Morgunblaðið - 10.05.2021, Síða 21

Morgunblaðið - 10.05.2021, Síða 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. MAÍ 2021 ✝ Ágústa Tóm- asdóttir fæddist í Ólafsvík 15. mars 1956. Hún lést á blóð- og krabba- meinslækn- ingadeild Landspít- alans við Hringbraut í Reykjavík 27. apríl 2021. Foreldrar Ágústu voru Tómas Þórhallur Guðmundsson, raf- virkjameistari í Ólafsvík, f. 9.6. 1926, d. 21.1. 2004, og Halldóra Óskarsdóttir húsfreyja, búsett á sama stað, f. 17.7. 1931, d. 24.2. 2008. Tómas fæddist á Bergs- stöðum í Vestmannaeyjum en Halldóra í Hábæ í Þykkvabæ í Rangárvallasýslu. Systkini Ágústu eru Unn- steinn, f. 29.1. 1950, Guðmundur, f. 5.3. 1953, Elín, f. 5.3. 1953, d. 3.6. 1991, Óskar, f. 26.12. 1957, Jökull, f. 3.3. 1961, d. 6.11. 1965, Sesselja, f. 16.1. 1963, Þórhildur, f. 18.2. 1965, Steinunn, f. 8.9. 1967, Goði, f. 8.4. 1970, og Njörð- ur, f. 8.4. 1970. Árið 1979 kynntist Ágústa Ágústa ólst upp í foreldra- húsum, Hjarðartúni 12 í Ólafsvík en húsið var nefnt Arnarhóll. Hún stundaði nám við Sjönu- skóla, grunnskólann í Ólafsvík og við Hlíðardalsskóla. Á ár- unum 1973-76 fór hún sem au pair til Syracuse í Bandaríkj- unum og stundaði síðan ljós- myndanám við háskólann í Syracuse. Hún lauk stúdents- prófi frá Menntaskólanum við Sund árið 1983. Ágústa tók sér ýmislegt fyrir hendur; kynntist síldarævintýr- inu og starfaði sem kokkur á sjó á Sigurvin SH 243. Hún starfaði hjá Landsbankanum í Austur- stræti um fimm ára skeið og síð- an hjá ferðaskrifstofu Flugleiða. Ágústa starfaði m.a. við aflestur á hitaveitumælum hjá OR og eft- ir að börnin flugu úr hreiðrinu starfaði hún við verðlagskann- anir hjá Hagstofu Íslands. Ágústa og Tryggvi bjuggu all- an sinn búskap í Reykjavík, lengst af í Hjálmholti, en einnig bjuggu þau á Háaleitisbraut og í Nóatúni. Síðustu æviár sín bjó Ágústa í Mánatúni. Útför Ágústu fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 10. maí 2021, og hefst athöfnin klukkan 15. Útförinni verður streymt á eftirfarandi vefslóð: https://youtu.be/yS_u7iQ1E1A Streymishlekk má nálgast á: https://www.mbl.is/andlat eiginmanni sínum, Tryggva Karli Ei- ríkssyni, f. 10.10. 1948, d. 28.3. 2012, og gengu þau í hjónaband 19.6. 1982. Tryggvi fæddist á Votumýri í Skeiða- og Gnúp- verjahreppi og voru foreldrar hans Ei- ríkur Guðnason, organisti, húsa- smíðameistari og bóndi á Votu- mýri, f. 14.12. 1915, d. 15.6. 2002, og Elín Eiríksdóttir, húsfreyja á sama stað, f. 29.10. 1917, d. 6.9. 1995. Eiríkur fæddist á Miðbýli, Skeiðahreppi, en Elín á Löngu- mýri, í sama hreppi. Systkini Tryggva eru Hallbera, f. 12.6. 1947, og Guðni, tvíburabróðir hans, f. 10.10. 1948. Börn Tryggva og Ágústu eru: 1) Erla Berglind, f. 2.4. 1985, maki Þórður Ófeigsson, f. 8.2. 1981, dætur þeirra eru: a) Jónína Margrét, f. 11.2. 2006, b) Stein- unn Ágústa, f. 5.10. 2009, c) Þór- dís Erla, f. 12.10. 2011. 2) Ragn- hildur Ýr, f. 13.7. 1986. 3) Ástþór Hugi, f. 3.7. 