Morgunblaðið - 12.05.2021, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 12.05.2021, Blaðsíða 22
22 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. MAÍ 2021 FÓTBOLTINN Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Selfoss tyllti sér á toppinn í úrvals- deild kvenna í knattspyrnu, Pepsi Max-deildinni, þegar liðið heimsótti Þór/KA í Bogann á Akureyri í ann- arri umferð deildarinnar í gær. Brenna Lovera kom Selfyssingum yfir strax á 19. mínútu með sínu þriðja marki í tveimur leikjum og Caity Heap tvöfaldaði forystu Selfoss á 66. mínútu. Selfyssingar voru sterkari aðilinn í leiknum og virðast þær til alls líkleg- ar í deildinni ár eftir ákveðið von- brigðatímabil síðasta sumar þar sem liðið ætlaði sér að berjast um Íslands- meistaratitilinn. Miranda Smith og Sandra Nabwe- teme, erlendir leikmenn Þórs/KA, byrjuðu báðar á bekknum en þær eru ekki komnar í leikform. Colleen Kennedy var hins vegar í byrjunarliði Akureyringa og virkaði alltaf hættuleg, í þau fáu skipti sem hún fékk boltann. Selfoss er eina lið deildarinnar sem er með 6 stig og fullt hús stiga eftir fyrstu tvær umferðir deildarinnar en báðir leikirnir hafa verið á útivelli. „Selfoss hefur nú spilað tvo útileiki og klárað sín lengstu ferðalög. Upp- skeran er sex stig og toppsætið í deildinni. Varnarlína liðsins er traust með snögga og sterka Emmu Chec- ker eins og herforingja í hjarta henn- ar. Fyrir aftan hana var Guðný Geirsdóttir örugg á öllum boltum. Þór/KA átti í brasi með að skapa sér færi og álitlegar sóknir en barðist vel um allan völl. Lítið sást til Colleen Kennedy í liði Þórs/KA en hún sýndi lipra takta í þau fáu skipti sem hún komst í boltann. Miranda Smith kom svo inn á í stöðunni 2:0 og sást lítið,“ skrifaði Einar Sigtryggsson m.a. í umfjöllun sinni um leikinn á mbl.is. Skiptu með sér stigunum Þá eiga nýliðar Keflavíkur ennþá eftir að skora mark í deildinni en liðið heimsótti Stjörnuna á Samsung- völlinn í Garðabæ. Leiknum lauk með markalausu jafntefli en Garðbæingar byrjuðu leikinn af miklum krafti og ætluðu sér greinilega að ná inn marki snemma leiks. Stjarnan fékk tíu hornspyrnur í fyrri hálfleik en tókst ekki að nýta þær sem skyldi. Á sama tíma vörðust Keflvíkingar vel í leiknum en það vantar einfaldlega meira bit í sóknar- leikinn hjá þeim. Garðbæingar áttu lipra spretti gegn Valskonum í fyrstu umferðinni þar sem þær gáfu Íslandsmeist- araefnunum alvöru leik en líkt og undanfarin ár þá virðist vanta ákveð- inn stöðugleika í lið Stjörnunnar og þær eiga erfitt með að tengja saman góða frammistöðu. Þá þurfa Keflvíkingar að breyta jöfnum leikjum í sigurleiki ef þær ætla sér að halda sæti sínu í deildinni. „Jafnteflið þýðir að liðin halda sæt- um sínum í deildinni komin með eitt stig eftir tvo leiki – Stjarnan í því átt- unda og Keflavík í níunda. Garðbæ- ingar voru vissulega betri og sóttu mun meira en tókst ekki að brjóta ís- inn. Keflvíkingar áttu undir högg að sækja en fá stig fyrir að berjast allan leikinn, þrátt fyrir að mikið væri af þeim dregið þegar leið á leikinn,“ skrifaði Stefán Stefánsson m.a í um- fjöllun sinni um leikinn á mbl.is. Abby Carchio í liði Keflavíkur fékk gula spjaldið tvisvar undir lokin og þar með það rauða, og verður því í banni í næsta leik. Með fullt hús stiga á toppnum - Keflavík á ennþá eftir að skora mark Ljósmynd/Þórir Tryggvason Markahæst Brenna Lovera, til vinstri, er markahæsti leikmaður Pepsi Max-deildarinnar með þrjú mörk, líkt og Delaney Pridham framherji ÍBV. Knattspyrnumaðurinn Kjartan Henry