Morgunblaðið - 14.05.2021, Side 18
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. MAÍ 2021
✝
Guðlaugur
Björgvinsson
fæddist í Reykja-
vík 16. júní 1946.
Hann lést á Land-
spítalanum 4. maí
2021. Foreldrar
Guðlaugs voru
Ásta Margrét Guð-
laugsdóttir kjóla-
meistari, f. 12. júlí
1916, d. 20. ágúst
1983, og Björgvin
Kristinn Grímsson stór-
kaupmaður, f. 14. september
1914, d. 5. janúar 1992. Bróðir
Guðlaugs var Jóhann Sigurður
verslunarmaður, f. 20. janúar
1936, d. 22. apríl 2007. Eftirlif-
andi eiginkona hans er Klara
Sjöfn Kristjánsdóttir. Systir
Guðlaugs er Guðrún Erla
Björgvinsdóttir kennari, f. 1.
nóvember 1943. Maður hennar
var Jón Böðvarsson skóla-
meistari og ritstjóri.
Hinn 16. júní 1967 kvæntist
Guðlaugur Þórunni Hafstein
kennara, f. 13. desember 1946,
hennar er Guðmundur Gunn-
arsson slysa- og bráðalæknir.
Synir þeirra eru Daníel og
Gunnar Emil.
Guðlaugur gekk í Gagn-
fræðaskóla Austurbæjar og
Verslunarskólann. Hann nam
viðskiptafræði við Háskóla Ís-
lands og lauk því námi 1971.
Með námi starfaði hann hjá Fé-
lagi íslenskra bifreiðaeigenda,
fyrst sem skrifstofustjóri og
síðan framkvæmdastjóri. Eftir
að hann lauk námi í við-
skiptafræði vann hann hjá Út-
flutningsmiðstöð iðnaðarins,
en fór til Mjólkursamsölunnar
1974. Þar starfaði hann fyrst
við hlið Stefáns Björnssonar
forstjóra og tók síðan við for-
stjórastöðu af honum 1976 og
gegndi henni til starfsloka.
Guðlaugur sat í stjórn Knatt-
spyrnufélagsins Vals. Hann var
í Rótarýklúbbnum Reykjavík/
Breiðholt og gegndi þar ýms-
um trúnaðarstörfum, var m.a.
forseti klúbbsins.
Útför hans verður gerð frá
Hallgrímskirkju í dag, 14. maí
2021, klukkan 13.00.
Streymt verður frá útförinni
á: http://www.beint.is/streymi/
gudlaugurbjorgvinsson
Streymishlekk má nálgast á:
https://www.mbl.is/andlat
d. 12. apríl 2012.
Foreldrar hennar
voru Sigrún E.
Hafstein, f. 18. júlí
1920, d. 18. mars
1982, og Eyjólfur
Jónsson Hafstein,
f. 25. september
1911, d. 18. febr-
úar 1959. Dætur
Guðlaugs og Þór-
unnar eru: 1) Ásta
Margrét flug-
freyja, f. 8. september 1965.
Maður hennar er Einar Ingi
Ágústsson tölvunarfræðingur
og eiga þau þrjú börn, Guðlaug
Þór, Ingibjörgu Evu og Einar
Ágúst. 2) Hildigunnur Sigrún
hjúkrunarfræðingur, f. 22. júlí
1972, og á hún tvo syni, Rafn
Atla Hermannsson og Erni
Atla Hermannsson. 3) Þórunn
Björk flugfreyja og kennari, f.
3. ágúst 1974. Dætur hennar
eru: Rebekka Rún Jóhann-
esdóttir og Thelma Rún Hjart-
ardóttir. 4) Erna bráða- og lyf-
læknir, f. 19. maí 1980. Maður
Elsku pabbi minn. Svo erfitt
að trúa því að þú sért ekki lengur
hérna hjá okkur.
Hvað þú reyndist mér vel. Allt-
af svo tilbúinn að hjálpa mér í
hverju sem var. Hvort sem það
var að kenna mér bókfærslu
hérna áður fyrr, hjálpa mér að
skrifa ritgerð eða ráðleggja mér í
peningamálum. Þú varst jafnvíg-
ur á öllum sviðum, einfaldlega
klárasti maður sem ég hef
kynnst.
