Morgunblaðið - 12.05.2021, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 12.05.2021, Blaðsíða 16
16 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. MAÍ 2021 konu sem brosir blítt núna en það er hún mamma, núna er hún búin að fá Sigga sinn til sín. Elsku Guðrún mín og fjöl- skylda, ég sendi ykkur mínar inni- legustu samúðarkveðjur. Minning um góðan mann mun alltaf lifa í hjarta okkar. Hvíldu í friði ynd- islegi bróðir minn, ég elska þig. Þín litla systir, Ingibjörg Pétursdóttir (Bökka litla). Elsku Siggi, það var ótrúlega erfitt að taka á móti fréttum um andlát þitt. Þetta gat bara ekki verið satt en er þó staðreynd. Þú sem varst alltaf svo sprækur og hress. Það var fallegur strákur, bróðir, sem fæddist 29. júní 1960. Við áttum heima í Eskihlíðinni þegar litli bróðir fæddist. Mikið var þessi litli gutti brosmildur og mikill fjörkálfur. Ég var svo ánægð með þennan litla bróður og var ansi dugleg að passa hann. Við fluttum svo í Árbæinn þar sem stutt var í fallega náttúru og þar byrjaðir þú að spila golf sem var síðan þín atvinna og sport. Golfið var þér allt og oftlega varst þú langt fram eftir kvöldi á golfvell- inum og þá bara lítill gutti. Smátt og smátt varst þú heltekinn af golfinu og náðir góðum tökum á því. Þú varst bara 16 ára þegar þú varst valinn í landsliðið í golfi. Þú varst snillingur á svo mörgum sviðum og mikill húmoristi og grínið var alltaf með í för. Þú kynntist svo Guðrúnu sem var líka í golfinu og ástin blómstraði hjá ykkur og þvílíkt barnalán, hvert öðru yndislegra. Það var ótrúlega yndisleg stund sem við systkinin áttum er við vorum öll saman að skipta búi foreldra okkar eftir andlát móður okkar þó sorgin væri með í för. Þá var líka grín og glens og varst þú þar hrókur alls fagnaðar, brandarar og allslags grín kom á færibandi frá þér. Okk- ur leið svo vel saman systkinun- um. Það yljar að eiga þessa minn- ingu. Elsku Guðrún og fjölskylda, okkar innilegustu samúðarkveðj- ur til ykkar. Svo viðkvæmt er lífið sem vordagsins blóm er verður að hlíta þeim lögum að beygja sig undir þann allsherjardóm sem ævina telur í dögum. Við áttum hér saman svo indæla stund sem aldrei mér hverfur úr minni. Og nú ertu genginn á guðanna fund það geislar af minningu þinni. (Friðrik Steingrímsson) Hvíl í friði, elsku Siggi, og hafðu þökk fyrir samfylgdina. Anna Bára, Freysteinn og börn. Bróðir minn elskulegi, Siggi Pé, hefur kvatt okkur og eftir stönd- um við með hugsunina um hve brothætt lífið er. Hvern hefði órað fyrir því, þegar við kvöddum móð- ur okkar hinstu kveðju í nóvember 2019, að það yrði í síðasta skipti sem við myndum hittast? Svo kom Covid með ferðahömlunum. Við fjölskylda okkar minnumst þín með hlýju og söknuði. Siggi var skírður í höfuðið á föð- urbróður sínum Sigurði Péturs- syni, bónda á Staðarfelli í Dölum, sem lést skömmu fyrir fæðingu Sigga. Það kom fljótlega í ljós að þeir voru gæddir líkum eiginleik- um. Höfðu svipað lundarfar, óvenjumikla atorku og ósérhlífni. Öll fáum við fjölbreytt verkefni til að vinna úr á ævinni, miserfið úrlausnar. Erfiðustu verkefnin hefur Siggi áreiðanlega fengið í