Morgunblaðið - 10.05.2021, Side 4

Morgunblaðið - 10.05.2021, Side 4
Sonja Sif Þórólfsdóttir Oddur Þórðarson Starfsmaður á sjúkrahúsinu á Sauð- árkróki greindist smitaður af kór- ónuveirunni um helgina. Starfsmað- urinn vinnur á sjúkraþjálfunardeild sjúkrahússins og var í návígi við sjúklinga. Flestir sjúklinganna voru bólusettir en smitrakning stóð yfir í gærkvöldi. Þá voru um 20 starfsmenn grunnskólans Ár- skóla komnir í sóttkví í gær og skólinn verður lokaður til 14. maí. Alls greind- ust sex jákvæð sýni í Skagafirði um helgina og á þriðja hundrað manns eru í sóttkví. Tilslakanir sem tóku gildi á miðnætti gilda ekki fyr- ir Skagafjörð og Akrahrepp. Í stað- inn munu samkomutakmarkanir miðast við 20 manns en ekki 50 og gilda þær reglur til 17. maí. Að- gerðastjórn almannavarna á Norð- urlandi vestra réðst í aðgerðir í gær til að sporna við frekari útbreiðslu veirunnar í umdæminu. „Við vildum stíga fast til jarðar og reyna að ná utan um þetta sem fyrst. Þannig náum við árangri. Varðandi þetta smit á sjúkrahúsinu þá er það bara í vinnslu, menn eru bara að reyna að ná utan um það eins og hægt er,“ sagði Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra, við mbl.is í gær. Hann segir að smitið muni ekki koma til með að hafa mikil áhrif á starfsemi sjúkra- hússins en að það muni hafa áhrif á endurhæfinguna tímabundið. Stefán segir að það sé gríðarleg- ur samtakamáttur í fólkinu í Skaga- firði og að allir leggist á eitt í bar- átunni við veiruna. „Það var svona að skilja á þeim aðilum sem við ræddum við að menn vildu bara að það yrði gripið hratt í og fast. Við fengum strax mikinn meðbyr frá samfélaginu og ég hef ekki heyrt annað en að menn séu bara sáttir, þótt þetta sé auðvitað alveg graut- fúlt. Menn vilja bara grípa til þess- ara aðgerða í styttri tíma en að þurfa glíma við þetta í einhverjar vikur kannski, eða þeim mun lengur jafnvel.“ Leikskólinn Ársalir verður lok- aður til 14. maí nema fyrir skil- greinda forgangshópa, s.s. heil- brigðisstarfsmenn, lögreglumenn og sjúkraflutningsmenn. Öll próf í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki verða heima- próf og skólinn lokaður. Sundlaug- um, líkamsræktarstöðvum og íþróttamannvirkjum verður lokað til og með 16. maí. Öllum menning- arviðburðum hefur verið aflýst, þar á meðal bíósýningum, leiksýningum og öðrum viðburðum. Fyrirtæki í Skagafirði hafa brugðist við og hef- ur Skagfirðingabúð lengt af- greiðslutíma sinn til að draga úr þeim fjölda sem er inni í versluninni á hverjum tíma. Ljósmynd/Árni Gunnarsson Sýnataka Á fjórða hundrað íbúa Skagafjarðar fór í sýnatöku um helgina. Um 20 starfs- menn grunn- skólans í sóttkví - Starfsmaður á sjúkrahúsinu smitaður Stefán Vagn Stefánsson Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Frá og með 3. júlí næstkomandi munu viðskiptavinir verslana ekki geta teygt sig eftir niðurbrjótanleg- um burðarpokum í verslunum, séu þeir komnir á kassasvæði þeirra. Þessu veldur viðbót við eldri löggjöf um hollustuhætti og mengunarvarn- ir. Kann löggjöfin að koma einhverj- um spánskt fyrir sjónir þar sem pok- ar þessir, sem búnir eru til úr