Þú hjálpaðir mér einnig að inn-
rétta húsið mitt. Varst smekk-
maður og mikið fyrir að hafa fal-
legt í kringum þig. Ég leitaði
meira að segja til þín við að
skreyta útiblómapottana mína á
vorin. Eftir að mamma dó vorum
við oft saman og aðstoðuðum
hvort annað við ýmis verkefni.
Það var svo dýrmætt að eiga þig
að. Greiðviknin var engu lík. Oft
þegar ég nefndi að ég þyrfti að
gera hitt eða þetta var ég varla
búin að sleppa orðinu þegar þú
varst mættur. Tilbúinn að reka
verkefnið áfram og klára það. En
ég kannski ekki alveg tilbúin að
hoppa út á stundinni.
Þú reyndist dætrum mínum
óendanlega vel og Thelma Rún,
sem sá ekki sólina fyrir þér, á eft-
ir að sakna þess að knúsa afa sinn
– en hún var sú eina sem fékk að
knúsa þig eftir að covid skall á.
Ég var alltaf svo stolt af þér og
mömmu, þið voruð svo flott par.
Það er huggun að núna er ég viss
um að þið eruð sameinuð á ný.
Þín dóttir,
Þórunn Björk.
Elsku pabbi minn, ég trúi ekki
að þú sért farinn. Mig langar
bara að fá að hringja í þig og
ræða um daginn og veginn. Þú
varst alltaf boðinn og búinn að
hjálpa mér, sama hvort það var
heimalærdómur, ritgerðasmíð,
skutlast um bæinn eða bara fylla
viskubrunn forvitinnar og fróð-
leiksþyrstrar ungrar stúlku. Mik-
ið vissirðu margt, það var sama
hvað ég spurði þig, alltaf varstu
með svör á reiðum höndum.
Viskubrunnur þinn virtist ótæm-
andi. Ég minnist þess að frá unga
aldri þá fórstu með mér út að
spila handbolta eða fótbolta og ég
reyndi að komast með á alla
íþróttaleiki og sníkja hjá þér fí-
lakaramellur. Við vorum bæði
miklir sælgætisgrísir og laumuð-
umst oft í nammiskápinn þegar
enginn var heima og borðuðum
saman heilu m&m-pokana. Á
grunnskólatímabilinu þótti mér
vænt um að hitta þig heima í há-
deginu og þá hrærðir þú fyrir
mig skyr með rjóma og við borð-
uðum heilhveitihorn með. Eftir
matinn fékk ég oft að fylgja með í
bíltúr þegar þú sinntir ýmsum er-
indagjörðum. Þá spjölluðum við
mikið og ég spurði ótal spurninga
sem þú svaraðir af þolinmæði.
Eftir að við Gummi fluttum til
Lundar héldum við áfram góðu
sambandi, töluðum oft í síma og
þú varst duglegur að koma í
heimsókn, fyrstu árin með
mömmu en svo einn. Við áttum
það sameiginlegt að elska ferða-
lög og sérstaklega sólarstaði.
Minnisstæðust er ferð okkar fjöl-
skyldunnar með þér til Maldív-
eyjanna þar sem við nutum sam-
verustundanna með þér í tæru
hafinu og á hvítri ströndinni.
Strákarnir mínir, Daníel og
Gunnar Emil, buðu þér með
prakkarasvip að halda á litlum
kröbbum sem þú afþakkaðir
brosandi.
Því miður hittumst við lítið síð-
ustu 18 mánuði vegna faraldurs-
ins en ég og þú fundum eitthvað á
okkur við síðustu spítalainnlögn
og ég kom heim til Íslands og
eyddi þremur dögum með þér í
mars. Ég er svo þakklát fyrir að
hafa náð að hitta þig í síðasta sinn
fyrir andlát þitt og áttum við ynd-
islegar stundir saman þar sem
við gleymdum tímanum og töluð-
um saman út í eitt.
Elsku pabbi minn, ég var alltaf
pabbastelpa og verð það alltaf.