tengslum við störf sín hjá lögregl- unni, en þar kom hann oft að sorg- legum atburðum í umferðinni og í heimahúsum. Þeir atburðir safn- ast saman með árunum af fullum þunga á sálina. Siggi var mjög brosmildur, yfirleitt léttur í skapi, grínisti mikill og hafði góða nær- veru. En hann átti sínar erfiðu stundir sagði hann mér sjálfur, þær komu oftast í kjölfar fyrr- greindra atburða, en oftast ekki fyrr en talsvert var frá liðið og þegar þess var jafnvel síst von. Hann átti þess kost að geta breytt til og fann andlega hvíld í golfinu. Allar golfferðirnar, og þær voru margar, kröfðust þess að Guðrún konan hans Sigga sá ein um heimilið, jafnvel vikum saman milli ferða. Hún var hans stoð og stytta í lífinu, annars hefði þetta ekki verið hægt. Þau eiga barna- láni að fagna, öll börnin yndisleg og hæfileikarík. Sem barn var Siggi mikill orku- bolti, alltaf eitthvað að bralla allan daginn, oft með bolta af ýmsum stærðum og gerðum, fljúgandi í átt að einhverju marki. Siggi var sex ára þegar við fluttum í Hraunbæ 170. Við Anna systir fórum þá að fara í göngu- ferðir með Sigga upp á Grafar- holtsvöll til að horfa á golfarana leika golf. Alltaf vildi hann koma með, fékk strax áhuga svona ung- ur. Háu moldarhaugarnir í Hraunbænum breyttust svo í brautir með holum um allt og golf- kylfur voru spýtur og steypujárn. Hann var stundum svolítið prakkari og það var guðs mildi að hann slasaðist ekki þegar hann, þá þriggja ára gamall, útfærði eitt prakkarastrikið. Þetta vetrar- kvöld í Eskihlíð 14a tók Siggi stefnuna beint í átt að innstungu í einu horni stofunnar með gaffal í hendi. Þá kom leiftrandi hvellur og honum tókst að slá allri blokk- inni út. Það er þekkt meðal félaga Sigga að það hafi tekið hann 28 ár að fara holu í höggi. Þetta er ekki allskostar rétt ef tekið er með höggið hans í innstunguna. Þar átti Siggi flotta sveiflu með gaffl- inum og fór tvær holur í einu höggi. Teinarnir framan á gafflin- um hurfu reyndar og gaffallinn líktist meira lítilli golfkylfu. Að leiðarlokum viljum við þakka þér fyrir allar samveru- stundirnar, Siggi minn, og við munum minnast þín með söknuði og hlýhug. Elsku Guðrún mín. Við vottum þér, börnum ykkar og fjöl- skyldum okkar dýpstu samúð og biðjum algóðan Guð að styrkja ykkur í þessari miklu sorg. Guðmundur og Sigrún Ingibjörg. Elsku Siggi okkar. Það er með mikilli sorg sem við ritum örfá orð um einstakan og þann ómetanlega vin sem þú varst okkur. Það er alveg sama hvert við höfum litið síðustu daga, upp hrannast dýrmætar minningar um elsku Sigga P. Þú varst ekki bara með eindæmum skemmtileg- ur og mikilvægur heldur líka traustur og góður vinur bæði í leik og starfi. Það var hægt að tækla allt með þér við okkar hlið og það er stórt skarð hoggið í vina- og fé- lagahóp okkar lögreglumanna. Við söknum þín ólýsanlega mikið og munum gera okkar allra besta við að halda minningu þinni á lofti um ókomna tíð. Megi algóður guð þín sálu nú geyma Gæta að sorgmæddum, græða djúp sár Þó kominn sért yfir í aðra heima Mun minning þín lifa um ókomin ár. (Höf. ókunnur) Sendum fjölskyldu og vinum Sigga okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Hönd til kveðju upp. Þínar vinkonur, Stella, Hildur, Hafdís og Adda. - Fleiri minningargreinar um Sigurð Pétursson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Sigurður Pétursson ✝ Ólafur Örn Arn- arson fæddist í Arnardrangi í Vest- mannaeyjum 27. júlí 1933. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni í Reykjavík 1. maí 2021. For- eldrar hans voru Guðrún Ólafsdóttir húsmóðir, f. 30. október 1909, d. 13. ágúst 1985, og Örn Hauksteinn Matthíasson bókari, f. 27. ágúst 1907, d. 13. júní 1994. Systir Ólafs var Sylvía, f. 9. febr- úar 1935, d. 2. febrúar 2016, eft- irlifandi eiginmaður hennar er Magnús Snorrason, f. 16. desem- ber 1935. Bróðir Ólafs var Ing- ólfur, f. 25. ágúst 1943, d. 25. október 2007, eiginkona hans var Halldóra Haraldsdóttir, f. 30. september 1951, d. 12. maí 2003. Ólafur Örn giftist 20. sept- ember 1957 Kristínu Sólveigu Jónsdóttur læknaritara, f. 21. maí 1933, d. 24. júlí 2014. Þau eign- uðust þrjú börn: 1) Guðrún bygg- ingarverkfræðingur, f. 7. nóv- ember 1959. 2) Sverrir rafmagns- verkfræðingur, f. 14. nóvember 1960, giftur Ingibjörgu Hauks- dóttur listakonu og kennara, f. 17. janúar 1961. Börn þeirra eru: a) Ólafur Haukur, f. 18. desember 1981, giftur Láru Kristínu Skúla- dóttur, f. 29. desember 1979. Börn þeirra eru Elísa Karítas, f. 10. september 2009, Bergur Jarl, f. 3. júní 2011, og Hugi Bjartur, f. 1. apríl 2015. b) Atli Örn, f. 10. apríl 1984, giftur Evu Kristínu Dal, f. 4. febrúar 1985. Börn þeirra eru Birkir Michael, f. 27. júlí 2015, og Egill Arnar, f. 16. janúar 2020. c) Snorri, f. 23. októ- ber 1989, giftur Leslie Wenglein, f. 29. nóvember 1987. d) Kristín Björg, f. 8. október 1996, maki David Hicks, f. 17. desember 1987. 3) Katrín hagfræðingur, f. 25. janúar 1965, maki Ole Aaboe Jørgensen f. 8. ágúst 1963. Ólafur Örn og Kristín bjuggu lengst af í Reykjavík og á Sel- tjarnarnesi, auk þess í Bandaríkj- unum 1963-1969. Ólafur Örn útskrifaðist sem stúdent frá MR 1953 og sem cand.med. frá HÍ 1961. Hann stundaði framhaldsnám við New Britain General Hospital 1963- 1966 og sérfræðinám í þvagfæra- skurðlækningum í Cleveland Cli- nic 1966-1969, báðir í Bandaríkj- unum. Ólafur Örn starfaði lengst af sem sérfræðingur í þvagfæra- lækningum á Landakotsspítala 1970-1996, þar af yfirlæknir frá 1980. Dósent í þvagfæralækn- ingum við læknadeild Háskóla Ís- lands 1977-1986. Frá 1996 þar til hann hætti störfum vann hann sem framkvæmdastjóri upplýs- inga- og gæðamála á Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Útför Ólafs fer fram frá Foss- vogskirkju í dag, 12. maí 2021, og hefst athöfnin klukkan 11. Það hangir einhver óljós leyni- þráður milli okkar sem settumst í fyrsta bekk MR haustið 1947 og urðum seinustu ekta busarnir í þeim skóla. Flest okkar voru 14 ára og sátum þar sex ár. Við vor- um þrjátíu talsins og tíu tóra víst enn. Eftir að hundrað bættust við í 3. bekk eftir landspróf átti Pálmi rektor það til að kalla okkur „kjarnann“ í bekknum við litla hrifningu hinna nýkomnu. Sumt í gamla skólahúsinu mun hafa verið með hálfgerðu 19. aldar sniði. Það