maís- sterkju og gjarnan kenndir við baunirnar sem hún er unnin úr, komu í stað hinna alræmdu plastpoka sem um áratugaskeið hafa reynst þarfaþing fólks, ekki síst við vöru- flutning úr versl- un til heimilis en einnig í tengslum við sorphirðu frá eldhúsi í tunnu. Gró Einarsdóttir, sérfræðingur á sviði loftslagsmála og græns sam- félags hjá Umhverfisstofnun, segir að enn ráði ákveðinn misskilningur um bannið við afhendingu á burðar- pokum úr plasti sem tók gildi í upp- hafi árs, en skilgreiningin á plasti sem innleidd verður í íslensk lög í sumar ætti að taka af allan vafa um hvaða pokar falla undir bannið við af- hendingu á sölustað vara. „Skilgreiningin á plasti er mjög víðtæk. Ef annaðhvort íblöndunar- efnum hefur verið bætt við náttúru- legt efni eða það hefur verið með- höndlað með efnafræðilegum hætti þá er það plast, þ.m.t. lífplast og maíspokar,“ útskýrir hún. „Þetta hljómar mjög tæknilega, enda um eðlisfræðiskilgreiningu að ræða, en sama skilgreining er einnig notuð af ESB.“ Hún bendir á að þótt maíspokar séu skárri en hinir hefð- bundnu plastpokar þá brotni þeir ekki niður við hvaða aðstæður sem er. Þar komi hitastig m.a. við sögu og því geti þeir reynst hættulegir um- hverfinu ef þeir sleppa út í náttúr- una. Með lögunum er verslunum gert erfiðara um vik að koma maíspok- unum í notkun hjá viðskiptavinum og er það gert með því að banna afhend- ingu þeirra á svokölluðum „sölustöð- um vara“. Spurð út í hvernig sá staður er skilgreindur, segir Gró mikilvægt fyrir verslunareigendur að beita hyggjuviti sínu. „Það má hugsa þetta út frá vöru eins og tómat í dós. Ef maður hugsar sér stað í verslun þar sem slíkri vöru yrði mögulega stillt upp þá gilti það sama um pokana. Tómatar í dós eru ekki staðsettir á sölustað og hið sama á að gilda um pokana.“ Eftir sem áður munu verslanir geta boðið þessa poka til sölu annars staðar en á kassasvæðum sínum og það sama á við um hefðbundna plast- poka. Gró staðfestir hins vegar að netverslanir megi ekki afhenda vörur sínar í niðurbrjótanlegum pok- um. „Samkvæmt lögunum er sölustað- ur vörunnar þar sem greitt er fyrir hana og í flestum tilvikum er það heimili fólks þegar verslað er á net- inu. Þess vegna má ekki afhenda vörunar í pokum af þessu tagi.“ Gró segir að Umhverfisstofnun vilji hvetja fólk til þess að beina neysluháttum sínum í átt að hring- rásarhagkerfinu. Fólk geti t.d. notað fjölnota burðarpoka. „Það er gott að huga að þessu á kvöldin. Stinga poka í vasa og helst eigum við að vera með slíka poka al- staðar við höndina, í öllum vösum svo að við þurfum ekki að kaupa einnota poka. Svo væri gaman ef verslanir sæju sér hag í því að lána fólki fjöl- nota poka sem fólk gæti svo skilað. Fólk hefur lítinn áhuga á að kaupa pokana sem slíka.