Morgunblaðið - 10.05.2021, Síða 18
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. MAÍ 2021
✝
Páll Ingi Val-
mundsson
fæddist í Galtarholti
á Rangárvöllum 1.
september 1931.
Hann lést á hjúkr-
unarheimilinu Eir,
Reykjavík, 1. maí
2021.
Hann var yngsta
barn hjónanna Val-
mundar Pálssonar,
f. 1893, og Vilborg-
ar Helgadóttur, f. 1894. Páll var
einn átta systkina. Elstur var
Ágúst, f. 1918, þá Sigurgeir, f.
1919, Guðrún, f. 1921, Sigrún, f.
1923, en hún lést í bernsku, Guð-
munda, f. 1925, Einar, f. 1926, og
Helgi, f. 1929. Helgi er einn eft-
irlifandi af systkinunum.
Páll ólst upp í Galtarholti til 13
ára aldurs, en þá flutti fjöl-
skyldan að Móeiðarhvoli í Hvol-
hreppi. Páll sótti barnaskóla á
bjuggu hátt í 40 ár. Hjónin fluttu
sig í Galtalind 22 og áttu þar góð
ár. Að lokum keyptu þau þjón-
ustuíbúð í Gullsmára 7. Allt voru
þetta falleg og vinaleg heimili í
Kópavoginum.
Páll og Klara eignuðust þrjú
börn: Elstur þeirra er Val-
mundur Ingi, f. 1955. Fyrrver-
andi eiginkona hans er Jórunn
Hólm, f. 1957. Synir þeirra eru
Páll Ingi, f. 1981. Sambýliskona
hans er Birta Brynjarsdóttir,
Arnar Snær, f. 1985, eiginkona
hans er Jamie Hutchins, og
Flemming Viðar, f. 1995.
Þá fæddist þeim Guðlaugur
Heimir, f. 1960. Fyrrverandi eig-
inkona hans er Linda Björk
Hlynsdóttir, f. 1960. Börn þeirra
eru Lísa Rún, f. 1985, sambýlis-
maður hennar er Sveinbjörn
Kári Haraldsson, Silja Brá, f.
1989, sambýlismaður hennar er
Styrmir Örn Arnarson, Eygló
Hlín, f. 1993, og Ingimar Logi, f.
1996, sambýliskona hans er Matt-
hildur Jóna Valdimarsdóttir.
Guðlaugur Heimir er giftur Liz-
ceth Isabel Zapata Almiron, f.
1980. Sonur þeirra er Guðlaugur
Santiago, f. 2013.
Yngsta barn Páls og Klöru er
Sólrún Lilja, f. 1970. Sonur henn-
ar og fyrrverandi sambýlis-
manns, Eymundar Ingimund-
arsonar, er Bjarki Páll, f. 2005.
Barnabarnabörn Páls og Klöru
eru orðin sjö talsins.
Páll vann lengst af sem at-
vinnubílstjóri. Hann ók m.a.
vörubifreiðum á Keflavík-
urflugvelli, í vegavinnu í Rang-
árþingi en lengst af sem leigubíl-
stjóri hjá BSR. Hann vann einnig
í rúm 20 ár sem gjaldkeri í timb-
urverslun Byko ásamt því að aka
leigubíl um helgar.
Páll var hestamaður af lífi og
sál og var einn þeirra sem stofn-
uðu hestamannafélagið Gust í
Kópavogi. Hann var virkur þátt-
takandi þess í áratugi. Páll var
einnig mikill söngmaður og
starfaði í ýmsum kórum, hvattur
af eiginkonu sinni, sem einnig
tók virkan þátt í sönglífi með
honum.
Útför Páls verður gerð frá
Digraneskirkju í Kópavogi í dag,
10. maí 2021, klukkan 13. Vegna
fjöldatakmarkana verður athöfn-
inni streymt á
www.skjaskot.is/pallvalmundsson
Strönd en að honum
loknum fór hann í
Skógaskóla og lauk
þaðan gagnfræða-
prófi.
Árið 1952 réð sig
kaupakona á Móeið-
arhvol. Það var
Klara Guðmunds-
dóttir, f. 1935. Hún
kom úr Fljótunum,
yngst níu systkina.
Foreldrar hennar
voru Guðmundur Pétursson, f.
1881, og Sigurlaug Jakobína Sig-
urvaldadóttir, f. 1893. Páll og
Klara felldu fljótt hugi saman,
fluttust til Keflavíkur og giftu sig
á jóladag 1953. Árið 1955 fluttust
þau í Kópavog og bjuggu þar alla
tíð síðan, fyrst um sinn hjá ætt-
ingjum og vinum í leiguhúsnæði
þar til þau keyptu Skólagerði 1
og byggðu svo Skólagerði 7,
myndarlegt parhús, þar sem þau
Afi Palli
Hjarta úr gulli hafðir þú,
gáfaður, traustur og félagslyndur.
