Morgunblaðið - 12.05.2021, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 12.05.2021, Qupperneq 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. MAÍ 2021 Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Meðal OECD-ríkjanna er það að- eins á Íslandi sem sjávarútvegur skilar meira til hins opinbera en hann fær greitt úr opinberum sjóð- um. Í hinum 28 OECD-ríkjunum hefur hlutfall af heildarútgjöldum þeirra sem rennur til sjávarútvegs- ins aukist úr 5,6% á árunum 2012 til 2014 í 6,8% á árunum 2016 til 2018. Þetta er meðal þess sem fram kemur í skýrslu um stöðu og horfur í íslenskum sjávarútvegi og fiskeldi og Morgunblaðið hefur undir hönd- um. Skýrslan er eftir Svein Agn- arsson, prófessor við viðskipta- fræðideild HÍ, Sigurjón Arason, prófessor við matvæla- og næring- arfræðideild Háskóla Íslands, dr. Hörð G. Kristinsson og dr. Gunnar Haraldsson. „Íslenskur sjávarútvegur sker sig úr í hópi nágrannaþjóða þegar kemur að umfangi og eðli styrkja. Víðast hvar eru beinir styrkir til sjávarútvegs verulegir en hér á landi greiða útgerðarfyrirtæki veiðigjald,“ segir í skýrslunni sem unnin var að beiðni Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs- og land- búnaðaráðherra. Til stendur að kynna skýrsluna eftir hádegi í dag. Þá hafi íslenskur sjávarútvegur staðið sig vel í samkeppni á erlend- um mörkuðum. „Sú staðreynd að ís- lensk sjávarútvegsfyrirtæki geta staðist samkeppnina jafn vel og raun ber vitni er annars vegar merki um góða stjórn fiskveiða og fjárhagslegan styrk sjávarútvegs á Íslandi en einnig um bágt ástand í fiskveiðum annars staðar,“ álykta skýrsluhöfundar. Þjóðinni til hagsbóta Fram kemur að ótímabundnar aflaheimildir íslenskra sjávarút- vegsfyrirtækja séu til þess fallnar að tryggja aukinn fyrirsjáanleika sem um sinn skapar grundvöll fyrir langtímafjárfestingar og skipulagn- ingu starfsemi sinnar til lengri tíma litið. Þá hvetur kvótakerfið útgerð- irnar til að lágmarka kostnað og hámarka verðmæti aflans. „Sú staðreynd að hefðbundnir nytjastofnar eru fullnýttir setur sjávarútvegi ákveðnar skorður. Aukin verðmætasköpun í sjávarút- vegi getur því ekki komið úr meiri afla, heldur betri nýtingu hráefna, aukinni framleiðni og aukinni verð- mæta- og nýsköpun almennt,“ segir í skýrslunni. Þá telja skýrsluhöfundar íslensk- an sjávarútveg búa við samkeppn- isforskot sem felst í stjórnkerfi fiskveiðanna. „Samanburður við Noreg leiðir skýrt í ljós að íslensk- ar útgerðir geta, vegna stjórnkerf- isins, hagað veiðimynstrinu þannig að þær geta selt fisk inn á mark- aðina þegar framboð er lítið og verðið hærra en ella. Einnig geta íslensk fyrirtæki hagað veiðunum þannig að minna sé um orma í þorski og þau neyðist ekki til þess að koma að landi með lélegra hrá- efni. Þannig býr stjórnkerfið sjálft til umgjörð um veiðar og vinnslu sem skapar aukin verðmæti, þjóð- inni til hagsbóta.“ Íslenskt sjávarútvegs- kerfi öðrum framar - Það eina innan OECD-ríkjanna sem er ekki niðurgreitt Morgunblaðið/Hari Ágóði Arðsemi íslensks sjávarútvegs er mun meiri en annars staðar. Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Fækkun starfa í sjávarútvegi vegna aukinnar tæknivæðingar virðist frekar koma niður á konum en körl- um. Það sama á við um aukningu í útflutningi á óunnum fiski. Þetta má lesa úr niðurstöðum skýrslu um stöðu og horfur í íslenskum sjávar- útvegi og fiskeldi. Störfum í fiskvinnslu hefur fækk- að töluvert og voru þau um sex þús- und árið 2014 en aðeins fimm þús- und fimm árum síðar og hafði því fækkað um 16,6% á tímabilinu. „Segja má að sú þróun eigi sér tvær meginskýringar. Annars vegar hef- ur sjálfvirkni og aukin véla- og tæknivæðing í stærstu fiskvinnslu- húsum hugsanlega fækkað atvinnu- tækifærum og hins vegar hefur út- flutningur á óunnum fiski minnkað eftirspurn eftir vinnuafli,“ segir í skýrslunni. Hins vegar telja höf- undar ekki ástæðu til að óttast að fiskvinnsla fari til útlanda í stórum stíl þar sem samkeppnisstaða stóru íslensku sjávarútvegsfyrirtækjanna sé „einfaldlega of sterk“. Þá sé lítil ástæða til að óttast að þróunin hér á landi verði svipuð og í Noregi þar sem 51% af útfluttum þorskafurðum í fyrra var óunninn fiskur. Fækkun í fiskiðnaði Árið 2019 störfuðu 4.700 við fisk- veiðar og 3.700 í fiskiðnaði hér á landi. Í skýrslunni er vakin athygli á að um langt skeið hafi verið ójöfn kynjaskipting