Morgunblaðið - 14.05.2021, Side 21

Morgunblaðið - 14.05.2021, Side 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. MAÍ 2021 Elsku Brynja. Takk fyrir að vera hressa og fyndna frænkan sem kom mér alltaf í gott skap. Þú varst til í að gera allskonar með okkur krökk- unum, fara í rússíbana, vatns- rennibrautir og allt sem við báð- um þig um. Þegar við vorum yngri fengum við líka að koma í vinnuna til þín og leika okkur í búðarleik, það fannst okkur gam- an. Það var gaman að ferðast með þér, skemmtilegasta ferðin var þegar við fórum öll til Svíþjóðar. Takk fyrir öll fyndnu snöppin. Takk fyrir alla fallegu vett- lingana. Takk fyrir allt. Þín frænka, Heiðveig Björg Jóhannesdóttir. Brynja frænka kvaddi okkur snemma í maí. Hún var töffari, húmoristi og hver sá sem gengi einn dag í hennar skóm yrði þá og þegar tekinn í dýrlingatölu. Brynja hefur sett mikinn svip á heiminn, í formi Trausta, barna þeirra tveggja, Halldórs og Helgu og barnabarna, sem mun halda sér um ókomin ár. Það er hughreystandi að sjá hennar góðu einkenni lifa áfram, góð- mennsku, umburðarlyndi, gjaf- mildi og rauða hárið. Brynja var glaðlynd og hlý manneskja. Hún var fagmaður þegar kom að vinnu. Ég geymi enn fyrsta launaseðilinn minn, sem ég fékk þegar hún Brynja leyfði mér að prófa að vinna. Hún var mikill dýravinur og áttu þau Trausti tvo hunda sem ég lék oft við sem barn, þá bræður Bilbó og Goða. Þau Trausti tóku líka með glöðu geði að sér að passa fyrir okkur hundinn, hana Aríu, sem yfirleitt var lítið fyrir að láta sækja sig aftur, enda í góðu yf- irlæti. Ég er þakklátur fyrir að ná að hitta á hana Brynju skömmu fyr- ir andlátið. Við rifjuðum upp það liðna, mátum núið og spáðum í það ókomna. Brynja var ekki södd lífdaga, en þrátt fyrir að vera sár endurspeglaði hún það ekki. Áður en ég fór sagðist hún vona að við sæjumst aftur, ef ekki hér þá vonandi á næsta stað. Þetta var síðasta skiptið sem ég hitti Brynju, eigandi erfitt með að ganga út knúsaði ég hana þrisvar, fyrsta fyrir hið liðna, annað til að kveðja, þriðja í von um fleiri. Ég sendi mínar innilegustu og dýpstu samúðarkveðjur til ykkar, Trausti, Helga, Halldór, amma, afi, mamma, Día og barnabörnin sem áttu skilið að njóta samveru með ömmu sinni lengur. Svo höldum vér leið vorri áfram, hver sína villigötu, hver í sínu eigin lífi vegvilltur, framandi maður; og augu vor eru haldin og hjörtu vor trufluð af hefð og löggrónum vana, að ljúga sjálfan sig dauðan … En þei, þei, þei, – svo djúpt er vor sam- vizka sefur, oss sönglar þó allan þann dag við eirðarlaus eyrun eitthvað þvílíkt sem komið sé haust- hljóð í vindinn, eitthvað þvílíkt sem syngi vor sálaða móðir úr sjávarhljóðinu í fjarska. Og eyðileik þrungið hvíslar vort hjarta hljótt út í bláinn: Hvar? … Ó hvar? (Jóhann Jónsson, 1896-1932) Hafðu þökk fyrir allt og allt Jón Hallmar Stefánsson. Bjartan vordag árið 1968 kom lítill sólargeisli í líf mitt, þá kom mágkona mín á heimilið til sum- ardvalar og með ársgamla dóttur sína með sér. Brynja bræddi hjörtu okkar allra á svipstundu. Hún var með logarautt krullað hár og fallegar freknur á nebb- anum. Með okkur tókst mikil ást sem aldrei dvínaði. Fljótlega fékk ég að svæfa hana á