Morgunblaðið - 12.05.2021, Page 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. MAÍ 2021
Vangaveltur hafa undanfarið verið á
facebókarsíðunni Lúsmý á Íslandi
um að lúsmý sé farið að láta á sér
kræla með tilheyrandi óþægindum
fyrir fólk. Erling Ólafsson skordýra-
fræðingur segir ólíklegt að svo sé og
skordýrabit á þessum tíma árs séu
því af völdum annarra skordýra.
Fyrir viku var m.a. sagt á fyrr-
nefndri facebókarsíðu að lúsmýið
væri mætt í Grímsnesið. Því var
hafnað af öðrum sem tók til máls á
síðunni og taldi sá að um flóabit væri
að ræða. Nokkrar umræður hafa
verið um lúsmý á síðunni síðustu
vikur og einnig varnir gegn þessum
óboðna gesti, sem síðustu ár hefur
víða gert vart við sig.
Spurður um lúsmý segir Erling
Ólafsson að hann hafi engar for-
sendur til að breyta skoðunum á
flugtíma þess frá júní og fram eftir
ágúst. „Auk þess tel ég litlar líkur til
þess að það komist á kreik um þess-
ar mundir eins og háttar til á sunn-
anverðu landinu, allt skrjáfaþurrt og
viðvarandi kuldi,“ segir Erling.
aij@mbl.is
Ljósmynd/Vísindavefur HÍ
Lúsmý Hefur síðustu ár hrellt marga og bitið, ekki síst í sumarbústöðum.
Hæpið að lúsmý
sé komið á kreik
- Flugtími frá júní og fram eftir ágúst
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Við finnum alveg fyrir því að þar
sem ekki hefur verið margt hægt að
gera vill fólk gera vel við sig í mat og
drykk. Fólk vill hafa það gott á þess-
um tímum,“ segir Jón Örn Stef-
ánsson, eigandi Kjötkompanís.
Landsmenn hafa nú gengið í gegn-
um rúmlega eitt ár af samkomu-
takmörkunum af völdum kórónu-
veirunnar. Þessar takmarkanir hafa
komið misjafnlega við kaupmenn og
veitingamenn.
Veitingastaðir hafa mikið verið
lokaðir og þurft að sæta fjöldatak-
mörkunum og veisluþjónustur hafa
ekki beint vaðið í verkefnum. Á sama
tíma hafa utanlandsferðir nær lagst
af svo þörf fólks til að lífga upp á
hversdaginn hefur verið mikil. Marg-
ir hafa af þeim sökum tekið upp á því
að gera vel við sig heima fyrir, annað
hvort með aðkeyptum mat frá veit-
ingastöðum eða með því að leita til
sælkerabúða.
Jón Örn segir í samtali við Morg-
unblaðið að starfsemi Kjötkompanís
skiptist í þrennt; verslanir þess í
Hafnarfirði og úti á Granda, kjöt-
vinnslu sem sjái vel völdum veitinga-
húsum fyrir hráefni og veisluþjón-
ustu. „Veitingahús hafa mikið verið
lokuð og það hefur ekki verið mikið
um veislur. Því hafa búðirnar okkar
borið þetta uppi. Ég myndi telja að
velta hafi aukist um 10% á þessum
tíma, þrátt fyrir allt,“ segir hann.
Kaupendahópurinn stækkar
Guðbjörg Glóð Logadóttir, einn
eigenda Fylgifiska, segir að fyrir-
tækið komi vel út úr faraldrinum.
Tekist hafi að halda veitingastöðum
Fylgifiska opnum og sala í versl-
unum hafi aukist. „Það er búið að
vera brjálað að gera hjá okkur. Fólk
hefur ekki komist til útlanda og er í
staðinn farið að elda meira heima hjá
sér. Við fengum að vísu smá högg í
fyrstu bylgjunni þegar enginn vissi
hvað var að gerast. En síðan þá hefur
verið eitt besta ár sem við höfum átt.“
Guðbjörg Glóð segir að kórónu-
veiran hafi ýtt fólki út í það að leita
nýrra leiða við matargerð og -kaup.
„Við merkjum mikla aukningu í sölu á
tilbúnum fiskréttum og meðlæti sem
fólk hefur kannski með öðrum mat.
Svo er fólk líka að listakokkast heima
hjá sér og við höfum selt vel af tún-
fiski, humar, laxasteikum og lúðu-
steikum.“
Hún segir að kaupendahópurinn
hafi stækkað „gríðarlega“ á þessum
tíma.
„Salan hefur aukist um 20-30%
milli ára. Við viljum meina að þetta
nýja fólk sé komið til að vera. Það er
komið á bragðið, Fylgifiskabragðið.“
Jón Örn segir að það hafi hjálpað
Kjötkompaníi mikið að koma fljótt
upp góðri vefverslun. „Hún kom rosa-
lega sterk inn, sérstaklega í byrjun
en svo hefur hún
haldið ágætlega
velli í framhald-
inu.“
Hann segir að
viðskiptavinirnir
sæki enn í sígildar
vörur. „Við seljum
gríðarlegt magn
af nautalundum
og lambakonfekti
auk hamborgara.
