Morgunblaðið - 14.05.2021, Page 1

Morgunblaðið - 14.05.2021, Page 1
F Ö S T U D A G U R 1 4. M A Í 2 0 2 1 .Stofnað 1913 . 113. tölublað . 109. árgangur . KJARTAN MÁR KJARTANSSON SEXTUGUR ALLRA VEÐRA VON MIKKELSEN SKORAÐI ÞRENNU NÝSIRKUSSÝNING 28 MARKAVEISLA 26BÆJARSTJÓRINN 24 Nú standa yfir framkvæmdir við Litluhlíð í Hlíðahverfinu í Reykjavík en gatan verður lokuð fram í nóvember. Um er að ræða framhald á lagningu göngu- og hjólastígs sem kominn er meðfram Bústaðavegi. Gera á undirgöng fyrir gangandi og hjólandi undir Litluhlíð ásamt tengingu stíga við Eskitorg og Bústaðaveg. Þá verður önnur akbraut Litluhlíðar þrengd svo undirgöngin verði sem styst. Þar að auki á að bæta umferðarör- yggi gönguleiðar yfir Bústaðaveg með því að stýra umferð sem tekur hægribeygju inn í Litluhlíð með umferðarljósum. »11 Morgunblaðið/Árni Sæberg Gera undirgöng fyrir gangandi og hjólandi undir Litluhlíð Gunnhildur Sif Oddsdóttir gunnhildursif@mbl.is „Frá því Samtök orkusveitarfélaga voru stofnuð 2011 hefur starf sam- takanna mikið til snúist um þetta, að sveitarfélög fái ekki fasteignagjöld af virkjanamannvirkjum,“ segir Stefán Bogi Sveinsson, fyrrverandi formaður Samtaka orkusveitar- félaga, í samtali við Morgunblaðið. Að mati samtakanna er innbyggt í þetta kerfi óréttlæti og þykir þeim að það þurfi breytingar. Samtök orkusveitarfélaga hafa sent kvörtun til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) fyrir meint brot ís- lenska ríkisins á ákvæðum EES- samningsins um ríkisstyrki. Ákvæði í lögum um skráningu og mat fasteigna gerir það að verkum að verulegur hluti fasteignafjárfest- ingar fyrirtækja í raforkufram- leiðslu er undanþeginn fasteigna- mati og þar með álagningu fasteignaskatts. Stefán segir samtökin hafa leitað eftir því mjög víða að lögunum verði einfaldlega breytt en að almennileg- ur hljómgrunnur hafi ekki fengist. Þess vegna hefur verið ákveðið að leita til ESA til að kanna hvort kerfið feli í sér ólögmæta ríkisaðstoð við orkufyrirtæki á Íslandi. Vonast eftir lagabreytingum Kvörtunin hefur verið send ESA sem mun síðan ákveða hvort hún taki málið til frekari meðferðar og í fram- haldinu mun íslenska ríkið, að sögn Stefáns, væntanlega þurfa að gera greinargerð um afstöðu sína í mál- inu. Aðspurður segir Stefán samtök- in vonast eftir því að kvörtunin leiði til breytinga á lögum. Kanna hvort kerfið feli í sér ólögmæta aðstoð - Samtök orkusveitarfélaga hafa sent kvörtun til ESA Morgunblaðið/Hari Virkjun Framkvæmdir við virkjun Tungufljóts í Biskupstungum. MSamtök orkusveitarfélaga … »6 _ 2.800 fermetra verksmiðjuhús plastkassaverksmiðju mun vænt- anlega rísa á Djúpavogi í lok árs eða í byrjun þess næsta. Framkvæmdir við grunn hússins eru hafnar. Í hús- inu á að framleiða 1,2 til 1,3 milljónir frauðplastkassa fyrir laxeldisfyr- irtækin sem standa að laxaslát- urhúsinu Búlandstindi. Laxaslátr- unin er forsendan fyrir byggingu plastkassaverksmiðjunnar. Húsið hefur stækkað frá því sem áætlað var í upphafi, að sögn Elís Hlyns Grétarssonar, fram- kvæmdastjóra Búlandstinds á Djúpavogi. Áætlað er að stofnkostnaður húss og tækjabúnaðar geti nálgast 1,5 milljarða króna. Laxeldið á Aust- fjörðum gæti þurft 1,2 til 1,3 millj- ónir kassa á næsta ári og mun þörfin mögulega aukast með aukinni fram- leiðslu á laxi. Til að byrja með verða framleiddar fáeinar tegundir kassa fyrir laxeldið en er ekki útilokað að kassar verði seldir til annarra út- flytjenda á ferskum fiski frá Austur- landi. »10 2.800 fermetra kassaverksmiðja rís á Djúpavogi _ Hjallastefnan sendi foreldrum barna á leikskólanum Öskju og í Barnaskóla Hjallastefnunnar í Reykjavík bréf þess efnis í vikunni að skólarnir gætu ekki lengur verið til húsa í Öskjuhlíðinni en Hjalla- stefnan missir húsnæði sitt við Nauthólsveg árið 2022. Í öðru bréf- anna segir að eins og er hafi Hjalla- stefnan ekkert fast í hendi varðandi framtíð skólanna í Öskjuhlíðinni. Kannað var hvort barnaskólinn gæti flutt inn í húsnæði Korpuskóla en þær viðræður báru ekki árang- ur. Stjórnin segist þó langt frá því að gefast upp. »4 Hjallastefnan flytur úr Öskjuhlíðinni eftir næsta skólaár Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Framtíð skólanna í Öskjuhlíð er enn óljós.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.