Morgunblaðið - 10.05.2021, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 10.05.2021, Qupperneq 19
MINNINGAR 19 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. MAÍ 2021 ✝ Pétur Jónsson fæddist á Stökk- um á Rauðasandi 13. nóvember 1937. Hann lést á dvalar- heimilinu Sóltúni 25. apríl 2021. Foreldrar hans voru Jón Pétursson, f. 31. jan. 1897, d. 21. júní 1943 og Halldóra Sigríður Ólafsdóttir, f. 10. apríl 1908, d. 20. des. 1998. Systir Péturs er Guðrún Jónsdóttir, f. 18. des. 1936. Pétur giftist Sveinbjörgu Pét- ursdóttur, f. 15. júní 1937, á jóla- dag 1959 og eiga þau fimm syni, 11 barnabörn og fimm barna- barnabörn: 1) Jón Pétursson, f. 6. júní 1959, fyrrv. eiginkona María Ell- en Guðmundsdóttir Kreye, f. 15. júlí 1962, d. 20. des. 2018. Þau skildu. Börn þeirra: Arnar Snorri Kreye Jónsson, f. 4. júlí 1981 og Sandra Dögg Jónsdóttir, f. 2. júní 1986, dóttir hennar Emilíana Unnur Aronsdóttir, f. 1. mars 2004. Núverandi sambýliskona Ingunn Jónmundsdóttir, f. 29. maí 1963, börn þeirra Lára Sif Jónsdóttir, f. 3. maí 1996 og Írena Sóley Jónsdóttir, f. 27. Nadine Guðrún Thorlacius, f. 7. feb. 1975. Börn þeirra eru Einar Logi Th. Þorleifsson, f. 14. okt. 2000 og Esther Ósk Th. Þorleifs- dóttir, f. 26. apríl 2005. 5) Guðjón Pétursson, f. 2. des. 1978, sambýliskona Hulda Katrín Stefánsdóttir, f. 15. ágúst 1979. Börn þeirra: Helga Margrét Guð- jónsdóttir, f. 20. nóv. 2016 og Anna Vigdís Guðjónsdóttir, f. 12. júní 2018. Pétur flutti til Reykjavíkur 15 ára gamall til að vinna á prjóna- stofu Ólafs móðurbróður síns. Starfið á prjónastofunni átti ekki við hann og fór hann þá að vinna hjá Rafgeymaþjónustunni Pólar og seinna á Smurstöðinni Klöpp. Hann vann eitt sumar hjá RARIK við línulagnir í Kjós. Hann lærði bifvélavirkjun hjá Strætisvögnum Reykjavíkur þar sem hann starf- aði í rúmlega 50 ár, uns hann fór á eftirlaun árið 2007. Pétur var þúsundþjalasmiður og eftir hann liggja fjölmörg tæki og haganlega smíðaðir gripir. Pétur og Lára dönsuðu sam- kvæmisdansa voru meðlimir í Dansklúbbi Heiðars Ástvalds- sonar og hjónaklúbbunum Kátu fólki og Laufinu. Útförin fer fram frá Graf- arvogskirkju 10. maí 2021 klukk- an 13 og verður streymt á slóð- inni: https://sonic.is/petur. Streymishlekk má finna á: https://www.mbl.is/andlat. sept. 2001. Fyrir átti Ingunn dótt- urina Margréti Kristjánsdóttur. 2) Pétur Pét- ursson, f. 9. júlí 1963, fyrrv. eig- inkona Guðrún Hild- ur Ingvarsdóttir, f. 14. júlí 1967, sonur þeirra Andri Davíð Pétursson, f. 11. okt. 1988, eiginkona hans er Anna Margrét Gunn- laugsdóttir, f. 9. jan. 1991, börn þeirra Hjördís Antonía Andra- dóttir, f. 2. okt. 2012 og Magda- lena Ísold Andradóttir, f. 28. maí 2014. Börn Péturs og Friðvarar Harðardóttur, f. 17. nóv. 1965: Inga Lára Pétursdóttir, f. 2. ágúst 1996 og á hún synina Benjamín Pétur Inguson, f. 17. nóv. 2013 og Hjörvar Trausta Sigurjónsson, f. 19. ágúst 2016. Yngstur er síðan Sigurður Ágúst Pétursson, f. 7. júní 2001. Núverandi eiginkona Ásdís Emilía Björgvinsdóttir, f. 10. ágúst 1960. Fyrir átti Ásdís soninn Snorra Örn Kristinsson og dótturina Guðrúnu Eddu Kjart- ansdóttur. 3) Sigurður Pétursson, f. 12. mars 1966. 