1987. Við fórum oft á bókasafnið í Kringlunni. Þú varst algjör lestr- arhestur og last fyrir mig þegar ég gisti hjá þér. Þú sast einnig oft við borðið heima hjá þér og leystir Sudoku og krossgátur. Ég sat stundum hjá þér, fylgdist spennt með og lærði ný orð í leiðinni. Í þau ófáu skipti sem ég gisti hjá þér vaknaði ég snemma á morgnana og gat ekki sofnað aft- ur. Þà skoðaði ég oft bókina sem við höfðum lesið saman kvöldið áð- ur. Síðan þegar ég ætlaði að fara fram úr þá sagðir þú mér alltaf að vera aðeins lengur upp í með þér og reyna að sofna aftur, en ég gat ekki sofnað og kúrði þá í fanginu þínu. Þú svafst alltaf lengi út á daginn en á meðan þú svafst gerði ég morgunmat handa okkur, steikt egg, beikon og kakómalt. Árið 2018, þegar ég var 12 ára, bauðstu mér með þér til Tenerife. Við gistum á mjög flottu hóteli þar sem var mjög góður matur og flott sundlaug. Þú varst mikið í sólbaði á meðan ég var í sundlauginni. Aumingja þú fékkst stórt bruna- sár á bakið og baðst mig um að- stoð að bera Aloe Vera á það. Þú elskaðir að vera brún og sjá sund- bolafarið á líkama þínum, enda varstu mikið úti í sólbaði. Ég man þegar við vorum á ströndinni sam- an, hvernig þú dáðist að því þegar ég gerði fimleikastökk. Við feng- um okkur ís og þú fékkst þér alltaf myntuís, en það var uppáhalds ís- inn þinn. Við fórum í keppni í pílu- kasti á hótelinu með fólki á þínum aldri. Ég vann keppnina og ég man hve hissa og stolt þú varst. Við áttum góðar stundir saman og ég er svo þakklát fyrir að hafa fengið að fara í svona skemmtilega ferð með þér. Í febrúar bauðstu okkur fjöl- skyldunni í mat. Eftir matinn fór- um við tvær saman inn í herbergi þar sem þú treystir mér fyrir leyndarmáli sem þú hefur ekki sagt neinum öðrum frá. Mér þótti mjög vænt um það að þú skyldir treysta mér fyrir þessu og fannst við verða mun nánari fyrir vikið. Þú varst indælasta manneskja sem ég hef kynnst og varst sterk og yndisleg kona. Þú fannst alltaf eitthvað jákvætt við allt og það er eitt af mörgu sem mér fannst mik- ilvægt við þig. Þú áttir svo marga vini að í hvert skipti sem við fórum eitthvert saman þá hittir þú alltaf einhvern vin þinn. Þú varst alltaf með bros á vör og sýndir kærleika. Þú varst líka mjög djörf, t.d. fyrir nokkrum árum vorum við í búðinni saman og þú drakkst úr kókflösku áður en þú borgaðir fyrir hana. Þú varst mín uppáhaldsamma því þú kenndir mér nýja hluti, hugsaðir vel um mig og leyfðir mér að elda með þér. Fyrir sirka fimm árum síðan horfðum við saman á myndina „Sagan af Pí“ og þegar ég heim- sótti þig á spítalann varstu að lesa bókina. Ég sagði þér frá því að við hefðum horft saman à myndina, þú brostir og sagðist muna aðeins eftir því. Þú barst þig vel og spjall- aðir lengi við mig þrátt fyrir að þú værir orðin svona veik. Það er svo skrítið að þú sért farin og ég mun aldrei gleyma þér. Takk fyrir að hafa gert lífið skemmtilegra. Ég vona að þú haf- ir það gott á nýja staðnum, með afa. Þín, Jónína Margrét. Ég kynntist Ágústu þegar Berglind bauð mér heim til sín í Hjálmholtið. Ágústa og Tryggvi voru einstaklega gestrisin hjón, svo gestrisin að innan tíðar var ég fluttur inn og bjó hjá þeim í tæpt ár. Ágústa var alltaf svo ljúf manneskja sem gott var að spjalla við, enda var það augljóst af öllum gestaganginum á heimili þeirra Tryggva að þau voru eftirsóttur félagsskapur. Ágústa var frábær kokkur og einnig handlagin við sauma- og prjónaskap, þar sem hún útbjó m.a. föt á barnabörnin og leiktjald sem passaði á borð- stofuborðið okkar. Ágústa hafði unun af því að ferðast og oft á tíðum sátu hún og Tryggvi fram