Morgunblaðið - 10.05.2021, Page 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. MAÍ 2021
Missið ekki af áhugaverðum þætti um starfsemi Landbúnaðarháskóla Íslands þar
sem rætt er við Ragnheiði I. Þórarinsdóttur rektor auk fjölda annarra, þ.m.t. deildar-
forseta, kennara og nemendur sem segja frá reynslu sinni við nám í skólanum.
Hringbraut næst á rásum
7 (Síminn) og 25 (Vodafone)
ATVINNULÍFIÐ Á dagskráHringbrautar
í kvöld kl. 21.00
Landbúnaðarháskóli Íslands
– skóli lífs og lands - fyrri hluti
í þættinum Atvinnulífið sem er á dagskrá Hringbrautar kl. 21.00 í kvöld
• Fjölbreytt nám sem kennt er á Hvanneyri, á Keldnaholti og á Reykjum í Ölfusi
• Þrjár fagdeildir: Ræktun og fæða – Náttúra og skógur – Skipulag og hönnun
• Rannsóknir og alþjóðasamstarf til mikillar fyrirmyndar og aukin ásókn í Ísland
• Nemendum fer ört fjölgandi og aðstaða til verklegrar kennslu mjög góð
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Því miður virðast æ færri skilja
þarfir landsbyggðarinnar og sá
veruleiki ýtti á mig að stíga skrefið
og fara í landsmálin. Til þess að bú-
setuskilyrði séu tryggð er mikilvægt
að tækifæri til góðrar menntunar
séu hvarvetna í boði. Menntun er
mikilvægt byggðamál og meðal
þeirra atriða sem ég vil berjast fyrir
á hinu pólitíska sviði,“ segir Ingi-
björg Ólöf Isaksen, sem skv. niður-
stöðum póstkosningar skipar efsta
sætið á lista Framsóknarflokksins í
Norðausturkjördæmi í alþingiskosn-
ingum í haust.
Tilbúin að taka umræðuna
Ingibjörg hefur reynslu í stjórn-
málum. Hún sat í sveitarstjórn
Eyjafjarðarsveitar og hefur frá 2015
verið bæjarfulltrúi á Akureyri. Sjálf
segist hún vera alin upp við pólitíska
umræðu og vera komin úr fjölskyldu
þar sem fólk studdi Sjálfstæðis-
flokkinn. Sjálf hafi hún hins vegar
fundið sína fjöl í Framsóknar-
flokknum.
„Samvinna og samstarf, gildi
Framsóknarflokksins, eru alltaf lík-
legustu leiðirnar til árangurs,“ segir
Ingibjörg. „Öll erum sammála um að
sækja fram á miðjunni. Sjálf hef ég
alltaf haft sterkar skoðanir og alltaf
verið tilbúin til að taka umræðuna
og komið mér í ábyrgðarstöður oft
án þess að gera mér grein fyrir því.“
Ingibjörg er fædd og uppalin í
Reykjavík, flutti norður fyrir tæpum
20 árum og festi þar rætur. Gjarnan
hefur verið sagt að erfitt sé fyrir
utanbæjarfólk að komast inn í sam-
félagið og til áhrifa á Akureyri, sem
Ingibjörg hefur heldur betur af-
sannað. Sjálf segist hún raunar ekki
hafa fundið fyrir neinum félags-
legum hindrunum og kenningin um
lokaðan bæjarbrag standist ekki.
Lykillinn að því að komast inn í öll
samfélög sé í gegnum íþróttir eða fé-
lagsstörf, það sé sín reynsla. Þá sé
gott að ala upp börn á Akureyri.
Togstreita milli
ríkis og sveitarfélaga
Velferð, menntun, innviðir og at-
vinna eru málefni sem Ingibjörg
kveðst vilja setja á oddinn í sinni
pólitík. Reynslan úr kórónuveiru-
faraldrinum, þar sem fjarvinnsla
bjargaði miklu, hafi skapað skilning
á því að staðsetning skipti ekki öllu
máli; hvar störf séu unnin. Rétt skil-
yrði þurfi hins vegar að vera til stað-
ar; svo sem öryggi í afhendingu raf-
orku, fjarskipti, vegir og svo
framvegis. Þá þurfi að fara í endur-
bætur á Akureyrar- og Egilsstaða-
flugvelli, styrkja flutningskerfi raf-
orku og halda áfram með
jarðgangagerð.
„Það sem kom mér á óvart þegar
ég byrjaði í pólitík er þessi tog-
streita milli ríkis og sveitarfélaga –
hvernig fjármagninu er skipt. Sveit-
arfélög eru að taka að sér hin ýmsu
verkefni frá ríkinu og enda allt of oft
í því að verkefnin eru vanfjár-
mögnuð. Fyrir vikið skortir traust
milli aðila, sem verður að byggja
upp,“ segir Ingibjörg og áfram:
„Svo þurfa velferðarmál að vera í
sífelldri þróun og endurskoðun. Mál-
efni eldra fólks er stórt verkefni sem
við stöndum frammi fyrir en gangi
mannfjöldaspár Hagstofu Íslands
eftir verða 20% landsmanna 65 ára
og eldri árið 2035. Þess vegna þarf
að hugsa þjónustu við eldra fólk al-
veg upp á nýtt og finna nýjar leiðir.
Menntun má svo að nokkru leyti líta
á sem velferðarmál. Eitt besta tæki
sem þjóðin á, til þess að jafna að-
stöðu fólks og heimila, er skólakerf-
ið. Þar þarf margt að gera, svo sem
að efla fjarnám sem býður upp á svo
marga möguleika.“
Hinn eini sanni miðjuflokkur
Eftir baráttu í meira en eitt ár
virðist nú vera landsýn í baráttunni
við kórónuveiruna. Í endurreisn sem
framundan er segir Ingibjörg mikil-
vægt að í viðspyrnunni verði þjóð-
inni allri tryggð lífgæði og jöfn tæki-
færi. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar í
dag lofa góðu, að sögn Ingibjargar,
en fylgjast þarf vel með hvort ein-
hverjir hópar verði útundan og þá
þurfi að mæta þeim með sérstökum
úrræðum.
„Þótt takast hafi þurft á við krefj-
andi aðstæður í þjóðfélaginu er stöð-
ugleiki í stjórnmálum og samstarf
flokkanna þriggja í ríkisstjórn virð-
ist vera traust og eindregið. Á end-
anum ræður þjóðin því alltaf hverjir
verða við völd, en auðvitað verður
stjórnarmyndun flóknari eftir því
sem fleiri flokkar koma inn á sviðið.
Því tel ég mjög mikilvægt að hinn
eini sanni miðjuflokkur, Framsókn,
komi sterkur út úr kosningunum í
haust, svo viðhalda megi stöðugleika
og byggja upp til framtíðar.“
Menntun er mik-
ilvægt byggðamál
- Ingibjörg er efst hjá Framsókn
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Frambjóðandi Hinn sanni miðjuflokkur komi sterkur út úr kosningunum í
haust, svo viðhalda megi stöðugleika, segir Ingibjörg Ólöf Isaksen
Egilsstaðir Norðausturkjördæmi er
víðfeðmt og hagsmunir ýmsir.
Húsavík Því miður virðast æ færri skilja þarfir landsbyggðarinnar og það
ýtti á mig að stíga skrefið og fara í landsmálin, segir Ingibjörg í viðtalinu.