4) Þorleifur Einar Pétursson, f. 17. nóv. 1972, fyrrv. eiginkona Ferðin yfir móðuna miklu. Ég lagði mig lúinn að kvöldi dags á ljúfasta koddanum mínum. En vissi þó varla að lífsins baks nú veifaði fánanum sínum. Ég svaf um kvöld en kvaddi um nótt því kyrrðin var eitthvað svo fögur. Ég sveif bara í burtu svo hratt og fljótt og blessaði lífs míns sögur. Ferðin var hafin svo björt og hrein um heiðið ég leitaði fanga. Ég vildi víst finna ættar grein með vinum ég helst vildi ganga. Ég þeysti um heiminn sem leiftrandi ljós sem lýsti upp ævina mína. Ég horfði til baka, gaf sjálfum mér hrós og huggaði sálina mína. En nú var ég lentur á ljóssins braut og leið um í eilífðargeimi. Gat lýst ykkur öllum um láð eða laut sem lifið í jarðneskum heimi. Ég horfi til baka, ég hefði átt að sópa, hreingera margt ofurlítið. Yfir móðuna miklu ég næ þó að hrópa mér líkaði brasið og stritið. Ef þú um kvöld á stjörnurnar starir þá skærasta ljósið þig fangar. Það lýsir þér leiðina hvert sem þú farir og líf þitt af fögnuði angar. Þegar liggur þú lúinn og vantar þrótt og leiði er í huganum inni. Ef stjarna þig blikkar um niðdimma nótt þá náð hef ég athygli þinni. (Gylfi Björgvinsson) Elsku Pétur minn, þú varst mín fyrsta og eina ást. Þakka þér inni- lega fyrir allt sem við gerðum saman í lífinu. Við stóðum saman í blíðu og stríðu og fyrir það verð ég ævinlega þakklát. Farðu í friði, friður Guðs þig blessi. Megir þú lifa í ljósinu og kærleikur Guðs umvefja þig. Þín Lára. Uppáhaldsbarnið í fjölskyld- unni á oft mörg nöfn. Pabbi, Afi Pétur, Allir, Sá Gamli, „Kallinn hennar mömmu“ og Afi Sóló eru nokkur dæmi um óborganlegu gælunöfnin hans pabba. Öll eiga þau sína sögu, venjulega mjög spaugilega. Nafnið Allir kom til dæmis út af því að hann var forn í mat og mamma sagði alltaf að það yrði að vera eitthvað í matinn sem allir gætu borðað. Við bræðurnir fundum fljótt út að þarna væri átt við pabba, þannig að hann fékk nafnið Allir. Afi Sóló varð til þegar við vorum á ferðalagi á Rauða- sandi og hann rölti einhvers stað- ar annars staðar en við hin að leita að skeljum eða öðru sem sjórinn skilaði. Svo hljómar Afi Sóló bara svo vel. Það hefur oft verið sagt um okkur fjölskylduna í Mosgerði að „mamma ætti sex syni og pabbi væri elstur af okkur bræðrunum“. Þetta átti vel við. Pabbi lét ekki sitt eftir liggja í gauragangnum og matarboð með allri fjölskyldunni gátu verið mjög skrautleg og mik- ið hlegið. Enginn afsláttur gefinn af pabbabröndurum og vísum. Við strákarnir ranghvolfdum augun- um ekki of langt samt. Pabbi var oftast miðpunktur athyglinnar (eða öllu heldur aðalskotmarkið). Það kom ekki að sök, því hann svaraði alltaf fyrir sig, og það mjög vel, þótt svarið hafi ekki endilega komið strax. En þegar það kom, þá var það minnisstætt. Pabbi brallaði eitt og annað í skúrnum. Þegar ég var yngri er mér minnisstætt þegar hann tálg- aði tréspaða úr spýtukubb og sýndi mér hvernig hann snerist þegar blásið var á hann. Spaðinn var síð- an festur á dýnamó úr reiðhjóli, fékk stél, ljósaperu á toppinn og var festur á langt rör ofan á snúr- ustaurana í Mosgerði. Þarna var komin þessi fína vindrafstöð sem blasti við skólastofunni minni og mér og skólafélögum