Morgunblaðið - 12.05.2021, Síða 20

Morgunblaðið - 12.05.2021, Síða 20
20 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. MAÍ 2021 70 ÁRA Maggnús Víkingur fædd- ist 12. maí 1951 á Kambsvegi 19 í Reykjavík. Hann flyst tveggja ára með foreldrum að Brúsastöðum í Þingvallasveit og slítur þar barns- skónum til 12 ára aldurs að for- eldrar hans flytjast til Þorláks- hafnar þar sem nóg var af vinnu. Maggnús lýkur þar grunnskóla og síðan gagnfræðaskóla frá Reyk- holti í Borgarfirði. Hann stundar sjó til 23 ára og stofnar þá heimili og eignast tvö börn, Gunnar og Ey- rúnu Lind, með fyrri konu sinni, Elínu Þórðardóttur. Þau kaupa jörðina Jaðar í Hrunamannahreppi og hefja þar búskap vorið 1979. Þau hætta búskap 1986, flytjast á Flúð- ir og setja þar upp byggingarvöruverslun þar sem viðskiptavinir afgreiddu sig sjálfir því Maggnús var á sama tíma sjálfstæður verktaki. Þau skildu árið 1990. Maggnús kynnist núverandi eiginkonu sinni, Ingibjörgu Dís Geirsdóttur, og flyst til hennar í bæinn. Þau giftast á Bahamaeyjum árið 2002, þá búin að eignast tvo drengi, Hjalta Robin Víking og Maggnús Hlina Víking. Þau kaupa fyrirtækið Glugga og garðhús árið 1995. Þau seldu það 10 árum seinna og höfðu þá tífaldað veltu þess og umfang. Eitt af stærstu áhugamálum Maggnúsar er einkaflug sem hann hefur nú stundað í 54 ár með skrautlegum árangri. Maggnús fór upp úr tvítugu að skrifa nafn sitt með tveimur g-um því hon- um finnst réttara að skrifa það samkvæmt framburði frekar en latneska orð- inu magnus sem er þar lýsingarorð og þýðir mikið. Maggnús hefur alla tíð þótt uppátektasamur og óhræddur við að ganga ótroðnar slóðir. Honum hefur þrátt fyrir það farnast vel í lífsbaráttunni og skrifað um það eigin ævisögu sem gefin var út í fyrra og heitir Talinn galinn og þykir með afbrigðum skemmtileg. Í tilefni af afmælinu taka Inga og Maggnús fagnandi á móti gestum í Laufskálabyggð sinni á Flúðum, laugardaginn 15. maí, upp úr kl. 17.00. Maggnús Víkingur Grímsson Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl , Hrútur Rétta leiðin til að ráða fram úr verkefnum er að ráðast á þau úr óvæntri átt. Víkkaðu sjóndeildarhring þinn. 20. apríl - 20. maí + Naut Þú ert í toppformi bæði andlega og líkamlega og vekur almenna athygli. Ein- beittu þér að málum heimilisins bæði innan veggja sem utan. 21. maí - 20. júní 6 Tvíburar Breytingar standa fyrir dyrum og samræður við fjölskyldumeðlimi fá aukið vægi. Láttu ekki hugfallast þótt allt virðist á móti þér þessa dagana. 21. júní - 22. júlí 4 Krabbi Sjáðu allt það besta í sjálfum þér og öðrum. Gerðu ekki lítið úr málflutningi þeirra sem nálgast viðfangsefnin úr annarri átt en þú. 23. júlí - 22. ágúst Z Ljón Kannaðu vel verð og gæði áður en þú festir kaup á nýjum hlutum. Haltu áfram að ganga í áttina að peninga-vininni sem er fram undan. 23. ágúst - 22. sept. l Meyja Þú skalt ekki vera vonsvikinn þótt eitthvað renni þér úr greipum. Ekki skuld- binda þig ef þú mögulega kemst hjá því. 23. sept. - 22. okt. k Vog Taktu enga áhættu í dag og vertu þar sem þú finnur öryggi og frið. Búðu þig und- ir að þurfa að losa þig við óþarfa og halda áfram þaðan sem frá var horfið. 23. okt. - 21. nóv. j Sporðdreki Þeir sem halla sér upp að þér einum of oft eru farnir að verða of þungir. Taktu stjórnina í þínar hendur og þá munu hjólin fara að snúast þér í hag. 22. nóv. - 21. des. h Bogmaður Það reynir á þig í samstarfi við vinnufélagana. Varaðu þig á vini sem hefur bara áhuga á stöðu þinni og hverfur þegar syrtir í álinn. 22. des. - 19. janúar @ Steingeit Hlustaðu á þá sem vilja leið- beina þér og gefa þér góð ráð, því þeir tala af reynslu. Vertu þolinmóður. 20. jan. - 18. febr. ? Vatnsberi Þú hefur verið lúsiðin/n að und- anförnu svo nú er komið að því að þú njótir ávaxta erfiðis þíns og lyftir þér aðeins upp. Gerðu endilega ferðaáætlanir. 