Morgunblaðið - 12.05.2021, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 12.05.2021, Qupperneq 7
FRÉTTIR 7Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. MAÍ 2021 Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Átta skipasmíðastöðvar skiluðu inn þátttökutilkynningum um að taka þátt í útboði á nýju hafrannsókna- skipi fyrir Íslendinga. Gert er ráð fyrir svokölluðu samkeppnisútboði sem gefur möguleika á viðræðum við boðendur og aðlögun vegna til- boða, samhliða er unnið að hæfnis- mati á skipasmíðastöðvunum, segir í frétt sjávarútvegsráðuneytisins. Kristján Þór Júlíusson, sjávar- útvegsráðherra, gerði grein fyrir málinu á fundi ríkisstjórnar í gær. Að loknu útboði og samningagerð er vonast til að smíði skipsins hefj- ist fyrir árslok og það verði afhent í lok árs 2023. Við hönnun á nýju skipi fyrir Hafrannsóknastofnun hefur verið horft til ýmissa leiða til að draga úr notkun jarðefnaelds- neytis. Hægt verður að brenna lífdísil, t.d. repjuolíu, og er þeim möguleika haldið opnum í hönnun að gera ráð fyrir plássi fyrir búnað sem þarf til ef hentugar vélar til brennslu met- anóls verði komnar í framleiðslu á smíðatímanum. Innan skips verður leitað allra leiða til að spara orku, segir í frétt ráðuneytisins. Færeyingar meðal áhugasamra Fyrirtækin sem tóku þátt í for- valinu og hafa hug á að smíða rann- sóknaskipið eru þrjú á Spáni, tvö í Hollandi, eitt í Póllandi, eitt í Síle og færeyska skipasmíðastöðin Mest, samkvæmt því sem fram kemur á heimasíðu Ríkiskaupa. Mest lauk í fyrra smíði á rann- sóknaskipi fyrir Færeyinga og ber það nafn Jákups Sverra Joensen, fyrsta fiskifræðings í Færeyjum og fyrrum forstjóra Havstovunnar. Skipið er 54 metrar, vel tækjum bú- ið og á að vera einstaklega hljóðlátt. Átta vilja smíða fyrir Hafró Ljósmynd/MEST Jákup Sverri Rannsóknaskip Færeyinga var afhent Havstovunni í fyrra. LANDSBANKINN. IS Komum hlutunum á hreyfingu Við bjóðum hagstæðar leiðir til að fjármagna ný og notuð atvinnutæki og bíla sem henta rekstrinum þínum. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Bæjarráð Sveitarfélagsins Árborgar hefur falið stjórnsýslusviði bæjar- skrifstofanna að kalla eftir nánari rökstuðningi sýslumannsins á Suður- landi til heimilda fyrir bæjarstjóra að undirrita skjöl sem leiða af ákvörð- unum bæjarstjórnar. Embætti sýslu- manns hefur ekki tekið við skjölum um sölu eigna eða veðsetningar til þinglýsingar nema bæjarstjórn veiti bæjarstjóra sérstaka heimild til hverrar og einnar undirritunar. Í bókun á síðasta fundi bæjarráðs kom fram að sýslumaður hefði hafnað því að bæjarstjóri hafi heimild til að ganga frá sölu tiltekinna eigna, þrátt fyrir ákvörðun bæjarráðs um að sam- þykkja kauptilboð og fela bæjarstjóra að ganga frá sölunni. Einnig að sú ákvörðun að selja feli sjálfkrafa í sér heimild til þess að veita kaupanda skilyrt veðleyfi vegna skuldabréfa- lána sem hann þarf að taka til að greiða bænum fyrir eignina. Bæjarráðið brást við þessu með því að bóka sérstaklega um heimild bæj- arstjóra til að undirrita öll skjöl við- víkjandi sölu þeirra eigna sem þá voru til umfjöllunar. Ágreiningur um túlkun laga Gísli Halldór Halldórsson, bæjar- stjóri í Árborg, telur að sýslumaður sé að rangtúlka lög. Vísar hann til sveitarstjórnarlaga þar sem fram kemur að bæjarstjóri hafi prókúru- umboð fyrir sveitarfélagið og undir- riti „skjöl varðandi kaup og sölu fast- eigna sveitarfélagsins, lántökur og ábyrgðir, svo og önnur skjöl sem fela í sér skuldbindingar eða ráðstafanir sem samþykki sveitarstjórnar þarf til“. Sýslumaður vísar til þess að pró- kúruumboð framkvæmdastjóra sveit- arfélags dugi ekki til sölu og veðsetn- ingar og vísar til laga um verslanaskrár, firmu og prókúruum- boð frá árinu 1903. Þar er tekið fram að prókúruhafi megi ekki selja né veðsetja fasteignir umbjóðanda síns nema hann hafi til þess beint umboð. Heimildir sem veittar séu fram- kvæmdastjóra í 55. gr. sveitarstjórn- arlaga áskilji undanfarandi samþykki sveitarstjórnar. Eins og fram kemur hér að framan hefur bæjarráð falið stjórnsýslusviði að kalla eftir skýrari rökstuðningi sýslumanns fyrir afstöðu hans. Tilefni til frekara samtals Kristín Þórðardóttir sýslumaður segir umrætt þinglýsingarmál hafa verið leitt til lykta í samræmi við leið- beiningar embættisins. Því hafi lokið með þinglýsingu. Hún hafi því talið að málið væri afgreitt. „Hér virðist hins vegar vera tilefni til frekara samtals og leiðbeiningar sem við tökum auð- vitað,“ segir Kristín, enda standi hennar vilji eindregið til þess að eiga gott samstarf við stjórnendur sveitar- félagsins, líkt og aðra íbúa í umdæm- inu. Prókúruumboð dugar ekki til sölu eigna - Árborg ósátt við afstöðu sýslumannsins á Suðurlandi Morgunblaðið/Sigurður Bogi Eyrarbakki Ágreiningur er um frá- gang skjala fyrir þinglýsingu. Vísbending féll niður í krossgátu Sunnudagsblaðsins 9. maí. Vísbendingin er 16 lárétt og hljóðar svo: 16. Varkár kind við ofn er samt tillitslaus. (9) Tillit verður tekið til þess að vísbendinguna vantaði þegar farið verður yfir lausnir verðlaunagátunnar. LEIÐRÉTT Vísbendingu vantaði

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.