mínum þótti mjög merkilegt að sjá ljós loga á ljósaperunni þegar vindurinn blés. Pabbi elskaði að ferðast og það dugði ekkert minna en að smíða sjálfur sinn eigin ferðabíl sem þau mamma ferðuðust á um allt land. Stefnan var tekin í sólarátt hverju sinni. Það var okkur mikill léttir þegar GSM-samband varð þétt- ara og okkur tókst að láta foreldra okkar nota GSM-síma. Þá gátum við allavega vitað á hvaða lands- hluta foreldrar okkar voru niður- komin. Sólin var síðan elt til Kan- arí ár hvert og jafnvel eitthvað annað ef tækifæri bauðst. Það voru forréttindi að eiga hann sem pabba, en enn meiri for- réttindi að fylgjast með honum með afa- og langafabörnunum. Þar fékk grallaraskapurinn að njóta sín. Dætur mínar nutu þess að fá að vera prinsessurnar hans afa. Þær sáu ekki sólina fyrir honum og það var gagnkvæmt. Þær fengu virki- lega að njóta mjúku hliðarinnar og það var dásamlegt að fylgjast með þeim læra á lífið með afa. Við er- um þakklát fyrir ferðalagið til Vestmannaeyja síðasta sumar. Helga og Anna vildu fara strax aftur. Nú eru sálufélagarnir Sambó kisi og pabbi loksins sameinaðir í sumarlandinu, búnir að finna sér laut eða sófa til að leggja sig. Við brosum að minningunum um góðan mann og horfum upp í stjörnuhimininn að leita að björt- ustu stjörnunni. Takk fyrir allt, elsku pabbi. Góða ferð. Blessuð sé minning þín. Guðjón Pétursson. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) Í dag kveð ég merka fyrirmynd í lífi mínu, föður og vin sem ég gat alltaf leitað til þegar á þurfti að halda. Mig langar að heiðra minn- ingu hans með nokkrum línum. Ég naut góðs af því hversu hjálpsamur pabbi var og hann var alltaf tilbúinn að aðstoða þegar ég þurfti á því að halda. Ég man alltaf eftir því þegar ég vildi fara að læra að fljúga. Pabba og mömmu fannst það kannski ekki frábær hugmynd í byrjun en að lokum sáu þau að ég myndi ekki gefa þennan draum minn eftir. Ferðin í bank- ann á vordögum árið 1989 er mér einstaklega minnisstæð þar sem pabbi þurfti að smjaðra fyrir bankastjóranum og gráta út víxil svo ég gæti staðgreitt einka- flugnámið og þannig fengið um- talsverðan staðgreiðsluafslátt. Það voru peningar sem mig mun- aði svo sannarlega um á sínum tíma. Víxilinn myndi ég svo greiða um haustið eftir að hafa fengið greitt fyrir sumarvinnuna, sem ég og gerði. Næst fórum við saman í flugskólann og pabbi sannfærði skólastjórann um að taka við víxl- inum sem hluta af greiðslu. Ein saga af pabba er fræg í fjöl- skyldunni og reyndar víðar. Þann- ig var að pabbi hafði ákaflega gaman af því að veiða og dag einn þegar ég var 5 ára fékk ég að fara með honum og tveimur vinnu- félögum í veiðiferð þar sem við fórum á bát út á Meðalfellsvatn. Eitthvað var nú veiðin dræm framan af og ekki bröndu að hafa. Eftir langa stund veiddi pabbi lít- inn titt sem mér smápollanum fannst vera risastór. Örstuttu síð- ar veiddi hann annan titt og svo einn til. Mér fannst mikið til koma um veiðihæfileika hans á þessari stundu og sagði hátt og skýrt: „Þú ert kannski ekkert sérstaklega góður pabbi en þú ert alveg æð- islegur veiðimaður.