Morgunblaðið - 10.05.2021, Page 29

Morgunblaðið - 10.05.2021, Page 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. MAÍ 2021 S.S. Tussunæs nefnist nýútkomin plata tónlistarmannsins Holy Hrafns sem hann segir nátengda síðustu plötu sinni, Pandaríkjunum, sem ku vera tónlistareyja þar sem Holy Hrafn hefur aðsetur. S.S. Tussunæs er hins vegar hrað- báturinn sem fer á milli Reykja- víkur og Hrafna- fjarðar sem Holy segir höfuðborg Pandaríkjanna. Holy Hrafn, réttu nafni Óli Hrafn Jónasson, gaf sína fyrstu plötu út fyrir þremur árum og Pandaríkin, önnur plata hans, kom út í október í fyrra. „Tónlistin er áberandi meira „groove oriented“ og blæjubíla- sándið ræður ríkjum á plötunni. Þó eru nokkur lög sem standa út úr, þar á meðal er lagið „Arna Sirrý Darling“ sem fjallar um hvað Holy langar að kíkja út í einn drykk með vinkonu sinni,“ segir Holy Hrafn um plötuna nýju en hann er höf- undur allra laga og aðeins einn opinber gestur á plötunni, Skúli Qase sem er einnig þekktur sem M.V. Elyahsyn úr hljómsveitinni Regn. Hann kemur fram í laginu „Hratt eða Slow“. Áhöfnin á S.S. Tussunæs Heil áhöfn starfar um borð í S.S. Tussunæs, segir Holy Hrafn og að hlutverk áhafnarinnar séu fjölmörg og stráð yfir heildarverkið, þ.e. plötuna, en áhafnarmeðlimir ekki nefndir í titlum laganna. Af áhafnarmeðlimum nefnir hann Telmu Jóa sem hann segir einnig þekkta undir nöfnunum Kona á barnshafandi aldri og Kona með klút. „Sú kona mætir þegar henni sýn- ist og gengur í gegnum sum lög „out of nowhere“,“ segir Holy Hrafn og að hún hafi líka hjálpað mikið til með viðbótardramatíser- ingu, stemningu og áttundadoblun og gefið Holy Hrafni leyfi til að deila kynþokkaþrútinni rödd sinni úr upptökunum í lokamix og loks í eyru almennings. Arna Sirrý, einnig þekkt sem Arna Sirrý Darling og Kona með klút, spilaði á þverflautu í nokkrum lögum plötunnar og fleira og segir Holy Hrafn að hún sé að læra að verða „hryggjarsúludansari“ og kúluvarpari. Holy Hrafn nefnir einnig „Þórhildi sína“ sem mun einnig vera þekkt sem Tóta pjalla og sér hún um „auka dæs, más, kvein, yfirstétta-jéddúddamíur og einstaka uppbyggilega gagnrýni á heimsins geimsins mælikvarða“, eins og Holy Hrafn lýsir því. B*****R B*******N er svo „yfir- peppari fyrir neðan dekk, holdgerv- ingur seglskipsins sjálfs og með smekkinn og græjurnar til þess að water proofa flikkið og sitt shit í leiðinni“. Holy Hrafn segir að lokum um plötuna að henni megi lýsa sem playlista sköpuðum af pandarískum sérfræðingum til að gefa túristum slípaða menningarmola. helgisnaer@mbl.is Upptökur Holy Hrafn með einni söngkvennanna sem lögðu honum lið. Más, kvein og yfir- stétta-jedúddamíur - Holy Hrafn sendir frá sér plötuna S.S. Tussunæs Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is Rakel Tómasdóttir myndlistarkona vill að fólk staldri við verkin hennar og þurfi aðeins að velta þeim fyrir sér. Hún vinnur mikið með líkama og andlit í sínum verkum og segir að sér hafi alltaf þótt líkamstjáning mjög áhugaverð, kannski sér- staklega vegna þess að hún hafi í gegnum tíðina sjálf ekki átt auðvelt með að tjá tilfinningar sínar. Rakel er gestur í nýjasta þætti Dagmála, frétta- og menningarlífs- þátta Morgunblaðsins. „Grunnurinn að því sem tengir flest af því sem ég geri saman er líkaminn eða andlit. Það sem ég geri langmest er að taka líkamann eða andlit og blanda þeim einhvern veg- inn saman, taka í sundur, færa parta til og svo framvegis,“ segir Rakel. Henni þykir, eins og áður segir, líkamstjáning einkar áhugaverð. „Ég hef í gegnum tíðina ekki átt neitt sérstaklega auðvelt með að tjá mig eða tilfinningar mínar, þó svo að maður læri ýmislegt með árun- um. Mér finnst rosalega áhugavert hvernig fólk getur einhvern veginn notað líkamann til þess að segja alls konar hluti, bæði með svipbrigðum og hreyfingum,“ segir Rakel. „Líkaminn getur myndað alls konar ótrúlega falleg form.“ Smá skrýtið en fallegt Hún hefur mjög gaman af því þegar fólk nær að tengja persónu- lega við myndirnar hennar. „Mér finnst alveg frekar mikil- vægt í því sem ég geri að fólk staldri aðeins við. Þú kannski sérð verkið og veist ekki alveg nákvæm- lega hvað þú ert að horfa á strax og þarft því aðeins að stoppa, horfa tvisvar. Mér finnst mikilvægt að hlutirnir séu smá skrýtnir en ein- hvern veginn fallegir á sama tíma,“ segir Rakel. Saga „Það er mjög gaman þegar fólk nær að búa til sína sögu í kringum myndirnar,“ segir Rakel sem er gestur í nýjasta þætti Dagmála. - Líkamstjáning einkar áhugaverð Vill að fólk staldri við og horfi tvisvar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.