Á mér þú hafðir fulla trú,
alltaf varst þú svo blíðlyndur.
Tölvur þurftir þú aldrei að læra á,
en sögum kunnir þú svoleiðis að segja
frá.
Þú dróst alla með þér aftur í tímann,
á meðan skildu allir við nútímann.
Takk fyrir okkar samverustundir,
seint mun ég þeim gleyma.
Veislur, jólin og margar kvöldstundir,
í hjarta mínu mun ég þær geyma.
Sofðu nú afi minn vært og rótt,
megir þú yfir mér sveima.
Hugsað er til þín dag og nótt,
aldrei mun ég þér gleyma.
Ingimar Logi Guðlaugsson,
Silja Brá Guðlaugsdóttir og
Matthildur Jóna
Valdimarsdóttir.
Líkn er lasburða dauðinn, en
efni sorgar eftirlifendum.
Páll Valmundsson, föðurbróðir
minn, kvaddi á verkalýðsdaginn
eftir langa og innihaldsríka jarð-
vist, saddur lífdaga, eftir gæfu-
samt og ástúðlegt líf. Hann var
einn sjö systkina, sem öll voru
fædd í Galtarholti, bænum í mýr-
inni suður af Fróðholti. Árið 1944
fluttist fjölskyldan að Móeiðar-
hvoli og þar áttu þau systkinin öll
heimili um tíma.
Móeiðarhvolssystkinin voru
hvert öðru afar kær og nutu mjög
samverustunda, misstopulla. Í
barnsminni eru mér sumarheim-
sóknir Móeiðarhvolsbræðra að
Fróðholti. Alltaf voru þeir vel ríð-
andi, með marga til reiðar og
stundum tár á glasi. Þá var alltaf
glatt á hjalla í litla eldhúsinu í
Fróðholti og Palli hrókur alls
fagnaðar. Pabbi slóst svo gjarnan
í hópinn og saman heimsóttu þeir
æskuvini á Bakkabæjunum.
Þetta voru gleðidagar, eins og all-
ir dagar Palla í mínu lífi. Fjall-
rekstrarnir sem hann tók þátt í
með okkur og hestamennskan
þeim tengd skilja ekki síður eftir
hlýjar minningar.
Þá voru bílarnir hans ekki
neitt slor, Chevrolettar hver af
öðrum, glansandi og ilmandi, og
vöktu ungum dreng ólæknandi
bíladellu.
Þegar ég kom, ungur maður,
til náms í Reykjavík, vegalaus í
borg sem ég rataði alls ekkert
um, gat ég alltaf gengið inn á
BSR og spurt um 84, en það var
stöðvarnúmer Palla. Væri hann
ekki í akstri var hann ætíð boðinn
og búinn að aka mér um allan bæ
eins og ég þurfti. Og ekki var
mælirinn settur í gang og aldrei
þurfti ég að borga. Það var ekki
til siðs að rukka frændfólkið.
Palli var einstaklega greiðvik-
inn maður og bónþýður. Þegar
veikindi kvöddu dyra hjá ættingj-
unum stóð heimili þeirra Klöru
ætíð opið og þótti þeim sjálfsagt
að hýsa ættingja, bæði lasna og í
annars konar erindum. Var þá
ekki heldur krafist gjalds fyrir,
en veitt af hjartahlýju og gleði,
sem þau hjónin áttu svo mikið af.
Sjálfur naut ég gestrisni þeirra
um sumartíma er ég stundaði
framhaldsnám. Var það góð vist
og gæfurík. Fyrir þetta allt vil ég
þakka af heilum hug.
Palli var glaðlyndur maður,
söngvinn, og hafsjór bæði söng-
laga og texta, sem fáir aðrir
kunnu. Við áttum sameiginlegan
áhuga á þessum arfi og nutum
þess báðir að rifja upp og skrá
sitthvað af honum. Einnig var
hann sögumaður góður, og sagði
bæði líflega frá og ósjaldan með
leikrænum tilþrifum. Oft gerðist
hann líka leiðsögumaður í hóp-
ferðum þegar farið var um Rang-
árþing, og þá flutti hann gjarnan
Gunnarshólma blaðlaust, og af
sannri tilfinningu. Þá voru honum
einnig oft töm á tungu tilsvör
samferðamanna og gamansögur
af þeim, græskulausar en mein-
fyndnar, enda fléttaðar inn í
spjall, þar sem þær áttu við. Þá
var oft hlegið dátt.