“ Veiðifélagar okkar hlógu svo mikið að þeir hvolfdu næstum því bátnum og aumingja pabbi var minntur á þetta reglulega í gegnum tíðina. Það er hins vegar til marks um hversu mikinn húmor hann hafði fyrir sjálfum sér að hann gantað- ist oft með þessa sögu sjálfur og sá húmorinn í þessari barnslegu ein- lægni. Elsku pabbi. Líklega hefur mér fundist þú fullstrangur við mig á þessum tíma en sannleikurinn er sá að þú varst mér ákaflega góður faðir sem kenndi mér margt. Eitt af því sem ég lærði af þér var að njóta hvers augnabliks, að lifa í núinu eins og kallað er í dag. Ég hef grun um að frá þér hafi ég erft ferðaþorstann og þörf mína til að kanna ókunn lönd. Þú hefur komið fimm sonum til manns. Ég veit að það var ekki alltaf dans á rósum né auðvelt. Ég veit að þú þurftir að hafa mikið fyrir því og vinna mikið til að það tækist að fæða okkur og klæða. Börnum mínum varstu einstak- lega góður og þau eiga fallegar minningar um skemmtilegan, uppátækjasaman, fyndinn og góð- an afa. Ég vil að þú vitir að ég er þér einstaklega þakklátur fyrir allt það sem þú hefur lagt á þig í gegnum tíðina fyrir okkur og ég mun ávallt geyma fallega minn- ingu um þig í hjarta mínu. Þinn sonur, Þorleifur Einar. Í dag kveðjum við föður minn Pétur Jónsson frá Stökkkum á Rauðasandi. Pabbi var glettinn og grallari af guðs náð. Hann sagðist vera „alt muligt man“ Það var ekkert „mehe“ í kringum hann. Ég fékk að vera samferða pabba mínum í næstum 62 ár. Því- líkt ferðalag, þvílík forréttindi. Eftir standa góðar og skemmti- legar minningar. Þú varst hreinn og beinn og lást ekki á þínum skoðunum. Ekki máttirðu sjá bíl úti í vegarkanti án þess að kanna hvort ekki væri allt í lagi. Þú gerð- ir við allt og ef það gekk ekki upp þá smíðaðirðu nýtt. Allar vélarnar sem þú smíðaðir til þess að létta þér störfin og auka gæði þess sem þú smíðaðir. Beygjuvélar, slípivélar og skurðar- vélar. Þú sagðir mér eitt sinn að tíma þínum væri illa varið í að hrista spraybrúsa. Þess vegna bjóstu til hristivél. Allt þetta varð til í bílskúrnum sem seinni árin var kallaður „geymslusvæði gersema“. Lykill að góðu hjónabandi er að eiga góðan bílskúr. „Þar er alltaf logn þó að hvessi inni.“ Árlegu ferðalögin á Rauðasand, steinbítsátið og gönguferðirnar niður í ós og selirnir. Þvílíkir dag- ar. Tenging pabba við æskustöðv- arnar var órjúfanleg. Hálendisferðir á „Gipsynum“ með góðum vinum. Grillsteikur eldaðar undir byggingarplasti í grenjandi rigningu. Hver á að sjá um fimmaurana? Eitt af því sem stendur upp úr er þín létta lund og óborganlegi húm- or. Skemmtisögur og glettnar vís- ur komu á færibandi. Margar þeirra gætu stuðað viðkvæmar sál- ir. Við hættum ekki á það hér, en þú hefðir látið vaða. Þú varst sjálfs- öruggur og hafðir sterka sjálfs- mynd. Þú varst mikill vinur vina þinna en erfiður andstæðingur. Húmorinn sem þú hafðir fyrir sjálfum þér. Ef eitthvað fór ekki alveg eins og það átti að fara varstu ekki að fela það neitt. Þú leyfðir okkur hinum að að njóta og hlæja með. Þú varst góður kokkur og mikill grillari og smíðaðir þín grill sjálf- ur. Þú hafðir þinn sérstaka og ein- falda stíl við matargerðina. Kryddaðir eingöngu með „krep- pukryddi“ sem almenningur kall- ar salt og pipar. „Þetta hefur virk- að til þessa, hinir geta kryddað með hinu.