Morgunblaðið - 10.05.2021, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 10.05.2021, Blaðsíða 24
24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. MAÍ 2021 SÉRBLAÐ –– Meira fyrir lesendur PÖNTUN AUGLÝSINGA: Til mánudagins 17. maí NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is Í blaðinu verða kynntir margir möguleikar sem í boði eru fyrir þá sem vilja hafa fallegt í kringum sig, breyta og bæta heimilið. Skoðuð verða húsgögn og innréttingar, skrautmunir og fylgihlutir fyrir heimilið, litir og lýsing ásamt mörgu öðru. Heimili& hönnun fylgir Morgunblaðinu föstudaginn 21. maí 90 ÁRA Guðlaugur Jón- as Guðlaugsson fæddist 10. maí 1931 á Dalvík og ólst þar upp, en rúmlega tví- tugur flutti hann til Reykjavíkur þar sem hann lærði bifreiðasmíði hjá Kristni Jónssyni í Vagna- smiðjunni við Grettisgötu. Hann lauk námi í bif- reiðasmíði árið 1959 og hóf þá fljótlega eigin atvinnu- rekstur. Guðlaugur rak eigið bifreiðaverkstæði í mörg ár, lengst af í Duggu- vogi 17 í Reykjavík. Hann vann hjá SÍS, Sambandi ís- lenskra samvinnufélaga, um átta ára skeið og síðar meir hjá Myllunni í Reykjavík í nokkur ár uns hann lét af störfum vegna aldurs. FJÖLSKYLDA Foreldrar Guðlaugs voru Guðlaugur Jón Þorleifsson skip- stjóri og kona hans Andrea Kristjana Bessadóttir, foreldrar Guðlaugs voru Þorleifur Baldvinsson og Björg Jónsdóttir frá Upsum í Svarfaðardal. For- eldrar Andreu voru Bessi Þorleifsson og Ingibjörg Stefánsdóttir frá Siglu- firði. Guðlaugur kvæntist 1954 Fjólu Sigurðardóttur, f. 17. ágúst 1928, d. 8. nóv- ember 2013. Fjóla var fædd í Vestmannaeyjum en foreldrar hennar voru Sig- urður Þorleifsson, sjómaður í Vestmannaeyjum, og kona hans, Margrét Vig- dís Gunnlaugsdóttir húsmóðir. Börn Guðlaugs og Fjólu eru Sigríður, f. 16.7. 1953, Guðlaugur, f. 21.6. 1956, Gunnar, f. 17.7. 1959, d. 25.9. 2018 og Sveinbjörn, f. 15.10. 1962. Systkini Guðlaugs voru Bergþóra, Sigríður, Ingibjörg, Bessi, Baldvina, Andrés og Jóhanna. Guðlaugur Jónas Guðlaugsson Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl , Hrútur Þú hefur einstakt tækifæri til að bæta samskipti þín við systkini þín á næstu mánuðum. Þú bíður í ofvæni eftir fréttum af vissri persónu. 20. apríl - 20. maí + Naut Reyndu að sjá það góða í öðrum. Nýttu tækifærið og reyndu að ganga frá lausum endum í alls konar málum. 21. maí - 20. júní 6 Tvíburar Umhverfi þitt skiptir þig mjög miklu máli og fjölskyldan er kjölfestan í lífi þínu. Reyndu að komast að samkomulagi við þann sem þú átt í deilum við. 21. júní - 22. júlí 4 Krabbi Sumir dagar eru bara þannig að þeir eiga að fá að líða hjá sem fyrst. En á morgun muntu fá frábærar fréttir sem snerta fjölgun í stórfjölskyldunni. 23. júlí - 22. ágúst Z Ljón Taktu ekki þátt í þrætum af neinu tagi og láttu aðra um að finna lausn á sínum málum. Þú ert frábær kennari og ættir kannski að feta þá braut. 23. ágúst - 22. sept. l Meyja Þér tekst yfirleitt að laða að þér hluti, í stað þess að eltast við þá. Hafðu ekki áhyggjur því tíminn vinnur með þér. 23. sept. - 22. okt. k Vog Fátt er eins dýrmætt og að eiga sér góðan sálufélaga sem hægt er að deila með gleði sinni og sorgum. Hafðu það í huga þegar þú velur þér vini. 23. okt. - 21. nóv. j Sporðdreki Þú þarft að setja þér markmið og reyna að ná þeim á einhverjum vissum tíma. Gamall vinur hefur samband og til- finningarnar blossa upp. 22. nóv. - 21. des. h Bogmaður Þú sérð ekki fram úr augum vegna anna og þarft að komast frá í smá- tíma. Allt það jákvæða sem þú framkvæmir gleður samferðafólk þitt. 22. des. - 19. janúar @ Steingeit Sýndu varfærni á öllum sviðum, ekki síst í peningamálunum því það tekur oft skamma stund að gera afdrifarík mis- tök á því sviði. Láttu ekki undan þrýstingi. 