Morgunblaðið - 10.05.2021, Page 6

Morgunblaðið - 10.05.2021, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. MAÍ 2021 Funahöfða 7, 110 Reykjavík | Sími 577 6666 KIEL/ - OG FRYSTITJEKI ., '* -�-"% ,�rKu!, Kæli- & frystibúnaður í allar gerðir sendi- og flutningabíla Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Víð skírskotun menntastefn- unnar gefur tækifæri til að búa nemendur betur undir þátttöku í samfélagi sem byggist á hraða, örum tæknibreytingum og marg- földu magni upplýsinga sem þarf að vinna úr,“ segir Skúli Helga- son, formaður Menntaráðs Reykjavíkur. „Í samfélagi nú- tímans skiptir gagnrýnin hugsun miklu máli, að kunna að greina kjarna frá hismi en líka að virkja nemendur til að sýna frumkvæði, prófa sig áfram, gera mistök og læra af þeim. Mín framtíðarsýn snýst um skóla- og frístundastarf, þar sem börn og ungmenni fá í auknum mæli frelsi og svigrúm til að reyna sig við fjölbreytt við- fangsefni sem þau hafa brennandi áhuga á, þangað vil ég stefna með því frábæra fólki sem við eigum í skóla og frístundastarfi borg- arinnar.“ Félagsfærni, sjálfsefling, læsi, sköpun og heilbrigði Í dag, 10. maí, er haldið á vegum Reykjavíkurborgar svo- nefnt Menntastefnumót, eins kon- ar uppskeruhátíð nýrrar mennta- stefnu Reykjavíkurborgar sem var samþykkt í nóvember 2018 og gildir til ársins 2030. Stefnan er leiðarvísir í skólastarfi, megin- inntak hennar er að efla tiltekna hæfniþætti hjá hverju barni og ungmenni, þ.e. félagsfærni, sjálfs- efling, læsi, sköpun og heilbrigði. Þessi forgangsröðun varð til með samráði fjölmargra aðila, sem Skúli telur lykillinn að því hve góð samstaða hefur ríkt um stefnuna. Yfirskriftin Látum draumana rætast sé í raun fram- tíðarmarkmiðið í hnotskurn. Skóla- og frístundadagurinn eigi að skapa börnunum svigrúm til að þróa með sér drauma sem þau láta síðan rætast þegar þau vaxa úr grasi. Segja má að stefna þessi snerti líf og starf allra barna borgarinnar og fjölskyldna þeirra – þúsundir fólks. Er því um margt leiðarstef til framtíðar í borginni þar sem eru starfræktir alls 42 grunnskólar fyrir 15.500 nem- endur. Leikskólarnir eru 63 og börnin um 5.200. „Við erum mjög ánægð með uppskeruna af menntastefnunni fram til þessa, fjölmörg nýsköp- unar- og þróunarverkefni hafa sprottið upp í leikskólum, grunn- skólum og frístundastarfinu sem undirstrika þá miklu grósku sem er í starfinu hjá fagfólkinu okk- ar,“ segir Skúli og heldur áfram: Traustur grunnur innleiðingar „Við mótun menntastefn- unnar var leitað til nemenda, kennara, stjórnenda, ráðgjafa og almennings og voru um tíu þús- und manns sem lögðu hönd á plóginn. Það skilaði okkur stef- nuáherslum og forgangsröðun sem merkilega mikill samhljómur var um, ekki síst þessi áhersla á hæfniþættina fimm. Til að tryggja að stefnan hafi tilætluð áhrif höf- um við sett nýtt fjármagn til ný- sköpunar og skólaþróunar, 200 milljónir króna á hverju ári. Það hefur skapað traustan grunn fyr- ir innleiðingu stefnunnar. Við höfum líka lagt sérstaka rækt við fjölbreytta starfsþróun kennara og starfsfólks almennt og yfir 6.500 manns hafa tekið þátt í ein- stökum verkefnum þess efnis und- anfarin tvö ár.