Morgunblaðið - 12.05.2021, Page 1

Morgunblaðið - 12.05.2021, Page 1
Áhugi á vetnisverksmiðju Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Erlendir aðilar hafa lýst yfir áhuga á að reisa vetnis- og vetnisafleiðuverk- smiðju til útflutnings frá Grundar- tanga. Orkuþörfin gæti orðið meira en 200 megavött. Hafa Faxaflóa- hafnir, eins og fram kemur í fund- argerð stjórnar fyrirtækisins, hafið vinnu við mat á umhverfisáhrifum til að hraða ferli mögulegs verkefnis. „Þróunarfélagið á Grundartanga hefur um nokkurt skeið verið með verkefni í gangi um rafeldsneytis- framleiðslu og okkur hefur nú borist fyrirspurn um slíka framleiðslu,“ segir Magnús Ásmundsson, forstjóri Faxaflóahafna, í samtali við Við- skiptaMoggann. Magnús telur áhugann það mikinn að ekki sé ólíklegt að af verkefninu verði á næstu árum. Magnús segir vetnisframleiðslu umhverfisvænan kost og mögulega verði hægt að nota koltvísýring í frekari framleiðslu á vetnisafleiðum sem henta betur til flutnings og sem beislaður yrði úr þeim orkufreka iðnaði sem til staðar er á svæðinu. - Mögulega hægt að nota koltvísýring úr orkufrekum iðnaði Morgunblaðið/Eggert Orka Vetnisframleiðsla er talin um- hverfisvænn valkostur. Andrés Magnússon andres@mbl.is Santewines SAS, frönsk vínbúð á netinu ætluð Íslendingum, hefur kvartað til Neytendastofu undan því að Áfengis-/tóbaksverslun rík- isins (ÁTVR) noti heitið Vínbúðin um starfsemi sína. Hún eigi sér enga stoð í lögum og brjóti lög um viðskiptahætti og markaðs- setningu. Þetta kemur m.a. fram í viðtali við Arnar Sigurðsson, vínkaup- mann og eiganda vínbúðarinnar, í Dagmálum í dag, streymisveitu sem opin er áskrifendum Morg- unblaðsins á mbl.is og nálgast má með því að skima kóðann hér fyrir neðan. Bent er á að ÁTVR hafi t.d. auglýst að vínbúðirnar séu lokaðar nú á uppstigningardag, sem sé ekki rétt. Vínbúð sante.is verði op- in. Vínkaup- maður kær- ir ríkið fyrir Vínbúðina Sólin hefur svo sannarlega leikið við höfuðborgarbúa síðustu daga. Margir hafa nýtt sér veðurblíðuna til útivistar eins og þessi unga kona sem fetaði sig áfram á grjótgarði við Sæbraut ásamt hundinum sínum í gær. Útlit er fyrir áframhaldandi blíðviðri á höfuðborgarsvæðinu í dag og á morgun en Veður- stofa Íslands spáir vætu bæði á föstudag og laugardag. Gengið á grjótgarði í sól við Sæbraut Morgunblaðið/Eggert M I Ð V I K U D A G U R 1 2. M A Í 2 0 2 1 .Stofnað 1913 . 111. tölublað . 109. árgangur . VERÐIÐ Í SÖGULEGUM HÆÐUM SETTI SAMAN SÍNA FYRSTU VÍSU 10 ÁRA NÝTTU SÉR VÆNTANLEGA MEÐBYRINN VÍSUR OG KVÆÐI ÞÓRARINS MÁS 24 FIÐRILDAFANS 6VIÐSKIPTAMOGGINN Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is „Aflamarkskerfið, sem íslensk sjáv- arútvegsfyrirtæki búa við, hvetur út- gerðir til að lágmarka kostnað og há- marka aflaverðmæti og frjáls verð- myndun á markaði er útgerðum hvatning til að reyna að fá sem hæst verð fyrir aflann.“ Þetta segja fjórir vísindamenn í nýrri skýrslu sem Morgunblaðið hefur undir höndum. Sveinn Agnarsson, prófessor við við- skiptafræðideild HÍ, mun í dag kynna helstu niðurstöður skýrslunn- ar um stöðu og horfur í íslenskum sjávarútvegi og fiskeldi. Fram kemur að íslenskur sjávar- útvegur hafi mætt sífellt harðnandi samkeppni á alþjóðlegum mörkuð- um og er vakin athygli á að sjávar- útvegurinn hér á landi sé í algjörri sérstöðu með tilliti til þess að hann greiðir meira í opinbera sjóði en hann fær úr þeim, sem er ekki til- fellið í hinum 28 aðildarríkjum OECD. Jafnframt hefur opinber stuðningur við sjávarútveg aukist í ríkjum OECD, að Íslandi undan- skildu. Greininni hefur tekist að mæta þessari áskorun með því að „nýta ekki bara, heldur taka þátt í að þróa nýjustu tækni á flestum stigum virð- iskeðjunnar, þ.e. veiðum, vinnslu, flutningum og síðast en ekki síst í markaðssetningu,“ segir í skýrsl- unni. Þá sé þetta fjárhagslegum styrkleika íslenskra sjávarútvegs- fyrirtækja að þakka þar sem þau hafi bolmagn til að fjárfesta í tækniþróun. Kvótakerfið veitir forskot - Í 28 af 29 ríkjum OECD er sjávarútvegi úthlutað meira úr opinberum sjóðum en greinin greiðir í sjóðina - Ísland undantekningin - Samkeppni farið harðnandi M Íslenskt sjávarútvegskerfi... »10 _ Ákveðið var á fjarfundi kjördæm- isráðs Sjálfstæðisflokksins í Suð- vesturkjördæmi í gær að haldið skyldi prófkjör fyrir alþingiskosn- ingar í haust. Þetta staðfesti Lovísa Árnadóttir, formaður kjördæmis- ráðsins, við Morgunblaðið að lokn- um fundi í gærkvöldi. Horft er til þess, að hennar sögn, að halda prófkjörið í júní og líklega þá um miðjan mánuðinn. Ekkert hefur þó endanlega verið ákveðið um það, enda er það á forræði yfir- kjörstjórnar flokksins að ákveða slíkt. Lovísa segir að mikil samstaða hafi verið um að halda prófkjör frekar en að stilla upp á lista. »6 Sjálfstæðismenn í prófkjör í Kraganum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.