Morgunblaðið - 12.05.2021, Síða 8

Morgunblaðið - 12.05.2021, Síða 8
Ársfundur Frjálsa lífeyrissjóðsins Allir sjóðfélagar eru velkomnir á fundinn en einnig verður hægt að fylgjast með fundinum í gegnum vefstreymi. Tillögur um breytingar á samþykktum sjóðsins verða birtar á vef sjóðsins, frjalsi.is, tveimur vikum fyrir ársfund. Boðið verður upp á rafræna og skriflega kosningu aðalmanna í stjórn. Fyrirkomulag kosningannamá finna á vef sjóðsins. Á fundinum verða kjörnir tveir aðalmenn til þriggja ára, einn varamaður til þriggja ára og einn varamaður til eins árs. Framboð til stjórnar þarf að liggja fyrir eigi síðar en 14 dögum fyrir ársfund, þ.e. 27. maí 2021. Senda skal tilkynningu um framboð auk nauðsynlegra gagna á netfangið arsfundur@frjalsi.is. Nánari upplýsingar um fundinn, reglur um framkvæmd ársfundar og rafræna atkvæðagreiðslu til stjórnar og þau gögn sem frambjóðendur þurfa að skila inn til að staðfesta framboð sitt má finna á vef sjóðsins. Ársreikning 2020 ogmeginniðurstöður hans er einnig að finna á vef sjóðsins. Vegna núgildandi sóttvarnareglna er grímuskylda á fundinum og farið er fram á að sjóðfélagar skrái sig á fundinn á vef sjóðsins fyrir kl. 12:00 þann 9. júní 2021. * Fundarstaður er birturmeð fyrirvara um breytingar vegna samkomutakmarkana. Ef fundarstað verður breytt verður það auglýst á vefsíðu sjóðsins og í dagblöðum. Ársfundur Frjálsa verður haldinn fimmtudaginn 10. júní 2021 kl. 17:15 í höfuðstöðvum Arion banka, Borgartúni 19.* 8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. MAÍ 2021 Jón Magnússon, lögmaður og fv.alþingismaður, minnir á að arfakóngar fyrri tíðar vildu teljast óskeikulir enda var ekki deilt við heimildina. - - - Hinir merkuWindsor-arfar veifa ekki slíkum heimildum en orð þeirra hafa þó um- framvigt vegna stöðu þeirra og forns ættarmergs. - - - Jón segir aðBretaprins telji sig hafa spásagnar- anda í loftslagsmálum og hafi í júlí 2009 sagt að hlýnun jarðar af mannavöldum væri svo mikil og hröð að við ættum aðeins 96 mánuði eftir þangað til allt yrði komið í óefni. - - - Júlí 2018 hafi komið og 96 mánuð-irnir liðnir, en ekkert hafi gerst. Ári síðar hafi Karl endurnýjað spá sína og sagt að við ættum 18 mánuði eftir þar til úti yrði um mannkynið. Janúar 2021 hafi komið og 18 mán- uðir liðnir, án þess að neitt gerðist. - - - Harry, sonur prinsins, hafi bættum betur og sagt í júnímánuði 2019 „að við værum eins og froskar sem væru í sjóðandi vatni vegna hlýnunar af mannavöldum“. - - - Í tilefni þess fór hann í fjórar utan-landsferðir á einkaþotum, en er enn ekki steiktur í eiginlegri merk- ingu. - - - Fésbók, twitter og google detturekki í hug að loka á svona fals- fréttir og spádóma. Það er bara gert gagnvart þeim sem mótmæla pólitísku veðurfræðinni og ham- faraspámönnunum …“ Jón Magnússon Reyna að slá Al Gore út STAKSTEINAR Karl prins Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Fjórir sakborningar verða ákærðir vegna morðsins á Armando Beqiri sem framið var í Rauðagerði um miðjan febrúar. Þetta staðfestir Kolbrún Benediktsdóttir varahér- aðssaksóknari. Kolbrún getur ekki tjáð sig, að svo stöddu, um kyn, þjóðerni eða aldur sakborninganna þar sem sakborningum hefur ekki enn verið formlega birt ákæra. Ekki liggur heldur fyrir hver er ákærður fyrir hvað. Albanskur karlmaður sem játað hefur að hafa myrt Armando situr í varðhaldi. Fjórir verða ákærðir vegna morðsins Katrín Jakobsdóttir forsætisráð- herra mætti í bólusetningu gegn Co- vid-19 í Laugardalshöll í gær. Katrín fékk bóluefni frá lyfja- framleiðandanum Pfizer en í þessari viku fá um 12 þúsund einstaklingar sprautu með bóluefninu, um 5 þús- und fá fyrri bólusetningu og um 7 þúsund fá seinni bólusetningu. Sagði Katrín blaðamönnum að henni hefði verið hálfilla við spraut- ur frá unga aldri og þakkaði hún hjúkrunarfræðingnum sem bólusetti hana með snertilausri kveðju eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Þrjú kórónuveirusmit greindust innanlands á mánudag. Aðeins einn þeirra sem greindust var í sóttkví við greiningu. Nú eru 84 í einangrun og 543 eru í sóttkví. Þrír eru á sjúkrahúsi með Covid-19. Ekkert smit greindist á landamærunum en einn var með mótefni sem fór í skim- un þar á mánudag. Innanlands voru 1.339 skimaðir á mánudag og 476 á landamærunum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Bólusett Katrín þakkaði hjúkrunarfræðingnum sem bólusetti hana. Katrín bólusett með efni Pfizer - Hefur aldrei verið vel við sprautur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.