Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.04.2021, Blaðsíða 19
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
um svo ótrúlega ástríðufull þegar kemur að
merkjavörum og tísku og við vorum svo ein-
staklega spennt (og stressuð) að geta loksins
boðið upp á þetta hérna heima, á öruggum vett-
vangi en ekki lengur bara á sölusíðum á Face-
book eða í básum á loppumörkuðum.
Við héldum þessu leyndu fyrir öllum heillengi
af því við vissum bara hversu ótrúlega mikil eft-
irspurn væri fyrir þessu hérna heima en að
framboðið væri nánast ekkert fyrr en við opn-
uðum.“
Margt freistar
Vörurnar í búðinni freista líka eigandans. „Ég
sjálf á mjög erfitt með að reka búðina án þess að
setja sjálfa mig á hausinn,“ segir Ýr. „Það er
stöðugt flæði á flíkum sem koma til okkar og ég
á oft mjög erfitt með að kaupa þær ekki allar.
Ég hef sjálf selt mjög mikið af mínum heittelsk-
uðu flíkum í Attikk og í staðinn keypt mér eitt-
hvað nýtt. Síðan verður það líklegast bara að
ákveðinni hringrás hjá mér. Ég sel vöruna í At-
tikk þegar ég er vaxin upp úr henni og fæ mér
þá nýja sem nýtist mér betur í staðinn. Þetta er
líka ótrúlega hentugt fyrir mig og unnustann.
Við áttum bæði nýlega afmæli og gátum keypt á
hvort annað á vinnutíma.“
Ýr kveðst alltaf hafa verið mikið fyrir að
kaupa flíkur og fylgihluti á sjálfa sig og aðra í
gjöf í sambærilegum verslunum erlendis. „Einn
af uppáhaldsgullmolunum mínum er 40 ára
gamla Guccitaskan mín sem er til sölu í Attikk
núna og síðan Fendi-taska og Louis Vuitton-
taska sem ég fékk að gjöf. Hérlendis hef ég að-
allega verslað í verslunum Rauða krossins og
Hjálpræðishersins í leit að földum gullmolum
og held til dæmis mikið upp á Burberryskyrt-
urnar mínar þaðan. Eftirspurnin eftir merkja-
vörum er bara orðin svo mikil að þetta hefur
breyst í svolítið kapphlaup í þeim verslunum,“
segir hún.
Langar í stígvél frá Prada
Hvaða merki er í uppáhaldi hjá þér?
„Þetta fer svolítið eftir vörunni sem er spurt
um. Uppáhaldstöskurnar mínar eru frá Louis
Vuitton, Prada og Fendi. Uppáhaldsbolirnir og
peysurnar frá Burberry og uppáhaldsbuxurnar
frá Versace og Levi’s. Merkin eru svo ótrulega
mörg og bjóða hvert og eitt upp á svo ótrúlega
breytilegt úrval. Það er langskemmtilegast að
blanda þessu saman,“ segir Ýr.
Það eru ákveðnar vörur sem Ýr segist lengi
hafa þráð að eignast.
„Til dæmis eru Pradastígvél og Chanelsól-
geraugu efst þar á lista en svo er ég alltaf tilbúin
að stækka töskusafnið. Eins held ég að allir, þar
á meðal ég, þurfi að næla sér í ný sólgeraugu
eða belti fyrir vorið, það er næst á dagskrá hjá
mér.“
’
London er uppáhaldsborgin
mín og ekki aðeins vegna
næturlífsins eða menningarinnar
- heldur akkúrat vegna þess að
þar leynist heill haugur af álíka
verslunum og Attikk.“
Notuð Balenciaga
Camera Bag er til
sölu í Attikk.
Gallabuxur og sólgleraugu
eru frá Burberry og taskan
frá Louis Vuitton.
Ýr á þessa skartgipi. Eyrnalokkar frá Calvin Klein, Gullhringur úr Jens og lofhringur
(e. promise ring) keyptur notaður á Spáni og var gjöf frá kærasta Ýrar. Hann er úr
gulli með náttúrulegum demöntum og safírsteinum.
Resin hringurinn frá Louis Vuitton er
notaður eins og annað sem er til sölu í
Attikk. Hringurinn er sjaldgæfur og var
einungis framleiddur árið 2012.
25.4. 2021 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19