kvöldin, það voru yndislegar stundir. Sumarið leið hratt við leik og störf, hún yndi allra. Um haustið flutti litla fjöl- skyldan á nýtt heimili, þegar bróðir minn og mágkona keyptu Höfðaveg 30 á Húsavík. Þar ólst hún upp. Margar voru ferðirnar í sveitina næstu árin og þótt fjöl- skyldan stækkaði ári seinna var Brynja áfram miðdepillinn hjá mér því litla systir svaf að mestu fyrsta árið sitt. Brynja var hreinskilin, spurul og áhugasöm. Þegar við Alli sett- um upp hringa um páskana 1971 spurði hún ömmu „Af hverju gaf Alli Guðnýju hring?“ Amma svar- aði „af því að hún sefur hjá hon- um.“ „Þá ætla ég einhvern tím- ann að sofa hjá Alla og fá svona fallegan hring,“ svaraði sú stutta og ljómaði. En af því varð aldrei og hringinn sinn fékk hún hjá ást- inni sinni einu, honum Trausta sínum. Alla ævina var Brynja mín hörkudugleg. Eitt lítið dæmi um dugnað hennar var að fyrir ferm- ingu var hún farin að sauma föt á sjálfa sig og marga fleiri. Því ákvað amma hennar og með ljúfu samþykki afa að gefa henni saumavél í fermingargjöf. Alla tíð hélt hún tryggð við okkur, þau Trausti komu í öll jólaboð, fermingarveislur og aðr- ar uppákomur í Múla. Þegar foreldrar mínir fluttu til Húsavíkur 1988 var hún stoð þeirra og vildi allt fyrir þau gera, mest um vert voru þó allar heim- sóknirnar til þeirra með börnin. Fyrir nokkrum árum fluttu Brynja og Trausti til Grindavík- ur, þá fækkaði hittingum eins og eðlilegt er og nú er hún rifin frá okkur löngu fyrir aldur fram. Nú er hún aftur farin að sinna öllum ömmunum sínum og öfun- um í Sumarlandinu, við sitjum eftir með stóru spurninguna, af hverju hún, sem átti svo mikið til að lifa fyrir? Tárin hafa runnið síðustu dagana og vikurnar, lengi lifði vonin, en ekki lengur. Elsku Dóra, Nonni, Trausti, Helga Jóna, Halldór Guðni og öll stór- fjölskyldan. Góður Guð varðveiti okkur öll og leggi líkn með þraut. Elsku Brynja mín, hafðu ást- arþakkir fyrir allt sem þú varst mér og mínu fólki. Þín föðursystir Guðný. Mig langar til að minnast Brynju frænku minnar með nokkrum orðum. Ég var svo ein- staklega heppin að hafa fæðst á sama ári og hún og þess vegna vorum við ekki bara frænkur heldur líka skólasystur og miklar vinkonur alveg frá því ég man eftir mér. Hún var einstakur per- sónuleiki sem gaf mikið af sér og var umhugað um vini og fjöl- skyldu. Þetta kom strax í ljós á unga aldri, t.d. ef hún átti að fá að fara til ömmu sinnar á Akureyri þá bauð hún mér iðulega með og passaði upp á að ég skemmti mér vel. Fjölskylda hennar bauð mér iðulega með í sveitina hennar og þaðan á ég margar góðar minn- ingar. Hún gaf mér af sínu dóti ef hún sá að mér þótti mikið til koma og seinna meir prjónaði hún peysur og sokka á mig og mína fjölskyldu. Ótal minningar á ég með henni og margt brölluð- um við saman misgáfulegt eins og láta dúkkuvagninn hennar rúlla niður af Höfðaveginum og niður í fjöru margar ferðir og hlógum svo innilega að því hvernig hann kútveltist í marga hringi. Kímni- gáfan var rík allt frá unga aldri og fram á síðasta dag. Við feng- um að fara tvær saman í útilegu um 12 ára aldurinn fram í Aðaldal á Jónasarvelli. Þetta var algjör ævintýraferð og gengum við m.a. í Múla, 2-3 klukkustunda leið, til