Á kveðjustundu er margs að
minnast. En mál er að ljúki. Ég
kveð kæran frænda minn og góð-
vin með sorg í hjarta, en jafn-
framt fullvissu þess að hann sé nú
kominn í hóp kærra systkina og
frændfólks á því tilverustigi, þar
sem alltaf er bjart og hlýtt, og
söngur og gleði ríkir, ásamt þeirri
gæsku sem ætíð fylgdi honum.
Innilegar samúðarkveðjur
sendum við Ester Klöru og af-
komendum.
Guðmundur Óli
Sigurgeirsson.
En komin eru leiðarlok
og lífsins kerti brunnið
og þín er liðin æviönn
á enda skeiðið runnið.
Í hugann kemur minning mörg,
og myndir horfinna daga,
frá liðnum stundum læðist fram
mörg ljúf og falleg saga.
(Höf. ókunnur)
Með þakklæti í huga kveð ég
yndislegan vin og félaga sem kom
inn í líf mitt fyrir um 70 árum,
þegar hann tók upp á því að verða
ástfanginn og trúlofast uppá-
haldsfrænku minni og uppeldis-
systur. Það var ekkert skrítið að
Palli skyldi velja fallegustu stelp-
una fyrir eiginkonu því hann var
fagurkeri mikill, en í upphafi taldi
ég víst að hann væri að taka hana
Klöru mína frá mér en það var
aldeilis ekki svo, hann féll strax
eins og flís við rass inn í fjöl-
skyldulíf okkar með sinn góða
húmor og léttu lund, hann lífgaði
strax upp á samverustundirnar
því engin lognmolla var í hans
nærveru, brosmildur og ljúfur
með ævintýralega frásagnargáfu
og ekki skemmdi hvað hann var
músíkalskur og kunni mikið af
skemmtilegum lögum og tók
hann vel undir í góðum vinahóp.
Þessi kveðjuorð mín eru til að
þakka fyrir liðna tíð, fyrir öll
gömlu og góðu árin okkar saman
Páll Ingi
Valmundsson
✝
Einar Eiríks-
son fæddist í
Reykjavík 3. ágúst
1958. Hann lést á
heimili sínu 3. maí
2021 í faðmi fjöl-
skyldu sinnar.
Foreldrar hans
voru þau Eiríkur
Garðar Gíslason, f.
10.4. 1932, d. 27.8.
1983, og Margrét
Eyþórsdóttir, f. 4.8.
1936, d. 28.10. 2008. Systkini
Einars eru þau Ingibjörg, f.
1954, Eyþór, f. 1961, Ottó, f.
1967, og Svavar, f. 1969.
Einar var kvæntur Sigur-
veigu H. Ingibergsdóttur, f.
29.9. 1961. Börn þeirra eru: 1)
Eiríkur Garðar, f. 21.8. 1983,
kvæntur Ragnhildi Kristjáns-
dóttur og börn þeirra eru Vikt-
oría Björk, Alexander Einar og
Víkingur. 2) Víkingur Ívar, f.
30.7. 1987, sambýliskona hans
er Fanney Jensdóttir. Börn
þeirra eru Freyja
Lea og Embla Dögg
3) Rakel Ósk, f.
20.11. 2003. Áður
átti Einar soninn
Hinrik Þór, f. 31.3.
1981. Eiginkona
hans er Bryndís
Guðmundsdóttir og
börn þeirra eru Ás-
dís Iða, Hugrún
Elfur, Ágúst Ægir
og Silja Ísey.
Einar bjó og starfaði í
Reykjavík, að mestu við ýmis
iðnaðartengd verkefni, og vann
síðustu árin hjá Bogaverki við
ýmis trésmíðaverkefni.
Útförin fer fram í Fossvogs-
kirkju í dag, 10. maí 2021, og
hefst athöfnin klukkan 13.
Vegna aðstæðna mun útförin
fara fram með nánustu aðstand-
endum, þeim sem óska eftir að
taka þátt í gegnum streymi er
bent á að hafa samband við syni
hins látna.
Elsku pabbi, þú varst tekinn
svo alltof fljótt frá okkur og ég
mun sakna þín svo óendanlega
mikið. Þú varst besti pabbi í
heimi og kletturinn minn og ég
get ekki ímyndað mér lífið án
þín. Ég skil ekki hvernig þetta
gat gerst svona hratt en ég lofa
þér að halda sterk áfram og gera
þig stoltan. Ég veit að þó þú sért
farinn frá jörðinni, þá verðurðu
alltaf með mér í hjartanu.
