Morgunblaðið - 10.05.2021, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 10.05.2021, Blaðsíða 16
16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. MAÍ 2021 Hljóðnemi í hlustinni notar hæfni eyrans til að safna upplýsingum sem heilinn þarf til að skilja hljóðin. Auðveldara að taka þátt í samræðum í virku hljóðumhverfi. Betri talgreining um leið og bakgrunnshávaði er lágmarkaður í háværu hljóðumhverfi. Fjarþjónusta. Fáðu heyrnartækin þín stillt án þess að mæta á staðinn. FAGLEG ÞJÓNUSTA HJÁ LÖGGILTUM HEYRNARFRÆÐINGI HEYRNARÞJÓNUSTAHLÍÐASMÁRI 19, 2. HÆÐ • 201 KÓPAVOGI • SÍMI 534 9600 NÝ BYLTINGARKENND HEYRNARTÆKI MEÐ ÞREMUR HLJÓÐNEMUM NÝ TÆKNI Geirfinnsmálið er svo margslungið mál, að þörf er á eftirfarandi viðauka við fyrri grein mína um sama mál. Leirfinnur Á þessum tíma voru ekki til farsímar og sumir „útrétt- ingamenn“ fengu á ferðum sínum oft að fara í síma til að boða komu sína og greiða fyrir erindrekstri sínum. Mér finnst heldur ósennilegt, að maður sem ætlar að eiga alvarleg samskipti við Geirfinn í aðdraganda hvarfs hans, hafi byrjað á því að ganga inn í Hafnarsjoppuna, þar sem hann gat orðið á vegi fólks sem þekkti hann og fá þar að hringja, þar sem fólk gat hugsanlega heyrt hvert orð sem hann segði. Er ekki líklegra að hringt hafi ver- ið í Geirfinn úr heimahúsi? Með það í huga, er að sumu leyti líklegt að „Leirfinnur,“ maðurinn í leðurjakk- anum, sem vildi hringja úr Hafnarsjoppunni, sé hvarfi Geirfinns með öllu óviðkomandi og þar hafi rannsakendur lent inni á miklum villigöt- um? Hvað varð um jarðneskar leifar Geirfinns? Frá Keflavík hefur Geirfinnur verið fluttur á einn hátt af þremur mögulegum, þ.e. í bifreið, á sjó eða í lofti. Allir þessir möguleikar hljóta að hafa verið þrautskoðaðir. Hafi hann ekki verið hakkaður niður í smælki, þá kemur margt til greina. Hafi honum verið sökkt í sjó, þá þurfti sérstakan útbúnað úr járni eða steypu til að lík hans ræki ekki á land á næstu árum. Margir töldu líklegt að hans væri að leita í ein- hverri af hinum óteljandi hraun- gjótum í nánd Keflavíkur og hraun eða önnur jarðefni hefðu verið sett þar yfir. Áhætta væri í slíkum gern- ingi fyrir gerendur vegna hugs- anlegrar umferðar fólks og mögu- leika glöggra manna til að finna og hafa „sýn“ til að rekja bílhjólför ger- endanna. Sá möguleiki er fyrir hendi að lík- ið hafi verið sett á annan stað þar sem jarðefni voru sett yfir, enn- fremur hugsanlega efni eins og steypa, járn eða timbur. Slíkur verknaður hefur ekki verið fram- kvæmdur á þeim stað þar sem hætta var á að einhverjir gætu birst til að sjá það. Og af sömu ástæðu hefur slíkt varla verið framkvæmt á hvaða tíma sólarhrings sem var. Á þessum árum hafa slíkir vinnustaðir ekki verið margir. Til þeirra sem vita hvað varð um Geirfinn Það hefur stundum gerst að menn hafa skráð leyndarmál og sett bréfið í lokað umsalag með þeim fyrirmælum að ekki mætti opna skjalið fyrr en að mörgum áratugum liðnum. Hafi að- algerandinn að hvarfi Geirfinns gert slíkt, þá er líklegt að hann kenni öðr- um sem mest um verknaðinn til að gera sem minnst