var gægjugat á hurðum og spýtubakki í einu horni kennslustofunnar. Útidyrum var læst klukkan átta, rektor kom í hverja stofu og spurði inspektor með kladdann hverja vantaði. Síð- an hringdi hann heim til þeirra sem höfðu síma og fékk stundum óblíðar viðtökur hjá mæðrum stúlkna með tíðaverki. Einn morg- un hjálpuðum við Sigurði Þórar- inssyni landafræðikennara inn um glugga en hann hafði komið mín- útu of seint að læstum dyrum. Pálmi varð hvumsa við þegar hann sá Sigga í kennarastólnum. Hvernig komst þú inn? Flest okkar komu úr þrem skólum í Reykjavík, Miðbæjar-, Austurbæjar- og Laugarnesskól- anum. Svo sem tveir þriðju tóku þátt í einhverju félagslífi eins og svonefndum partíum og fyrsta kastið hélt hver sig að mestu við sína gömlu kunningja úr barna- skóla. Smám saman fór fólk að skiptast meir eftir áhugamálum, sumir voru í íþróttum, aðrir í ein- hverjum listgreinum, sumir fóru að stunda kaffihúsasetur, voru byrjaðir að reykja og jafnvel fá sér í staupinu. Aðgreiningin varð enn meiri með aldri og eftir að hópurinn fjórfaldaðist í 3. bekk. Óli Örn var á þessum árum lið- tækur bæði í handbolta og á kaffi- húsi. Eftir stúdentspróf skildust leið- ir enn meir eftir námsgreinum, námslöndum og búsetu og oft kom fyrir að maður sást ekki árum saman nema á stúdentsafmælum. En þá var því líkast að stórfjöl- skylda kæmi saman. Við Óli urð- um aldrei heimagangar hvor hjá öðrum en jafnvel á efri árum fannst mér ég geta talað við hann sem lækni eins og hann væri ná- kominn frændi. Árni Björnsson. Ólafur Örn Arnarson - Fleiri minningargreinar um Ólaf Örn Arnarson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Guðrún Erna Sæmundsdóttir fæddist 24. júlí 1930 í Finnbogahúsi við Kringlumýri í Reykjavík. Hún lést 30. apríl 2021 á Dvalarheimilinu Ási í Hveragerði. For- eldrar hennar voru Sæmundur Bjarna- son gas- og pípu- lagnameistari, f. 14. maí 1906, d. 9. des. 1991, og Kristín Grímsdóttir prjónakona og húsmóðir, f. 8. apríl 1911, d. 20. maí 1999. Var Guðrún Erna elst fimm systkina. Næst kom Ingunn Ragna, f. 3. ágúst 1931, d. 14. sept. 2012; Bjarni, f. 21. sept. 1932; Örn, f. 19. mars 1947, d. 25. des. 1950; Gylfi, f. 15. ágúst 1948. Flutti fjölskyldan í Fagradal í Reykjavík er Guðrún var fjög- urra ára og bjó þar uns hún flutti á Akranes. Hinn 8. apríl 1951 giftist Guð- rún Erna Lúðvík Friðriki Jóns- syni, f. 9. okt. 1927, d. 20. des. 1975, frá Ársól á Akranesi (Lúlli í Ársól). Fyrstu hjúskaparárin bjuggu þau í Reykjavík, en fluttu síðan á Akranes og bjuggu þar til þau tvö börn og tvö barnabörn. Fyrir átti Grímur eitt barn og fimm barnabörn. 7. Sæunn. f. 2. nóv. 1961. M. Gunnar Egilsson. Eiga fjögur börn og 10 barnabörn. 