Morgunblaðið - 10.05.2021, Qupperneq 26
26 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. MAÍ 2021
Pepsi Max-deild karla
Leiknir R. – Breiðablik ............................ 3:3
HK – Fylkir............................................... 2:2
ÍA – Víkingur R ........................................ 1:1
FH – Valur ................................................ 1:1
Keflavík – Stjarnan .................................. 2:0
Staðan:
FH 2 1 1 0 3:1 4
KA 2 1 1 0 3:1 4
Valur 2 1 1 0 3:1 4
Víkingur R. 2 1 1 0 2:1 4
Keflavík 2 1 0 1 2:1 3
KR 2 1 0 1 3:3 3
Leiknir R. 2 0 2 0 3:3 2
HK 2 0 2 0 2:2 2
Breiðablik 2 0 1 1 3:5 1
Fylkir 2 0 1 1 2:4 1
ÍA 2 0 1 1 1:3 1
Stjarnan 2 0 1 1 0:2 1
Lengjudeild karla
Afturelding – Kórdrengir........................ 1:1
Selfoss – Vestri ......................................... 0:3
2. deild karla
ÍR – Leiknir F .......................................... 2:0
Fjarðabyggð – Völsungur ....................... 0:3
Kári – KF .................................................. 2:3
KV – Magni ............................................... 3:2
3. deild karla
Dalvík/Reynir – Víðir............................... 2:1
Elliði – Ægir ............................................. 1:2
Höttur/Huginn – Sindri ........................... 1:0
Augnablik – ÍH......................................... 3:0
KFS – Einherji ......................................... 2:1
England
Leeds – Tottenham .................................. 3:1
Sheffield United – Crystal Palace .......... 0:2
Manchester City – Chelsea ..................... 1:2
Liverpool – Southampton........................ 2:0
Wolves – Brighton.................................... 2:1
Aston Villa – Manchester United ........... 1:3
West Ham – Everton ............................... 0:1
Arsenal – WBA......................................... 3:1
Staða efstu liða:
Manch. City 35 25 5 5 72:26 80
Manch. United 34 20 10 4 67:36 70
Chelsea 35 18 10 7 55:32 64
Leicester 35 19 6 10 63:43 63
West Ham 35 17 7 11 55:45 58
Liverpool 34 16 9 9 57:39 57
Tottenham 35 16 8 11 61:41 56
Everton 34 16 7 11 46:42 55
Arsenal 35 15 7 13 49:38 52
Ítalía
Juventus – Napoli .................................... 2:0
- Guðný Árnadóttir og Lára Kristín Ped-
ersen léku allan leikinn með Napoli.
Frakkland
Le Havre – París SG................................ 0:2
- Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Anna
Björk Kristjánsdóttir léku allan leikinn
með Le Havre.
Skotland
Rangers – Glasgow City ......................... 0:2
- Arna Sif Ásgrímsdóttir lék allan leikinn
með Glasgow City.
Danmörk
Bröndby – Midtjylland............................ 3:1
- Hjörtur Hermannsson lék allan leikinn
með Bröndby og Mikael Anderson kom inn
á hjá Midtjylland á 75. mínútu.
Hvíta-Rússland
Shakhtyor – BATE Borisov ................... 1:0
- Willum Þór Willumsson lék síðustu 20
mínúturnar með BATE.
Bandaríkin
Nashville – New England Revolution... 2:0
- Arnór Ingvi Traustason lék fyrstu 65
mínúturnar með New England.
Orlando City – New York City............... 1:1
- Guðmundur Þórarinsson lék fyrstu 65
mínúturnar með New York City.
Svíþjóð
Gautaborg – Häcken ............................... 1:1
- Kolbeinn Sigþórsson lék allan leikinn
með Gautaborg og krækti í vítaspyrnu.
Hammarby – Sirius ................................. 3:2
- Jón Guðni Fjóluson lék allan leikinn með
Hammarby.
Rosengård – Djurgården ....................... 3:0
- Glódís Perla Viggósdóttir lék allan leik-
inn með Rosengård og Guðrún Arnardóttir
allan leikinn með Djurgården.
AIK – Hammarby .................................... 2:2
- Hallbera Guðný Gísladóttir lék allan
leikinn með AIK.
Piteå – Växjö ............................................ 1:0
- Hlín Eiríksdóttir fór meidd af velli hjá
Piteå á 13. mínútu.