“ Það var ekkert „kní- verí“ með kandísinn. Nú ertu kominn í sumarlandið og örugglega búinn að finna þér fallega og skjólsæla berjalaut þar sem þú getur legið í sólbaði. Ég trúi því að í sumarlandinu sé einn- ig að finna ísilögð vötn þar sem þú getur sýnt listir á skautum og þeyst um á þínum heimasmíðuðu vélsleðum. Þú varst ekkert venjulegur. Þú þorðir að vera þú sjálfur. Þess vegna ertu svo eftirminnilegur. Þess vegna er þín svo sárt saknað. Nú ertu laus frá þínum erfiðu veikindum. Þú kvartaðir aldrei en barðist til enda. Þú elskaðir lífið. Ég þakka þér pabbi fyrir ör- yggið sem þú veittir. Alla um- hyggjuna sem þú veittir stóra hópnum þínum. Öll góðu ráðin og að vera alltaf til staðar. Þakka þér fyrir að vera fyrirmynd sem ég var geysilega stoltur af. Að vera sonur þinn eru forréttindi. Ein- hverjir kunna að spyrja: Er svona maður til? Ég bara veit það ekki, en hann var til. Þetta var pabbi minn. Elsku pabbi minn, blessuð sé minning þín. Takk fyrir allt. Meira á: www.mbl.is/andlat Jón Pétursson. Góður vinur og vinnufélagi til fimmtíu ára er lagður til hinstu hvílu í dag. Pétur var einstakur persónu- leiki. Hann var orðheppinn með afbrigðum, fyndinn og meinstríð- inn. Hann var lærður bifvélavirki og hafði þá sérgáfu að geta fundið út úr öllum hlutum og lagað þá. Pét- ur var einnig uppfinningamaður. Hann var þúsundþjalasmiður sem margir nutu góðs af. Fyrir utan vinnuna á verkstæð- inu hjá Strætó var bílskúrinn hans „Mekka“. Þar gerðust hlutirnir og kenndi þar ýmissa grasa. Þar smíðaði hann ýmsa hluti, svo sem ljósakrónur, beislisstangir, klórur og margt fleira. Hann sameinaði einn bíl úr tveimur. Mixari og möndlari eins og hann sagði svo oft. Bjó til tól og tæki til að auð- velda sér vinnuna. Í öllu dótinu og draslinu vissi hann alltaf hvar allir hlutir væru. Þau hjónin voru mjög samrýnd og ferðuðust mikið, bæði utan- lands og innan. Hann breytti sendiferðabíl í húsbíl af einskær- um hagleik og smekkvísi. Lára og Pétur fóru árum saman til Kan- aríeyja, og bjuggu alltaf á sama hótelinu, Lena Mar. Hann var mikill kattavinur og þarna hændust að honum kettir sem komu alltaf til hans ár eftir ár er hann kallaði til þeirra. Þar fóðr- aði hann þá í skjóli nætur. Pétur hafði mjög gaman af dansi. Hann stundaði dans og dansnámskeið í Danshöllinni og var virkur félagi í Laufinu og Kátu fólki. Það er mikil eftirsjá að þess- um kæra félaga sem kom öllum í gott skap með nærveru sinni og kátínu. Lára mín og fjölskylda. Okkar innilegustu samúðarkveðjur til allra. Reynir og Eygló. Pétur Jónsson HINSTA KVEÐJA Dýrmætar minningar Hver upplifun er augnablik sem okkur ber að geyma er inn í birtu blíð og kvik burtu árin streyma. Og áfram lífsins ljúfi þeyr fær ljósinu að bifa því alltaf þegar einhver deyr fá augnablik að lifa. Án ljósanna sem loga hér er lífið fullt af harmi og minning meiri auður er en andartaksins bjarmi. (Kristján Hreinsson) Góður Guð geymi minn- inguna um góðan mann. Farðu í friði og takk fyrir allt og allt. Pétur, Ásdís og börn. og ekki síst fyrir tímann, þegar hann og Klara opnuðu heimili sitt fyrir mig þar sem ég dvaldi síðan í upp undir eitt ár og fæddi næst- um því mitt fyrsta barn í