eftir kvöldi og skipulögðu möguleg ferðalög í þaula. Ég fékk að kynnast þessari skipulagni af eigin raun þegar Ágústa og Tryggvi heimsóttu okk- ur til Danmerkur árið 2007 og tóku okkur með sér í ferðalag um Danmörku og Svíþjóð. Þarna var búið að skipuleggja ferðir um alls- konar króka og kima Danmerkur og Svíþjóðar, gist m.a. á dönsku sveitabýli og sænskri hyttu. Ágústa hafði einstakt lag á að finna falda gullmola í litlum bæj- um, eins og t.d. minnsta barinn í gervallri Danmörku. Einnig varð hún ávallt að prófa að kíkja í bak- aríið í hverju þorpi. Í seinni tíð, eftir fráfall Tryggva, hélt Ágústa áfram að ferðast og bauð eitt skiptið elsta barnabarni sínu, henni Jónínu, með sér til Te- nerife. Þessi ferð skilur eftir sig frábærar minningar hjá dóttur okkar um ömmu sína. Ágústa var mikil amma í sér og var ávallt í uppáhaldi hjá barna- börnum sínum þremur. Þegar krakkarnir gistu hjá henni var ýmislegt brallað saman, bæði í formi föndurs, baksturs og fleira. Þetta var dýrmæt samvera sem börnin eiga án efa eftir rifja upp þegar þær hugsa til ömmu sinnar. Elsku Ágústa takk fyrir sam- fylgdina og yndislegu samveru- stundirnar. Þinn tengdasonur, Þórður. „Hjartanlega velkomin“ stóð í skilaboðum sem ég fékk frá Ágústu systur þegar ég sendi henni fyrirspurn, kaldan morgun í apríl, hvort ég mætti heimsækja hana eftir vinnu upp á Borgarspít- ala. Hún mátti aðeins taka á móti einum gesti á dag og fleiri búnir að melda sig. Ágústa leysti þetta að einskærri snilld! „Hittu mig niðri á kaffistofu, ég kem niður.“ Þann- ig gat hún tekið á móti fleiri gest- um, sannarlega úrræðagóð. Síðan spjölluðum við í 2 klst. um heima og geima. Hún fylgdist vel með börnunum mínum og hvernig þeim gengi í lífinu. Ég sagði henni að ég væri að stefna á Tenerife í sumar, þá lifnaði hún við, varð mjög spennt og sagði mér allt um Tenerife, eyju hins eilífa vors. Hún var mjög fróð um eyjuna en Ágústa elskaði að ferðast, keypti sér ferðabækur, las þær spjald- anna á milli og var óspör á að lána mér þær. Á meðan Tryggvi eiginmaður hennar var á lífi ferðuðust þau víða og er ógleymanlegt þegar þau dvöldu eitt haust í París. Hann var í skiptivinnu gegnum Hagstofuna og hún að lesa undir jólaprófin í Lúxemborgargarðinum, þar leið þeim sannarlega vel. Ágústa var mikill sælkeri, elsk- aði góða mat og var frábær kokk- ur. Síðustu ár ferðaðist hún mikið ein og naut hverrar ferðar til hins ýtrasta. Við töluðum mikið saman í síma og eitt skiptið var ég stödd á Tenerife, mér leiddist mikið og hringdi í Ágústu, hún var alveg hissa og sagði að sér „leiddist aldr- ei“. Ég hafði brunnið á bakinu og leiddist að borða ein en Ágúst hafði svar við því og sagði mér að vera alltaf með bók við höndina, þá myndi mér ekki leiðast að borða ein. Síðan kenndi hún mér að skanna sundlaugargestina, þykjast vera að lesa en horfa vel í kringum mig og finna einhvern sem gæti borið á bakið á mér og einnig hvaða fólki væri gaman að kynnast og jafnvel fara með út að borða. Hún var óhrædd og aldrei hvarflaði að henni að vera feimin. Í huganum rifjast upp Tomasy criminal-útilega frá Arnarstapa, við Ágústa vorum samferða, hún var lærbrotin í gifsi og leigði sér herbergi en við hin vorum á tjald- svæðinu. Við vorum fyrstar á vett- vang, tókum frá