Morgunblaðið - 10.05.2021, Síða 2

Morgunblaðið - 10.05.2021, Síða 2
BAKSVIÐ Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Sinubruna og skógarelda ætti að skilgeina sem náttúrvá. Allt sam- félagið þarf að vera vakandi gagn- vart þessari hættu, eldarnir geta staðið lengi og valdið miklum skaða,“ segir Heiðar Örn Jónsson, varaslökkviliðsstjóri í Borgarfirði. Öflug varðstaða með 16 mönnum á bakvakt var hjá Slökkviliði Borg- arbyggðar um helgina vegna hættu á sinueldum. Heiðar Örn fór með sínum mönnum í eftirlitsferð um Skorradal á laugardagskvöld til að kanna aðstæður. Morgun- blaðið slóst með í för. Allt fari í bál og brand Á sunnan- og vestanverðu land- inu hefur ekki deigur dropi komið úr lofti í langan tíma svo jörð er skraufþurr; tré og stiklar lúpínu síðasta árs. Aðeins þarf sígarettu- glóð svo allt fari í bál og brand. Hættan er áfram viðvarandi því ekki er spáð rigningu næstu daga. „Skorradalurinn er eins og púður- tunna við aðstæður eins og nú,“ sagði Tryggvi Valur Sæmundsson slökkvliðsmaður sem var á vakt í dalnum um helgina. Fyrir helgina lýstu lögregla og aðrir sem málum ráða yfir óvissu- stigi almannavarna vegna hættu á gróðureldum; á svæðinu sem nær frá Eyjafjöllum að sunnanverðu Snæfellsnesi. Og allur er varinn góður; þegar blaðmaður fór í Borgarfjörð og var við Hafnarfjall komu textaskilaboð í símann þar sem beðið var um að fólk sýndi að- gæslu vegna eldhættu. „Förum varlega því lítill neisti getur gert mikið bál,“ stóð þar. Með tilliti til eldhættu hafa sjón- ir sérstaklega beinst að Skorradal, þar sem er víðfeðmt samliggjandi skóglendi og þétt byggð sumar- húsa. Þá er aðeins ein greiðfær leið inn og út úr dalnum svo flótta- leiðir eru litlar komi verstu að- stæður upp. Aukinheldur er veg- urinn mjór svo erfitt yrði fyrir bílstjóra stærri ökutækja að mæt- ast þar. Öll þessi atriði eru nú til skoðunar og fólki ljóst að úrbóta í forvarnaskyni er þörf. Skipta skógi í eldvarnahólf „Slökkviliðið þarf að vera á und- an komi eldur upp. Allur viðbún- aður þarf að vera hugsaður með það fyrir augum. Slökkviliðið hér er ágætlega búið tækjum þó vissu- lega vanti alltaf eitthvað. Viðbún- aðurinn lýtur að því að skipta þarf til dæmis Skorradalnum upp í eld- varnahólf; að milli skógarreita séu auð belti þar sem eldur í út- breiðslu myndi stöðvast. Einnig þurfa að vera vatnsleiðslur og brunahanar víða um svæðið. Slíkt er að nokkru leyti komið en betur má gera,“ segir Heiðar Örn og bætir við: „Sumarhúsaeigendur hér eru meðvitaðir um hættuna og margir eru komnir með klöppur, sem duga vel til að slá á eldjaðar og slökkva. Mikilvægast er samt að fólk sýni aðgæslu. Sinueldur af völdum flugelds að vorlagi var sér- stakt mál.