Þar er svo mikið tómarúm í
hjarta mínu en það huggar mig
að þú munt ekki þjást lengur og
að nú ertu með elsku mömmu
sem þú saknaðir svo sárt.
Þín dóttir,
Erna.
Elsku besti afi minn. Ó, hvað
ég er stolt að hafa átt þig sem afa.
Þú varst mér alltaf svo mikil fyr-
irmynd, bæði sem afi og sem leið-
togi. Þú varst staðfastur og sýnd-
ir fordæmi sem forstjóri, mættir
á undan öllum á skrifstofuna en
ýttir afahlutverkinu samt ekki til
hliðar, heldur komst svo bara aft-
ur heim til þess að útbúa morg-
unmat fyrir mig og skutla mér í
skólann þegar ég var í nætur-
pössun. Ég horfði á öll viðtölin við
þig í sjónvarpinu og var einn þinn
helsti aðdáandi. Mér er svo minn-
isstætt þegar við fórum í skóla-
heimsókn í MS og þú gafst þér
tíma til að koma til mín og heilsa
mér. Ég hefði ekki verið með
meiri stjörnur í augunum hefði
ég séð Superman, því ég var svo
ótrúlega montin að þessi flotti
maður væri afi minn.
Það var alltaf svo sjálfsagt fyr-
ir þér að hjálpa til, allt frá því að
sækja og skutla yfir í það að leyfa
mér að halda stúdentsveisluna
mína heima hjá þér - það þurfti
ekki að spyrja tvisvar. Það var
líka svo sjálfsagt fyrir þig að taka
tíma í að senda falleg skilaboð á
fólk, þakka fyrir eða hvetja
áfram.
Ég er svo þakklát fyrir að hafa
fengið að vera með þér á þínum
síðustu jólum og þínum síðustu
áramótum. Ég er svo þakklát fyr-
ir að í síðasta skiptið sem við hitt-
umst sátum við tvö og spjölluðum
saman í rúma klukkustund um
allt og ekkert. Það verður ein mín
dýrmætasta minning. Ég er svo
þakklát fyrir þig og allt sem þú
hefur gert fyrir mig.
Mér finnst eitthvað svo ósann-
gjarnt að ég hafi fengið þau for-
réttindi að alast upp með þig mér
við hlið í öll þessi ár, en að
Thelma litla gullið okkar náði
bara tæpum sex árum með þér.
En hún elskaði þig svo mikið og
ég lofa því að spjalla reglulega
um þig við hana og heiðra þína
minningu, eins og við höfum gert
með elsku ömmu.
Þegar við mamma sögðum
Thelmu frá því að afi væri farinn
frá okkur þá sagði hún orð sem að
lýsa nákvæmlega hvernig mér
líður núna: „Ég er svo leið, ég
sakna afa og ég vildi að enginn
sem ég elskaði gæti dáið.“ Elsku
besti afi, knúsaðu ömmu frá mér
– ég sakna ykkar svo mikið en ég
sé ykkur aftur einn daginn.
Þín
Rebekka.
Bróðir minn, Guðlaugur
Björgvinsson, lést eftir erfið
veikindi 4. maí sl. Það er sárt að
kveðja þann sem manni þykir
vænt um og hefur verið í nánum
samskiptum við alla ævi. Við vor-
um afar samrýnd systkin og stutt
milli okkar í aldri.
Við fæddumst á Frakkastíg 26
í húsi móðurafa og -ömmu. Afi
byggði húsið, þar sem nú er veit-
ingastaðurinn Rok. Mamma og
pabbi byrjuðu búskap í risinu.
Ómetanlegt var að eiga fyrstu ár-
in í návist ömmu og afa. Við lærð-
um að segja aldrei nei þegar við
vorum beðin að fara í sendiferð
eða vinna smá verk. Við fórum í
barnaguðsþjónustu til séra Jak-
obs í Hallgrímskirkju alla sunnu-
daga. Stórfjölskyldan kom saman
á aðfangadagskvöld, borðað var
karbonaði og núggatís og súkku-
laði drukkið úr sparibollum. Eftir
kvöldmat las afi jólaguðspjallið
og allir sátu hljóðir. Amma settist
við orgelið og við sungum jóla-
sálma.