Örebro – Eskilstuna ................................ 1:1
- Berglind Ágústsdóttir og Cecilía Rún-
arsdóttir léku allan leikinn með Örebro.
Noregur
Bodö/Glimt – Tromsö ............................. 3:0
- Alfons Sampsted lék allan leikinn með
Bodö/Glimt.
Molde – Kristiansund.............................. 2:0
- Björn Bergmann Sigurðarson kom inn á
hjá Molde á 77. mínútu og Brynjólfur Will-
umsson hjá Kristiansund í hálfleik.
Vålerenga – Rosenborg.......................... 1:1
- Viðar Örn Kjartansson lék allan leikinn
með Vålerenga og Hólmar Örn Eyjólfsson
allan leikinn með Rosenborg.
50$99(/:+0$
KEFLAVÍK – STJARNAN 2:0
1:0 Frans Elvarsson 21.(v)
2:0 Kian Williams 54.
M
Nacho Heras (Keflavík)
Frans Elvarsson (Keflavík)
Kian Williams (Keflavík)
Joey Gibbs (Keflavík)
Ástbjörn Þórðarson (Keflavík)
Sindri Þór Guðmundsson (Keflavík)
Brynjar Gauti Guðjónsson (Stjörn.)
Daníel Laxdal (Stjörnunni)
Dómari: Vilhjálmur A. Þórarinss. – 8.
Áhorfendur: 200, uppselt.
LEIKNIR R. – BREIÐABLIK 3:3
0:1 Thomas Mikkelsen 27.
1:1 Máni Austmann Hilmarsson 45.
2:1 Emil Berger 55.
3:1 Sævar Atli Magnússon 67.(v)
3:2 Jason Daði Svanþórsson 73.
3:3 Jason Daði Svanþórsson 90.
MM
Máni Austmann Hilmarsson (Leikni)
M
Brynjar Hlöðversson (Leikni)
Daníel Finns Matthíasson (Leikni)
Emil Berger (Leikni)
Sævar Atli Magnússon (Leikni)
Árni Vilhjálmsson (Breiðabliki)
Jason Daði Svanþórsson (Breiðabliki)
Thomas Mikkelsen (Breiðabliki)
Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðabliki)
Dómari: Jóhann Ingi Jónsson – 7.
Áhorfendur: 200, uppselt.
HK – FYLKIR 2:2
0:1 Djair Parfitt-Williams 5.
0:2 Djair Parfitt-Williams 46.
1:2 Stefan Ljubicic 51.
2:2 Ásgeir Marteinsson 90.
MM
Djair Parfitt-Williams (Fylki)
M
Birkir Valur Jónsson (HK)
Bjarni Gunnarsson (HK)
Stefan Ljubicic (HK)
Ásgeir Marteinsson (HK)
Orri Hrafn Kjartansson (Fylki)
Dagur Dan Þórhallsson (Fylki)
Þórður Gunnar Hafþórsson (Fylki)
Dómari: Ívar Orri Kristjánsson – 7.
Áhorfendur: 200, uppselt.
ÍA – VÍKINGUR R. 1:1
0:1 Helgi Guðjónsson 1.
1:1 Þórður Þ. Þórðarson 90.(v)
M
Alexander Davey (ÍA)
Óttar Bjarni Guðmundsson (ÍA)
Elias Tamburini (ÍA)
Brynjar Snær Pálsson (ÍA)
Viktor Jónsson (ÍA)
Þórður Ingason (Víkingi)
Sölvi Geir Ottesen (Víkingi)
Kári Árnason (Víkingi)
Nikolaj Hansen (Víkingi)
Dómari: Pétur Guðmundsson – 7.
Áhorfendur: 200, uppselt.
FH – VALUR 1:1
1:0 Ágúst Eðvald Hlynsson 38.
1:1 Sigurður Egill Lárusson 71.
M
Þórir Jóhann Helgason (FH)
Jónatan Ingi Jónsson (FH)
Pétur Viðarsson (FH)
Ágúst Eðvald Hlynsson (FH)
Sebastian Hedlund (Val)
Birkir Már Sævarsson (Val)
Sigurður Egill Lárusson (Val)
Rasmus Christiansen (Val)
Andri Adolphsson (Val)
Rautt spjald: Haukur Páll Sigurðsson
(Val) 22.
Dómari: Helgi Mikael Jónasson – 7.
Áhorfendur: 200, uppselt.