Finnbogason flaug heim til Íslands í gær frá Danmörku eftir að hafa rift samningi sínum við danska b-deildarliðið Esbjerg. Liðið hafði ekki að neinu að keppa úr því sem komið var en ljóst var orðið að liðið myndi ekki vinna sér sæti í efstu deild. Kjartan Henry er 34 ára gamall og mun væntanlega hafa fé- lagaskipti yfir í KR við heimkom- una. Fyrr í vetur höfðu KR-ingar rætt við Kjartan um að hann myndi ganga í raðir félagsins á ný í sumar en það er ekki frágengið. Kjartan rifti samningnum Morgunblaðið/Eggert KR Kjartan Henry Finnbogason í leik með KR sumarið 2014. Alexander Petersson, landsliðs- maður í handknattleik, mun ganga til liðs við þýska 1. deildar liðið Mel- sungen, sem Guðmundur Þórður Guðmundsson landsliðsþjálfari stýrir, að loknu yfirstandandi leik- tímabili. Alexander gekk til liðs við Flensburg í janúar á þessu ári frá Rhein-Neckar Löwen og stoppar því stutt. Fyrir utan Guðmund mun Alex- ander hitta fyrir Arnar Frey Arn- arsson og þá mun Elvar Örn Jóns- son sömuleiðis ganga til liðs við Melsungen frá Skjern í sumar. Fjórir Íslendingar hjá Melsungen Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Þýskaland Ferill Alexanders í at- vinnumennsku verður enn lengri. Pepsi Max-deild kvenna Þór/KA – Selfoss ...................................... 0:2 Stjarnan – Keflavík .................................. 0:0 Staðan: Selfoss 2 2 0 0 5:0 6 Valur 2 1 1 0 2:1 4 Breiðablik 2 1 0 1 11:4 3 ÍBV 2 1 0 1 5:4 3 Þór/KA 2 1 0 1 2:3 3 Þróttur R. 2 0 2 0 1:1 2 Tindastóll 1 0 1 0 1:1 1 Stjarnan 2 0 1 1 1:2 1 Keflavík 2 0 1 1 0:3 1 Fylkir 1 0 0 1 0:9 0 England Manchester United – Leicester .............. 1:2 Southampton – Crystal Palace ............... 3:1 Staða efstu liða: Manch. City 35 25 5 5 72:26 80 Manch. United 35 20 10 5 68:38 70 Leicester 36 20 6 10 65:44 66 Chelsea 35 18 10 7 55:32 64 West Ham 35 17 7 11 55:45 58 Liverpool 34 16 9 9 57:39 57 Tottenham 35 16 8 11 61:41 56 Everton 34 16 7 11 46:42 55 Arsenal 35 15 7 13 49:38 52 Leeds 35 15 5 15 53:53 50 Aston Villa 34 14 6 14 49:41 48 Wolves 35 12 9 14 35:47 45 _ Manchester City er meistari og Man- chester United hefur tryggt sér meistara- deildarsæti. Fulham, WBA og Sheffield United eru fallin. Svíþjóð B-deild: Öster – Sundsvall..................................... 0:2 - Alex Þór Hauksson var ekki með Öster vegna meiðsla. >;(//24)3;( Grill 66 deild karla Víkingur R. – Kría................................ 26:19 HK – Haukar U .................................... 27:20 Selfoss U – Valur U.............................. 25:25 Hörður – Fjölnir................................... 29:35 Vængir Júpíters – Fram U...................24:26 Staðan: HK 17 15 0 2 511:363 30 Víkingur 17 15 0 2 452:393 30 Fjölnir 17 9 3 5 491:447 21 Valur U 17 9 2 6 501:491 20 Haukar U 17 9 1 7 456:451 19 Selfoss U 17 6 3 8 463:478 15 Kría 17 6 3 8 445:468 15 Hörður 17 5 1 11 482:545 11 Vængir J. 17 3 0 14 368:452 6 Fram U 17 1 1 15 410:491 3 Frakkland Aix – Dunkerque ................................. 29:24 - Kristján Örn Kristjánsson skoraði ekki fyrir Aix. B-deild: Dijon – Nancy....................................... 29:30 - Elvar Ásgeirsson skoraði 1 mark fyrir Nancy en fékk rautt spjald snemma. Svíþjóð Sävehof – Skövde ................................ 38:37 - Bjarni Ófeigur Valdimarsson skoraði ekki fyrir Skövde. _ Sävehof er 1:0 yfir í úrslitarimmunni. E(;R&:=/D Umspil karla 8-liða úrslit, annar leikur: Fjölnir – Vestri ..................................... 73:87 Hrunamenn – Hamar........................... 