Morgunblaðið - 14.05.2021, Side 24
24 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. MAÍ 2021
Útsölustaðir: Apótek, heilsuverslanir og heilsuhillur stórmarkaðanna.
Allt að 3
mánaða
skammtur
í glasi.
Dagsskammtur inniheldur 1000 mg af glúkósamíni
og 200 mg af kondrótíni ásamt engifer, túrmerik,
C-vítamíni og rósaldin.
C -vítamín stuðlar að eðlilegri myndun kollagens
fyrir eðlilega starfsemi brjósks.
Í þínu liði fyrir þína liðheilsu!
Glucosamine
& Chondroitin Complex
„Ég lenti í bílslysi og fann til í öllum líkamanum,
það komu dagar sem voru rosalega erfiðir
þangað til ég kynntist Glucosamine og
Chondroitin frá Natures aid, ég er töluvert
betri og ég gæti ekki mælt meira með þessu
liðbætiefni.“ Petra Breiðfjörð
50 ÁRA Hildur Dungal fæddist
14. maí 1971 í Reykjavík og ólst
upp í Vesturbænum og víðar.
„Pabbi er læknir og við vorum því
á þessum þvælingi. Ég átti t.d.
líka heima á Blönduósi og í bæn-
um London í Ontario-fylki í
Kanada.“
Hildur gekk í Hagaskóla, er
stúdent frá Menntaskólanum í
Reykjavík og útskrifaðist með
embættispróf í lögfræði frá Há-
skóla Íslands. Hún gegndi starfi
forstjóra Útlendingastofnunar,
starfaði um árabil hjá dóms-
málaráðuneytinu en er nú lög-
fræðingur í samgöngu- og sveitar-
stjórnarráðuneytinu. „Ég starfa
þvert á ráðuneytið, er ekki með
einstaka málaflokka heldur kem
að alls konar málum. Ég úrskurða
í kærumálum, sem lagafrumvörp
og fleira.“ Hún hefur setið í
stjórnum nokkurra fyrirtækja og
hefur verið varaformaður stjórnar
Origo frá 2011.
„Ég hef gaman af því að hlaupa
ásamt manninum og hef hlaupið
hálfmaraþon. Það er ágætt að
vera í formi til að hlaupa mara-
þon, en ég er ekki viss um að það
sé endilega skynsamlegt að gera
það. Svo hef ég verið að veiða, afi
átti jörð og laxveiðiréttindi í Stað-
ará í Streingrímsfirði, sem við
fjölskyldan eigum enn. En ég er
ekkert að túra um landið í veiði,
mér dugar alveg að fara einu sinni
til tvisvar á ári að veiða. Þá er ég
byrjuð í golfkennslu, enda viðeig-
andi þegar komið er að fimmtugs-
afmælinu.“
Eiginmaður Hildar er Halldór
Þorkelsson 1971, lögfræðingur og
ráðgjafi. Þau eru búsett í Garða-
bæ. Börn þeirra eru Andri Páll, f.
1998, Lana Kristín, f. 2001, og
Þorkell Gauti, f. 2008. Foreldrar
Hildar eru Áslaug Pálsdóttir, f.
1950, fyrrverandi flugfreyja, bú-
sett í Reykjavík, og Haraldur
Dungal, f. 1950, læknir, búsettur í
Reykjavík.
Hildur Dungal
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl ,
Hrútur Það getur létt álagið að bera málin
undir náinn vin. Gömul ágreiningsmál munu
sennilega koma upp á yfirborðið í dag.
20. apríl - 20. maí +
Naut Ef þú leggur þig allan fram er ekki vafi
á því að störf þín verða metin á réttum stöð-
um. Nýjar hugmyndir vekja áhuga þinn.
21. maí - 20. júní 6
Tvíburar Þú þarft að kafa til botns í hverju
máli í stað þess að skoða bara yfirborðið og
reyna að leysa málin með þeim hætti. Víð-
sýni þín á heiminn er aðlaðandi í augum
margra.
21. júní - 22. júlí 4
Krabbi Það stoðar lítið að vera með ein-
trjáningshátt fyrst þú hefur á annað borð
gefið þig í samstarf við aðra. Flýttu þér
samt hægt og gefðu öðrum möguleikum
gaum.
23. júlí - 22. ágúst Z
Ljón Hugdirfska þín leiðir þig í mikil ævin-
týr. Minntu þig á það daglega því þú verður
umkringdur frábæru fólki sem gerir þig dá-
lítið óöruggan.