fangið á þeim. Aldrei bar skugga á sam- verustundir okkar og alltaf var jafn ljúft að koma heim að lokn- um vinnudegi og aldrei fórum við frá matarborðinu öðruvísi en að Palli gæfi okkur eina góða frá- sögn og hef ég í gegnum tíðina oft vitnað í einhverja góða frá hon- um. Ég gæti talið upp svo mörg skemmtileg atvik, söngur, gleði og hlátrasköll og manstu þeg- ar … og árin liðu, ég flutti á Sel- foss með mína fjölskyldu og sam- verstundunum fækkaði, en vináttu- og væntumþykjutaugin slitnaði aldrei. Minningarnar geymi ég í sjóði sem perlur til að orna mér við um ókomin ár, en í staðinn vil ég núna að leiðarlokum þakka þér, Palli minn, fyrir tryggð þína og vin- áttu, það er eftirsjá að þér en ég trúi því að þú verðir á hlaðvarp- anum þegar minn tími kemur, góða ferð heim vinur og megi góður Guð vera með þér um alla eilífð. Elsku Klara mín, þinn missir er mikill, Valli minn, Gulli minn og Sólrún mín Lilja og fjölskyld- ur ykkar, það er mikil eftirsjá hjá ykkur, Guð veri með ykkur öllum. Svo, vinur kæri, vertu sæll, nú vegir skilja að sinni. Þín gæta máttug verndarvöld á vegferð nýrri þinni. Með heitu, bljúgu þeli þér ég þakka kynninguna, um göfugan og góðan dreng ég geymi minninguna. (Höf. ókunnur) Sigríður J. Guðmunds- dóttir (Sirrý). göngu okkar Einars sé ég hversu fátækleg kveðja þetta er til þessa yndislega vinar míns. Margt hefði ég viljað segja hon- um í erli hversdagslífsins; til dæmis hvað hann var okkur kær og hvað okkur þótti gaman að vera í návist hans – en maður lét aldrei verða af því, kannski af því það lá svo í augum uppi eða af því maður vildi ekki vera væminn. Einar var vinur okkar Gunn- hildar konu minnar til 40 ára. Hann fylgdist með börnunum okkar frá því þau tóku sín fyrstu skref sem og við með börnum hans og Veigu. Við fluttum bú- ferlum saman til Noregs og til baka. Máluðum þúsundir fer- metra saman í Osló, dúklögðum og veggfóðruðum hálfan ef ekki allan ríkisspítalann þar. Já, og við spiluðum handbolta með Ros handboltaliðinu sem aldrei vann leik sem var frábær reynsla. Svo voru það briddskvöldin. Og um- hyggjan fyrir Gunnhildi meðan hún gekk með Helenu og Einar var að skipta um þak á húsinu okkar. Það er svo margt sem maður vildi þakka fyrir en gerir aldrei nóg í dansi hversdagslífs- ins. Eitt og eitt „takk Einar minn“ nær alltof stutt á áratuga ferðalagi eins og okkar Einars. Og svo er það skyndilega orðið of seint, enda bar andlát Einars svo brátt að að stóra samtalið náðist ekki í tíma. Ég náði að kveðja Einar nótt- ina sem hann dó í faðmi fjöl- skyldunnar. Allt sem ég hvíslaði að honum þá kom djúpt úr sál- inni og ég vona að hann hafi heyrt hvert einasta orð. Það sem ég náði ekki að segja ætla ég að segja honum næst þegar við hitt- umst. Þá verð ég líka betur undirbúinn. Við Gunnhildur færum Veigu, Garðari, Ívari, Rakel rúsínu, Hinriki og systkinum Einars innilegar samúðarkveðjur. Heimurinn var svo sannarlega betri og ríkari með Einar í hon- um. Takk Einar minn fyrir sam- fylgdina. Jón Ármann Steinsson og Gunnhildur Hreinsdóttir. - Fleiri minningargreinar um Pétur Jónsson bíða birt- ingar og munu birtast í blað- inu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.