Ég elska þig, pabbi minn.
Þín dóttir,
Rakel.
Ég trúi því ekki hvað þetta tók
fljótt af, skyndilega varð eitt ár
að rúmum þremur vikum … við
áttum eftir að gera svo margt,
vinna upp svo mikið. Ég man
hvað þú varst stoltur og glaður
yfir að hitta loks viðbótina í fjöl-
skylduna, sonur, tengdadóttir og
4 barnabörn á einu bretti!
Fjarlægðin á milli landshluta
og ástand í þjóðfélaginu hafði
það í för með sér að lítið var um
heimsóknir og það svíður sárt í
dag, það óraði auðvitað engan
fyrir þessum veikindum þínum.
Aftur á móti var gott að geta not-
ast við myndskilaboð til að leyfa
ykkur að fylgjast með okkur og
þá sérstaklega yngri deildinni,
það gladdi þig mikið.
Það var á margan hátt gaman
að sjá hve mikið við áttum sam-
eiginlegt þrátt fyrir margra ára
aðskilnað, þá sérstaklega báðir
mjög handlagnir í ýmsum iðnað-
artengdum verkum, bílaáhugi,
súkkulaðikökur og brauðtertur
svo eitthvað sé nefnt. Ég hugsa
oft um atvikið fyrir stuttu þegar
við fórum út að borða saman og
bræður mínir voru með göslara-
gang eins og svo oft áður, þá
horfðir þú á mig og sagðir:
„Sérðu nú hvað ég þarf að búa
við“ og svo kom glottið.
Ég er ótrúlega þakklátur fyrir
að hafa náð síðasta sólarhringn-
um með þér, þó hann hafi verið
gríðarlega erfiður, en þetta tók
fljótt af, nú hefur þú fengið hvíld
og ég mun eiga inni brauðtertuna
frá því um daginn, þegar við hitt-
umst aftur.
Takk fyrir allt, pabbi minn.
Þinn sonur,
Hinrik Þór.
Elsku pabbi minn. Ég trúi því
ekki ennþá að þú sért farinn frá
okkur. Þetta gerðist svo alltof
hratt. Ég gat alltaf leitað til þín
með allt og þú varst alltaf til
staðar, hvenær sem var sólar-
hringsins. Ég á alltaf eftir að
sakna þín og ég er svo þakklátur
fyrir allar minningarnar sem ég
á með þér. Ég veit að þú varst
stoltur af mér og ég mun halda
áfram að gera þig stoltan.
Ég elska þig meira en orð fá
lýst og hlakka til að hitta þig
þegar minn tími er liðinn.
Þinn sonur,
Víkingur Ívar.
Nú ert þú farinn elsku pabbi
minn, ég mun alltaf sakna þín. Þú
varst alltaf til staðar fyrir okkur
systkinin og varst kletturinn í
fjölskyldunni. Þetta er allt búið
að gerast svo hratt og við áttum
eftir að gera svo margt saman,
ég missti ekki bara besta pabba
sem hugsast getur, heldur líka
míns besta vinar. Ég veit að þú
munt fylgjast með okkur frá
himnum. Og ég mun halda áfram
að gera þig stoltan og passa upp
á mömmu, Rakel og Ívar.
Hvíl þú nú í friði elsku pabbi
minn, við munum hittast aftur
seinna hjá guði. Þinn sonur
Eiríkur Garðar.
Nú ertu farinn og söknuðurinn
er mikill.
Það er skrýtið fyrir okkur
systkinin að vera hér og minnast
þín. Ótrúlegar margar minningar
koma og ylja manni á stundu sem
enginn okkar bjóst við að yrði á
næstunni. Kannski vorum við
barnaleg að halda að það yrði
seint eða aldrei.
Einar, stóri bróðir okkar
strákanna og litli bróðir Imbu.
Minningar frá því að við bjugg-
um á Hraunteigi, handboltaleik-
irnir með uppvafða ullarsokka,
uppátæki þín og framkvæmda-
gleðin. Allt eru þetta minninga-
brot sem á þessari stundu hjálpa
okkur að takast á við þennan
mikla missi.
Einar fæddist rauðhærður
grallari, sem eflaust gerði for-
eldra sína áhyggjufulla enda átti
hann til að stinga af mjög ungur
svo merkja þurfti fötin með nafni
og heimilisfangi. Hjólaferð sem
endaði í höfninni var ein af þess-
um sögum sem hægt er að rifja
upp. Grallarasögurnar eru ótrú-
legar þar sem Einar sem fullorð-
inn maður var stakasta prúð-
menni, algjör reglumaður með
mikið jafnaðargeð enda hvers
manns hugljúfi.
