Morgunblaðið - 14.05.2021, Side 2

Morgunblaðið - 14.05.2021, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. MAÍ 2021 Aðalfundur Aðalfundur Hampiðjunnar hf., sem áður var frestað vegna aðstæðna í þjóðfélaginu, verður haldinn að Skarfagörðum 4, Reykjavík föstudaginn 28. maí 2021 og hefst hann kl. 16:00. Á dagskrá fundarins verða: Stjórn Hampiðjunnar hf. 1. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt samþykktum félagsins. 2. Önnur mál, löglega upp borin. Dagskrá, endanlegar tillögur, framboð til stjórnar ásamt ársreikningi félagsins liggja frammi á skrifstofu félagsins og í fréttakerfi Nasdaq Iceland. Atkvæðaseðlar og önnur fundargögn verða afhent á fundarstað. Hluthafar sem ekki geta sótt fundinn, en hyggjast gefa umboð, þurfa að gera það skriflega eða með rafrænum hætti og þannig að dagsetning komi fram. Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Skrímslið, stærsti hoppukastali í heimi, opnaði við Perluna í gær, á uppstigningardegi sjálfum. Mikið líf og fjör var á staðnum en það viðraði ágætlega þrátt fyr- ir að blíðan væri ekki jafn mikil og fyrr í vikunni. Eins og Morgunblaðið greindi frá í gær er Skrímslið heilir 2.000 fermetrar að stærð en þar er að finna risavaxna eldfjallarenni- braut, þrautabraut og barnaland. Á meðfylgjandi mynd sjást krakkar einmitt skemmta sér kon- unglega í eldfjallarennibrautinni stóru. Mögulegt er að komast töluvert nær þessu manngerða eldfjalli en því sem nú gýs á Reykjanesskaga enda renndu krakkarnir sér niður gular og rauðar hrauntungur eldfjalla- rennibrautarinnar eins og ekkert væri. Vegna sóttvarnaráðstafana var ekki hægt að selja nema 50 miða á hverja klukkustund inn í Skrímsl- ið en því verður breytt þegar sótt- varnareglur verða rýmkaðar. Renndu sér niður hraun- tungurnar Morgunblaðið/Sigurður Ragnarsson Gunnhildur Sif Oddsdóttir gunhildursif@mbl.is Þráinn Vigfússon, framkvæmda- stjóri ferðaskrifstofunnar Vita, seg- ist finna fyrir auknum áhuga hjá Ís- lendingum sem vilja ferðast til útlanda á næstu misserum og segir hann áhugann hafa aukist síðustu daga og vikur með aukinni bólu- setningu gegn Covid-19. Þráinn bendir á að í gærmorgun hafi breiðþota á vegum Vita flogið með 260 farþega til Alicante og þá hafi þurft að stækka vélina með aukinni eftirspurn. „Ég held að þegar fólk sér fram á að það verði bólusett eða er búið að fá bólusetningu þá er það tilbúið til þess að plana sumarið,“ segir Þrá- inn og bendir á að fólk geti einnig breytt ferðunum sínum hjá Vita með stuttum fyrirvara án þess að þurfa að borga fyrir það og þá þurfi fólk ekki að taka neina áhættu. Um helmingur þeirra 280.000 sem á að bólusetja gegn kórónu- veirunni hér á landi hafa fengið einn eða tvo skammta af bóluefni. Þá eru 62.276 manns fullbólusettir. Uppselt til Tenerife Þráinn segir mikið um bókanir hjá Vita seinni hluta sumars, í júlí og ágúst. „Fólk sér svona fyrir end- ann á þessu og ástandið verður allt annað þegar líður á sumarið heldur en það er núna,“ segir Þráinn. Þá er einnig mikið um bókanir í haust og vetur og bendir Þráinn á að ferðir til Tenerife um jólin séu til að mynda uppseldar. Að sögn Þrá- ins gengur einnig mjög vel að selja í skíðaferðir í febrúar og er uppselt í eina ferð á þeim tíma. Þráinn seg- ir þessar ferðir hafa selst upp óvenjusnemma í ár en að sama skapi voru ferðirnar settar í sölu með lengri fyrirvara til að anna eft- irspurn. Þráinn bendir þar að auki á að einnig sé mikið um það þessa dag- ana að fólk bóki ferðir