19. feb. - 20. mars = Fiskar Þú finnur til glaðværðar og bjart- sýni sem nýtist vel til þess að ná árangri í nánast hverju sem er. Njóttu þess að vera með öðrum í starfi og leik því félags- skapurinn mun endurnæra þig. Nanna sá fyrsta bílinn aka moldar- troðningana fyrir Kollafjörð 1931 sagði hún að það þyrfti að „steypa vegina“ og „grafa göng“ í gegnum fjöllin. Áhugi Nönnu á samgöngu- bótum kom vel í ljós þegar byrjað var að bora fyrir Héðinsfjarðargöngum. Hún kom því svo fyrir að hún fékk að áratugnum var enginn maður með mönnum á Sigló nema hann ætti skíðahúfu og eyrnaskjól frá Nönnu Frank. Áhugi Nönnu á bílum var mikill alla tíð. Hún var með fyrstu konum sem tóku meirapróf hér á landi og ók um tíma rútu á Siglufirði. Þegar É g er stríðsframleiðsla,“ segir Nanna fullum fetum enda fædd í miðju fyrra stríði, hinn 12. maí árið 1916 í Litla-Fjarðarhorni í Kollafirði í Strandasýslu. Nanna var níunda í röð þrettán systkina sem öll náðu háum aldri en Nanna og Margrét systir hennar, f. 1922, eru nú einar eftir. Þær eru elstu núlifandi systkin á Ís- landi og Nanna næstelst Íslendinga. Hallfríður Nanna Franklínsdóttir fæddist í torfbæ og ólst þar upp. Skólagangan var stutt; einungis fá- einir mánuðir í farskóla. Henni þótti alla tíð leitt að hafa ekki átt kost á lengri skólagöngu því hún hafði gam- an af að læra og var og er enn stál- minnug. „Ég reyndi að falla á prófi því þá hefði ég fengið að vera tvo mánuði til viðbótar í skólanum en þeir sáu við mér,“ sagði hún. Fáum árum eftir að Franklín faðir hennar lést flutti Nanna til Siglufjarðar með Andreu móður sinni sem lést þar 1979, 97 ára að aldri. Auk Nönnu settust þrjár systur hennar að á Siglufirði, þær Guðbjörg, Margrét og Guðborg. Þetta var á þeim árum sem sveitirnar gátu ekki framfleytt fólki en bær eins og Siglufjörður tók við fjölda manns enda næg atvinna sem fylgdi síldinni. Nanna var tæplega þrítug þegar hún kom til Sigló og tók nýjum tím- um fagnandi. Hún hefur alla tíð verið vinmörg, vinsæl og frændrækin. Hún er orðheppin og glettin og þekkt fyrir að svara hraustlega fyrir sig og koma með kraftmiklar athugasemdir við háa sem lága. Hún vann öll störf sem buðust á Siglufirði, saltaði síld á sumrin og vaskaði fisk á veturna. Hún afgreiddi í mjólkurbúðinni og rak sjoppu í kjallaranum heima hjá sér þar sem hún grillaði pylsur í forláta grillofni sem margir muna. Sjoppan hennar Nönnu var vinsæl hjá skólakrökk- unum og eitt sinn þegar hún heyrði nokkra stráka ræða um að þeir nenntu ekki í skólann lét hún þá heyra það og sagði þeim að þeir ættu ekki skilið að fá að fara í skóla! Nanna var iðin prjónakona og útveg- aði sér prjónavél. Á sjötta og sjöunda gera sér ferð með starfsmanni verk- taka inn í Héðinsfjörð skömmu eftir að síðasta haftið var sprengt. Hún hafði á orði þegar lagt var af stað inn göngin að hún hefði ekki hlakkað eins mikið til nokkurs hlutar á ævinni. Nanna vildi vera þátttakandi í ævin- týrinu og á árinu 2010 lagði hún fram sinn skerf, eða meira en hálfan kíló- metra, til prjónatrefilsins langa sem tengja skyldi Siglufjörð og Ólafs- fjörð. Nanna átti langan og áfalla- lausan ökumannsferil og fór stundum í löng ferðalög um landið. Á árinu 1991 kom hún til Flateyjar með þrjár systur sínar í ferð um Vesturland og Vestfirði – þær gistu á farfuglaheimilum en meðalaldur þeirra var þá 75 ár. Nanna var bíl- stjórinn og sú eina sem þáði púrtvíns- staup áður en haldið var aftur til lands. Hún var komin á níræðisaldur þegar hún seldi síðasta bílinn og fékk sér rafskutlu eða ,,ellinöðru“ og keyrði á henni um götur Siglufjarðar meðan þrek entist. Þegar Nanna hélt upp á aldar- afmæli sitt sagði hún að „þær yrðu ekki fleiri veislurnar“. Hún var þá Nanna Franklínsdóttir, fyrrverandi verkakona og prjónakona – 105 ára Í Flatey Úr Vesturlandsrúnti þeirra systra árið 1991, en Nanna var bílstjórinn. Frá vinstri: Anna, Guðborg, Aðalheiður og Nanna ásamt Sigurmari Albertssyni, syni Guðborgar. Það verður afmælisveisla! Á Samgönguminjasafni Skagafjarðar Nanna að skoða VW bjöllu fyrir 10 ár- um. Hún átti eina slíka árum saman og muna margir eftir henni á bjöllunni. Til hamingju með daginn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.