Morgunblaðið - 14.05.2021, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 14.05.2021, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. MAÍ 2021 Gatnagerð og lagnavinna er hafin við Litluhlíð í Hlíðahverfinu. Ný undirgöng og stígar verða gerðir undir Litluhlíð og gatan endurgerð. Litlahlíð, sem er mikilvæg tengigata milli Bústaðavegar og Eskitorgs, verður lokuð meginhluta fram- kvæmdatímans eða fram í nóv- ember. Framkvæmdin felur í sér gerð göngu- og hjólastígs um undirgöng undir Litluhlíð þar sem akreinum fækkar um eina og endurnýjun stofnlagna vatns-, hita-, raf- og frá- veitu. Einnig er gert ráð fyrir gróð- ursvæðum, landmótun, lýsingu við götu, stíga og í undirgöngum, um- ferðarljósum, skiltum og merk- ingum. Framkvæmdasvæðið nær frá gatnamótum Litluhlíðar og Bústaða- vegar, norður að Eskitorgi og frá göngu- og hjólastígum sem lagðir voru á síðasta ári, að Skógarhlíð. Þetta er samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar, Veitna og Vega- gerðar. Verktaki er Háfell ehf. og hönnun er unnin af VSÓ Ráðgjöf. Háfell átti lægsta tilboðið í verkið, rúmar 192 milljónir. sisi@mbl.is Tölvumynd/Reykjavíkurborg Litlahlíð Ný göng munu auðvelda umferð gangandi og hjólandi vegfarenda. Ný göng verða gerð undir Litluhlíðina Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Uppsteypa meðferðakjarna Nýs Landspítala er í fullum gangi og hefur hún gengið vel, að því er fram kemur í Framkvæmdafréttum Hring- brautarverkefnisins. Enda hefur veður verið einstaklega hagstætt. Uppsteypan hófst í nóv- ember síðastliðnum og er reiknað með að hún standi yfir í 33 mánuði. Eykt er aðalverktaki uppsteypunnar og er í samstarfi við Steypustöina ehf. „Við erum enn þá að steypa undirstöðurnar, það er gríðarlega stórt verkefni og gengur vel. Samtals hafa farið um 4.300 rúmmetrar af steypu í grunninn og af því eru 2.500 rúmmetrar bara í undirstöð- urnar,“ segir Kai Westphal framkvæmdastjóri Steypu, framleiðslu og dreifingar hjá Steypu- stöðinni. Það hafa því verið tíðar ferðir steypu- bíla í grunninn að undanförnu. Við framkvæmdina eru notaðir snjallnemar frá Giatec, sem mæla hita og styrk steypunnar í rauntíma í mannvirkjum. Um 50 þráðlausir nemar eru í miðri steypunni sem fylgjast náið með hitaþróun í undirstöðum til að stýra kæl- ingu og koma í veg fyrir sprungumyndun og meta hvenær rétti tíminn er til að slá mótin frá. Nýr meðferðarkjarni verður um 70.000 fer- metrar að stærð og er þetta stærsta fram- kvæmd uppbyggingar Nýs Landspítala. Þetta verður jafnframt ein stærsta bygging Íslands. Stefnt er að því að taka sjúkrahúsið í notkun 2025-2026. Rými verður fyrir alls 480 sjúklinga. Byggingakostnaður er áætlaður 55 milljarðar. Nýr Landspítali mun innan skamms auglýsa útboð jarðvinnu fyrir nýtt rannsóknarhús á suðurhluta lóðarinnar við Hringbraut. Verkið verður boðið út á EES-svæðinu og er þess vænst að því verði að fullu lokið í desember á þessu ári. Ljósmynd/Nýr Landspítali Meðferðarkjarninn Allt að 100 manns hafa unnið við verkið undanfarna mánuði. Þetta verður eitt stærsta hús Íslands, 70 þúsund fermetrar. Á spítalanum verður rými fyrir allt að 480 sjúklinga. Tíðar ferðir steypubíla í grunninn - Uppsteypa Nýs Landspítala hefur gengið vel í einmuna blíðu - 4.300 rúmmetrar af steypu SKVÍSAÐU ÞIG UPP FYRIR SUMARIÐ STÆRÐIR 1428 Sundkjóll 15.990 kr Stærðir 42-56 Bikiní haldari 8.990 kr C-H skálar Bikiní haldari 8.990 kr Stærðir 42-54 Verslunin CURVY | Fellsmúla 26 við Grensásveg, 108 RVK | Sími 581-1552 | www.curvy.is Verð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.