til sólarlanda á síðustu stundu. Í sumar flýgur Vita til Alicante, Tenerife, Krítar og Costa del Sol, og eru þetta hefðbundnir áfanga- staðir sem Vita býður upp á. Þráinn segist finna fyrir miklum áhuga fólks á að fljúga til Krítar í sumar og bendir á að Krít hafi vegnað vel í baráttunni við Covid-19 enda eyja, líkt og Ísland, og því auð- veldara að hafa stjórn á hlutunum. Í haust verður svo, að sögn Þrá- ins, boðið upp á borgarferðir, til að mynda til Napolí og Aþenu og í nóv- ember mun Vita bjóða upp á ferðir til Dubai og Abu Dhabi í beinu flugi með Icelandair. Íslendingar leggja land undir fót - 260 Íslendingar flugu með Vita til Alicante í gær - Áhuginn eykst með auknum bólusetningum Oddur Þórðarson oddurth@mbl.is Þrír af þeim fimm sem greindust með kórónuveirusmit í fyrradag eru búsettir á Sauðárkróki. Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðgerðastjórn almannavarna í landshlutanum. Allir fimm sem greindust á land- inu í fyrradag voru í sóttkví, eins og mbl.is greindi frá í gær, en þá fékkst ekki upp gefið hjá almannavörnum hvar smitin hefðu greinst. Alls hafa fjórtán greinst með kór- ónuveirusmit á Norðurlandi vestra undanfarna viku. Hundruð verið skimaðir Fjöldi þeirra sem skimaðir hafa verið við kórónuveirunni á Norður- landi vestra hleypur á hundruðum, að sögn Stefáns Vagns Stefánssonar, yfirlögregluþjóns lögreglunnar á Norðurlandi vestra. Hann segir að enn sé haldið í þá von að verði hægt að slaka á stað- bundnum sóttvarnaraðgerðum á svæðinu á mánudag. Fundað verður um áframhald aðgerða á Norður- landi vestra á laugardag og þá vænt- anlega tekin ákvörðun um fyr- irhugaðar aflétt- ingar. Á Norður- landi vestra miðast fjöldatak- markanir nú við 20 manns en við 50 manns annars staðar á landinu. Þá hefur sund- laugum á svæð- inu, líkamsræktarstöðvum og skól- um verið lokað. Planið að slaka á á mánudag „Planið gengur út á það að slaka á aðgerðum á mánudaginn. Það fer náttúrulega bara eftir niðurstöðu sýnataka næstu daga. Það var tölu- verður fjöldi sem fór í dag, það verð- ur svo líka mikið á morgun og eitt- hvað á laugardaginn væntanlega. Töluvert er um að fólk sé að fara í seinni skimun. Þannig að við erum að losa svolítið fólk úr sóttkví núna þessa dagana og ef það heldur áfram að ganga vel þá ættum við að geta haldið planinu og opnað á mánudag- inn,“ segir Stefán við Morgunblaðið. Hann segir ekki enn ákveðið hvort fyrirhugaðar tilslakanir verði þá í takt við það sem er í gildi annars staðar á landinu, eða hvort farinn verði einhver millivegur. Bæjarbúar samstilltir Auk þess að vera yfirlögreglu- þjónn er Stefán Vagn forseti bæj- arstjórnar í Skagafirði, þar sem nú eru í gildi staðbundnar sóttvarnaað- gerðir. Spurður um viðhorf bæjarbúa til þessara hertu og staðbundnu að- gerða í Skagafirði undanfarna daga, segir Stefán að samtakamáttur bæj- arbúa sé mikill og samstaða sé um aðgerðirnar. „Samtakamátturinn í bæjarbúum er gríðarlegur. Það hefur verið mikil samstaða um þessar aðgerðir eftir því sem ég best veit. Við höfum rætt við einstaklinga, fyrirtæki og stofn- anir hérna á svæðinu og það hafa langflestir verið mjög ánægðir með hvernig farið var að, við gripum fast inn í og hratt, til þess einmitt að ná utan um þetta strax þannig að líf hérna gæti komist aftur í eðlilegra horf sem fyrst.“ Framhald í Skagafirði ákvarðað á laugardag - Skoðað hvort slaka megi á sóttvarnaraðgerðum á mánudag Stefán Vagn Stefánsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.