úr eigin hlutdeild. Því væri nú ráð fyrir þá sem minni hlut áttu að hvarfi Geirfinns að ganga fram og segja frá því sem gerðist. Þeim yrði betur trúað sem fyrstur stigi fram til frásagna. Næstu rannsóknarverkefni Þær yfirheyrslur sem nefndar voru í upphafi hljóta að vera til á bandi og nú ætti að draga þessar spólur fram til áheyrnar og ígrundunar. Margir teldu of seint að kafa í þessi mál nú, en í augum rannsóknarmanna á slíkt aldrei að vera of seint. Það er líka ábending til þeirra sem yfirheyrðir voru, hvort ekki hafi eitthvað verið ósagt, sem kynni að skipta máli. Í rannsóknum má aldrei gefa sér, eða fullyrða neitt fyrirfram. En sé það rétt að „Leirfinnur“ sé málinu með öllu óviðkomandi, þá opnast nýr „vinkill“ í málinu. Það leiðir til þess, að með nútímatækni mætti sennilega þrengja hringinn umhverfis líklegan geranda. Til að skaða ekki þá rann- sóknarmöguleika, þá segi ég hér og nú ekkert um það hver sú rannsókn- araðferð er. Þeir sem rannsökuðu Geirfinns- málið á sínum tíma bjuggu ekki yfir þeim tæknibúnaði sem nútíma rann- sóknarmenn búa yfir og sennilega ekki yfir þeirri þekkingu sem lærðir menn hafa nú tileinkað sér. Með það í huga ætti nú að fá lærða rannsak- endur, sem búa yfir sterku innsæi og dómgreind, til að skoða þetta mál frá grunni og þá sérstaklega út frá at- hugunum á yfirheyrslum alls þess fólks sem næst stóð Geirfinni. Í þættinum „Leyndarmálið“ í RÚV 7. apríl sl. og í Morgunblaðinu þann sama dag sést hversu afburðasnjall maður að nafni Björn B. Björnsson var við að leysa um hálfrar aldar gamla ráðgátu. Það ætti að fá hann eða aðra slíka til að yfirfara Geir- finnsmálið. Enn um Geirfinnsmálið Eftir Gunnar Guðmundsson frá Heiðarbrún »Nú ætti að fá lærða rannsakendur, sem búa yfir sterku innsæi og dómgreind, til að skoða þetta mál frá grunni. Gunnar Guðmundsson frá Heiðarbrún Höfundur er fræðimaður og m.a. höf- undur bókarinnar „Leitin að Njálu- höfundi“. Nokkrum árum eftir að tónlistar- húsið Harpa var opnað og Sinfónían fluttist þar inn var mikið talað um að það eina sem á vantaði þar væri að fá konsertorgel í húsið svo hægt væri að flytja þar helstu perlur orgelbók- menntanna. Einhvern tíma var flutt- ur orgelkonsert þar með því að tengja Hörpu við Hallgrímskirkju með tækninni. Það tókst, en í ljósi síðustu atburða á þeim bænum er það nokkuð augljóst að það er meira en þörf á öðru konsertorgeli hér á landi, sem staðsett væri í Hörpu. Það segir sig sjálft. Því ætla ég að vona að sá draumurinn sé ekki úr sögunni og stjórn tónleikahússins viðhaldi þeirri draumsýn sinni og fylgi henni eftir, því að eitt konsert- orgel á Íslandi er ekki nóg þegar það er líka í Hallgrímskirkju. Ég skora á stjórn Hörpu og menningaryfirvöld að kanna nú þær leiðir sem mögulegar eru til þess að útvega nýtt konsertorgel, sem stað- sett væri í Hörpu. Oft var þörf en nú brýn nauðsyn. Guðbjörg Snót Jónsdóttir. Vegna síðustu atburða í tónlistarmálum þjóðarinnar Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12. Veistu um góðan rafvirkja? FINNA.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.