Foreldrar okkar voru með
kjólabúð á Bergþórugötu, föður-
fjölskyldan bjó á Þórsgötu, og
þangað lá leið flesta sunnudaga.
Lífið var þægilegt og notalegt í
gömlu Reykjavík þegar við vor-
um að alast upp.
Seinna fluttum við í Hlíðarnar.
Gulli gekk í Val, var mikill Vals-
ari og sat m.a. í aðalstjórn. Pabbi
hafði ungur leikið fótbolta með
Val svo við ólumst upp við mikinn
fótboltaáhuga. Klambratúnið
með öllum skurðum og órækt var
ævintýri út af fyrir sig. Skauta-
svell á Reykjavíkurtjörn laðaði
ungt fólk á þessum árum og þar
eyddum við löngum stundum.
Mamma var heima og pabbi kom
heim í mat klukkan 12 og við eftir
skóla. Pabbi rak heildverslun og
eldri bróðir okkar með honum.
Gulli fór oft út á land með vörur
eftir að hann fékk bílpróf. For-
eldrar okkar fóru oft utan vegna
innkaupa fyrir heildverslunina og
var Gulli 10 ára þegar við fórum
fyrst með þeim, sem var óalgengt
á þeim árum. Foreldrum okkar
fannst mikilvægt að við systkinin
kynntumst menningu annarra
landa. Þau ráku verslun með
tískuvörur og lögðu mikla
áherslu á að vera ávallt fallega
klædd og í viðeigandi fatnaði
hverju sinni. Ekki var síður lögð
áhersla á að við kæmum ætíð
fram af kurteisi og virðingu við
aðra.
Gulli var glæsimenni, hár og
grannur, alltaf óaðfinnanlega
klæddur og hafði mjög virðulega
framkomu. Það var sama hvort
hann var heima, á skíðum eða í
veiðiferð, elegans fylgdi honum
alltaf.
Gulli réð sig ungur sem sum-
armann í sveit hjá yndislegu fólki
í Reykholtsdal í Borgarfirði. Þau
ár voru honum mjög lærdómsrík
og dýrmæt. Hann var duglegur
og samviskusamur við allt sem
hann tók að sér. Á fyrsta ári í
Verslunarskólanum kynntist
hann Þórunni sinni, sem fetaði
með honum veginn frá 16 ára
aldri þar til hún lést 2012. Þau
voru glæsilegt par, giftu sig árið
sem þau luku stúdentsprófi og
eignuðust fjórar yndislegar dæt-
ur.
Eftir lát Þórunnar fórum við
systkinin og Sjöfn mágkona okk-
ar, ekkja Jóhanns Sigurðar, að
ferðast saman. Fórum við marg-
ar verulega ánægjulegar utan-
landsferðir. Síðasta utanlands-
ferð mín með Gulla var vikuferð
við Gardavatn ásamt dætrum
hans og fjölskyldum þegar hann
varð sjötugur. Mjög góð og eft-
irminnileg ferð.
Guð blessi minningu elskulegs
bróður.
Guðrún Erla
Björgvinsdóttir.
Kær æskufélagi er allur.
Hann ólst upp við hina miklu
umferðargötu Miklubraut. Leik-
vellir hans voru Klambratún,
Öskjuhlíð og Hlíðarendi. Gulli
var allgóður knattspyrnumaður
og spilaði með Val og dyggur
stuðningsmaður fram á það síð-
asta.
Samskipti okkar skólabræðra
voru mikil, bæði við nám og eftir
það. Við stofnuðum skákhóp og
höfum teflt reglulega alla vetur,
nú í hálfa öld. Gulli er sá þriðji úr
þeim skákhóp sem við höfum
þurft að kveðja og er allra þeirra
sárt saknað.
Gulli var langbestur okkar í
skák, en sýndi okkur hinum aldr-
ei yfirlæti og lét okkur hinum
finnast við betri en við raunveru-
lega erum. Hógværð hans og
lúmsk kímni sá til þess að við lið-
um ekki fyrir afleiki okkar. Nær-
vera hans var alltaf góð og nota-
leg og hann var fámáll, íhugull og
mikill vinur vina sinna.