“ Í skóla- og frístundastarfi Reykavíkur er í dag, að sögn Skúla, eitt stærsta viðfangsefnið að þróa leiðir til að nýta sem best stafræna tækni til að breyta náms- og kennsluháttum. Slíkt sé líka stórt fjárfestingaverkefni. „Mér finnst vera spennandi deigla í mörgum skólum, að vinna þvert á námsgreinar og Lang- holtsskóli fékk til dæmis Íslensku menntaverðlaunin í fyrra fyrir slíkt verkefni. Þar er áhersla á sköpun, lykilhæfni og nýtingu upplýsingatækni fléttuð saman. Við leggjum líka áherslu á að efla íslenskukennslu barna af erlend- um uppruna og bæta móttöku þeirra inn í reykvískt samfélag. Það er mikilvægur áfangi í því að tryggja jöfn tækifæri allra barna.“ Kraumandi skemmtilegt Fyrsta þriggja ára tímabili menntastefnu Reykjavíkur til 2030 lýkur í ár og mótun aðgerða- áætlunar fyrir næstu þrjú ár ár er í vinnslu. „Þar njótum við að- stoðar framtíðarhóps með fulltrú- um nemenda, kennara, skóla- stjóra og annars starfsfólks leikskóla, grunnskóla og frí- stundamiðstöðva auk fulltrúa há- skóla, foreldra og atvinnulífs. Það er kraumandi skemmtileg vinna sem við ljúkum í haust og kynnum fyrir áramót,“ segir Skúli. Menntastefnumót fræðslu- og frístundastarfs í Reykjavík er haldið í dag Morgunblaðið/Sigurður Bogi Mennt Mér finnst vera spennandi deigla í mörgum skólum, að vinna þvert á greinar, segir Skúli Helgason um áherslurnar í skólastarfi. Tækifæri allra barna - Skúli Helgason er fæddur árið 1965 og er með menntun í stjórnmálafæði og opinberri stjórnsýslu. Starfaði fyrr á ár- um við fjölmiðlun og marg- víslegt menningarstarf. - Framkvæmdastjóri Samfylk- ingarinnar 2006-2009 og þing- maður flokksins 2009-2013. Borgarfulltrúi í Reykjavík frá 2014 og formaður skóla- og frí- stundaráðs allan þann tíma. Hver er hann? Morgunblaðið/Sigurður Bogi Reykjavík Leik- og grunnskólar í borginni eru rúmlega 100 talsins og nemendur beggja skólastiga nær 21 þúsund. Myndin er af Hlíðaskóla. Sonja Sif Þórólfsdóttir sonja@mbl.is „Leiðakerfið er að fara í gang. Við finnum fyrir miklum áhuga á öðrum mörkuðum en bókanir hafa verið hægari vegna ástandsins í viðkom- andi löndum,“ segir Bogi Nils Boga- son, forstjóri Icelandair. „Við gerum ráð fyrir því að þegar hlutfall bólusettra eykst og ferðatak- markanir verða rýmkaðar fari aðrir markaðir eins og Evrópa og Kanada í sama takt og Bandaríkin. Við höf- um séð jákvæða þróun á Bretlands- markaði eftir að Ísland var sett á grænan lista þar síðastliðinn föstu- dag, sem tekur gildi 17. maí, ásamt 11 öðrum löndum.“ Bandaríkjamarkaður hefur tekið við sér fyrr en reiknað var með og má það meðal annars þakka því hversu vel hefur gengið að bólusetja þar í lofti. Bogi segir að styrkleiki Icelandair felist meðal annars í því að flugfélag- ið geti brugðist við með skjótum hætti. Þegar markaðurinn vestan- hafs hafi farið að taka við sér hafi fé- lagið þannig getað bætt við fjölda flugferða þangað. Fyrr en gert var ráð fyrir Hjá Bláa lóninu líta maí og júní vel út. „Ferðamenn munu og eru þegar byrjaðir að sækja okkur heim sem er fyrr en við gerðum ráð fyrir í okkar plönum í upphafi árs. Framgangur bólusetninga bæði hér heima og er- lendis, sérstaklega í Bandaríkjunum og Bretlandi, hefur mikið um það að segja,“ segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri sölu-, markaðs- og vöruþrónarsviðs Bláa lónsins. Hún segir að erlendir ferðamenn bóki almennt mun lengra fram í tím- ann