Morgunblaðið - 10.05.2021, Side 15
15
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. MAÍ 2021
Kasta mæðinni Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur þurft að slökkva gróðurelda síðustu daga. Þurrviðri hefur ríkt og því kjöraðstæður fyrir gróðurelda, sem oft er erfitt að slökkva.
Sigurður Unnar
Það var einkar
ánægjulegt að heyra
af fjöldagöngu á ann-
að hundrað kvenna á
Hvannadalshnjúk um
síðustu mánaðamót,
bæði um aðdraganda,
skipulag og farsæl
ferðalok. Gangan var
farin undir merkinu
Lífskraftur og tengd
fjársöfnun til ágóða
fyrir kvennadeild
Landspítalans. Allir sem lagt hafa
leið sína á þennan hæsta tind hér-
lendis vita að slík ganga reynir á
en skilur jafnframt eftir minningar
sem ekki fyrnast. Þessi viðburður
nú á vordögum verður væntanlega
mörgum hvatning til að ferðast
innanlands og þar tekur ekkert
fram gönguferðum um fjöll og firn-
indi. Eldgosið í Geldingadölum hef-
ur undanfarið ýtt við mörgum,
sjónarspil sem nú blasir við frá
höfuðborgarsvæðinu. Þeir sem
ganga á Öræfajökul eru líka minnt-
ir á þá krafta sem skapað hafa Ís-
land í tímans rás. Öll þurfum við
að hafa í huga að jarðeldum fylgja
hættur, sem hvenær sem er geta
reynt á líf og limi og aðstæður
fólks í einstökum
byggðarlögum og á
landinu öllu.
Fyrst gengið á
Hnjúkinn fyrir
130 árum?
Forfeður okkar
ferðuðust fram eftir
öldum ótrauðir um há-
lendi Íslands, ekki að-
eins um Kjöl og
Sprengisand heldur
yfir sjálfan Vatnajökul
á leið til verstöðva
sunnan hans. Úr slík-
um ferðum dró á 16. öld og á þeirri
18. tók um tíma fyrir hálend-
isferðir. Sveinn Pálsson læknir og
náttúrufræðingur (1762-1840) vann
brautryðjandastarf í ferðum sínum
um landið skömmu fyrir 1800, en
Eldrit hans og Jöklarit skrifuð á
dönsku komu fyrst út hérlendis
1945 (Ferðabók Sveins Pálssonar).
Sveinn fór um Öræfasveit haustið
1794 og gekk þá frá Kvískerjum
upp á öskjurima Öræfajökuls í um
1.800 m hæð. Staddur í Skaftafelli
10. september skrifar hann í dag-
bók sína:
„Þeir sem vilja og geta gefið sig
við því að ganga á jökulfjöllin hér
til þess að kynna sér skipun þeirra
o.fl., ættu að hafa bækistöð á þess-
um bæ, því að Öræfajökull rís þar
fast hjá í öllu sínu veldi, og frá
tindi hans, sem heitir Hvannadals-
hniukur, mun sjást yfir allan jök-
ulflákann, að minnsta kosti sunnan
til.“
Útgefendur Ferðabókar 1945
breyttu hins vegar rithætti hans á
tindinum. Ummæli Sveins eru ann-
ars athyglisverð fyrir þá sök, að af
mörgum var þá talið að Vestari-
Hnappur á öskjurimanum væri
hæstur og var jökullinn líka lengi
vel nefndur Hnappafellsjökull. Upp
á þennan tind komst norski land-
mælingamaðurinn Hans Frisak ár-
ið 1813. Þangað stefndi líka Bret-
inn Frederick Howell í ágúst 1891,
en sá þá að Hvannadalshnjúkur er
hærri. Gekk hann á hnjúkinn í
sömu ferð með tveimur fylgd-
armönnum sínum frá Svínafelli.
Voru þeir því fyrstir manna svo
vitað sé til að ganga á þennan
hæsta tind landsins. – Uppi á
Öræfajökli skynja menn hvers virði
það er að varðveita kyrrð og hrein-
leika íslenskra jökla. Þeir þurfa að
vera lausir við vélagný, nema á
sérstökum svæðum eða ferðaleið-
um sem afmarkaðar væru sér-
staklega til nota fyrir ökutæki
samkvæmt skipulagi.
Um rithátt á örnefninu
Margir gera sér grein fyrir að
tvenns konar framburður er á
nafnorðinu hnjúkur, þar sem hin
orðmyndin hnúkur er án j-hljóðs.
Eðlilega rita þeir hnúkur án j, sem
henni hafa vanist. Lengi hefur
þessi ólíki framburður verið tengd-
ur landsvæðum, Austfirðingar og
Norðlendingar tíðka framburðinn
hnjúkur, en á Suðvesturlandi er
hnúkur ráðandi í framburði. Svipað
mun þessu háttað í Noregi, þar
sem þekktar eru orðmyndirnar
njuk og nuk um tinda. Hvort
tveggja er gott og gilt, en annað
viðhorf á rétt á sér þegar um sér-
heiti er að ræða, skráningu á
landabréf og tilvísanir um ákveðna
og þekkta staði. Þar þykir mér rétt
að fylgja hinum staðbundna fram-
burði eða því sem viðtekið er sem
örnefni.
Um hvort réttara sé að skrifa
nöfn eins og Hvannadalshnjúkur
og Kárahnjúkar með eða án j segir
Guðrún Kvaran árið 2008, þá sem
forstöðumaður Orðabókar Háskól-
ans (Vísindavefurinn 11. sept.
2008):
„Báðar myndirnar, hnúkur og
hnjúkur, eru jafn réttar en notkun
þeirra er landshlutabundin. … At-
huganir sýna að orðmyndin hnjúk-
ur er notuð um nánast allt Norð-
ur-, Austur- og Suðausturland og
vestur fyrir Vatnajökul. Á Suður-
og Vesturlandi er myndin hnúkur
ráðandi. Samkvæmt þessu eru
myndirnar Kárahnjúkar og
Hvannadalshnjúkur með –j-i en
Móskarðshnúkar í Esjunni –j-
lausir.“
Höldum okkur við
Hvannadalshnjúk
Það auðgar tungu okkar að átta
sig á staðbundnum mismun í fram-
burði orða. Auðvitað hefur hann
riðlast frá því sem áður var með
örari flutningi fólks en áður var
milli landshluta. Ég hallast ein-
dregið að sjónarmiði og söguskýr-
ingu Guðrúnar Kvaran, og það
gera nú einnig Landmælingar og
opinberar stofnanir eins og Vatna-
jökulsþjóðgarður að best ég veit.
Æskilegt væri að sem flestir, ekki
síst fjölmiðlar, leiðsögumenn og út-
gefendur landabréfa, hlíttu þessari
leiðsögn.
Eftir Hjörleif
Guttormsson » Slík ganga reynir á
en skilur jafnframt
eftir minningar sem
ekki fyrnast.
Hjörleifur
Guttormsson
Höfundur er náttúrufræðingur.
Glæsiganga á Hvannadalshnjúk