Morgunblaðið - 10.05.2021, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 10.05.2021, Qupperneq 32
Sönghópurinn Fósturvísarnir efnir til tvennra tón- leika í Fríkirkj- unni við Tjörn- ina til heiðurs vori og hækk- andi sól. Tón- leikarnir verða í kvöld og ann- að kvöld, mánudag og þriðjudag, og hefjast kl. 20. Á efnisskrá verða lög úr ýmsum áttum, jafnt nýlegir sem eldri slagarar, bæði íslenskir og erlendir. Sönghópurinn Fósturvísarnir var stofnaður vorið 2017 af félögum úr Karlakórnum Fóstbræðrum. Um er að ræða styrktar- tónleika og rennur allur ágóði óskiptur til Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, UNICEF. Vegna takmarkana á fjölda gesta á samkomum eru aðeins 100 miðar til sölu á hvora tónleika en hægt er að panta miðana í gegnum Facebook-síðu Fósturvísanna. Fósturvísarnir með tvenna tónleika í Fríkirkjunni til styrktar UNICEF Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Söngkonan Mjöll Hólm hefur verið á sviðinu meira eða minna í yfir 60 ár og er að búa sig undir tvenna tón- leika um miðjan maí. „Ég er spennt, með hnút í maganum, en auðvitað verður þetta gaman,“ segir hún. Þegar Mjöll var 14 ára kom hún fram ásamt fjölda ungmenna sem spreyttu sig á dægurlagasöng á tón- leikum sem Svavar Gests stóð að í Austurbæjarbíói. „Ári síðar auglýsti Kristján Kristjánsson, KK, eftir ungu fólki sem hefði áhuga á söng og vinkona mín fékk mig til þess að mæta með sér í Þórscafé,“ rifjar Mjöll upp. „Þarna reyndu sig margir og létu ljós sitt skína. Ég söng eitt lag, en daginn eftir hringdi Kristján í mig og sagði að 10 krakkar, þar á meðal ég, hefðu verið valdir úr hópn- um til syngja með KK sextettinum á tónleikum í Austurbæjarbíói. Elly Vilhjálms og Óðinn Valdimarsson sungu þá með KK, ég var með stjörnur í augunum og sagði bara já. Í kjölfarið héldum við fjögur áfram í nokkur skipti, komum meðal annars fram með sextettinum á sveitaböll- um. Þetta vatt hægt og sígandi upp á sig og til að gera langa sögu stutta hélt ég áfram að syngja og er enn að.“ Skemmtilegur tími Söngurinn hefur ýmist verið aðal- eða aukastarf hjá Mjöll. Hún vann til dæmis í aldarfjórðung hjá Ísaga. „Þegar við vorum komin með börn og ég var heima með þeim var ég í fullri vinnu við að syngja á kvöldin og um helgar.“ Hún nefnir sérstaklega tímabilið þegar hún söng með Tríói Magnúsar Péturssonar í Klúbbnum á sjöunda áratugnum. „Þeir voru talsvert eldri en ég og kenndu mér, litlu stelpunni, gömlu, sígildu lögin. Ég minnist þeirra með mikilli hlýju, það var gott að vinna með þeim.“ Fyrir um 50 árum, sumarið 1971, kom út fyrsta platan með söng henn- ar, þegar Svavar Gests, SG-hljóm- plötur, gaf út lögin „Jón er kominn heim“, erlent lag við texta Iðunnar Steinsdóttur, og „Ástarþrá“. Fyrr- nefnda lagið náði miklum vinsældum og lifir enn góðu lífi. „Hann er ansi langlífur,“ segir Mjöll um sumarsmellinn. Hún segist hafa fengið skilaboð um að hringja í Svavar, hafi gert það og hann borið upp erindið, að fá hana til að syngja inn á plötu. „Ég hafði engu að tapa, sló til, en hef enga skýringu á vin- sældum Jóns.“ Fljótlega vakti Mjöll athygli sem rokksöngkona. Hún söng með mörg- um hljómsveitum á böllum, lengst af í Klúbbnum, en líka á Hótel Borg, Hótel Sögu, Leikhúskjallaranum, Þórscafé og víðar. Auk þess kom hún fram á mörgum sönghátíðum og sýn- ingum, en undanfarin ár hefur hún einkum tekið að sér tilfallandi verk í lausamennsku. „Í gamla daga var tónlistarfólk fastráðið á tiltekna staði en það er liðin tíð,“ segir hún. „Svo er líka stöðug endurnýjun og því fækk- ar verkefnum eðlilega með aldr- inum.“ Vegna samkomutakmarkana í kórónuveirufaraldrinum hefur tón- leikunum „Út við himinbláu sundin“, þar sem Mjöll er á meðal söngvara, verið frestað þrisvar en stefnt er að því að þeir verði í Salnum í Kópavogi laugardaginn 15. maí. Daginn eftir verður streymt frá söngstundinni „Syngjum saman í Hannesarholti með Mjöll Hólm“. Hún segir ferilinn hafa verið farsælan og einna skemmtilegast hafi verið að syngja með hljómsveitinni Opus á áttunda áratugnum. „Vináttan var svo mikil og við höfðum mikið samband utan vinnu, þó mikið hafi verið að gera. Eins var gaman að syngja með Goðgá en í raun hefur þetta verið samfelld skemmtun.“ Jón er kominn heim hljómar vel og lengi - Mjöll Hólm syngur á tvennum tónleikum um helgina Morgunblaðið/Árni Sæberg Rokksöngkona í áratugi Mjöll Hólm hefur lengi skemmt landsmönnum. Frá 1971 Myndin af Mjöll Hólm á plötuumslaginu fyrir hálfri öld. FERSKT OG GOTT PASTA TILBÚIÐ Á ÖRFÁUM MÍNÚTUM! MÁNUDAGUR 10. MAÍ 130. DAGUR ÁRSINS 2021 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 739 kr. Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr. PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr. ÍBV, Valur og Selfoss unnu öll mikilvæga sigra í slagnum um þriðja og fjórða sætið í Olísdeild karla í handknattleik í gær þar sem gríðarlega hörð keppni er um heimaleikja- réttinn í úrslitakeppninni. KA komst uppfyrir Fram í bar- áttunni um að komast í átta liða úrslitin. »27 Gríðarlega jafnt í handboltanum ÍÞRÓTTIR MENNING

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.