8. Sólveig Friðrikka, f. 4. júlí 1966. M. Gísli Guðmundsson. Eiga þau þrjú börn og sjö barna- börn. Afkomendur Guðrúnar Ernu eru átta börn, 25 barnabörn og 53 barnabarnabörn. Alls 86 af- komendur. Árið 1977 fór Gunna, eins og hún var alltaf kölluð, sem ráðs- kona að Breiðabólstað í Fljóts- hlíð. Þar kynntist hún Hreiðari Jónssyni bónda í Árkvörn. Flutti hún í Árkvörn og hóf búskap þar. Árið 1979 giftu þau sig í Hlíð- arendakirkju. Bjuggu þau í Ár- kvörn þangað til þau hættu bú- skap og fluttu á Selfoss 1989. Hreiðar lést 1996. Bjó Guðrún á Selfossi allt þar til hún fór á dval- arheimilið Ás í Hveragerði, þar sem hún lést 30. apríl sl. Guðrún verður jarðsungin frá Selfosskirkju í dag, 12. maí 2021, klukkan 13 og jarðsett verður frá Hlíðarenda í Fljótshlíð sama dag. Sökum aðstæðna í samfélag- inu verða einungis nánustu að- standendur viðstaddir útförina. Útförinni verður streymt: https://selfosskirkja.is Streymishlekk má finna á: https://www.mbl.is/andlat ársins 1969, er þau fluttu á Selfoss. Um tíma bjuggu þau á Eyrarbakka, síðan í nokkur ár í Kefla- vík, eða þar til Lúð- vík lést 1975. Alla tíð voru þau kölluð Gunna og Lúlli í Ársól. Saman eignuðust þau átta börn: 1. Lovísa Kristín, f. 15. jan. 1950. Maki Sven Magn- ar Ellendarsen. Eiga þau tvö börn og fimm barnabörn. 2. Erna, f. 14. febr. 1951. M. Sigurður Jóhannesson. Skildu. Eiga þau fjögur börn og sex barnabörn. 3. Guðmundur Rúnar, f. 18. jan. 1954. Sambýliskona Inga Rósa Kristinsdóttir. Á hann þrjú börn og 10 barnabörn. 4. Ægir, f. 14. okt. 1955. M. Ás- gerður Jóhannesdóttir, d. 7. júní 2010. Eiga þau þrjú börn og þrjú barnabörn. 5. Jón, f. 6. júlí 1957. M. Þor- björg H. Halldórsdóttir. Eiga þau þrjú börn og fimm barnabörn. 6. Grímur. f. 14. apríl 1960. M. Unnur Ingadóttir. Skildu. Eiga Elsku mamma þá ertu farin í sumarlandið og trúi ég að margir hafi tekið á móti þér fagnandi. Langar mig að þakka þér fyrir svo margt, svo margar minningar. Ég man tjaldútilegur, skátamót og veiðiferðir, þar sem okkur krökk- unum var kennd virðing fyrir lífi og landi, man þig og pabba sitja á tjaldskörinni, gula A-tjaldið eftir hossing á gamla Moskvitchnum, þið tveir gæslumenn skrafandi yfir nýuppáhelltu kaffi og við krakk- arnir í röðum á vindsængum að fara að sofa með prímusinn suð- andi við undirleik mófugla. Veiði var eitt af því sem þið pabbi elskuðuð og kennduð okkur krökkunum og það eru margar minningar tengdar því og ein af þeim dýrmætari sem ég á er síð- asta ferðin sem við fórum að Þing- völlum rétt áður en þú veiktist. Þar sátum við yfir kaffibolla og rifjuð- um upp gamlar minningar, hlógum mikið og að sjálfsögðu varst það þú sem komst með fisk heim í soðið. Ég minnist margra stunda í Ár- kvörn þar sem þú og Hreiðar fóstri minn stiguð niður sem einn maður, kleinubakstur, heyskapur og að ég tali ekki um sauðburður sem var þinn uppáhaldstími og þá bakaðir þú stóran hleif af rúgbrauði í kind- urnar, hafðir í vasanum og laum- aðir upp í þær sem voru að bera. Þú vissir að þær þyrftu aukaorku enda sjálf búin að ala átta börn. Ég minnist margra reiðtúra inn í Þórsmörk og á milli vatna með nesti. Takk fyrir öll jólin sem þú varst hjá okkur og öll samtölin, all- ar ráðleggingarnar og allt og allt. Takk fyrir allt sem þú gerðir fyrir okkur Gísla, fyrir börnin okk- ar og tengdabörn og fyrir barna- börnin. Blessuð vertu baugalín. Blíður Jesú gæti þín, elskulega móðir mín; mælir það hún dóttir þín. (Ágústína J. Eyjólfsdóttir) Þín dóttir, Sólveig Friðrikka Lúðvíksdóttir (Rikka). Hárin grá á höfði þér og