58:99 Selfoss – Sindri ..................................... 86:65 Skallagrímur – Álftanes ...................... 92:75 _ Vestri og Hamar eru komin áfram í undanúrslit með 2:0 sigra en staðan er 1:1 í hinum tveimur rimmunum. NBA-deildin Atlanta – Washington ...................... 125:124 Golden State – Utah......................... 119:116 Cleveland – Indiana ......................... 102:111 Memphis – New Orleans ................. 115:110 San Antonio – Milwaukee ................ 146:125 Portland – Houston .......................... 140:129 >73G,&:=/D KNATTSPYRNA Úrvalsdeild karla, Pepsí Max-deildin: Dalvíkurvöllur: KA – Leiknir R...........17:30 Würth-völlur: Fylkir – KR ...................19:15 1. deild kvenna, Lengjudeildin: Kaplakriki: FH – Grótta ......................19:15 Norðurálsvöllur: ÍA –Augnablik..........19:15 Víkin: Víkingur R. – Afturelding .........19:15 HANDKNATTLEIKUR Umspil kvenna, undanúrslit, fyrsti leikur: Kórinn: HK – Fjölnir/Fylkir ................19:30 Hertz-höllin: Grótta – ÍR......................19:30 BLAK 8-liða úrslit karla, annar leikur: Fagrilundur: HK – Fylkir .........................19 Varmá: Afturelding – Vestri .....................19 Hveragerði: Hamar – Álftanes .................19 KA-heimilið: KA – Þróttur N...............19:30 Í KVÖLD! ÞÓR/KA – SELFOSS 0:2 0:1 Brenna Lovera 19. 0:2 Caity Heap 66. . M Karen María Sigurgeirsdóttir (Þór/KA) Snædís Ósk Aðalsteinsdóttir (Þór/KA) Hulda Ósk Jónsdóttir (Þór/KA) Guðný Geirsdóttir (Selfoss) Emma Checker (Selfoss) Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir (Selfoss) Hólmfríður Magnúsdóttir (Selfoss) Brenna Lovera (Selfoss) Dómari: Eiður Ottó Bjarnason – 7. Áhorfendur: 200, uppselt. STJARNAN – KEFLAVÍK 0:0 M Anna María Baldursdóttir (Stjörnunni) Betsy Hassett (Stjörnunni) Gyða K. Gunnarsdóttir (Stjörnunni) Ingibjörg L. Ragnarsd. (Stjörnunni) Natasha Anasi (Keflavík) Tiffany Sornpao (Keflavík) Abby Carchio (Keflavík) Rautt spjald: Abby Carchio (Keflavík) 85. Dómari: Guðmundur Friðbertsson – 8. Áhorfendur: 122. _ Liðsuppstillingar, gul spjöld, viðtöl og greinar um leikina – sjá mbl.is/sport/fot- bolti. Manchester City er Englandsmeist- ari í knattspyrnu tímabilið 2020-21 en þetta varð ljóst eftir 2:1-sigur Leicester gegn Manchester United í ensku úrvalsdeildinni á Old Trafford í Manchester í gær. Leicester fór með sigrinum upp í þriðja sæti deildarinnar og er með 66 stig, tveimur stigum meira en Chelsea sem á leik til góða á Leicest- er. Manchester United er sem fyrr í öðru sæti deildarinnar með 70 stig en liðið gæti misst bæði Leicester og Chelsea fram úr sér í lokaumferð- unum. West Ham er með 58 stig í fimmta sæti deildarinnar og Liverpool í sjötta sætinu með 57 stig. West Ham getur mest fengið 9 stig til viðbótar á meðan Liverpool getur mest fengið 12 stig og því ljóst að róðurinn fyrir bæði lið verður þungur í baráttunni um sæti í Meist- aradeildinni á næstu leiktíð. Manchester City er með 80 stig í efsta sæti deildarinnar þegar þrjár umferðir eru eftir af tímabilinu en United var eina liðið sem gat náð þeim að stigum fyrir leik gærdags- ins. Þetta er í þriðja sinn á síðustu fjórum árum sem City verður Eng- landsmeistari og í fimmta sinn á síð- ustu níu árum. Pep Guardiola tók við þjálfun liðsins sumarið 2016 og er þetta í þriðja sinn sem hann gerir liðið að Englandsmeisturum. Meistarar eftir hagstæð úrslit AFP Meistarar Það var vel fagnað á götum Manchester-borgar í gær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.