FÓTBOLTINN
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Manni færri í sjötíu mínútur náðu
Íslandsmeistarar Vals að jafna og
krækja í gott stig á einum erf-
iðasta útivelli deildarinnar, gegn
FH í Kaplakrika í gærkvöld.
Óhætt er að segja að Hlíðar-
endaliðið hafi sýnt styrk sinn við
þessar erfiðu aðstæður, í uppgjöri
tveggja efstu liðanna frá síðasta
tímabili. Haukur Páll Sigurðsson
fyrirliði var rekinn af velli eftir að-
eins 20 mínútna leik og verður fyrir
vikið í banni gegn HK á fimmtudag.
Ágúst Eðvald Hlynsson kom FH
yfir með sínu fyrsta marki fyrir fé-
lagið. Reyndar var það Hörður Ingi
Gunnarsson sem skaut í afturend-
ann á honum og þaðan þeyttist bolt-
inn í Valsmarkið.
Sigurður Egill Lárusson jafnaði
fyrir Val 20 mínútum fyrir leikslok,
1:1, og Valsmenn eru nú ósigraðir í
sextán leikjum í röð í deildinni, síð-
an þeir töpuðu 1:4 fyrir ÍA á
Hlíðarenda 3. júlí síðasta sumar.
„Eftir jöfnunarmarkið spiluðu
Valsmenn afar skynsamlega og
fengu að lokum stig sem gæti
reynst mikilvægt þegar upp er
staðið. FH-ingar mega vera hund-
fúlir þar sem þeir fá varla betra
tækifæri til að vinna Íslandsmeist-
arana,“ skrifaði Jóhann Ingi Haf-
þórsson m.a. í grein um leikinn á
mbl.is.
Keflvíkingar fögnuðu sínum
fyrsta sigri í efstu deild í tæp sex ár
þegar þeir lögðu Stjörnuna verð-
skuldað á heimavelli sínum, 2:0.
Þeir unnu síðast leik í deildinni í
lokaumferðinni 2015, gegn Leikni
R., en voru þá þegar fallnir. Kefla-
vík lék á ný í deildinni 2018 en vann
ekki leik og þetta var því fyrsti sig-
ur félagsins í 24 leikjum í deildinni.
Þetta er hinsvegar versta byrjun
Stjörnunnar frá árinu 2000 en liðið
hefur ekki verið án marka eftir
tvær umferðir í deildinni frá þeim
tíma.
_ Frans Elvarsson, fyrirliði og
langleikjahæsti núverandi leik-
maður Keflavíkurliðsins, skoraði úr
vítaspyrnu. Hans 10. mark í efstu
deild og hann er líka markahæstur
af þeim sem nú leika með liðinu.
_ Englendingurinn Kian Willi-
ams, sem kom til Keflavíkur frá
Magna fyrir rúmu ári, innsiglaði
sigurinn með fyrsta marki sínu í
efstu deild.
„Keflvíkingar hentu sér á eftir
hverjum bolta og hikuðu ekkert við
tæklingar – þar lá munurinn,“ skrif-
aði Stefán Stefánsson m.a. í grein
sinni um leikinn á mbl.is.
Blikar sluppu fyrir horn
_ Jason Daði Svanþórsson var
bjargvættur Breiðabliks í fyrra-
kvöld þegar liðið mátti sætta sig við
jafntefli, 3:3, gegn nýliðum Leiknis í
Breiðholti. Allt stefndi í óvæntan
sigur Leiknismanna en Jason skor-
aði tvö síðustu mörkin, það seinna á
lokamínútunni, og bjargaði stigi
fyrir Blika. Þetta eru fyrstu mörk
Jasons í efstu deild en hann kom
frá Aftureldingu þar sem hann
skoraði 18 mörk í 64 leikjum í 1. og
2. deild fyrir Mosfellinga.
_ Máni Austmann Hilmarsson og
Sævar Atli Magnússon fyrirliði
skoruðu báðir sitt fyrsta mark í
efstu deild þegar þeir gerðu tvö
fyrri mörk Leiknismanna. Emil
Berger gerði hinsvegar sitt annað
mark þegar hann kom Leikni í 2:1
en hann skoraði eitt mark fyrir
Fylki þegar hann lék með Árbæjar-
liðinu árið 2013.
Ásgeir jafnaði í lokin
_ Ásgeir Marteinsson er orðinn
markahæsti leikmaður HK í efstu
deild frá upphafi en hann jafnaði
metin gegn Fylki, 2:2, í uppbótar-
tíma í Kórnum í fyrrakvöld, beint
úr aukaspyrnu af 30 metra færi.