“ Mannslíf eru í húfi Frá fremstu bæjum í Skorradal að Fitjum, sem eru innst í dalnum, eru um 20 kílómetrar. Sumarhúsin í dalnum eru alls um 650 og eru í brekkum og skóglendi bæði norð- an og sunnanvert í dalnum, upp af Skorradalsvatni. Erfitt er hins vegar að komast niður að flæðar- máli til þess að ná í vatn svo leiðir þarf að bæta, segir Heiðar Örn. Slökkviliðið í Borgarbyggð, sem einnig sinnir Skorradalshreppi, segir hann vera öflugt. Á fjórum stöðvum þess, sem eru í Borgar- nesi, á Hvanneyri, í Reykholti og á Bifröst, séu alls 44 menn í hluta- starfi. „Stóra verkefnið núna er að fá fólk hér í Skorradal – rétt eins og annars staðar – til þess að setjast niður og efla brunavarnir, flótta- leiðir og annað sem þarf. Mannslíf geta verið í húfi og hægt er að koma í veg fyrir stórtjón. Fólk verður að geta notið þessarar paradísar sem Skorradalurinn svo sannarlega er,“ segir Heiðar Örn Jónsson. Skorradalurinn er púðurtunna - Mikil hætta á skógareldum og sinubruna í Skorradal - 650 sumarhús eru á svæðinu - Slökkvilið var með vakt og varðstöðu - Forvarna er þörf og bæta þarf aðgengi að vatni - Huga verður að flóttaleiðum Slökkviliðsmenn Frá vinstri talið Björn Björnsson, Heiðar Örn Jónsson varaslökkviliðsstjóri og Tryggvi Valur Sæmundsson voru á vettvangi í Skorradal á laugardagskvöldið og könnuðu aðstæður. Eldhættan er mikil. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Skorradalur Horft inn eftir dalnum. Hlíðar eru skógi vaxnar upp á brekku- brún frá flæðarmáli, þangað sem víða er torvelt að komast til vatnsöflunar. 2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. MAÍ 2021 Rafstilling ehf Dugguvogi 23, 104 Reykjavík, sími 581 4991, rafstilling@rafstilling.is Opið mán.-fim. kl. 8-17, fös. kl. 8-14 Hröð og góð þjónusta um allt land Áratug a reynsl a Startar bíllinn ekki? Við hjá Rafstillingu leysum málið Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. „Hættan er mikil og lítið má út af bera. Hér er eldsmatur í háum grenitrjám og náttúrulegum birki- gróðri,“ segir Jón Hörður Haf- steinsson sem er landeigandi við norðanvert Skorradalsvatn. „Vissulega hefur margt hér þróast til betri vegar og í öryggis- átt. Viðbragðsáætlun er til staðar og við mörg sumarhús er kominn aðgangur að rennandi vatni til slökkvistarfs,“ bætir hann við. Hvað sem öllum viðbúnaði líður er veruleikinn sá, eins og Jón Hörður bendir á, að frá útkalli verður slökkvilið alltaf talsverðan tíma á leiðinni frá bækistöðvum sínum á Hvanneyri og í Borgarnesi í Skorradalinn. Því sé æskilegt að á svæðinu sé tiltækur lágmarksbúnaður til slökkvistarfs. Fyrstu aðgerðir geti skipt sköpum. „Fólk sem á aðsetur sitt hér er mjög meðvitað um eldhættuna. Málin eru rædd, svo sem að flóttaleiðir séu út úr dalnum komi hér upp miklir skógareldar. Vegurinn hér við norðanvert vatnið gæti hæglega lokast við slíkar aðstæður. Þó hægt sé að fara um flæðarmálið dugar slíkt ekki, hugsanlega þarf að búa til vegtengingu suður fyrir vatnið og bæta slóð- ann sem er samsíða háspennulínunum ofan af Uxahryggjum. Flóttaleiðir í hamförum eru alltaf mikilvægar,“ segir Jón Hörður Hafsteinsson. Hætta og mikill eldsmatur HÁ GRENITRÉ OG BIRKIGRÓÐUR ERU ÁBERANDI Í SKORRADAL Landeigandi Fólk meðvitað um hætt- una, segir Jón Hörður Hafsteinsson. Forystufólk nokkurra aðildarfélaga BHM, þar á meðal Kjarafélag Viðskipta- fræðinga og hagfræðinga (KVH), hefur lýst yfir stuðningi við Friðrik Jóns- son, formann Félags háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins (FHSS), til formanns samtakanna. Býður hann sig fram gegn Maríönnu H. Helgadóttur, formanni Félags íslenskra náttúrufræðinga. Stefán Björnsson, formaður KVH, hefur lýst yfir stuðningi við Friðrik ásamt Braga Skúlasyni, formanni Fræðagarðs. Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins telst stuðningur formanns KVH við Friðrik verðmætur fyrir hann þar sem félagið hefur áður stutt Maríönnu. KVH styður Friðrik til formanns BHM Sonja Sif Þórólfsdóttir sonja@mbl.is Á miðnætti tóku gildi nýjar sótt- varnareglur sem kveða meðal annars á um að afgreiðslutími veitingastaða lengist um klukkustund, frá klukkan 21 til klukkan 22. Gestir þurfa að hafa yfirgefið staðinn fyrir klukkan 23. Almennar fjöldatakmarkanir fara úr 20 í 50 manns en börn fædd 2015 og síðar verða áfram undanþegin. Tveggja metra reglan er enn í gildi. Ólafur Örn Ólafsson, veit- ingamaður á vínstúkunni 10 sopum, segir að þær tilslakanir sem tóku gildi á miðnætti komi sér vel fyrir veitingafólk og skipti miklu máli í rekstri. „Ég get ekki ímyndað mér annað en að allir veitingamenn gefi hver öðrum fimmu út af þessu,“ segir Ólafur. .„Þetta er bara tímabært. Ekki bara fyrir okkur heldur fyrir fólk al- mennt. Maður finnur að fólk er orðið þyrst í félagsskap annarra og langar að fara á mannamót.“ Hann undirbýr sjálfur opnun þriggja nýrra veitingastaða á næstu misserum. Veitingastaðurinn Brugg- stofan & Honkytonk verður opnaður á Suðurlandsbraut 56 seinna í maí en þar mun verða reiddur fram amer- ískur grillmatur, að því er Ólafur tjá- ir blaðamanni. Bruggstofan er samstarf 10 sopa og brugghúsins Reykjavík Brewing og verður bjór frá þeim í boði á staðnum en Ólafur og félagar sjá um veitingarnar. Snemma í sumar verð- ur staðurinn Ó-le opnaður þar sem áherslan verður lögð á gott kaffi og sælkerasamlokur. Ó-le verður til húsa í Hafnargötu 11, þar sem áður var hið fornfræga Café au lait. Nafn staðarins vísar því bæði til kaffihúss- ins og er um leið afbökun á nafni Ólafs. Við Pósthússtræti 2 verður svo þriðji staðurinn opnaður. Staðurinn hefur fengið nafnið BRÚT. „Þar ætlum við að opna mjög glæsilegan, bjartan og fallegan stað sem verður með áherslu á sjávarfang í hverri mynd sem hægt er að hugsa sér,“ segir Ólafur. Bjartsýn á sumrið Hrefna Sætran, eigandi Fisk- markaðarins, Grillmarkaðarins og Skúla Craft Bar, segir að tveggja metra reglan og afgreiðslutíminn hafi verið þeim fjötur um fót síðustu vikur. Lengri afgreiðslutími skipti gríðarlega miklu máli og gefi mögu- leikann á því að bóka hvert borð tvisvar yfir kvöldið. Hrefna bendir á að þótt fleiri megi vera í hverju sóttvarnahólfi þá skipti það ekki miklu máli fyrir smærri veitingastaði þar sem tveggja metra reglan sé enn í gildi. „Við erum bjart- sýn á sumarið og spennt fyrir frekari tilslökunum.“ Opnar þrjá nýja veitingastaði í sumar - Veitingafólk fagnar lengri afgreiðslutíma veitingastaða Ólafur Örn Ólafsson Hrefna Sætran

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.