við ekki að missa okkur í því vegna þess að lífið
heldur áfram og við eigum minningar. Við eig-
um að vera með fólki á meðan það er lifandi og
hugsa svo fallega til þess þegar það er farið. Ég
vona að þeir sem sitja eftir þegar ég er farinn
nái að tileinka sér það og sorgin verði þeim
ekki fjötur um fót og komi í veg fyrir að þeir lifi
lífinu og verði hamingjusamir,“ segir Svavar og
segir að ef hann deyi fyrir aldur fram sé það
bara staðan.
„Þá er það það sem búið er að ákveða en við
gerum okkar besta til að sporna við því með að-
stoð læknavísinda og það kemur svo í ljós
hversu langt það nær. Þangað til held ég áfram
að láta drauma mína rætast og njóta lífsins. Ég
vakna á morgnana tilbúinn í daginn og nýt þess
að sinna skemmtilegum verkefnum. Ég reyni
að láta veikindin ekki þvælast fyrir mér þótt ég
hugsi auðvitað um þau. En ég reyni að vera
ekki í óttanum,“ segir hann og leiðréttir sig:
„Ég er ekki í óttanum.“
Prinsinn fær að lifa að hluta
Eftir greininguna ákvað Svavar að leggja kór-
ónu Prinsins á hilluna. Hann tekur hana þó ein-
staka sinnum fram.
„Ég fann það þá að ég þyrfti þess; ég var bú-
inn að vera áberandi um tíma en þurfti þarna
að leita inn á við. Ég hafði oft hugsað um að
binda enda á Prinsinn þannig að í raun var
þetta gott tækifæri. Ég hef samt alveg leyft
honum að lifa að hluta. Ég hef verið að gera
músík, taka eitt og eitt gigg og er enn í sam-
starfi við frábæra listamenn um alls konar
verkefni.“
Svavar vinnur enn sem grafsíkur hönnuður
og heldur úti heimasíðunni prinspolo.com.
„Ég hef reynt að bræða þetta saman í einn
graut; hönnun, myndlist og tónlist. Við erum
nýbúin að opna vefverslun undir nafni Havarís
þar sem ég fór að taka saman þessi verk sem
ég hef verið að gera og framleiða ný. Sem lista-
maður í Covid hef ég verið þakklátur fyrir það
að hafa getað tekið tónlistina og myndgert
hana. Ég hef verið að taka frasa úr textum
mínum sem mér þykir vænt um og mála þá og
búa til plaköt,“ segir Svavar og segir fólk
gjarnan kaupa af sér málverk til að gefa í gjaf-
ir.
„Það fer stór hluti af mínum degi í að fram-
leiða fyrir þessa verslun. Ég er líka alltaf að
semja tónlist og er að leggja drög að barna-
plötu ásamt Kidda Hjálmi. Við erum um-
kringdir börnum og maður verður fyrir svo
miklum áhrifum frá krökkunum sínum. Við
gerum eitt lag í einu og sjáum til hvert það leið-
ir okkur. Svo er ég alltaf með annan fótinn fyr-
ir austan yfir veturinn,“ segir Svavar og segir
þau núna eyða öllum sumrum í Havarí.
„Við verðum þarna í sumar og munum hafa
opna gistingu. Ég hlakka mjög til sumarsins
fyrir austan, en Havarí er til sölu og ýmsir
búnir að sýna því áhuga. Verandi í þessu
óvissuástandi sem krabbameinið er er betra að
vera nálægt heilbrigðisþjónustu. Við tókum þá
ákvörðun í kjölfarið á veikindunum að setja
Havarí á sölu.“
Fluga á vegg í Mjóddinni
Í vetur hefur Svavar stundað nám í ljós-
myndun við Tækniskólann.
„Það hefur algjörlega bjargað geðheilsunni,
þessi ljósmyndun. Þarna fær sköpunarkraft-
urinn útrás í einhverju öðru eftir að ég setti
tónlistina aðeins til hliðar. Nú ramma ég inn
með auganu. Ég get þá sagt sögur í gegnum
ljósmyndun og myndlist,“ segir Svavar en
hann útskrifast í vor.
„Ég hef svolítið verið að taka myndir þannig
að ég sé eitthvað út undan mér og fer svo
gjarnan til baka ef það sem ég sá fer að ásækja
mig. Ég prófa svo að mynda þar í alls kyns
birtu og stundum gengur það upp og stundum
ekki,“ segir Svavar.
„Ég hef líka verið að mynda fólk. Lokaverk-
efnið mitt í skólanum var að taka götumyndir í
Mjóddinni. Ég er búinn að vera þar eins og
grár köttur í vetur að taka mannlífsmyndir,“
segir hann og segir verkefnið hafa verið mjög
skemmtilegt.
„Ég þekki Mjóddina mjög vel, verandi úr
Breiðholti. Það er svo gaman að fara inn á
svæðið og kynnast fólkinu, spjalla við það og
vinna traust þess. Svo fer ég aftur og mynda
fólkið; verð fluga á vegg án þess að vera fyrir.
Maður þarf að hafa mikið fyrir þessu; götu-
ljósmyndun er ekki auðveld,“ segir Svavar og
segist hafa áhuga á að halda áfram að gera til-
raunir með myndavélina að vopni.
„Ég þarf að skapa.“
Bjartsýnn á morgundaginn
Kaffið er orðið kalt í bollunum. Það er liðið
fram að hádegi og Svavar þarf að fara að snúa
sér að öðrum verkefnum, enda fellur honum
sjaldnast verk úr hendi, nema helst dagana eft-
ir meðferðir. Þá leyfist honum að hvílast.
Það er alveg ljóst að Svavar heldur ótrauður
áfram með lífið og lætur krabbameinið ekki slá
sig út af laginu.
„Það sem hefur breyst er að ég geri ekki
langtímaplön, sem er líka bara fínt. Að verða
fyrir svona áfalli er mjög góð æfing í núvit-
und,“ segir hann og brosir út í annað.
„Maður losnar við eirðarleysið um hvað
maður ætli að gera í framtíðinni; hvað maður
ætlar að verða. Ég er hættur að spá í það. Ég
er bara á meðan ég er og fæst við það sem ég
fæst við þann daginn. Ég hugsa um einn dag í
einu og ekki um hvað ég ætli að verða. Frekar
bara að vera. Ég er bjartsýnn á morgundag-
inn; það dugar mér.“
Morgunblaðið/Ásdís