Á sínum yngri árum spilaði
Einar handbolta með Ármanni.
Skemmtileg er sagan af því þeg-
ar hann var að keppa í Laug-
ardalshöll með meistaraflokki.
Skólabræður litla bróður hans
voru þarna og nokkrir þeirra
fóru að gera grín þegar þeir sáu
hann í liði Ármanns, þar sem
Einar var svo stór og mikill.
En þeir hlógu ekki lengi þegar
Einar sýndi getu sína á vellinum.
Þegar pabbi okkar dó árið
1983 kom það í Einars hlut að
reka fyrirtækið sem hefur ef-
laust verið erfitt, enda ungur að
árum. Okkur systkinunum eru
minnisstæð nokkur verkefni sem
Einar og Helgi Erlends æskuvin-
ur hans fóru í, t.d. spilasalurinn
við Stjörnubíó, Grensásvídeó,
Grandavideo, barinn Dillon,
málningarvinna í Noregi og ótal
sumarhús sem þeir byggðu. Ein-
ungis eru fá ár síðan Helgi dó en
þar missti Einar góðan vin.
Einar giftist Sigurveigu Ingi-
bergsdóttur og eignuðust þau
þrjú börn, Garðar, Víking og
Rakel, en fyrir átti Einar soninn
Hinrik. Barnabörnin eru átta og
var hann ákaflega stoltur af
hópnum sínum. Einar var ávallt
boðinn og búinn til að hlaupa
undir bagga með hópnum sínum
og var duglegur að leggja þeim
lið. Missir þeirra er mikill en
vonandi geta góðar minningar
verið veganesti í sorgarferlinu.
Bestu gæðastundirnar sem við
systkinin áttum saman á fullorð-
insárunum voru eflaust veiðiferð-
irnar sem við bræðurnir fórum í
síðastliðin tuttugu ár ásamt
Imbu systur og Bóa manni henn-
ar í Laxá og Brúará. Þar stóð
Einar keikur á bakkanum í Shell-
gallanum með stöngina. Hann
var ávallt tilbúinn í bílstjórahlut-
verkið, þar sem hann og Bakkus
náðu aldrei að kynnast. En það
kom sér mjög vel fyrir okkur
hina.
Blikksmiðjan hefur verið
fundarstaður okkar bræðra í 22
ár, þar sem málin voru rædd yfir
kaffibolla. Þar verður þín sárt
saknað.
Veikindi Einars bar bratt að
og honum gefnir örfáir mánuðir
sem urðu einungis að vikum.
Einar lést á heimili sínu í faðmi
fjölskyldunnar.
Líði þér sem allra best í sum-
arlandinu, elsku bróðir.
Kveðja,
Ingibjörg (Imba), Eyþór,
Ottó og Svavar.
Það eru ekki margir iðnaðar-
menn sem geta bókstaflega allt.
Einar Eiríksson var slíkur mað-
ur, sannkallaður alltmúlígmaður.
Við tókum því bara eins og sjálf-
sögðum hlut að Einar gæti og
kynni allt sem snýr að húsbygg-
ingum. Ef maður vildi vita eitt-
hvað um málningu, viðhald, ný-
smíði þá hringdi maður í Einar.
Hann var alltaf til í heimsókn,
spjall, tilbúinn í skák eða bridds,
kíkja eitthvað í kaffi, – og greið-
viknari mann en Einar hef ég
aldrei þekkt.
Þegar ég hugsa um spor-
Einar Eiríksson
Ástkær eiginkona, móðir, dóttir, systir
og tengdadóttir,
VALGERÐUR GUÐLAUGSDÓTTIR,
myndlistarmaður og kennari,
lést 27. apríl á Landspítala.
Útförin fer fram frá Kirkjuvogskirkju
í Höfnum þriðjudaginn 11. maí klukkan 14.
Helgi Hjaltalín Eyjólfsson Eyjólfur Orri Helgason
Erla Bil Bjarnardóttir
Ingibjörg Helgadóttir Eyjólfur Ingimundarson
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi,
GUÐLAUGUR BJÖRGVINSSON,
fyrrverandi forstjóri,
lést á Landspítalanum í Fossvogi
þriðjudaginn 4. maí.
Útför verður auglýst síðar.
Ásta Margrét Guðlaugsdóttir Einar Ingi Ágústsson
Hildigunnur Sigrún Guðlaugsdóttir
Þórunn Björk Guðlaugsdóttir
Erna Guðlaugsdóttir Guðmundur Gunnarsson
og barnabörn