að sækja rabarbara og svo var soðinn rabarbaragrautur á prím- us. Alveg er ég viss um að Brynja hafi átt hugmyndina að þessu þar sem kollurinn á henni var upp- spretta af virkilega góðum uppá- tækjum. Það var einmitt einn af hennar frábæru kostum hversu lausnamiðuð og ráðagóð hún var, vesen var ekki til í hennar orða- forða, bara lausnir. Ein af mínum uppáhaldsminningum með Brynju er þegar við sníktum okkur far út á sjó með afabróður okkar, honum Gæja frænda og hann skveraði okkur yfir í árabát til afa Hödda sem var með sjó- stöng einhvers staðar úti á Skjálfandaflóa. Við veiddum vel og dagurinn var hlýr og yndis- legur. Þegar tími var kominn til að halda heim var reyndar komin þoka og við rerum fram hjá höfn- inni og einhverjir voru farnir að undrast um okkur. En svona var æska mín með Brynju, ævintýri undir stein, tær og björt vinátta alveg fram á síðasta dag, hlý og yndisleg eins og sumardagur. Ég er endalaust þakklát fyrir ævi- langa vináttu okkar og fjöl- skyldna okkar seinna meir. Elsku fjölskylda Brynju, innileg- ar samúðarkveðjur, minningin um dásamlega manneskju mun lifa. Guðrún Eiríksdóttir. Nú kveðjum við okkar allra bestu Brynju frænku. Hún hefur verið til staðar alla okkar ævi og við eigum mjög góðar minningar með henni. Hún var alltaf svo lit- rík og átti allskonar skrautleg föt, skartgripi og allskonar steina. Bimbó var alltaf góð við okkur og alltaf skemmtileg, hún fann upp á allskonar að gera. Öll bingóin eru eftirminnileg, þar sem hún passaði vel upp á að allir fengju fullt af vinningum og pílu- mótið sem var í vetur var líka mjög eftirminnilegt. Hún leyfði okkur alltaf allt, eitt var þó alveg bannað, það var ekki í boði að ríf- ast og áttum við stundum erfitt með að fylgja þeirri reglu. Við máttum alltaf koma til hennar og Trausta, hún sagði alltaf að við værum í heimsókn og aldrei í pössun. Þegar við svo við vildum ekki fara heim sagði hún við okk- ur að við þyrftum þess svo við gætum komið aftur. Oftast end- uðu heimsóknirnar í Auðbrekku með baðferð í flottasta baði sem við höfum séð. Þá var hent í fro- ðubað, diskóljós og tónlist. Dag- legar ferðir hennar með Bilbó, Goða og stundum Nadíu heim til okkar voru kærkomnar. Hún gerði vart við sig með því að fikta í bréfalúgunni og kalla „halló halló“ og þá hlupum við til dyra, stundum biðum við eftir henni við dyrnar og reyndum að ná í fingur hennar þegar hún stakk þeim inní lúguna. Þegar Bimbó og Trausti fluttu til Grindavíkur hættum við að heyra í bréfalúg- unni og söknuðurinn var mikill. Þau héldu áfram að bjóða okkur velkomin til sín og alltaf var gott að koma til þeirra þangað, það var bara alltof sjaldan. Þegar við komum þá var haldin veisla, allt- af Papas og allskonar ís í eftir- mat. Við fengum oft sendan stór- an kassa frá Bimbó með allskonar skemmtilegu góssi, því hún var meistari að finna upp á skemmtilegu. Henni fannst gam- an að ferðast og við svo heppin að hafa farið í nokkur ferðalög með henni, útilegur og við fórum líka saman til Flórida og Svíþjóðar. Við erum þeim Brynju og Trausta óendanlega þakklát fyr- ir að koma og hugsa um okkur síðastliðið haust, að halda þétt utan um okkur og hjálpa okkur á erfiðum tíma. Við ætlum