Morgunblaðið - 10.05.2021, Blaðsíða 1
M Á N U D A G U R 1 0. M A Í 2 0 2 1
.Stofnað 1913 . 109. tölublað . 109. árgangur .
SIGURÐUR
TRYGGÐI VALS-
MÖNNUM STIG
KYNNIR
TIL LEIKS
NÝJA PLÖTU
HÉLDU ÓHEFÐ-
BUNDNA SKÍRN
Í SKAGAFIRÐI
HOLY HRAFN 29 FAÐIRINN Í SÓTTKVÍ 6FH-VALUR 26
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Frá og með 3. júlí næstkomandi munu
verslanir ekki hafa niðurbrjótanlega
burðarpoka til sölu á afgreiðslusvæð-
um sínum. Ný lög sem byggjast á til-
skipunum Evrópusambandsins girða
fyrir það. Pokarnir, sem oft eru
nefndir maíspokar í daglegu tali, hafa
náð mikilli útbreiðslu í aðdraganda
þess að verslunum var bannað að
selja plastpoka sem burðarpoka undir
vörur sínar. Sérfræðingur hjá Um-
hverfisstofnun segir að bannið nú sé
tilkomið vegna þess að maíspokarnir
innihaldi í raun plast samkvæmt skil-
greiningu efnafræðinga. Þótt pokarn-
ir séu niðurbrjótanlegir geti þeir ógn-
að lífríkinu.Verslanir mega áfram
selja maíspokana, rétt eins og plast-
poka, en þó ekki á skilgreindum
kassasvæðum. Umhverfisstofnun
hvetur fólk til að gangast hringrás-
arhagkerfinu á hönd, sem feli í sér
stóraukna notkun margnota poka.
Pappírspokarnir leyfðir
Enn mega verslanir selja pappírs-
poka á afgreiðslustöðum sínum sem
þó hafa margvísleg neikvæð umhverf-
isáhrif í för með sér. Svo virðist sem
verslanir hafi ekki verið upplýstar um
að ný löggjöf næði yfir niðurbrjótan-
lega poka og munu margar þeirra
sitja uppi með gríðarlegt magn
þeirra, sérmerktra, þegar löggjöfin
hefur tekið gildi.
Þrengja að maíspokunum
- Ný lög banna niðurbrjótanlega poka á afgreiðslusvæðum verslana - Netversl-
anir mega ekki afhenda pokana - Heimili fólks skilgreind sem afgreiðslusvæði
MLögin ýti undir… »4
Greiðlega gekk að slökkva gróðureld í gær, sem
upp kom í hrauninu sem skilur að Garðabæ og
Hafnarfjörð, það er rétt norðan við slökkvistöðina
við Skútahraun.
Tiltækt lið notaði klöppur og vatn við slökkvi-
starfið sem tók ekki langan tíma. Slökkvilið á
sunnan- og vestanverðu landinu eru vel á verði nú
vegna hættu á eldum í gróðri. Þar hafa sjónir sér-
staklega beinst að Skorradal sem við núverandi
aðstæður eftir langvarandi þurrviðri er lýst sem
púðurtunnu. Vætu er þörf, sem þó er ekki í kort-
um allra næstu daga. » 2
Slökkvilið standa á verði eftir langvarandi þurrka
Morgunblaðið/Sigurður Unnar Ragnarsson
_ Grunnskólum, leikskólum, sund-
laugum, líkamsræktarstöðvum og
verslunum hefur verið lokað í
Skagafirði vegna sex smita sem
komu upp um helgina. Einn hinna
smituðu er starfsmaður á sjúkra-
húsinu á Sauðárkróki. Hann hafði
að mestu umgengist bólusetta sjúk-
linga. Á þriðja hundrað voru send í
sóttkví um helgina og hátt í 400
manns hafa farið í skimun og munu
fara í skimun. Um 20 starfsmenn
grunnskólans Árskóla voru sendir í
sóttkví um helgina og er viðbúið að
fleiri muni bætast í hópinn. Öllum
menningarviðburðum á Sauðár-
króki hefur verið aflýst frá og með
deginum í dag, til og með sunnu-
deginum 16. maí. »4
Skellt í lás í Skaga-
firði vegna smita
Sauðárkrókur Smit hafa komið upp.
