Morgunblaðið - 10.05.2021, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 10.05.2021, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. MAÍ 2021 Límtré • Vatnsfráhrindandi olíuborið límtré • Hægvaxið gæðalímtré • Sérsmíðum eftir máli Gylfaflöt 6-8, 112 Reykjavík | Sími 587 6688 | fanntofell.is Reykjavíkurborg rekur malbik-unarstöð og fer mikinn á þeim markaði. Athygli vakti fyrir helgi þegar Kópa- vogur samþykkti tilboð malbikunarstöðvar Reykjavíkur, Höfða, „með óbragð í munni“ þar sem borgin væri að keppa við einkafyrir- tæki. Bæjarstjórinn sagði að bærinn hefði orðið að taka tilboði borgarinnar, sem var lægst, að öðrum kosti hefðu malbikunarfram- kvæmdir tafist. - - - Borgarfulltrúar Sjálfstæðis-flokksins bókuðu um þessa malbikunarstöð á síðasta fundi og sögðu: „Nú liggur fyrir skýrsla frá rannsóknarnefnd samgönguslysa þar sem fram kemur að malbik frá Malbikunarstöðinni Höfða hafi ekki uppfyllt lágmarkskröfur um gæði. Mikilvægt er að Reykjavíkurborg sem eigandi annars vegar og verk- kaupi hins vegar gæti að gæða- málum og að stöðlum sé fylgt. Vak- in er athygli á svari í fundargerð innkauparáðs þar sem fram kemur að Höfði er nánast í öllum tilfellum lægst bjóðandi í þeim útboðum á vegum Reykjavíkurborgar þar sem verslað er með malbik.“ - - - Sérkennilegt er hve borgarfyrir-tækinu tekst að undirbjóða einkafyrirtækin en það er enn sérkennilegra að borgin sé yfirleitt að reka slíkt fyrirtæki. - - - Eyþór Arnalds spurði í fyrra, afþessu tilefni og vegna Gagna- veitunnar, hvort borgin hygðist einnig hefja rekstur steypustöðvar og matvöruverslunar. Þeirri spurn- ingu var ekki svarað svo það kemur eflaust til greina. Í öllu falli hafnaði meirihlutinn í liðinni viku tillögu Sjálfstæðisflokksins um að selja malbikunarstöðina. Reykjavík í sam- keppnisrekstri STAKSTEINAR Eyþór Arnalds Ármann Kr. Ólafsson Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ „Færeyingar fagna því að hitta loksins erlenda ferðamenn. Finnst þá ánægjulegt að Íslendingar séu á ferð,“ segir Gísli Jafetsson. Hann er farar- stjóri í 50 manna leiðangri á vegum Ferðaskrif- stofu eldri borgara til Færeyja. Hópurinn hélt ut- an í síðustu viku með Norrænu og fór í siglingunni utan í próf vegna kórónuveirunnar. Seinni skimun var svo tekin á laugardag á hótelinu í Þórshöfn hvar hópurinn býr. Enginn reyndist smitaður. Covid-19 hefur tekið fyrir ferðir í um eitt og hálft ár og Færeyjaleiðangurinn nú er fyrsta hóp- ferð Íslendinga til útlanda í langan tíma. „Þegar færi gafst var gott að byrja á stuttri ferð, bæði í rúmi og tíma, sem fólk hefur notið vel. Landinn er greinilega ferðaþyrstur. Héðan frá Þórshöfn höfum við gert út og farið á ýmsa staði, svo sem í Gæsadal, í Fuglafjörð og til Klakksvíkur. Síðast vorum við á bæjarrölti hér í Þórshöfn og í Kirkjubæ. Förum nú að huga að heimsiglingu og verðum á Seyðisfirði á þriðjudagsmorgun. Þá verður runninn upp sá tími að Færeyjar teljist grænt land, svo við getum komið inn í landið án þess að veiruprófa,“ segir Gísli. sbs@mbl.is Færeyingar fagna ferðamönnum - Íslendingar ytra - 50 á ferð og enginn smitaður Ljósmynd/Gísli Jafetsson Ferðalangar Íslendingarnir kynntu sér aðstæður í Kirkjubæ, þeim áhugaverða stað, í gærdag. Reykjavíkurborg hyggst efna til hönnunarsamkeppni um endurgerð Laugardalslaugar og tengdra mannvirkja. Erindisbréf starfs- hóps, sem undirbýr samkepppnina, var kynnt í borgarráði í síðustu viku. Í erindisbréfi starfshópsins er Laugardalslaug kölluð „Drottning almenningssundlauga í Reykjavík“. Hlutverk starfshópsins er að gera forsögn og undirbúa keppnislýs- ingu um endurgerð Laugardals- laugar og tengdra mannvirkja, með áherslu á aðstöðu til sundiðkunar, vellíðunar og vatnaleikja. Sérstök áhersla verði á að fá einnig fram út- færslur á nýtingu í tengslum við endurgerð stúkumannvirkis og vannýttra hluta eldri mannvirkja. Haldin verður hönnunarsam- keppni í samstarfi við Arkitekta- félag Íslands. Horft verði til fram- sækinna fyrirmynda jafnt hér á landi sem erlendis og leitað ráð- gjafar hjá alþjóðlegum sérfræð- ingum sem hafa reynslu af sam- bærilegum verkefnum Á grundvelli samkeppninnar verði valin tillaga og hugmyndir til áframhaldandi hönnunar og fram- kvæmda. sisi@mbl.is „Drottning“ sundlaug- anna verður endurgerð Morgunblaðið/Ómar Laugardalslaug Borgin mun efna til samkeppni um endurgerð hennar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.