Morgunblaðið - 10.05.2021, Síða 10

Morgunblaðið - 10.05.2021, Síða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. MAÍ 2021 E60 Íslensk hönnun og framleiðsla frá 1960 Mikið úrval lita bæði á áklæði og grind. Sérsmíðum allt eftir pöntunum. Verð frá: 33.900 kr. Sólóhúsgögn ehf. Gylfaf löt 16-18 112 Reykjavík 553-5200 solohusgogn. is Hans Marteinn Helgason hans@mbl.is Ræktendur iðnaðarhamps á Íslandi eru þessa dagana að setja niður fræ- in fyrir uppskeru sína en búist er við að ræktaðir verði 150 hektarar í ár. „Síðasta sumar var fyrsta sum- arið síðan 1969 sem við máttum rækta hamp. Þá voru ræktaðir 30 hektarar. Núna erum við að rækta fimmfalt meira magn en síðasta sumar,“ segir Sigurður Hólmar Jó- hannesson, formaður Hampfélags- ins. Aðspurður hverjir séu að rækta iðnaðarhamp á Íslandi, segir Sig- urður að nokkrir stórir aðilar komi þar að, en einnig aðrir sem rækta minna. „Svo erum við með bændur sem rækta kannski frá hálfum hekt- ara og upp í 4-5 hektara. Þá er fullt af venjulegu fólki að rækta í garð- inum heima hjá sér, einn eða tvo fermetra. Í öllum landsfjórðungum er verið að rækta hamp.“ Þrátt fyrir þetta umfang telur Sigurður að mikið rúm sé fyrir vöxt í greininni. „Þetta er svolítið til- raunaverkefni ennþá í dag, þó svo að við séum komin í fimmfalt magn miðað við síðasta sumar. Okkur vantar vinnsluvélar til þess að vinna úr þessu. Í 50 ár hefur ekkert verið unnið með hamp á Íslandi. Við þurf- um svolítið að koma þessum iðnaði af stað aftur. Þetta er mjög stór iðn- aður á alheimsvísu.“ Hampfélagið var stofnað árið 2019 og eru markmið þess að fræða og miðla þeim ávinningi sem hlýst af nýtingu hamps, fyrir betri og sjálf- bærari framtíð, eins og félagið orðar það. Skráðir meðlimir í félaginu eru um 200 en fylgjendur Facebook-síðu þess eru um 3.500. Notkunarmögu- leikar plöntunnar eru margir og er meðal annars hægt að nýta mismun- andi hluta hennar í trefjaplast, fata- framleiðslu, málningu og bjórgerð. „Þetta er rosalega víðtækt, í raun- inni er hægt að vinna alla plöntuna, alveg frá rótunum og upp í blómin.“ Almenningur tengir líklega hampplöntuna við neyslu ólöglegra vímuefna og hefur Hampfélagið miklar áhyggjur af þeim tengslum. „Hampfélagið er ekki að berjast fyr- ir vímuefnum, heldur erum við að fræða fólk um iðnaðarhampinn og allt sem hægt að gera úr honum. Það er ekki mikið af blómum á iðn- aðarhampinum, það er meira af stilkum heldur en laufblöðum og blómum. Hann innheldur svo lítið af vímuefninu THC að það er ekki hægt að nota hann sem vímugjafa.“ Ræktun á iðnaðarhampi fimmfaldast - 150 hektarar af hampi ræktaðir í ár - „Ekki að berjast fyrir vímuefni“ Ljósmynd/Kristinn Sæmundsson Ræktun Iðnaðarhampi á Íslandi hefur fjölgað stórlega síðustu ár. Margrét Þóra Þórsdóttir Akureyri Samningum við alla verktaka sem eru með í útboðinu Snjómokstur og hálkuvarnir 2019-2022 hjá Akureyr- arbæ verður sagt upp. Uppsögn tek- ur gildi 1. október næstkomandi. Til stendur að breyta verklagi við snjómokstur á Akureyri en um það var fjallað á fundi umhverfis- og mannvirkjaráðs nýverið. Þar var samþykkt að taka upp viðræður við verktaka um breytt verklag og nýjar hugmyndir um hvað má betur fara í framkvæmd snjómoksturs í bænum og þá með hag íbúanna að leiðarljósi. Falla frá