Morgunblaðið - 10.05.2021, Síða 28

Morgunblaðið - 10.05.2021, Síða 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. MAÍ 2021 Flatahrauni 7 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 1090 | www.bjb.is Fékk bíllinn ekki skoðun? Aktu áhyggjulaus í burt á nýskoðuðum bíl Sameinuð gæði BJB-Mótorstilling þjónustar flesta þætti endurskoðunar anngjörnu verði og að ki förum við með bílinn n í endurskoðun, þér kostnaðarlausu. á s au þin að Prédikun í verki Það er Þorláksmessukvöld. Séra Matthías er prestur í Odda á Rangár- völlum og kominn til aftansöngs í kirkjunni að Keldum. Heimilisfólk hefur búið sig í betri fötin að loknum gegningum og hlýtt á húslestur. Síð- an er farið til kirkju þar sem kveikt hefur verið á 30– 40 tólgarkertum. Það er hátíðlegt í kirkjunni sem þá var nýreist (reist 1884). Úti við kirkju- dyr, á krókbekk- inn, sem ætlaður er niðursetn- ingum og að- komufólki, sest blind kona og lætur fara eins lítið fyr- ir sér og hún getur þarna aftast í kirkjunni. Þá er það sem séra Matt- hías gengur fram kirkjuna til hennar og leiðir hana inn í kór, setur hana við hlið sér og segir: „Við skulum sitja öll saman og syngja, Guðrún mín. Öll er- um við eitt og ekki síst á jólunum.“ Frá þessu atviki í Keldnakirkju segir einn heimilismanna á staðnum, Vigfús Guðmundsson fræðimaður, þegar hann rifjar þessa stund upp í Sögu Oddastaðar, hann var ungur maður þegar þetta gerðist. Við gæt- um gert okkur í hugarlund að konan á krókbekknum hafi verið aldraður niðursetningur, en svo var ekki. Aðr- ar heimildir sýna að konan var tæp- lega sextug, blind, og þar að auki holdsveik og stafaði blindan af holds- veiki hennar. Þótt skrásetjari sög- unnar geti þess ekki var konan móðursystir hans, systir húsfreyj- unnar á Keldum. Þessi holdsveika kona var heil á sál og gat enn unnið með höndunum þegar hér er komið sögu. Holdsveikum var skipað á neðsta þrep samfélagsins. Þetta er áhrifamikil svipmynd úr daglegu lífi fyrri tíma. Við sjáum þjóðskáldið fyrir okkur ganga fram kirkjuna, jólaguðspjallið er á dag- skrá, um barnið sem fæddist eins og niðursetningur eða umrenningur inn í þennan heim. Blind og sjúk konan hlýtur að eiga að sitja í öndvegi, í það minnsta á þessum degi, á þessari stundu, á jólum er heimurinn eins góður og hann getur orðið. Þung áhersla á manninn og mann- úðina er í ritgerð Channings um sjálfsmenntun. Þar lesum við þetta í þýðingu séra Matthíasar, fyrst er umfjöllun um alþýðumanninn: „Ég hef sagt, að öll alþýða manna hér í landi lægi mér mjög á hjarta; en hluttekning mín byggist ekki svo mjög á nytsemi alþýðumanna fyrir félagið, sem á því, hvað þeir eru af sjálfum sér. Að vísu er staða alþýðu- manna lág, en þýðing þeirra er alls ekki minni fyrir þá sök. Þorri lýðsins getur ekki eptir hlutanna eðli verið frábær, því það liggur í hugmyndinni að vera frábær, að maður gnæfi yfir fjöldann.“ Síðan fjallar Channing um hvað geri það að verkum að einhver manneskja getur talist mikil því að í raun og veru er hver manneskja merkileg, hún þarf ekki að vinna neitt sérstakt til þess að geta kallast það. „Það er vor veika sjón og annað ekki, sem gjörir hann lítinn. Maður er mikill sem maður, hvar sem hann er og hvað sem hann er. Í saman- burði við ágæti náttúru hans eru öll ytri tignarmerki lítilræði. Skilningur hans, samvizka hans og ástríki, guðs- þekking hans, fegurðartilfinning hans, áhrif hans á anda sjálfs sín, á aðra hluti, á meðbræður sína – allt þetta eru dýrðlegir eiginlegleikar.“ Channing segir það misskilning að það sem menn eigi sameiginlegt sé ómerkilegt því að hið gagnstæða er einmitt það sem máli skiptir: hið sameiginlega er einmitt það sem dýr- mætast er, það á bæði við um sál mannsins og hið sýnilega sköp- unarverk: „Vísindi og íþróttir geta margvíslega skreytt hús og hallir með ljómandi ljósa dýrð, en slíkt er hégómi einn í samanburði við hið sameiginlega ljós, sem sólin lætur streyma inn í gegnum glugga vor allra, það ljós, sem skrýðir fjöll og dali án greinarmunar með örlátri hendi, og málar himininn gullroða um kvöld og komandi morgna, svo er og varið hinu sameiginlega ljósi skyn- seminnar, samviskunnar og elsk- unnar; það á meira mæti og tign en hinar sjaldgæfu gáfur, sem gjöra fá- eina fræga.