og að 95% sem komu að veiðum voru karlmenn og ríflega 70% í vinnslu voru kvenmenn. Óbreytt ástand ríkir í veiðum en hlutfall karla í fiskiðnaði hefur farið vaxandi á síðustu árum og eru kven- menn nú innan við 40% þessara starfsmanna. Skýrsluhöfundar segja ástæður breytinganna rannsóknar- efni. Ekki verður þó annað séð en að fækkun starfa í vinnslum landsins hafi komið niður á konum. Þá kann að vera að með aukinni vinnslu af- urða á sjó hafi störfin færst úr hefð- bundinni kvennastétt til hefðbund- innar karlastéttar. Hægfara breytingar Í skýrslunni er bent á að konum hafi fjölgað í hliðargreinum sem og ýmsum sprotafyrirtækjum sem tengjast sjávarútvegi. „Karlar hafa verið í miklum meiri- hluta þess fólks sem verið hefur sýnilegt innan sjávarútvegsins og utan, með örfáum undantekningum þó. Konur hafa átt á brattann að sækja og mörgum hefur reynst erf- itt að skapa sér sess í jafn karllægri atvinnugrein. Á síðari árum hafa þó átt sér stað hægfara breytingar, þar sem konur hafa orðið meira áber- andi, bæði hvað varðar starfsemi fyrirtækja í greininni og hagsmuna- gæslu.“ Hlutfall kvenna í sjávar- útvegi lækkaði til muna - Störfum í fisk- iðnaði fækkaði um 16% á fimm árum Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Fækkun Hlutfall kvenna meðal starfsmanna í fiskiðnaði var lengi um 70%. Störfum fækkaði um þúsund og hefur hlutfall kvenna lækkað á sama tíma. VINNINGASKRÁ 459 12161 19890 30837 41862 49980 61900 69465 477 12166 19969 30931 42810 50166 62261 70247 873 12394 20016 31079 43108 50305 63138 70674 1471 12731 20054 31136 43185 50405 63274 71634 1761 12772 20913 31729 43302 51522 63362 71904 2190 12891 21126 31886 43334 51745 63372 72577 2729 13003 21762 32900 43761 51806 63703 72764 3174 13154 22109 33265 43984 52002 64035 73471 3546 13604 22241 33964 44056 52536 64242 73722 3814 13666 22260 34200 44176 52804 64281 73942 3834 14131 22362 34286 44604 53413 64377 74400 3986 14166 22478 34398 44706 53639 64400 74474 4019 14425 22939 34418 44744 53939 65110 74734 4241 14516 23240 34605 45923 54267 65222 75084 4430 14849 23734 34880 46337 55214 65235 75087 4809 15001 24138 35171 46487 55495 65323 75318 4869 15095 24449 35340 47056 55787 65343 75500 5643 15381 24685 35528 47349 56122 65828 75781 6176 15960 24772 35530 47599 56127 65831 76020 6495 16185 24911 36072 47823 56628 65899 76196 6900 16524 25633 36097 47864 57022 66172 76518 7706 16598 26207 36274 48097 57098 66212 76612 7729 16710 27301 37175 48306 57215 66319 76716 7981 16972 27444 37271 48328 57542 66362 76764 8113 17159 27572 37468 48464 57561 66371 76971 8390 17696 27646 37475 48510 57740 66390 77121 8486 17862 27691 37528 48588 58681 66781 77758 9380 18017 28624 37632 48902 58873 67059 77909 9509 18570 28990 38320 49079 58917 67129 78366 9891 18638 29069 38806 49220 58967 67267 79464 10253 18979 29200 39170 49290 59243 67581 79985 10355 19020 29391 39259 49388 59362 67971 10598 19086 29955 39940 49521 59831 68011 10728 19163 30019 40092 49682 60313 68048 10735 19217 30511 40341 49763 61055 68701 11336 19473 30689 40654 49792 61261 68811 11790 19839 30826 41373 49889 61449 69081 279 8617 17228 27452 43928 52807 64462 74998 874 9364 17644 27963 44484 54974 65099 75807 1197 10780 19872 29299 45081 55598 65864 76076 2050 11059 21310 30712 46233 55710 66581 76432 2687 11999 21838 31160 46353 55714 67027 77454 3092 13183 23927 31888 46973 56548 67493 77975 3858 13352 24088 34843 48052 57446 68406 79010 6496 13801 24265 37301 48542 59214 69182 79395 6582 14104 24282 39688 48567 59470 71010 79727 6865 14243 25413 40893 48619 61072 71755 8008 14547 25854 42363 50397 61364 73651 8071 15097 26781 43333 51464 62062 74292 8484 15483 27028 43464 52754 62801 74360 Næstu útdrættir fara fram 14., 20. & 27. maí 2021 Heimasíða: www.das.is Vinningur Kr. 12.000 Kr. 24.000 (tvöfaldur) Vinningur Kr. 25.000 Kr. 50.000 (tvöfaldur) Vinningur Kr. 150.000 Kr. 300.000 (tvöfaldur) 4695 7424 21161 45431 70288 Vinningur Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur) 1906 10215 28051 39281 51739 65710 4709 19206 29912 42260 58560 68446 5355 19321 37705 47811 59311 70980 9060 21759 37816 48710 65079 75292 Aðalv inningur Kr. 2.000.000 Kr. 4.000.000 (tvöfaldur) 7 1 2 8 5 1. útdráttur 11. maí 2021 Veistu um góðan rafvirkja? FINNA.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.