að halda á lofti því sem Bimbó kenndi okkur; að vera góðar manneskj- ur, muna að enginn á það skilið að líða illa og standa þétt við elsku besta Trausta, Helgu Jónu, Halla, Hilmar Daða og Hafþór Atla og Halldór, Anítu, Katrínu Evu og Elfu Björk. Takk elsku Bimbó fyrir að vera alltaf okkar allra besta og alltaf til staðar fyrir okkur. Við elskum þig alltaf og gleymum þér aldrei. Sara Dögg, Guðrún Halla og Jón Helgi. ✝ Magnús Helga- son Arndal fæddist í Hafn- arfirði 20. desem- ber 1944. Hann and- aðist á Hrafnistu Skógarbæ 3. maí 2021. Foreldrar hans voru Helgi F. Arndal, f. 1905, d. 1980, og Guðlaug M. Arndal, f 1910, d. 2005. Magnús átti þrjár systur, Sigríði H. Arndal, f. 1936, Jónínu K. H. Arndal, f. 1939, og Guðrúnu H. Arndal, f. 1943, d. 2020. Magnús eignaðist tvo syni með sambýliskonu, Guðnýju Elínu Elíasdóttur, f. 1945. Þeir eru Elías Guð- mundur Magn- ússon, f. 1964, og Einar þór Magn- ússon, f. 1968. Fyrri eiginkona Magn- úsar var Helga Ósk Kúld, f. 1942, d. 2017. Þau eignuðstu Guðlaugu Helgu Helgudóttur Kúld, f. 1975. Seinni eig- inkona Magnúsar var Ingibjörg Guðmundsdóttir, f. 1936, d. 2014. Útför Magnúsar verður gerð frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði í dag, 14. maí 2021, og hefst af- höfnin klukkan 13. Nú er hann Maggi frændi, bróðir hennar mömmu okkar, lát- inn eftir langvarandi veikindi á síðustu árum. Mamma og Maggi voru bestu vinir allt frá því að þau fæddust og ólust upp á Vitastíg 12 í Hafnarfirði. Mamma var uppá- haldssystirin hans Magga enda stutt á milli þeirra í árum. Maggi var alla tíð mjög góður við okkur systkinin þótt við værum stundum dálítið stríðin við hann þegar við vorum yngri en eftir því sem árin liðu þá breyttist það í væntum- þykju. Maggi var góður við allt og alla og vildi öllum vel gera og þar á meðal okkur, börnunum hennar mömmu. Maggi var mikil bíla- áhugamaður og hugsaði mjög vel um bílana sína og var mikið snyrtimenni og vildi hafa reglu á öllum hlutum. Okkur fannst öllum mjög vænt um Magga því hann var eiginlega eins og stóri bróðir okkar. Það var dapurlegt að sjá hvað veikindi léku hann grátt á síðustu árum en þrátt fyrir mótlæti hélt hann allaf í sitt góða skap og jafn- aðargeð. Nú er hann kominn til elsku mömmu í sumarlandið og nú geta þau fengið sér kaffi og spjall- að saman um lífið og tilveruna eins og þau gerðu alla tíð. Guð blessi minningu þeirra. Eggert Gestsson, Guðlaug Gestsdóttir, Katrín Gestsdóttir. Magnús fæddist í Hafnarfirði og varð með því innfæddur Gaflari í húð hár því það var ljósmóðir sem tók á móti honum við fæðingu í heimahúsi á Vitastíg 12. Þar sleit hann barnsskónum við gamla vit- ann sem enn stendur efst á Vita- stígnum við gamla heimilið hans. Við Magnús kynntumst fyrst í Hampiðjunni á áttunda áratug síðustu aldar þegar hann var ráð- inn sem einn af bílstjórum fyrir- tækisins þar sem hann starfaði í tæpt ár. Við hittumst síðan aftur árið 1993 þegar ég kynntist henni Guðrúnu minni, systur hans, sem féll frá fyrir rúmu ári síðan. Á þeim tíma var hann nýgenginn í hjónaband með Ingibjörgu Guð- mundsdóttur. Magnús vann þá sem bílstjóri hjá Dælum hf. þar sem Þorsteinn Hjaltason mágur hans var framkvæmdastjóri. Magnús var