20. jan. - 18. febr. ? Vatnsberi Þú hefur mikla þörf fyrir að gera breytingar heima hjá þér. Gerðu kostnaðaráætlun. Einhver vinur gengur óvænt í hnapphelduna. 19. feb. - 20. mars = Fiskar Óvænt ferðalag er framundan og þar muntu hitta áhugaverða manneskju. Stundum þarf að telja upp að tíu áður en maður segir eitthvað. kemur upp eitthvað nýtt. Við erum að reyna að semja núna, búnir að vera samningslausir í 17 mánuði, og deilan er núna hjá ríkissátta- semjara. Stefnan er að ljúka samn- ingum fyrir sumarið, ekki líklegt að það gerist en hver veit.“ Árið 2015 fluttu þau hjónin til Reykja- víkur. „Maður sinnir þessu starfi ekki utan af landi, þetta eru svo margir fundir sem þarf að sækja.“ mannadeildar Vöku á Siglufirði 1981-1986, settist í stjórn sjó- mannafélagsins Jötuns 1995 og varð formaður þess árið 2006. Hann var formaður Sjómannadags- ráðs Vestmannaeyja 1996-2002 og aftur 2009-2014. Hann tók við for- mennsku í Sjómannasambandi Ís- lands 2014. „Þetta er alltaf barátta og hættir aldrei, en mér líkar mjög vel við starfið og á hverjum degi V almundur Valmundsson fæddist 10. maí 1961 á Siglufirði og ólst þar upp. Afi hans og amma gengu honum í for- eldrastað, en faðir hans drukknaði þremur dögum eftir að Valmundur fæddist. Þau voru hjónin Friðrikka Björnsdóttir, f. 14.9. 1900, d. 3.2. 1990, húsmóðir, verkakona og saumakona, og Ólafur Eiríksson, f. 24.6. 1897, d. 16.12. 1985, stúari. „Hjá þeim ólst ég upp þar til ég hleypti heimdraganum á 19. ári.“ Valmundur var í sveit á Úlfs- stöðum á Völlum í tíu sumur hjá móðursystur sinni, Sigríði Magneu Ólafsdóttur, og hennar manni, Magnúsi Sigurðssyni.“ Valmundur gekk í barnaskóla Siglufjarðar og gagnfræðaskólann. Hann útskrifaðist með grunnskóla- próf 1977. Sextán ára fór Valmundur sinn fyrsta túr á togara og eftir það varð ekki aftur snúið. Hann var mest á Sigluvík SI 2 með Sigurjóni Jóhannssyni framan af og síðan Helga Jóhannssyni og Jónasi Sum- arliðasyni. Hann vann einnig með hléum hjá Veiðarfæri ehf. við neta- gerð og í Sigló Síld. „Árið 1989 tók- um við fjölskyldan þá ákvörðun að flytja búferlum til Vestmannaeyja. Atvinnuástandið á Siglufirði var nokkuð bágborið á þessum tíma. Ég fékk pláss á Frigg VE 41 sem Gísli á Tanganum gerði út. Magni Jóhannsson var skipstjóri. Síðan lá leiðin á Þórunni Sveinsdóttur VE 401 með Sigurjóni Óskarssyni. Í millitíðinni var ég eitt sumar á Katrínu VE á humri með Helga Ágústssyni skipstjóra. Síðan árið 1992 fékk ég pláss á Frá VE 78 með Óskari á Háeyri og var þar í góðu yfirlæti til ársins 2009 þegar ég kom í land.“ Árið 1997 settist Valmundur á skólabekk í Stýrimannaskólanum í Vestmannaeyjum og lauk þaðan II. stigi 1999. Hann var eftir það stýri- maður og afleysingaskipstjóri á Frá VE 78 með Sindra syni Óskars á Háeyri. Hann var hafnsögumaður í Eyjum frá 2011-2015. Valmundur var formaður sjó- Helstu áhugamál Valmundar eru fjölskyldan, félagsmál, stangveiði og göngur um fjöll og firnindi. Hann er félagi í Oddfellow- stúkunni Baldri nr. 20. Fjölskylda Eiginkona Valmundar er Björg Sigrún Baldvinsdóttir, f. 25.7. 1962, fv. ræstingastjóri Verslunarskóla Íslands. Þau búa í Holtunum í Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands – 60 ára Á Siglufirði Valmundur heldur hátíðarræðu sjómannadagsins á Siglufirði 1984. Mikil barátta og hættir aldrei Hjónin Valmundur og Björg í Þórsmörk í fyrra. Með barnabörnunum Á myndina vantar yngsta barnabarnið, en það fæddist 20. mars síðastliðinn. Til hamingju með daginn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.