Morgunblaðið - 12.05.2021, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 12.05.2021, Qupperneq 28
Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Íþróttakonan Harpa María Frið- geirsdóttir, verkfræðinemi í HR, á möguleika á því að verða tvöfaldur Ís- landsmeistari í ár. Hún sigraði í stór- svigi kvenna á Skíðamóti Íslands á Akureyri á dögunum og leikur með Fram, einu sigursælasta kvennaliði landsins í handbolta undanfarin ár, en liðið fer beint í undanúrslit úrslita- keppni Íslandsmótsins, sem hefst á morgun. „Markmiðið er að verða Ís- landsmeistari í tveimur íþróttagrein- um og það yrði ótrúlega skemmtilegt að ná því,“ segir hún ákveðin. Stórsvigsgen í fjölskyldunni Stórsvigsgenið er sterkt í fjöl- skyldu Hörpu. Landsliðskonan Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir, systir hennar, hefur gert það gott í keppni heima og erlendis og var með- al annars Íslandsmeistari í greininni 2018 og 2019. Keppnin féll niður í fyrra. Hólmfríður Dóra var mætt á Akureyri í mars sl., þegar keppnin átti að fara fram en var þá frestað á síðustu stundu. Keppnistíminn í lok apríl og byrjun maí hentaði henni síð- an ekki, því á sama tíma var hún í lokaprófum í skólanum og í keppni í Finnlandi, en hún býr og æfir einkum í Svíþjóð. Ásta Halldórsdóttir, föður- systir þeirra, á bestan árangur ís- lenskra kvenna í alpagreinum á Vetr- arólympíuleikum og varð meðal annars Íslandsmeistari í stórsvigi 1991, 1992, 1994 og 1995 auk annarra titla. Þrátt fyrir að hafa æft á skíðum hjá skíðadeild Ármanns frá þriggja ára aldri og náð þar góðum árangri, með- al annars orðið Íslandsmeistari í stór- svigi í flokki 18 ára og yngri 2017 og 2018, og bikarmeistari í kvennaflokki 2017, á fyrsta keppnisárinu í fullorð- insflokki, ákvað Harpa að leggja áherslu á handboltann fyrir um þremur árum. „Það bara þróaðist þannig,“ við- urkennir hún, en Harpa spilaði líka fótbolta með Fram í fyrrasumar og heldur því opnu í sumar. „Fótboltinn er fyrst og fremst til gamans á meðan handboltinn liggur niðri,“ segir hún. Hún leggur áherslu á að margt í skíðaþjálfuninni nýtist líka í hand- boltanum eins og til dæmis úthalds-, kraft- og sprengikraftþjálfun. „Ég var mjög heppin með þjálfara í barna- og unglingastarfi hjá Ármanni svo grunntæknin var til staðar, þegar ég fór að draga úr skíðaæfingum í fullorðinsflokki. Titillinn í stórsviginu nú var því engin heppni heldur vinna sem hefur skilað sér nokkrum árum seinna.“ Foreldrar systranna voru á fullu í íþróttum og ekki síst á skíðum. Bol- víkingurinn Friðgeir Halldórsson var auk þess í frjálsum og Reykvíking- urinn María Ingimundardóttir í handbolta. Harpa segir skemmti- legra að vera í hópíþrótt en ein- staklingsíþrótt og það hafi ráðið miklu um valið. „Það er mjög gaman á skíðum en það er líka skemmtilegt að vera í liði með vinum sínum, að spila með þessum stelpum, sem margar eru ótrúlega góðar.“ Slitið liðband á fingri varð til þess að Harpa keppti á Skíðamótinu á Ak- ureyri, en þá hafði hún ekki keppt á Íslandsmeistaramótum eða alþjóð- legum mótum í þrjú ár. „Ég gat ekki spilað handbolta, mátti hvorki kasta bolta né grípa, og þar sem ég var í góðri æfingu lét ég slag standa og ákvað að fara norður.“ Þótt Harpa hafi ákveðið að einbeita sér að hand- boltanum, þar sem hún spilar í vinstra horni, áréttar hún að senni- lega verði hún líka áfram á skíðum hér eftir sem hingað til. „Ég hef á til- finningunni að ég verði alltaf á skíð- um, en ég ætla mér að vera góð í handbolta. Klárlega.“ Afrekskona á skíðum stefnir hátt í handbolta - Harpa María Friðgeirsdóttir Íslandsmeistari og í úrslitakeppni Á fleygiferð Harpa María Friðgeirsdóttir er Íslandmeistari í stórsvigi. Hún segir að skíðaþjálfunin hjá Ármanni nýtist vel í handboltanum. Morgunblaðið/Hanna Fyrsti leikurinn Harpa María Frið- geirsdóttir skorar eitt af þremur mörkum sínum í fyrsta meistara- flokksleiknum með Fram, á móti Stjörnunni í september 2017. Sólveig Lára Kjærnested kemur engum vörnum við í Garðabænum. Ljósmynd/Guðmundur Jakobsson 577 5757 | www.igf.is | igf@igf.is ER PLANIÐ SKÍTUGT? Fáðu tilboð í s. 577 5757 gamafelagid.is GÖTUSÓPUN ÞVOTTUR MÁLUN MIÐVIKUDAGUR 12. MAÍ 132. DAGUR ÁRSINS 2021 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 739 kr. Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr. PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr. „Það er mót í Zagreb á laugardaginn og síðan var plan- ið að fara til Svíþjóðar helgina eftir það. Svo er ég ekki alveg viss. Ég ætla bara að keppa á þeim mótum sem mér er boðið að keppa á og reyna að forðast að fá vír- usinn,“ segir kringlukastarinn Guðni Valur Guðnason meðal annars í viðtali við Morgunblaðið. Guðni keppti á móti í Split í Króatíu um síðustu helgi og gekk vel þótt hann hafi ekki keppt á móti erlendis frá því 2019. Guðni Valur reynir á næstunni að ná lágmarki fyrir Ólympíu- leikana í Tókýó sem fram fara í sumar. »23 Mun keppa á þeim mótum sem bjóðast og forðast að fá veiruna ÍÞRÓTTIR MENNING Hildur Hákonardóttir, listakona og rithöfundur, segir frá rann- sóknum sínum á sögu löngu horfinna biskupsfrúa og fyr- irkvenna á fræðakaffi í Borg- arbókasafninu í Spönginni í dag kl. 17.15. Hvað er svona merkilegt við það að vera bisk- upsfrú?, tveggja binda ritverk, kom út á dögunum og byggist á rannsóknum Hildar á níu bisk- upsfrúm í Skálholti á árunum 1510-1623. Fáar heimildir eru til um þær og hefur Hildur „kafað ofan í texta sem varðveist hafa m.a. um eiginmenn þeirra, feður og syni og fundið þar ýmsan fróðleik“, eins og segir í tilkynn- ingu og að eftir því sem rannsóknum Hildar hafi undið fram hafi konurnar sótt á hana af miklum krafti og neitað að láta hana í friði fyrr en hún hefði komið sögu þeirra á blað. Fræðakaffið verður tekið upp og notað í hlaðvarpsseríu Borgarbókasafnsins, Lesgleraugunum. Hildur segir frá rannsóknum sínum á sögu löngu horfinna biskupsfrúa

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.