mjög þægilegur mað- ur í umgengni og hress í lund og alltaf stutt í brosið hjá honum. Hann var mikið snyrtimenni og reglusamur um það sem honum var falið að inna af hendi í vinnunni sem bílstjóri. Hann mætti alltaf fyrstur í vinnuna á morgnana hjá Dælum og gerði klárt fyrir verk- efni dagsins. Magnús og Guðrún systir hans voru mjög náin og miklir trúnaðarvinir og hittust oft og reglulega til að skrafa saman. Systkinin fjögur hittust reglulega í hverri viku í mörg ár hjá einu þeirra til skiptis og spjölluðu um lífið og tilveruna í Hafnarfirði yfir kaffibolla og kökum. Magnús og Ingibjörg voru dugleg að ferðast hér innanlands og fóru oft og tíð- um að Auðstöðum í Reykholtsdal þar sem Ingibjörg var fædd og uppalin. Einnig fóru þau oft utan til sólarlanda og nutu þess að dvelja þar í sólinni. Undanfarin ár hafði Magnús dvalist sem vistmaður á hjúkrun- arheimilinu Skógarbæ við gott at- læti þar sem hann var kominn í hjólastól vegna liðagigtar og fleiri sjúkdóma. Það var aðdáunarvert hvað starfsliðið hélt vel utan um Magnús og aðra vistmenn heim- ilisins. Það dró mjög af Magnúsi síðustu mánuðina sem hann lifði og hann andaðist á nokkrum tím- um 3. maí síðastliðinn. Guð blessi minningu Magnúsar vinar míns og mágs. Geiglaus að móðunni miklu ég fer. Mjúkhentur blærinn hann fylgir mér yfir. Andviðrin hverfa en byrinn mig ber blíðheima til, þar sem ástúðin lifir. Mín heitasta þrá mun þar fullnægju finna í friðarins höfn meðal ástvina minna. (Finnbogi J. Arndal) Guðmundur Gunnarsson. Magnús H. Arndal „Varstu að tala við Árna Óla?“ „Já!“ svara ég og er enn þá brosandi eða jafn- vel hlæjandi inni í mér eftir símtal- ið við þennan gleðigjafa. Ég var gjarnan spurður að þessu þótt allir á heimilinu vissu svarið. Árni gat alltaf fengið mig til að hlæja, og það mikið. Frásagnargáfa hans var mikil og hann gat endalaust dregið fram skemmtilegar sögur af mönnum og málefnum, en líka af sjálfum sér. Síðasta símtal í þessa veru átt- um við fyrir 4-5 vikum. Þrátt fyrir að hann væri þá þegar orðinn mjög veikur hafði hann orku til að segja mér gamansögur af sjálfum sér á spítalanum þannig að eftir stóð ég með tárin í augunum, af hlátri. Hjá Árna hefur ætíð verið stutt í húm- orinn og í húmorinn hélt hann nán- ast alveg til hinsta dags. Mögulega var það hans leið til að sefa þá sem stóðu honum nærri í veikindunum, veikindum sem mér fannst Árni horfast í augu við af svo ótrúlega miklu hugrekki. Leiðir okkar Árna lágu fyrst saman á yngstu deild í leikskóla, þó að alvöruvinátta hafi ekki byrj- að fyrr en örfáum árum síðar. Á þeim tíma eyddum við sem drengir flestum stundum saman, annað- hvort heima hjá Árna eða mér enda bjuggum við nálægt hvor öðrum á þeim tíma. Og heima hjá Árna var alltaf gott að vera. Allt var svolítið frjálslegt, Hafdís alltaf svo indæl við okkur og Ingó aðeins að tuskast í okkur. Margar skemmtilegar minningar koma upp og oft gekk mikið á. En eina Árni Ó. Ásgeirsson ✝ Árni Ólafur Ás- geirsson fædd- ist 16. apríl 1972. Hann lést 26. apríl 2021. Útför Árna Óla fór fram 10. maí 2021. skiptið sem ég sá þá bræður skammaða var þegar Hafdís kom heim og truflaði okkur þrjá í miðjum vatnsslag innanhúss þegar leikar stóðu sem