Morgunblaðið - 14.05.2021, Side 10

Morgunblaðið - 14.05.2021, Side 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. MAÍ 2021 Ljósmyndir Rutar og Silju Skipholti 31 • 105 Reykjavík • Sími 568 0150 Opið virka daga 10-17 • www.rut.is • Ljósmyndir Rutar og Silju Einstök minning Útskrifta- myndatökur Við leigjum út krókgáma FRAMKVÆMDIR? til lengri eða skemmri tíma HAFÐU SAMBAND: sími: 577 5757 www.gamafelagid.is Hugsum áður en við hendum! BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Framkvæmdir eru hafnar við grunn verksmiðjuhúss plastkassaverk- smiðju á Djúpavogi. Stefnt er að því að verksmiðjan taki til starfa í lok ársins eða byrjun þess næsta. Reikn- að er með að þar verði framleiddar á næsta ári 1,2 til 1,3 milljónir frauð- plastkassa fyrir laxeldisfyrirtækin sem standa að laxasláturhúsinu Bú- landstindi. Búlandstindur hefur hug á að hefja flökun á laxi fyrir útflutn- ing til Bandaríkjanna. Nýlega var byrjað að grafa fyrir grunni verksmiðjuhússins sem standa mun á lóð við Innri-Gleðivík. „Húsið hefur stækkað svolítið frá því sem áformað var í upphafi, við erum stórtækari,“ segir Elís Hlynur Grét- arsson, framkvæmdastjóri Búlands- tinds á Djúpavogi. Hann er einn af eigendum sjávarútvegsfyrirtækisins Ósness sem stendur að rekstri Bú- landstinds ásamt Fiskeldi Aust- fjarða og Löxum fiskeldi og á 51% í fyrirtækinu sem er að reisa kassa- verksmiðjuna. Norska fyrirtækið BEWI, sem er stórt í framleiðslu fiskikassa í Noregi og víðar í Evr- ópu, á 49% hlut. Verksmiðjuhúsið verður 2.800 fer- metrar að grunnflatarmáli. Það er stálgrindarhús sem verið er að útbúa úti í Póllandi. Fimm starfsmenn verða í upphafi við kassaverksmiðjuna. BEWI Ice- land, eins og fyrirtækið heitir, hefur þegar auglýst eftir verksmiðju- stjóra. Höfum tröllatrú á laxeldinu Forsendan fyrir byggingu plast- kassaverksmiðju á Djúpavogi er laxaslátrunin þar. Elís segist eiga í góðu viðskiptasambandi við fyrir- tæki í Hafnarfirði sem framleiðir kassana nú en þá þurfi að flytja aust- ur með ærnum tilkostnaði. Kass- arnir eru ákaflega léttir en fyrirferð- armiklir. Segir Elís að með því að flytja hráefnið inn beint til Aust- fjarða og framleiða kassana í næsta nágrenni við notkunarstaðinn minnki kolefnisspor framleiðslunnar umtalsvert. Elís segir að áætlanir sýni að rekstur kassaverksmiðjunnar verði hagkvæmur. „Þessi starfsemi bygg- ist mikið á magni. Við erum bjart- sýnir og höfum tröllatrú á þessu verkefni og laxeldi almennt. Þess vegna erum við tilbúnir að leggja út í þetta,“ segir Elís. Áætlað er að stofnkostnaður húss og tæknibúnaðar geti nálgast 1,5 milljarða króna. Laxeldið á Austur- landi gæti þurft 1,2 til 1,3 milljónir kassa á næsta ári og þörfin aukist svo áfram með aukinni framleiðslu á laxi. Hægt verður að framleiða tvær til þrjár milljónir kassa í verksmiðj- unni. Húsið er byggt með framtíðina í huga, þannig að hægt verður að bæta við vélasamstæðum ef þörf verður á. Þar verða í upphafi framleiddar fáeinar tegundir kassa fyrir laxeldið en Elís útilokar ekki að hægt verði að selja kassa til annarra útflytjenda á ferskum fiski frá Austurlandi. Búlandstindur er að huga að flök- un á laxi fyrir Fiskeldi Austfjarða sem hefur góðan markað í Banda- ríkjunum en hefur á tímum kórónu- veirufaraldurs orðið að láta flaka fyrir sig í Póllandi. Elís segir að sér- staka kassa þurfi undir flökin. „Okkur langar til að reyna okkur við flökun og höfum gert tilraunir með það. Það eykur virðisauka fram- leiðslunnar í landinu. Við megum þó ekki gleyma grunnatriðum starf- seminnar, sem er að slátra laxi og ganga frá honum til útflutnings,“ segir Elís. Framleiða milljónir laxakassa - Koma upp frauðplastkassaverksmiðju fyrir lax á Djúpavogi í samvinnu við norsk fyrirtæki - Minnkar kolefnissporið - Búlandstindur stefnir að flökun á laxi fyrir Bandaríkjamarkað Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Djúpivogur Mikil athafnasemi er ávallt við höfnina á Djúpavogi. Allt að 100 tonnum af laxi er slátrað hjá Búlandstindi á dag. Auk þess er bolfiski landað. Slátrun og pökkun Milljónir frauðplastkassa eru notaðar við að koma ís- lenskum eldisafurðum á markað. Hjá Búlandstindi rennur milljón í gegn. Gunnar Schram, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurnesjum, vonast til þess að slysagildra á gönguleið að eldgosinu í Geld- ingadölum sé úr sögunni vegna framkvæmda sem ráðist var í fyrr í vikunni. Slysagildran svokallaða er brött brekka sem göngufólk þarf að feta til þess að komast að gosinu. „Fólk var að misstíga sig, togna og jafnvel fótbrotna. Síðastliðinn laugardag ökklabrotnuðu tveir í henni,“ segir Gunnar. Brekkan er nú orðin greiðfærari. „Þetta gekk betur en við von- uðumst til. Nú ætti slíkum óhöppum hjá göngufólki að fækka töluvert,“ segir Gunnar. Slysagildran vonandi úr sögunni

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.