Morgunblaðið - 12.05.2021, Page 11

Morgunblaðið - 12.05.2021, Page 11
FRÉTTIR 11Erlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. MAÍ 2021 Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Að minnsta kosti níu manns létust og tuttugu særðust í gær, þegar árásarmaður á táningsaldri hóf skothríð í grunnskóla í borginni Kazan, sem er höfuðborg sjálf- stjórnarlýðveldisins Tatarstans. Sjö af fórnarlömbunum níu voru nem- endur í 8. bekk, eða á bilinu 13-14 ára gamlir. Tveir fullorðnir létust, þar af var annar þeirra kennari við skólann. Tuttugu voru fluttir á sjúkrahús eftir árásina, þar af voru 18 nem- endur. Sex af þeim tuttugu voru í gjörgæslu í gær og er fólkið á aldr- inum sjö til 62 ára. Árásin hófst kl. 9:30 að staðartíma í Skóla nr. 175, og áttu nemendur og kennarar fótum fjör að launa. Stukku sumir þeirra út um glugga af annarri og þriðju hæð til þess að komast undan árásarmanninum. Lögreglan í Kazan handtók hann um klukkustund eftir að tilkynnt var um árásina. Ekki var vitað um ástæður mannsins í gær. Vilja breyta byssulögum Vladimír Pútín Rússlandsforseti sendi samúðarkveðjur sínar til að- standenda og fórnarlamba árásar- innar. Fyrirskipaði hann jafnframt í gær að byssulöggjöf landsins yrði endurskoðuð, en árásin í gær er ein sú versta í sögu Rússlands. Verður þar sérstaklega skoðað hvers konar skotvopn megi vera í höndum al- mennings, en árásarmaðurinn var vopnaður hálfsjálfvirkri haglabyssu framleiddri í Tyrklandi. Var vopnið sömu tegundar og það sem var not- að í skotárás við háskóla á Krím- skaga árið 2018. Lögreglan gaf engar upplýsingar um árásarmanninn í gær, en Int- erfax-fréttastofan hafði eftir heim- ildarmönnum sínum að árásarmað- urinn væri hinn 19 ára gamli Ilnaz Galjavíev, en hann mun hafa verið nemandi við viðskiptaháskóla í borg- inni, en nýlega rekinn þaðan fyrir slælegan námsárangur. Sagði fulltrúi háskólans við fréttastofuna að Galjavíev hefði ávallt verið róleg- ur og vel til fara, og að hann hefði virt samnemendur sína og kennara. Harmleikur fyrir Tatarstan Rustam Minnikhanov, forseti Tat- arstans, sagði skotárásina vera stór- felldan harmleik fyrir þjóð sína. Sagði hann árásarmanninn vera hryðjuverkamann, en tók fram að hann hefði haft gilt byssuleyfi. Þjóðarsorg mun ríkja í Rússlandi öllu í dag til að minnast fórnarlamb- anna, en þá var einnig viðhöfð mín- útuþögn á öllum íþróttakappleikjum sem háðir voru í landinu í gær. Þá minntust bæði ríkisstjórnin og þing- ið fórnarlambanna. Skotárásir í skólum eru fátíðar í Rússlandi, en sú síðasta var fyrir tveimur árum í bænum Blagoves- hchensk í austasta hluta Rússlands. Féll þar einn og þrír særðust áður en árásarmaðurinn svipti sig lífi. „Stórfelldur harmleikur“ - Sjö unglingar og tveir kennarar féllu í einni verstu skotárás í sögu Rúss- lands- Tuttugu fluttir á sjúkrahús - Pútín vill endurskoða byssulöggjöfina AFP Sorgarstund Íbúar Kazan-borgar syrgðu og lögðu blóm við ráðhús borgarinnar til að minnast fórnarlambanna. Benjamín Netan- yahu, forsætis- ráðherra Ísraels, hét því í gær að herða enn á árás- um Ísraelshers gegn Hamas- samtökunum á Gaza-svæðinu. Minnst 30 manns hafa nú fallið í átökum Ísraels- manna og Palestínumanna sem blossuðu upp vegna óeirða í Jerúsal- em-borg. Bæði Frakkar og Banda- ríkjamenn hafa hvatt til stillingar í átökunum, og Egyptar sögðust í gær hafa reynt að ræða við Ísraelsmenn um leiðir til þess að koma í veg fyrir frekari árásir, en án árangurs. Hyggst herða á árásum Benjamín Netanyahu Framkvæmdastjórn Evrópusam- bandsins tilkynnti í gær að hún hefði kært lyfjaframleiðandann AstraZeneca, en tilgangur máls- höfðunarinnar er að knýja fyrir- tækið til þess að afhenda samband- inu 90 milljónir skammta af bóluefni sínu gegn kórónuveirunni fyrir lok júlí. Framkvæmdastjórnin segir að fyrirtækið hafi skuldbund- ið sig til þess að afhenda 300 millj- ónir skammta á fyrri hluta þessa árs, en fyrirtækið segir sig hafa uppfyllt ákvæði um að afhenda skammta „eftir bestu getu“. Evrópusambandið vill 90 milljónir skammta ASTRAZENECA Glæný HOFF sending var að lenda hjá okkur mjúkir og þægilegir spænskir strigaskór Garðatorg 6 | sími 551 5021 | www.aprilskor.is Seattle 18.990 kr. Back Bay 22.990 kr. Capri 18.990 kr. San Marco 22.990 kr. Við minnum á vefverslunina okkar www.aprilskor.is Montreal 18.990 kr. East Village 22.990 kr. Toulousse 18.990 kr. Soho 22.990 kr.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.