allra hæst, ein- mitt þegar við Árni vorum alveg við það að snúa slagnum okkur í vil. Árni var án efa einn skemmtilegasti samferða- maður sem hugsast má. Ef Árni var með í för var það ávísun á mikla skemmtun. Það átti að sjálf- sögðu líka við í ferðalögum. Þegar Árni bauð mér fyrir tveimur ár- um, með tveggja daga fyrirvara, að koma með sér í vinnuferð til Kólumbíu þurfti ég ekki að hugsa mig lengi um. Þar varð ég þess að- njótandi að sjá hann að störfum. Á fyrsta vinnufundi sá ég hvernig viðstaddir nálguðust þennan er- lenda leikstjóra af varfærni í fyrstu, en ég sá svo líka hve fljótt öllum varð létt þegar Árni sýndi sitt glaðlega og hlýja fas því hann var auðvitað algjörlega laus við allt yfirlæti eða hroka. Það var augljóst að honum gekk betur en flestum að vinna með fólki. Ég leit á Árna sem minn mesta trúnaðarvin og hann reyndist mér oft góður vinur í raun. Það var gott að leita til hans og ræða það sem upp kemur í lífinu. Hann gat þá verið alvörugefinn, hlustaði vand- lega og gat svo stappað í mann stálinu þegar þess þurfti og veitt hin bestu heilræði. Nú síðustu árin og misserin áttum við mörg góð samtöl sem eru mér ómetanlega mikils virði í dag. Í þeim samtölum kom bersýnilega fram hversu mikið hann elskaði Iwo sinn og Mörtu, ástina í lífi sínu. Það er sárt að sjá á eftir þér elsku vinur og ég á eftir að sakna þín óendanlega mikið. Elsku Iwo, Marta, Hafdís og Ingó, missir ykkar er mikill. Ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Gunnar Árni Gunnarsson. Árið 1975 byrjaði ’72-árgangur- inn í Fossvoginum í leikskólanum Kvistaborg. Þar hittumst við nokkrir strákar víða að úr hverfinu og áttum eftir að fylgjast að í gegn- um Fossvogsskóla og Réttarholts- skóla. Á þessum árum myndaðist vinátta fyrir lífstíð og tengjumst við í dag vinaböndum sem hafa styrkst eftir því sem árin líða og fleiri hafa bæst í hópinn. Við erum ólíkir og með ólík áhugamál. Við völdum okkur margvíslegan starfsvettvang og höfum jafn fjölbreyttar lífsskoðan- ir og við erum margir. En vinátta sem spannar nær alla ævina er það sem hefur tengt okkur og samein- að. Fyrir það erum við þakklátir og vitum að við erum heppnir að hafa verið vinir í áratugi – verið vinir Árna Óla í áratugi. Við höfum farið saman í gegnum súrt og sætt, eins og gengur í líf- inu, en sem betur fer aðallega sætt. Nú hins vegar kveðjum við okkar góða vin, alltof snemma. Skarðið í okkar vinahóp er stórt og það er sárt. Árni Óli var einstakur vinur; hlýr, ástríðufullur, skemmtilegur og með eindæmum kærleiksríkur. Það var gaman að vera í hans fé- lagsskap, alltaf stutt í að smitandi hláturinn spryngi fram. Við eigum ótal góðar minningar sem munu ylja okkur, ekki síst þær sem tengjast ferðalögum hópsins enda Árni oftar en ekki í lykilhlutverki í þeim. Við munum sakna hans óskaplega. Hann var okkur afar dýrmætur og góður vinur. Elsku Marta, Iwo, Hafdís, Ingó og aðrir aðstandendur, við vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Arnar Bjarnason, Auðun F. Ingvarsson, Guðmundur H. Jóhannsson, Haraldur Guðni Eiðsson, Helgi Bjarni Birgisson, Kári Friðriksson, Ragnar Björn Ragnarsson, Steinn Kári Steinsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.