Veitingahús mega nú hafa opið
klukkustund lengur en áður. Af-
greiðslutími er til klukkan 22 á
kvöldin og gestir þurfa að hafa yfir-
gefið staðinn fyrir klukkan 23. Nýjar
sóttvarnareglur tóku gildi á mið-
nætti og kveða þær á um að 50 megi
koma saman en áður máttu 20 koma
saman. Grímuskylda er enn og
tveggja metra nándarregla er í gildi.
Líkamsræktarstöðvar, sund- og bað-
staðir, skíðasvæði, tjaldsvæði og
söfn mega taka við 75% af leyfileg-
um hámarksfjölda gesta og há-
marksfjöldi viðskiptavina í versl-
unum verður 200 í stað 100. Í
skólastarfi verður hámarksfjöldi
barna 100 í hverju rými en fullorð-
inna 50 í hverju rými. Breyttar regl-
ur ná einnig til þátttakenda í íþrótt-
um og sviðslistum og mega nú 75
vera í hverju sóttvarnahólfi en á sitj-
andi viðburðum mega 150 manns
vera í hverju hólfi. Veitingamenn
fagna tilslökunum og segir Hrefna
Sætran, eigandi Grillmarkaðarins,
Fiskmarkaðarins og Skúla Craft
Bar, að klukkutími skipti miklu máli.
Tveggja metra reglan er þó veit-
ingamönnum enn fjötur um fót. »2
Klukkutími skiptir
veitingahúsin máli
_ Siddharta Kaul, forseti alþjóða-
samtaka SOS Barnaþorpa, og Gitta
Trauernicht, varaforseti þeirra,
hafa tilkynnt að þau dragi til baka
framboð sitt til endurkjörs á alls-
herjarþingi samtakanna í næsta
mánuði.
Þetta eru viðbrögð við miklum
alþjóðlegum þrýstingi eftir að upp
komst að alþjóðasamtökin hafa leitt
barnaverndarbrot hjá sér og jafn-
vel hylmt yfir þau. Samtök SOS
Barnaþorpa hér á landi áttu hlut að
því að koma upp um þetta. »4
SOS Gitta Trauernicht og Siddhartha Kaul,
varaforseti og forseti SOS Barnaþorpanna.
Alþjóðaforysta SOS
Barnaþorpa víkur
Sonja Sif Þórólfsdóttir
sonja@mbl.is
Bogi Nils Bogason, forstjóri Ice-
landair, segir að bókanir séu farnar
að skila sér til flugfélagsins í meira
mæli. Herferðir vestanhafs hafi skil-
að sér, ekki einungis í bókunum í maí
og júní heldur einnig lengra fram á
sumarið.
„Við erum ánægð með hvernig
hlutirnir eru að þróast og sjáum
jafnframt jákvæð teikn inn á haustið.
Við erum bjartsýn á að Ísland hafi
mikil tækifæri sem áfangastaður
ferðamanna og að
það verði mikil
eftirspurn eftir
því að koma hing-
að,“ segir Bogi.
Í gær hóf Ice-
landair flug til
Seattle í Banda-
ríkjunum og í lok
maí verður flogið
til sex áfanga-
staða í Bandaríkj-
unum, Boston, New York, Seattle,
Washington, Chicago og Denver.
„Bókanir frá Bandaríkjunum hafa
verið að taka vel við sér,“ segir Bogi.
Auglýsing Icelandair á Times
Square í New York-borg vakti mikla
athygli í apríl en þar sáust myndir af
eldgosinu í Geldingadölum. Bogi
vildi ekki gefa upp hversu mikið sú
auglýsing kostaði en að þau hafi
fengið auglýsinguna, sem byggist á
samningi sem gerður var árið 2019, á
hagstæðu verði sem hafi svo skilað
sér vel í bókunum. Eldgosið er ekki
það eina sem hefur komið Íslandi á
kortið undanfarnar vikur, heldur
einnig góður árangur í baráttunni
við farsóttina. »6
Bókunum fjölgar ört
- Bandaríkjamarkaður hefur tekið við sér og teikn á lofti víðar
Bogi Nils
Bogason