Þetta var níunda mark Ásgeirs í
deildinni og hann fór framúr sam-
herja sínum Atla Arnarsyni sem er
með átta mörk.
_ Djair Parfitt-Williams skoraði
bæði mörk Fylkis í Kórnum og kom
Árbæingum í 2:0. Bermúdamað-
urinn hefur þá skorað jafnmörg
mörk í deildinni í ár og hann gerði
allt tímabilið í fyrra.
Voru yfir í 90 mínútur
_ Þórður Þ. Þórðarson skoraði
sitt fyrsta mark í efstu deild í fjög-
ur ár þegar hann jafnaði fyrir
Skagamenn úr vítaspyrnu á loka-
mínútunni gegn Víkingi, 1:1, í
fyrrakvöld. Þórður gerði átta mörk
í deildinni fyrir ÍA frá 2014 til
2017.
_ Víkingar höfðu haft forystu í
leiknum í 90 mínútur frá því Helgi
Guðjónsson kom þeim yfir á fyrstu
mínútu leiksins.
Meistararnir
sýndu styrk í
Kaplakrika
Morgunblaðið/Sigurður Ragnarsson
Rautt Haukur Páll Sigurðsson, fyrirliði Vals, ræðir við Egil Arnar Sigur-
þórsson varadómara eftir að hann fékk rauða spjaldið snemma leiks.
- Keflvíkingar unnu sinn fyrsta leik í
deildinni í sex ár - Jason bjargvættur
_ Chelsea varð í gær enskur meist-
ari í kvennaflokki í knattspyrnu í
fjórða sinn á sex árum með því að
vinna Reading 5:0 í lokaumferð
deildarinnar. Fran Kirby skoraði tvö
markanna. Manchester City vann á
meðan nauman útisigur á Dagnýju
Brynjarsdóttur og samherjum henn-
ar í West Ham, 1:0. Chelsea fékk 57
stig, Manchester City 55, Arsenal 48
og Manchester United 47 stig í efstu
sætunum. Dagný lék allan leikinn
með West Ham sem endaði í níunda
sæti af tólf liðum í deildinni.
_ Albert Guð-
mundsson
tryggði AZ
Alkmaar sigur á
Fortuna Sittard,
1:0, í hollensku
úrvalsdeildinni í
knattspyrnu í
fyrrakvöld með
marki úr víta-
spyrnu á 29. mínútu. Albert hefur
þá skorað sjö mörk í 24 leikjum í
deildinni á tímabilinu, þar af þrjú í
síðustu fimm leikjum. AZ er í þriðja
sæti þegar tveimur umferðum er
ólokið, einu stigi á eftir PSV Eindho-
ven en fimmtán stigum á eftir
meisturum Ajax.
_ Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og
samherjar hennar í Bayern München
eru komnar með þýska meistaratit-
ilinn í augsýn eftir jafntefli í stór-
leiknum gegn ríkjandi meisturum
Wolfsburg á útivelli í gær, 1:1. Liðin
tvö eru langefst í deildinni og Wolfs-
burg hefur orðið þýskur meistari
undanfarin fimm ár. Bayern tapaði
sínum fyrstu stigum á tímabilinu í
dag en er með tveggja stiga forskot
þegar tveimur umferðum er ólokið,
er með 55 stig gegn 53 stigum
Wolfsburg. Karólína var á meðal
varamanna Bayern og kom ekki við
sögu að þessu sinni. Alexandra Jó-
hannsdóttir og samherjar hennar í
Eintracht Frankfurt áttu að spila við
Turbine Potsdam en leiknum var
frestað þar sem leikmaður Eintracht
greindist með kórónuveiruna.
_ Díana Dögg
Magnúsdóttir átti
stórleik á laugar-
daginn þegar lið
hennar Sachsen
Zwickau tryggði
sér sæti í efstu
deild þýska hand-
boltans. Hún skor-
aði sjö mörk í
sigri Zwickau á Lintfort, 32:27, og lið-
ið er með átta stiga forskot á Füchse
Berlín á toppi deildarinnar þegar
keppinautarnir eiga þrjá leiki eftir.
_ Jón Axel Guðmundsson, landsliðs-
maður í körfuknattleik, lauk keppn-
istímabilinu í Þýskalandi á góðum
nótum í gær en hann var í aðal-
hlutverki í sigri Fraport Skyliners á
Eitt
ogannað