útkallslistum Andri Teitsson, formaður ráðsins, segir að núverandi fyrirkomulag feli í sér að þegar snjóar og augljóslega þurfi að moka snjó af götum, gang- stéttum og stígum séu verktakar á útkallslista með mannskap, tæki og tól. Undir hælinn sé lagt hvort þeir eru kallaðir út, það fari eftir umfangi verksins sem framundan sé í það og það skiptið. Vel geti því verið að ein- hverjir bíði í startholum en séu ekki kallaðir út. Nýja fyrirkomulagið sem viðra á við verktaka felst í því að svæðis- eða hverfaskipta snjómokstrinum, þann- ig að þeir sem fá verkið, hvert og eitt hverfi í bænum, viti alltaf með ein- hverjum fyrirvara að nú þurfi að hefjast handa. Andri segir að það sé til hægðarauka fyrir verktakana og einnig er líklegt að hagstæðari tilboð bjóðist í verkið. Talsvert tjón verður stundum t.d. á kantsteinum við snjómoksturinn. Með því að verktakar séu ávallt með sama hverfi, þar sem þeir smám saman læra hvað beri að varast inn- an þess, geti dregið úr því tjóni. Kostnaðarsamur akstur Andri segir að liðinn vetur hafi sem betur fer verið fremur snjólétt- ur og kostnaður því ekki jafnmikill og var veturinn 2019 til 2020 þegar hann var verulega íþyngjandi fyrir bæjarsjóð. Hann segir að undanfar- inn áratug hafi sá háttur verið hafð- ur á að ekki sé síður í forgangi að moka lykilgöngustíga en götur, enda æ fleiri sem kjósa að fara á tveimur jafnfljótum eða reiðhjóli til starfa að morgni dags. Þá nefnir hann einnig að verið sé að skoða svonefnd snjó- söfnunarsvæði, auð svæði í hverfum þar sem moksturstæki losa sig við snjóinn. Á bilinu 40 til 50 slík svæði eru hér og hvar um bæinn. Morgunblaðið/Margrét Þóra Akureyri Samningum við alla verktaka við snjómokstur á Akureyri hefur verið sagt upp frá og með 1. október næstkomandi. Ræða á við verktaka um nýtt fyrirkomulag, m.a. að bjóða moksturinn út hverfaskipt. Samningum um snjó- mokstur sagt upp - Skoða að skipta mokstri upp eftir hverfum á Akureyri Alls 870 manns tóku þátt í Lunda- hlaupinu, The Puffin Run, sem hald- ið var í Vestmannaeyjum sl. laugar- dag. Aldrei hafa fleiri skráð sig til leiks en nú. Brautin var alls 20 kíló- metrar; það er frá höfninni í Eyjum um vestanverða Heimaey og suður á Stórhöfða. Þaðan var hlaupið til baka austan við flugvöllinn, um nýja hraunið og að hafnarsvæðinu en markið var á Skansinum. „Mér finnst greinileg útþrá í fólki og hlauparar þurftu að fá vettvang til að geta tekið á rás í skemmtilegu almenningshlaupi, en slík hafa legið niðri nú í langan tíma. Ekki spillti fyrir nú að við fengum frábært veð- ur,“ sagði Magnús Bragason, fram- kvæmdastjóri hlaupsins, í samtali við Morgunblaðið. The Puffin Run var nú haldið í fjórða sinn og að þessu sinni voru slegin tvö brautarmet. Í karlaflokki varð fyrstur í mark á nýju meti Þor- steinn Roy Jóhannsson sem hljóp kílómetrana tuttugu á 1:22:09. Í kvennaflokki sló metið Rannveig Oddsdóttir sem tók sprettinn á 1:34:30. Meðal þátttakenda í mótinu nú var Guðni Th. Jóhannesson, for- seti Íslands, sem varð 390. í röðinni og fór brautina á 2:21:29. Ljósmynd/Óskar Pétur Friðriksson Vestmannaeyjar Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, kemur í mark. 870 í Lundahlaupi - Góð þátttaka - 20 km - Brautarmet

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.