“ Þess vegna ættum við ekki að gera lítið úr því sem allir menn eiga sameiginlegt. „Enginn hugur megnar að mæla þess mikil- leik. Það er ímynd guðs, jafnvel ímynd hans óendanlegleika, því eng- in takmörk verða sett þess vexti og framförum. Sá sem gæddur er sálar- innar guðdómsgáfum, hann er háleit og mikil vera, við hver kjör sem hann býr. Klæðið hann dulum, lokið hann inni í myrkvastofu, fjötrið hann við þrælavinnu: hann er mikill eptir sem áður. Lokið hann út úr húsum yðar; guð lýkur upp fyrir honum himn- eskum vistarverum. Hann lætur að vísu lítið á sér bera á strætum skrautlegrar borgar; en glögg hugs- un, hrein tilfinning, einbeitt fram- kvæmd dáðríks vilja, þetta felur í sér allan annan og miklu meiri verðleik en hallir úr tígulsteini eða blágrýti, prýddar gipsmyndum, hversu vel sem þessu er fyrir komið og hversu stórkostlegt sem það kann að vera.“ Með þessu er ekki öll sagan sögð, kjarni málsins er spurningin um mikilleik einstakra manna: „Ef vér hlaupum yfir þennan sameiginlega mikilleik manneðlisins og snúum huganum að mikilleik einstakra manna í samanburði við aðra, þeim mikilleik, sem mesta eptirtekt vekur og fólginn er í eindregnum yfirburð- um einstakra manna yfir hversdags- legt stig mannlegra gáfna og sið- prýði, þá vex þetta ágæti eins opt og frjálslega upp á ókunnum og af- skekktum stöðvum lífsins eins og á þess björtu þjóðbrautum.“ Hvar er þá hin sönnu mikilmenni að finna, spyr Channing í ritgerð sinni: „Hin sönnu mikilmenni má hver- vetna finna og það er ei unnt að segja, í hvaða stétt þeir flestir fæð- ast. Sönn mikilmennska á ekkert skylt við stöðu manna. Hún er ekki fólgin í því, hve miklu hann orkar út á við, í mikilleik ytri framkvæmda. Hinir mestu menn eru opt ekki að því skapi afkastamiklir út í frá. Má vera að mestu mennirnir í þessum bæ liggi nú sem stendur í gleymsku grafnir. Mannsins mikilleiki er allur fólginn í sálarkrapti, það er í krapti hugsunar, siðferðistilfinningar og elsku, og þetta má finna í lægstu stétt lífsins.“ Í íslensku kirkjunni var séra Matt- hías löngum allt að því utangarðs, reyndar fór það eftir því hvernig vindarnir blésu. Í grein, sem séra Óskar J. Þorláksson skrifaði um séra Matthías fimmtán árum eftir andlát hans telur hann að skáldpresturinn hafi lengi vel staðið einn með trúar- skoðanir sínar „en nú [1935] er svo komið að mikill hluti íslenskra presta og íslensku kirkjunnar hneigist mjög að líkum skoðunum og þeim er hann hafði.“ Lengi vel var álitlegur hluti sálma í Sálmabók íslensku þjóðkirkj- unnar eftir hann. Matthías átti það til að líkja sér við hrópandann í eyði- mörkinni á þeim árum þegar and- staðan við skoðanir hans var hvað mest innan kirkjunnar. Kannski var það þess vegna sem hann dróst að Channing og Brandesi: áhrifamönn- unum sem fylgdu eigin sannfæringu og sigldu móti straumnum. Á nítjándu öld var leitað að stór- mennum. Í huga séra Matthíasar Jochumssonar var enginn efi að því leyti – þrátt fyrir textann um alþýðu- manninn: Channing var stærstur! Og í augum hans var maðurinn einnig stór, áhersla hans og manna hans vestanhafs lá ekki á hefðbundnum trúarkenningum og heldur ekki á synd mannsins heldur á því að Guð skapaði manninn í „sinni eigin mynd“, þar var eitt áhersluatriðið, mannskilningur sem átti sér rætur í ævafornum sagnaheimi Gamla testa- mentisins. Trúarjátningar og hefð- bundnar, bindandi trúarkenningar voru ekki mikilvægar í augum Channings, Jesús var síður en svo kenninganna maður og trúin snýst ekki um kenningar þegar allt kemur til alls. Í bréfi til Brandesar 29. okt 1906 ritar Matthías á þessa leið: „… ég er maður líðandi stundar, hef áhuga á að öðlast nýja reynslu og hef áhuga á öllu, trúi lítið, en vona allt og elska mikið.