Ein vinsælasta steikin hjá okkur er
þó nauta ribeye-cap sem við byrj-
uðum með í kóvidinu. Það er hörk-
umál að eiga þetta alltaf til.“
Fólk vill lyfta sér upp
Sælkerabúðin á Bitruhálsi fagnar
ársafmæli í þessari viku. Viktor Örn
Andrésson, annar eigenda, segir að
rennt hafi verið blint í sjóinn þegar
búðin var opnuð. „Það hefur allt verið
yfir væntingum. Við erum mjög sáttir
við fyrsta árið.“
Hann kveðst finna að fólk sé þreytt
á því ástandi sem verið hefur í sam-
félaginu síðasta árið og vilji lyfta sér
upp með fjölskyldunni. „Þannig eru
mjög margir sem kaupa sérstaka
pakka sem við útbúum fyrir veiði- og
sumarbústaðaferðir. Fólk kaupir þá
gjarnan fyrir einn, tvo eða þrjá daga
og þá fylgir allt með.“
„Listakokkar“ í hverju
húsi á tímum veirunnar
- „Brjálað að gera“ í sælkeraverslunum og aukin velta
Morgunblaðið/Golli
Veisla Margir kaupa inn fyrir veislur í heimahúsum í sælkeraverslunum.
Jón Örn
Stefánsson
Viktor Örn
Andrésson
Guðbjörg Glóð
Logadóttir
„Hraunrennslið hefur farið vax-
andi síðustu vikur,“ sagði Þorvald-
ur Þórðarson, prófessor í eldfjalla-
fræði við HÍ um eldgosið í
Geldingadölum. Hann segir að lík-
lega hafi gosrásin víkkað sem valdi
auknu hraunflæði.
Takturinn í kvikustrókavirkn-
inni hefur breyst. Þorvaldur telur
að kúturinn efst í gosrásinni undir
gígopinu sé sennilega að stækka
og það hafi áhrif á takt strókanna.
Yfirfallið úr gígnum er vel sýni-
legt og boðaföll af hrauni flæða
þar yfir þegar strókarnir koma.
Auk þess er lokuð rás undir yf-
irborðinu þar sem hraun streymir
frá gígnum jafnt og þétt og fæðir
hraunána. Hún nær í gegnum
ónefnda dalinn og niður í Mera-
dali. Eins er að bætast í hraunið í
Geldingadölum og er það að teygja
sig í átt að næstu dæld fyrir sunn-
an þá sem er að fyllast. Hraun-
framleiðslan deilist því á þrjá
staði.
Í fyrrinótt kom undanhlaup úr
suðurjaðri hraunsins í nafnlausa
dalnum. Hraunið er nálægt því að
renna í Nátthaga. Það gæti mögu-
lega gerst í næstu viku. Á sunnu-
dag urðu yfirhlaup úr hraunánni í
nafnlausa dal og heit og þunnfljót-
andi kvikan myndaði helluhraun.
Um leið skreið hraunjaðarinn í
Meradölum fram um fjóra metra á
klukkustund og myndaði apal-
hraun. gudni@mbl.is
Eldgosið í Geldingadölum 19. mars - 10. maí
Flatarmál hrauns, km2
Rúmmál hrauns, milljónir m3
Hraunflæði, km3/s
19.3. 23.3 27.3. 31.3. 4.4. 8.4. 12.4. 16.4. 20.4. 24.4. 28.4. 2.5. 6.5. 10.5.
19.3. 23.3 27.3. 31.3. 4.4. 8.4. 12.4. 16.4. 20.4. 24.4. 28.4. 2.5. 6.5. 10.5.
19.3. 23.3 27.3. 31.3. 4.4. 8.4. 12.4. 16.4. 20.4. 24.4. 28.4. 2.5. 6.5. 10.5.
1,78
30,7
12,9
Myndataka úr lofti
Pleiades gervitungl
TF-FMS sniðmælingar
Riegel Lidar
10.maí var flatarmál
hraunsins um
1,78 ferkílómetrarsem er á við
meira en 250 Laugardalsvelli
Hraunið er orðið um
30,7 milljón rúmmetrarog myndi því fylla
30.700 Laugardalslaugar
Hraunrennslið er um
12,9 rúmmetrar á sekúndu sem eruyfir 50 vörubílshlöss á mínútu
Heimild: Jarðvísindastofnun
Ný gosop
Hraunið breiðir úr
sér í allar áttir
- Gosrásin hefur líklega víkkað út
Fimmtudaginn 20. maí 2021 kl. 16.30
1. Fundur settur
2. Skýrsla stjórnar
3. Gerð grein fyrir ársreikningi
4. Tryggingafræðileg úttekt
5. Fjárfestingarstefna sjóðsins kynnt
6. Önnur mál
Ársfundur SL lífeyrissjóðs
2021
Allir sjóðfélagar, jafnt greiðendur sem lífeyrisþegar, eiga rétt til
fundarsetu á ársfundinum.
Hægt verður að senda spurningar á meðan á fundinum stendur
á tölvupóstfangið sl@sl.is
DAGSKRÁ
Reykjavík 20.05.2021
Stjórn SL lífeyrissjóðs
Fundurinn er rafrænn og verður streymt, sjá slóðina www.sl.is
Ef sóttvarnarreglur leyfa, eru fundargestir velkomnir á fundarstað
á Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut 2, Reykjavík