höndin svona æðaber er ætíð fegurri í augum mér en allt það skraut sem jörðin ber. Þakka þér mamma fyrir að kenna mér muninn á réttlæti og ranglæti, dugnaði og iðjuleysi. Þið pabbi kennduð mér allt sem þurfti til að standa á eigin fótum. Ekki síst þakka ég þér fyrir að sleppa af mér hendinni í fyllingu tímans og treysta mér til að feta táningsald- urinn á minn hátt og skapa mér framtíð að eigin vali. Þú varst dugleg, sjálfstæð og glæsileg kona, Reykjavíkurmær sem elskaði náttúruna, sveitina, að dansa á fallegum skóm og ekki síst að renna fyrir fisk. Þú varst alla tíð með sterkar skoðanir á öllu og öllum og lúrðir ekki á því að tjá þig um málefnin, hvort sem áheyr- andanum líkaði það betur eða verr. Framsóknarkona í gegn en studdir tengdasoninn dyggilega til sveitarstjórnarmála þrátt fyrir að hann hann væri í kolvitlausum flokki að þínu mati. Gaman var að fylgjast með hressilegum skoðana- skiptum ykkar Gunnars míns, aldrei logn, fyrr en upp var staðið. Fyrsta minning mín er frá sumrinu áður en ég varð 4 ára. Við vorum í útilegu við litla á, allir krakkarnir komnir með stöng og farnir að veiða í matinn en mamma og pabbi tjölduðu. Á mig var sett barnabeisli með reipisspotta í, fengið prik með flotholti og öngli á. Mér var svo plantað uppi á árbakk- ann og hæluð rækilega niður svo ég færi mér ekki að voða, alsæl. Við mamma höfum deilt þessari veiðiástríðu æ síðan. Enga aflakló þekki ég sem kemst með tærnar þar sem þú hafðir háu hælana þeg- ar kom að silungsveiði. Ég minnist líka þess líka þegar ég, að verða 5 ára, sat á Morgun- blaði við síldarrennuna og sneri og lagði fyrir þig síldina sem þú kepptist við að raða og salta í tunn- ur. Þú varst sjaldan ráðalaus, sama hvað á gekk, verkin þurfti að vinna og afla tekna fyrir stórt heimili. Hrædd um að það vefðist fyrir nú- tímakonunni að halda heimili með átta börnum og vinna úti í ofanálag þrátt fyrir öll nútímaþægindi. Þú varst aðeins 45 ára þegar þú missir pabba. Seinna meir barst þér sú gæfa að kynnast Hreiðari í Árkvörn, og þið rugluðuð saman reytum. Við börnin og barnabörnin fengum að njóta góðmennsku og heiðarleika hans. Hann var klett- urinn þinn. Þið fenguð 15 frábær ár saman en þá lést Hreiðar. Lífið var þér ekki alltaf auðvelt, en hvað um það, mun fleiri voru gleði- og gæðastundir sem lýstu svo skært að engum skugga var vært nálægt þér. Óborganlega eftirminnileg var ferðin okkar til Tyrklands þar sem við fjölskyldan sigldum frjáls á Yrsu, gúllöðunni okkar, frá einum stað til annars, hoppuðum í tæran sjóinn hvar og hvenær sem okkur fýsti eða flutum með straumnum eitthvað út í buskann á vindsæng- inni. Svo var ankeri kastað úti fyrir fallegri vík og synt eða duggað í land, borðað í landi eða eldað um borð og legið svo á dekkinu og dáðst að stjörnum himins á heiðum næturhimninum. Þú kunnir að meta svona ævintýri og frelsi, naust þín til fullnustu og varst góð- ur ferðafélagi. Takk fyrir allar minningarnar sem við eigum saman. Við segjum ekki bless, við segj- um: Góða ferð, sjáumst næst, Ture-lu. Sæunn. Guðrún Erna Sæmundsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.