“ Og tæpum áratug síðar ritar hinn áttræði skáldprestur og um- bótamaður í bréfi til Brandesar (29. nóv. 1915): „… aðeins fáir minna mörgu vina hafa skilið mig almenni- lega, t.d. meðfæddan velvilja minn og kærleika til mannanna … Eitt tel ég mig hafa skilið: Mennirnir eru miklu merkilegri en þeir halda: „Við erum stærri en okkur órar fyrir,“ segir Wordsworth.“ En William Words- worth (1770–1850), var ásamt Cole- ridge einn helsti fulltrúi rómantísku stefnunnar í Englandi og áhrifavald- ur á transendentalista á Nýja Eng- landi. William Ellery Channing var einn af áhrifamönnum í bandarískri menningarsögu. Engan þarf að undra að hann vísi oft til bernsku- minninga sinna í Newport, þeim lit- ríka og fagra strandbæ í Rhode Isl- and. Þar er meðal annars þessi lýsing. „Enginn staður á jörðinni hefur orðið mér að eins miklu gagni og þessi strönd. Þar hóf ég rödd mína í lofgjörð í æðandi óveðrinu. Þar var það, þegar fegurðin gagntók mig, sem ég úthellti þakkargjörð minni og einlægri syndajátningu. Í æðri vit- und um samkennd með þessum vold- uga krafti sem umlukti mig varð ég einnig áskynja um innri kraft. Þar var það sem ólgandi hugsanir og til- finningar brutust út rétt eins og ólg- andi öldurnar og æðandi vindurinn kallaði þær fram. Þar upphófst ham- ingjan, æðri öllum heimsins gæðum, öllum gjöfum sem heimurinn gat veitt, það var hamingja sem felst í því að finna sig eiga samskipti við guð- dóminn að starfi.“ Í framhaldi af þessum tilfærðu lín- um eru áhugaverðar gagnrýnar at- hugasemdir ævisöguritarans, John White Chadwick, um persónu Channings. Hann segir að allur hinn umfangsmikli lestur Channings hafi á endanum farið í þennan farveg: „Hápunkturinn á aðdáun hans á Mil- ton virðist okkur vera sá að markmið hans líktist því sem Channing keppti að, hann var maður djúprar speki og einbeittur umbótamaður; megin- atriðið í þeirri vanþóknun sem hann hafði á Napóleon var að hann líktist Channing ekki að þessu leyti, hann var ekki maður djúpra gáfna með hugsjón siðbótarmannsins.“ Chad- wick segir að Channing hafi haft til- hneigingu til að miða hvaðeina út frá eigin hugsjónum: „Hann þurfti ekki á mönnum að halda sem sigldu eftir öðrum stjörnum en hann sjálfur. Hann gat hrósað þeim með vörunum en hjarta hans var víðs fjarri. Hann gat viðurkennt þá með formlegum hætti en viðmiðun hans var eindregið eigin boðskapur og sambærilegur persónuleiki og hann var sjálfur.“ Þegar í háskóla fékk Channing mikinn áhuga á Shakespeare. Mikil Shakespeare-vakning var í Cam- bridge þegar hann var við nám í Har- vard-háskóla og hann heillaðist af enska stórskáldinu líkt og séra Matt- hías síðar. Channing hélt tryggð við Shakespeare allt sitt líf. Þrælahald var ofarlega á baugi í þjóðfélagsumræðunni á tímum Channings. Þrælar í Newport voru einkum og nánast eingöngu við heim- ilishaldið. Hann hafði mikla andúð á þrælahaldi samtímans, hann segir að tungumálið gefi honum ekki nægilegt svigrúm til þess að tjá andstyggð sína á því. „Herra og þræll! Hvergi í náttúrunnar ríki er þannig fyrir- komulag að finna.“ Eins og áður segir var Channing vígður til embættis og settur inn í embætti í Federal Street-kirkjunni 1. júní 1803. Því hefur verið haldið fram að trúarhugsun hans hafi verið óbreytt frá því hann flutti sína fyrstu prédikun til þeirrar síðustu. Eins og áður segir gætti þar eindreginnar áherslu á rétttrúnað á þeirra tíma mælikvarða, einkum fyrstu árin eftir að hann tók við embætti, þar sem hann varaði við of miklu frjálslyndi í málefnum trúarinnar. En það átti heldur betur eftir að breytast. Channing hefur verið nefndur guð- faðir þeirrar hreyfingar vestanhafs sem gengur undir heitinu transend- entalismi. „ ... trúi lítið, en vona allt og elska mikið“ Bókarkafli | Í bókinni Úr hugarheimi séra Matthíasar fjallar Gunnar Kristjánsson um áhrifavalda þjóðskáldsins og prestsins Matthíasar Jochumssonar og hina gróskumiklu hreyfingu guðfræðinga og bókmenntamanna á austurströnd Bandaríkjanna sem þekkt er undir heitinu trans- endentalismi. Hrópandi Matthías Jochumsson Mannúð William Ellery Channing hafði mikil áhrif á Matthías Jochumsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.