Morgunblaðið - 12.05.2021, Page 25

Morgunblaðið - 12.05.2021, Page 25
MENNING 25 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. MAÍ 2021 Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Tónlistarkonan Blankiflúr, réttu nafni Inga Birna Friðjónsdóttir, gaf fyrir skömmu út fyrstu breiðskífu sína, Hypnopompic, og segir hún titil plötunnar enskt orð yfir ástand mann- eskjunnar rétt áður en hún vaknar sem hún tengir við ástand sitt í sköpunarferlinu, að þá hafi hún verið að vakna til lífsins eftir ýmsa erfiðleika. „Það má segja að þetta hafi verið mín leið til að vakna og fá svör við spurningum, að vakna til sjálfrar mín. Þetta var úrvinnsla, að sjá reynslu síðasta áratugar koma til mín í lögunum. Ég settist ekkert niður til að semja lög, þau komu bara til mín,“ segir Inga. Hún hafi velt því fyrir sér hvað hún væri að segja með lögum og textum og nú þegar hún horfi til baka sjái hún t.d. ástarsorg sem hún hafi ekki verið búin að jafna sig á eða „ADHD hausinn sinn“. Platan er því ekki konseptplata, ekki lagt upp með ákveðið þema á henni. Leið til að skilja Inga segist hafa greinst í fyrra með ADHD, ofvirkni og athyglisbrest. „Það sem felst í því er svo ofsalega mismunandi fyrir hvern og einn og það hefur verið tabú að tala um þessa hluti en það hefur hjálpað mér gríðarlega mikið að taka ábyrgð á sjálfri mér og vita þetta. Þannig að ég hika ekkert við að nota þetta orð og tala um það,“ segir Inga. Greiningin var gerð í fyrra- sumar og segist Inga hafa lært mikið um þetta ástand allt frá því hún lá fyrir. En er platan þá einhvers konar uppgjör? „Já, ég myndi segja það, algjörlega, og til þess að skilja hlutina líka af því þú byrjar hugsunina en kemst svo ekki allan hringinn heim aftur, byrj- ar á annarri hugsun áður en þú nærð að botna í hinni,“ svarar Inga. Hvítt blóm Listamannsnafnið Blankiflúr er, líkt og plötutitillinn, forvitnilegt og segir Inga það koma úr gömlum riddarasögum. „Þetta þýðir í rauninni hvítt blóm og ég rakst á það í sögunni um Flóres og Blankiflúr, það er riddarasaga sem ég las í menntaskóla. Ég féll fyrir þessu nafni, mér fannst það svo skrítið og fallegt,“ segir Inga. Blankiflúr er íslenskun á erlendu nafni riddarans í sögunni sem hefur verið þýdd á fjölda tungumála. Inga hóf að senda frá sér lög undir þessu nafni í fyrra og Blankiflúr teng- ir hún við drama og rómantík sem mun vera eitt af einkennum tónlistar hennar sem lýst er í til- kynningu sem „art-pop“, þ.e. listrænu poppi. Fótbolti, fatahönnun og tónlist Inga ólst upp á Sauðárkróki, er lærður fata- hönnuður og var á árum áður öflug fótbolta- kona. Hún hóf söngnám við Complete Vocal Studio árið 2016 og fór að semja tónlist að námi loknu. „Ég held þetta hafi alltaf haft eitthvað með performans að gera. Þú ert að performera í fótboltanum og líka tónlistinni og ég var í dansi líka, eins miklum og ég gat verið í. Þetta snýst miklu meira um hver ég er heldur en hvað ég er að gera. Í stað þess að fara á bókasafnið að lesa verð ég að vera uppi á sviði og reka mig á þar,“ segir Inga. „Þetta hljómar kannski skringilega en svona er bara þessi haus,“ segir hún kímin. Hún hafi mikla sköpunarþörf, þörf fyrir að búa eitthvað til af einlægni. Inga kemur til dyranna eins og hún er klædd og segist taka sjálfa sig algjörlega í gegn í textum við lögin á plötunni en hana má m.a. finna á Spotify. Platan var unnin í stúdíó Bambus og sá Stef- án Örn Gunnlaugsson tónlistarmaður og upp- tökustjóri um nánast allan undirleik, upptökur og útsetningar og Inga á líka sinn þátt í útsetn- ingum. Að lagasmíðum á plötunni koma, auk Ingu, þeir Stefán Örn og Reynir Snær Magn- ússon og Zoe Ruth Erwin kom líka að textasmíð og raddútsetningum í fjórum af níu lögum plöt- unnar og Þorvaldur Þorvaldsson trommari lék einnig í fjórum lögum. Arnþór Örlygsson Lind sá um hljóðblöndun og masteringu og kom að upptöku á trommum. Á plötunni má svo heyra raddir Hrafnhildar Ýrar Víglundsdóttur og Rósu Bjargar Ómarsdóttur og Berglind Rögn- valdsdóttir tók ljósmyndina sem prýðir plötu- umslagið. Í startholunum Inga er spurð að því hvort hún hafi verið að koma fram á tónleikum og segist hún hafa verið með lítið gigg á Airwaves 2019. „Ég er að fara að syngja fyrir norðan á Sæluviku,“ nefnir hún líka og bætir við að kófið hafi komið niður á tón- leikahaldi. Hún stefnir þó ótrauð á frekara tón- leikahald. „Þetta er tónleika-material sem ég er að gefa út og það verður aðaldæmið, að fá að koma fram á góðu giggi og spila þetta almenni- lega með almennilegu sándi,“ segir Inga og bætir við að næst á dagskrá sé að klára tvö myndbönd sem tengjast plötunni. Ljósmynd/Birta Rán Björgvinsdóttir Blankiflúr „Þetta þýðir í rauninni hvítt blóm og ég rakst á það í sögunni um Flóres og Blanki- flúr, það er riddarasaga sem ég las í menntaskóla,“ segir Inga um listamannsnafnið. „Svona er bara þessi haus“ - Inga Birna Friðjónsdóttir kallar sig Blankiflúr og hefur nú gefið út fyrstu breiðskífuna - „Þetta var úrvinnsla, að sjá reynslu síðasta áratugar koma til mín í lögunum,“ segir Inga um plötuna

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.