tjaldsvæði, góðan stað þar sem stutt væri í klósett og uppvask, allt útpælt. Síðan bauð hún mér í G&T á meðan við biðum eftir hinum og þá var mikið spjall- að og hlegið dátt. Elsku Ágústa mín, það er skrít- in tilfinning að geta ekki kíkt í kaffi til þín í fallegu íbúðina þína, boðið þér í kjötsúpu, farið mér þér á kaffihús eða listasafn og spjallað um heima og geima. Ennþá sárara er að þurfa að kveðja þig á besta aldri og fá ekki hlýtt faðmlag og fallegan hlátur. Ég þakka þér fyr- ir öll þau góðu ár sem þú hefur verið stóra systir mín og stutt mig og styrkt í gegnum súrt og sætt. En þegar ég hugsa til þess að nú ert þú komin til hans Tryggva þíns, sem þú elskaðir ofurheitt, hlýnar mér um hjartarætur og veit að þú þarft ekki að þjást leng- ur. Elsku Berglind, Ragnhildur, Ástþór og fjölskylda, sendi ykkur styrk á þessum erfiðu tímum, guð blessi ykkur og verndi. Kærleiksveðja, þín systir Sesselja. Í dag kveðjum við elsku Ágústu okkar með miklum söknuði og trega. Ég vil þakka elsku bestu systir minni fyrir dýrmæta og fal- lega samfylgd. Hún var mín stóra fyrirmynd, full æðruleysis og veitti mér ómælda umhyggju og elsku. Takk fyrir að leiðbeina og fylgja mér í gegnum lífið. Umhyggju og ástúð þína okkur veittir hverja stund. Ætíð gastu öðrum gefið yl frá þinni hlýju lund. Gáfur prýddu fagurt hjarta gleðin bjó í hreinni sál. Í orði og verki að vera sannur var þitt dýpsta hjartans mál. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Steinunn litla systir. Ágústa stóra systir mín er látin eftir baráttu við krabbamein og er það okkur sem stöndum henni næst afar þungbært. En eftir situr minning um frábæra manneskju. Ágústa systir var á einhvern ótrú- legan hátt alltaf svo jákvæð, gef- andi og umhyggjusöm við okkur hin í fjölskyldunni. Hún var til staðar þegar eitthvað bjátaði á og tilbúin til að hjálpa manni að finna lausnina þegar á reyndi. Þegar við yngri systkinin vorum lítil þá tóku Ágústa systir og Tryggvi okkur oft með að gera eitthvað skemmti- legt eins og fara í sumarbústað og voru það ógleymanlegar stundir. Þá var spilað, farið í berjamó, sult- að, siglt út á bát, veitt og margt annað brallað. Þegar við heimsótt- um þau hjónin, Ágústu og Tryggva, upp í Nóatún eða Hjálm- holt var heimilið alltaf opið og nægur tími til að kryfja málin, um- ræðurnar opnar og fordómalausar og þá var fundin besta lausnin við vandamáli líðandi stundar. Á menntaskólaárunum var oft- ar en ekki setið við eldhúsborðið hjá þeim og lært undir próf og var það mikil hjálp. Ágústa systir var sú sem kom með eitthvað nýbakað handa öllum í fjölskylduútilegurn- ar og naut þess að bjóða öllum að smakka á kræsingunum, tala við öll börnin, heyra í þeim hljóðið og ræða stöðu mála. Hún hafði ákveðna natni þegar kom að því að velja afmælis- og jólagjafir fyrir börnin okkar Gunnhildar, Sturlu, Perlu og Tómas, og lagði mikið í það. Oftar en ekki hitti hún á rétta bolinn sem passaði við þann sem átti afmæli hvort sem hinn sami var 5 eða 15 ára. Svona var Ágústa, jákvæð, yndisleg og gef- andi og svona voru þau hjónin, Ágústa og Tryggvi. Blessuð sé minning þeirra. Hugur okkar fjölskyldunnar er hjá börnum Ágústu, tengdasyni og barnabörnum, Ragnhildi, Ást- þóri, Berglindi og Dodda, Jónínu Margréti, Steinunni Ágústu