en Íslendingar. „Bandaríkjamenn hafa alltaf verið stór hluti gesta okkar en þeir eru í dag enn stærri hluti sér í lagi þegar horft er til bókana næstu vikur og mánuði. Hvernig þeim hefur gengið að bólusetja almenning og aukin flugtíðni milli landanna hefur mikið um það að segja,“ segir Helga. „Eins og staðan er núna erum við með talsvert færri bókanir en á sama tíma í venjulegu árferði,“ segir Kristófer Oliversson, framkvæmda- stjóri Center Hotels. Hann segir að bókanir í maí og júní séu fáar en fleiri séu að berast á tímabilinu þar á eftir. „Október er orðinn þokkalegur. Það stefnir í lélegt sumar en við bíð- um mjög spennt að sjá hvað Bretar muni gera, þannig að það getur ræst úr þessu. Svo eigum við enn eftir að sjá hvort Evrópusambandinu tekst að koma með skírteini fyrir bólusetta Evrópubúa, sem lofað hefur verið.“ Framgangur bólusetninga ræður för - Ísland komið á grænan lista Bretlands - Bókanir að taka við sér - Vonast eftir skírteinum frá ESB Skírn hins 8 vikna gamla Birkis Orra Sigfússonar fór fram í Sauðár- krókskirkju sl. laugardag. Skírnin var heldur óhefðbundin af þeim sök- um að faðir skírnarbarnsins, Sigfús Ólafur Guðmundsson, var í sóttkví og þurfti því að fylgjast með skírn sonar síns í gegnum myndsímtal. Sex smit greindust í Skagafirði um helgina og fékk fjölskyldan sím- tal klukkan hálftólf á föstudags- kvöldið, um að Sigfús þyrfti að fara í sóttkví. Þau tóku þá ákvörðun, eftir að hafa hringt í prestinn, að skírnin myndi fara fram og að Sigfús yrði með í gegnum myndsímtal. „Við hefðum aldrei gert þetta nema af því að hann var alveg til í þetta,“ segir Bryndís Hallsdóttir, móðir Birkis og eiginkona Sigfúsar. Fjölskyldan hafði val þegar að sóttkvínni kom, annaðhvort færi að- eins Sigfús í sóttkví, eða þau öll. Þau ákváðu að þar sem þau væru með 8 mánaða gamlan son og 3 ára son á heimilinu, væri best að Sigfús færi einn í sóttkví. Bryndís segir að hún hafi metið stöðuna svo að fyrst Sigfús væri til í þetta, þá væri betra að klára skírnina af, en allt var tilbúið og gestir komnir að sunnan og austan. „Ef það verður mikið samfélags- smit þá verður staðan örugglega enn verri eftir eina viku eða tvær, fleiri útsettir og við gætum ekki haldið veisluna fyrr en eftir langan tíma,“ segir Bryndís. Sigfús tók virkan þátt í athöfninni þó í sóttkví væri. Um morguninn tók hann upp lag sem hann hafði ætlað sér að syngja við athöfnina og það var spilað. „Í rauninni er þetta bara eftirminnilegt, eins og allt þetta ár. Maður verður bara að finna lausnir í þessum aðstæðum. Um kvöldið ræddum við einmitt að við værum fegin að við hefðum gert þetta svona. Auðvitað var leiðinlegt að hann gat ekki verið með en hann upplifði samt aldrei að hann væri ekki með okkur, ekki fyrr en við fórum í veisluna,“ segir Bryndís og bætir við að þau hafi farið með veitingar úr veislunni og skilið eftir fyrir utan hjá honum. Bryndís segir að þau líti á björtu hliðarnar, sóttkvíin hafi ekki komið upp á þegar þau giftu sig síðastliðið sumar, enda vissulega erfiðara að gefa hjón saman þegar brúðguminn er ekki á staðnum. Skírn og sóttkví í Skagafirði - Faðirinn fylgdist með í síma Ljósmynd/Aðsend Eftirminnilegt Skírn Birkis Orra Sigfússonar var óhefðbundin.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.