“ Eftir sem áður geta verslanir boð- ið viðskiptavinum sínum að kaupa pappírspoka undir vörur sínar. Morgunblaðið leitaði álits sérfræð- ings á umhverfisáhrifum slíkra poka. Sagði hann að framleiðsla slíkra poka hefði ekki síður áhrif á um- hverfið en maíspokanna. Mikla orku, vatn og skóglendi þyrfti til fram- leiðslunnar. Hins vegar væri flutn- ingskostnaður á pappírspokunum margfaldur á við það sem gerðist með niðurbrjótanlegu pokana. Flytja mætti um 880 þúsund poka af síðarnefndu gerðinni í hverjum 40 feta gámi en 120 þúsund pappírspok- ar kæmust í slíkan gám. Það þýðir að miðað við að hingað séu fluttar allt að 40 milljónir einnota poka til landsins þyrfti að flytja fimmtíu 40 feta gáma af niðurbrjót- anlegum pokum en gámarnir yrðu 366 ef aðeins yrðu fluttir inn papp- írspokar. Lögin ýti undir hringrásarhagkerfi - Mengun vegna innflutnings á pappírspokum margfalt meiri Morgunblaðið/Golli Poki Sem fyrr munu verslanir geta boðið þessa poka til sölu annars staðar. Gró Einarsdóttir 4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. MAÍ 2021 PON er umboðsaðili PON Pétur O. Nikulásson ehf. Melabraut 21, 220 Hafnarfjörður Sími 580 0110 | pon.is Við bjóðum alla Jungheinrich eigendur velkomna! GÆÐI OG ÞJÓNUSTA Andrés Magnússon andres@mbl.is Forseti og varaforseti alþjóðasam- taka SOS barnaþorpa hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu, þar sem þau segjast hætt við að gefa kost á sér til endurkjörs í forystu samtakanna á allsherjarþingi al- þjóðasamtakanna, sem fram fer í júní. Eftir því sem næst verður kom- ist hyggst forystan aðeins sinna lág- marksstarfsskyldu fram að því til að auðvelda nýrri forystu að taka við. Þetta eru viðbrögð við rannsókn nokkurra aðildarsamtaka, þar á meðal hinna íslensku, sem leiddi í ljós að forysta alþjóðasamtakanna hafði leitt hjá sér ýmis barnavernd- arbrot og jafnvel hylmt yfir þau. Frá þeim var greint í forsíðufrétt Morgunblaðsins sl. fimmtudag, en í blaðinu var einnig að finna ítarlegt viðtal við framkvæmdastjóra sam- takanna hér á landi. Hann greindi frá því hvernig upp um málið hefði komist og hvernig í ljós kom að for- ysta alþjóðasamtakanna hefði bæði leitt ýmis barnaverndarbrot innan vébanda þeirra hjá sér, en einnig stöðvað rannsókn á barnaverndar- brotum, sem væri ekkert annað en yfirhylming. Íslensku samtökin gætu ekki liðið slíkt. Mikið traust til SOS Barnaþorpa á Íslandi Að sögn Ragnars Schram, fram- kvæmdastjóra SOS Barnaþorpa á Íslandi, hafa viðbrögð íslenskra styrktaraðila samtakanna verið mjög stillileg. Frá því greint var frá málinu hafa 14 mánaðarlegir styrkt- araðilar sagt upp stuðningi en þrír nýir bæst við. Um 31 þúsund manns styrktu starf samtakanna í fyrra, auk nokkurs fjölda lögaðila. Tveir þeirra, sem hættu stuðningi, gáfu til kynna að það væri vegna fyrrgreindra frétta, en aðrir gáfu aðrar eða engar ástæður. Ragnar segir að starfsfólk SOS Barnaþorpa hafi svarað ýmsum spurningum um þessi mál í síma. Það hafi allt gengið vel fyrir sig og enginn verið að skammast í því. „Ég leyfi mér að túlka þessi við- brögð sem yfirgnæfandi traust okk- ar styrktaraðila til SOS Barnaþorp- anna á Íslandi og stuðning við viðleitni okkar til að upplýsa um og uppræta hvers konar leynimakk og spillingu innan alþjóðasamtaka þess- ara mjög svo þörfu barnahjálpar- samtaka,“ segir Ragnar við Morgun- blaðið. Alþjóðaforysta SOS víkur - SOS Barnaþorpum á Íslandi sýnt traust eftir hneyksli ytra

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.