og Þórdísi Erlu. Njörður Tómasson, Gunnhildur, Sturla, Perla og Tómas. Það er með miklum trega sem ég kveð elsku, ljúfu, einstöku Ágústu mína með þessu ljóði: Ég þakka þau ár, sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Hvíl í friði. Þín mágkona Hjördís. Ég sit við hlið Ágústu frænku minnar á tröppunum í Hábæ og tvíburarnir Ellý og Muggur eru með okkur. Ágústa er árinu eldri en ég og er á sjötta ári. Frænd- systkini mín eru komin í heimsókn alla leið frá Ólafsvík í Þykkva- bæinn, með viðkomu í Reykjavík. Þar hafa systurnar fengið rauða, afar dömulega leðurskó. Og nú sitjum við þarna og látum taka af okkur mynd, systurnar kunna svo sannarlega að stilla sér upp, þær eru heimsborgaralegar, en ég er með fýlusvip, finnst ég vera bústin sveitastelpa í bomsum og ullar- buxum. Ég öfunda Ágústu af fínu fötunum sem hún klæðist, sérlega rauðu skónum. Eftir myndatök- una fer ég úr fýlunni því nú taka við ærsl og leikir, hvílík gleði, það er gaman að eiga öll þessi frænd- systkini. Ekki löngu síðar erum við mamma og bróðir minn flutt inn á heimili þeirra í Ólafsvík. Og við frænkurnar bindumst böndum sem vara ævilangt. Við verðum eins og systur. Sætt og súrt, en oftast sætt. Barnaskarinn er stór á heimili móðursystur minnar, þar leiðist engum. Ágústa frænka mín er engum lík. Fögur er hún með stór brún augu og fallegt bros, býr yfir ein- stökum sjarma. Allir strákarnir eru skotnir í henni og sumir trúa mér fyrir því að þeir myndu gift- ast henni á stundinni ef hún bara segði já. Stundum finnst mér hún vera Marína sem bjó í Rómar- stræti 10. Ágústa fer sínar eigin leiðir. Er dugleg að læra en fer samt ekki hinn hefðbundna menntaveg. Útþráin er henni í blóð borin, til Ameríku skal farið. Hún klárar bara stúdentsprófið síðar. Hún skeytir engu um al- menningsálitið og gerir bara það sem henni þóknast. Hún er svo góðhjörtuð að hún tekur að sér hlutverk í lífinu sem fáir eða engir geta leikið eftir. Allt leysir hún með rósemd, kærleik, jákvæðni og ljúfum húmor. Eins og hún leysti uppeldishlutverk sitt með ein- stökum hætti, tókst hún með sama hætti á við veikindi sín. Hún sagði að það væri miklu erfiðara að vera veikur ef maður gæti ekki litið á jákvæðu hliðarnar. Ég á Ágústu frænku minni margt að þakka og sennilega er stærsta gjöfin minn ágæti betri helmingur, Ísólfur Gylfi. Hann segir alltaf að Ágústa hafi borið ábyrgð á hjónabandi okkar, því ef ekki hefði verið fyrir hana þá hefðum við aldrei kynnst. Og svo kynnti hún okkur fyrir Tryggva sínum sem var einstakt ljúf- menni og forréttindi að eiga sem vin. Nú hafa þær systur Ágústa og Ellý sem sátu við hlið mér á tröpp- unum í Hábæ forðum daga báðar kvatt þetta líf, allt of snemma. Ágústa var þegar orðin dömuleg- ur heimsborgari 5 ára gömul. Hún sagði: „Þegar ég verð hætt að vinna ætla ég að ferðast um heim- inn.“ Og hún hætti snemma að vinna, fór að ferðast og lét drauma sína rætast. Ég kveð frænku mína með sökn- uði og trega, allt sem við ætluðum að gera saman í ellinni verður gert í annarri vídd. Þeir sem eignast mik- ið geta líka misst mikið. Innilegar samúðarkveðjur til fjölskyldunnar, minningin um yndislega konu lifir. Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir. Ágústa Tómasdóttir fólk saman. Hann hafði óbilandi trú á að þannig yrði til eitthvað nýtt og stórkostlegt. Þegar hann hitti áhugavert fólk þá var næst á dagskrá að koma við í kaffi, segja manni frá og lýsa því svo yfir ein- hliða og án þess það væri til nokk- urrar umræðu: „Þú verður að hitta hann! Ég kynni ykkur!“ Það er ekki að ástæðulausu að Árni varð vinmargur. Elskuleg- heit hans og lífsgleði framkölluðu vinskap. Þeir sem skrifa hér eða hafa opinberlega orð á sorg sinni eru einungis toppurinn á ísjaka. Miklu fleiri sem gera eins og Kiddi í bíómynd Árna, Brimi; lesa minningarorð sín í hljóði, brjóta svo ræðuna saman og stinga henni í vasann. Vinátta okkar hefur styrkst fremur en dofnað undanfarin ár. Samgangur hefur verið mikill enda stutt milli heimilanna og ekki hefur skemmt fyrir að elsku Iwo og yngsti sonur minn eru miklir vinir. Það gladdi okkur Árna að sjá næstu kynslóð tengjast svo þétt. Við vinirnir sem fengum tæki- færi til að vera með Árna Óla und- anfarnar vikur á Landspítalanum og síðustu dagana á líknardeild- inni í Kópavogi erum þakklátir fyrir þær dýrmætu stundir. Í þessum ströngu veikindum hefur Marta staðið eins og klettur við hlið Árna, óhagganleg og aðdáun- arverð. Við Ásta Sóllilja sendum allri fjölskyldunni innilegustu samúð- arkveðjur. Einstakur maður er fallinn frá en minning hans lifir um ókomna tíð. Kjartan Örn Ólafsson. Við kynntumst elsku Árna Óla okkar þegar hann, átta ára gam- all, kom til sumardvalar hjá mömmu og pabba á Frostastöð- um. Það er skemmst frá því að segja að frá fyrsta degi heillaði litli glókollurinn okkur algjörlega. Brosmildur, kátur og einstaklega ljúfur. Hann varð strax einn af fjölskyldunni og það var auðvelt að láta sér þykja vænt um hann. Árni Óli kom alltaf í sauðburð- inn og dvaldi fram eftir sumri og tók þátt í öllum tilfallandi verkum á bænum eins og aldur hans sagði til um. Hann hafði gaman af lömb- unum og lék við hundana. Þá naut hann sín vel í leik með krakka- skaranum sem jafnan var á Frostastöðum á sumrin. Hann var afar velkominn sumargestur. Minningarnar hrannast upp. Sigurlaug: Nudd á þurrar tærnar hans með Nivea-kremi þegar hann var kominn upp í rúm á kvöldin og spjall á meðan. Síðan góða-nótt-koss á kinn. Síðasta kvöldið okkar saman eitt sumarið fékk Árni Óli að ráða matseðlinum; heimatilbúnar franskar, bananasplitt og pylsur (ef minnið svíkur ekki). Stórveisla hjá okkur og ógleymanlegt kvöld! Vetrarpart „passaði“ ég hann hluta úr degi þegar mamma hans var að standsetja Kramhúsið. Þá áttum við sem fyrr ljúfar og nota- legar stundir. Á seinni árum fengum við reglulega kveðjur og fréttir af Árna Óla frá mömmu hans og fylgdumst með úr fjarlægð afrek- um hans í kvikmyndabransanum og vorum hreykin af okkar manni. Einhvern tímann hafði hann á orði að hann langaði að búa til kvik- mynd um pabba. Ekki varð af því en nú geta þeir lagt á ráðin. Það verður góð mynd! Við systkinin erum afskaplega þakklát fyrir samfylgdina við Árna Óla og söknum hans. Hann var sómadrengur sem fór alltof snemma. Guð blessi minningu þína, elsku vinur. Einlægar samúðarkveðjur til fjölskyldu og vina. Gísli Rúnar, Sigurlaug K., Kolbeinn og Þorleifur Helgu- og Konráðsbörn. - Fleiri minningargreinar um Árna Ólaf Ásgeirs- son bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.