Guðlaugur
Björgvinsson
HINSTA KVEÐJA
Elsku afi, ég man þegar
við fórum í fjölskyldu- og
húsdýragarðinn. Hann var
svo góður – besti afi í heimi.
Hann var alltaf svo stoltur
af mér. Ég mun sakna þess
að hitta hann og knúsa. Ég
er svo glöð að hann er hjá
ömmu minni núna. Elska
þig afi.
Thelma Rún afastelpa.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir
og amma,
ÞURÍÐUR GÍSLADÓTTIR,
Hallakri 3,
lést á Landakoti 5. maí.
Útförin fer fram frá Lindakirkju
fimmtudaginn 20. maí klukkan 13.
Arnar Jónsson Helga Þórdís Gunnarsdóttir
Rögnvaldur Örn Jónsson Kristín Björg Árnadóttir
María Björk Jónsdóttir Sveinn J. Kjarval
Brynjar Ísak, Selma, Arndís Björk, Róbert, Hilmar Jökull,
Amalía Rún, Arnór Ingi og Aldís María
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir
og amma,
SIGRÍÐUR RUT GUNNARSDÓTTIR,
lést miðvikudaginn 5. maí á
Landspítalanum.
Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju
fimmtudaginn 20. maí klukkan 13. Athöfninni verður einnig
streymt og hlekk má finna á www.mbl.is/andlat.
Friðrik Már Steinþórsson Halla Sjöfn Ágústsdóttir
Birkir Már Friðriksson
Breki Már Friðriksson
Íris Dögg Ásmundsdóttir Rudolf Kristinsson
Ólafur Geir Rudolfsson
Alexander Goði Rudolfsson
Ásdís Rut Rudolfsdóttir
Snædís Helga Rudolfsdóttir
Elskulegur eiginmaður, faðir, tengdafaðir,
afi og langafi,
GILS STEFÁNSSON,
varð bráðkvaddur á heimili sínu að morgni
12. maí. Útför hans fer fram frá Fríkirkjunni í
Hafnarfirði þriðjudaginn 18. maí kl. 15.
Streymt verður frá athöfninni.
R. Rósa Héðinsdóttir
Björg Gilsdóttir Guðmundur Karlsson
Héðinn Gilsson María Þorvarðardóttir
Helga Kristín Gilsdóttir Guðlaugur Baldursson
Sigrún Gilsdóttir Gísli Freyr Gíslason
barnabörn og
barnabarnbörn
Ástkær eiginkona mín, móðir, dóttir,
systir, tengdadóttir, mágkona og svilkona,
BERGDÍS BJÖRT GUÐNADÓTTIR,
Norðurbakka 9a, Hafnarfirði,
Lést á líknardeild Landspítalans
sunnudaginn 9. maí.
Útförin verður 21. maí kl. 15 í Víðistaðakirkju.
Upplýsingar um streymi frá athöfninni verða birtar síðar.
Kristján Reinholdsson
Guðni Kolbeinn Pálsson Elín Lilja Kristjánsdóttir
Júlía Kristjánsdóttir Diljá Kristjánsdóttir
Guðni Kolbeinsson Lilja Bergsteinsdóttir
Hilmir Snær Guðnason Bryndís Jónsdóttir
Kristín Berta Guðnadóttir Hörður Sveinsson
Reinhold Kristjánsson Elín Þórðardóttir
Kolbrún Reinholdsdóttir Sigurjón Pálmason
Kjartan Reinholdsson Sigrún Magnúsdóttir
Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem
sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát
og útför ástkærs eiginmanns, föður,
tengdaföður, afa og langafa,
BIRGIS HAFSTEINS
ODDSTEINSSONAR,
Breiðumörk 16, Hveragerði.
Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki á lyflækningadeild
Heilbrigðisstofnunar Suðurlands.
Útförin fór fram þann 10. maí í fallegu vorveðri frá Hjallakirkju
í Ölfusi.
Guðrún Erna Jónsdóttir
Jónas Páll Birgisson Hugrún Ólafsdóttir
Sigurður Almar Birgisson Sólveig Rafnsdóttir
barnabörn og barnabarnabarn