23. ágúst - 22. sept. l
Meyja Þú gætir þurft að ganga þvert á vilja
hóps sem þú átt dagleg samskipti við. Tal-
aðu við fólk sem er á sömu bylgjulengd og
þú.
23. sept. - 22. okt. k
Vog Verkið sem bíður þín er auðveldara en
það virðist vera. Farðu þó varlega í að taka
mikilvægar ákvarðanir.
23. okt. - 21. nóv. j
Sporðdreki Þótt þér leiðist að fara ofan í
saumana á málum er það nauðsynlegt.
Reyndu að sýna umburðarlyndi og forðast
of mikla dómhörku.
22. nóv. - 21. des. h
Bogmaður Þér finnst aðrir vilja ráðskast
um of með þín málefni. Einhver spennandi
skýtur upp kollinum, endurskipuleggur allt
og hverfur svo á braut.
22. des. - 19. janúar @
Steingeit Haltu vöku þinni því ýmislegt er
að gerast í kringum þig sem þú mátt ekki
láta fram hjá þér fara. Ekki leyfa neinum að
draga þig niður.
20. jan. - 18. febr. ?
Vatnsberi Hlustaðu á góðra vina ráð og
mundu að frelsið er ekki alltaf dýru verði
keypt. Sýndu öðrum skilning.
19. feb. - 20. mars =
Fiskar Þú þarft á öllum þínum kröftum að
halda nú þegar þér hefur verið falið óvenju
erfitt verkefni. Vertu viðbúinn því að góðum
hugmyndum verði hafnað.
Það hafa einmitt verið krefjandi
tímar í kjölfar Covid.
„Við vorum komin vel á veg með
að ná vopnum okkar þegar það
skall á en ég hef líka sagt að ég
hefði ekki viljað vera með bæj-
arfélagið í sömu stöðu þá og þegar
við tökum við því árið 2014. Það
var því mikilvægt að bæjarstjórnin
hafði öll verið samtaka í að treysta
grundvöll bæjarfélagsins betur.
Íbúum í bænum heldur líka áfram
að fjölga þrátt fyrir mikið tíma-
bundið atvinnuleysi svo við erum
að gera eitthvað rétt.“
Kjartan starfaði sem fararstjóri
á Spáni, Mallorca, í sumarhúsum á
Englandi og í Hollandi, á vegum
kaupum. Hann stofnaði Securitas
Reykjanesi og starfaði sem fram-
kvæmdastjóri útibúsins 2008-2014.
Kjartan var ráðinn bæjarstjóri
Reykjanesbæjar 2014 og starfar
enn.
„Ég sótti um starfið af því ég
taldi mig þekkja sveitarfélagið
ágætlega frá ýmsum hliðum, verið
kennari og skólastjóri auk þess að
hafa setið í bæjarstjórn. Mér finnst
margt ánægjulegt við starfið. Með-
al annars það að allt það sem ég
hef gert áður finnst mér nýtast í
bæjarstjórastarfinu. Þetta er það
fjölbreytt að maður veit sjaldan
hvað dagurinn ber í skauti sér, það
er skemmtilegt en líka krefjandi.“
K
jartan Már Kjartans-
son er fæddur 14. maí
1961 í Keflavík og
ólst þar upp. „Ég bjó
öll æskuárin á
Kirkjuteig 13, beint fyrir aftan
Keflavíkurkirkju. Kirkjutúnið var
leikvöllurinn fyrst til að byrja með
en svo liðu árin og svæðið sem far-
ið var yfir stækkaði. Ég fór á
hverjum morgni með móður minni
að heimsækja Framnessystur sem
kenndu mér að lesa. Þegar skóla-
ganga hófst í barnaskólanum í
Keflavík, sem nú heitir Myllu-
bakkaskóli, var ég því fluglæs. Á
unglingsárunum var það svo Gagn-
fræðaskólinn í Keflavík, sem nú
heitir Holtaskóli. Þar eignaðist ég
góða vini sem halda hópinn enn
þann dag í dag.
Á heimilinu var mikil tónlist og
fengum við öll 6 systkinin tækifæri
til að læra á hljóðfæri.“ Kjartan
stundaði fiðlunám í Tónlistarskól-
anum í Keflavík frá 7 ára aldri,
lengst af hjá Árna Arinbjarnarsyni.
Eftir gagnfræðaskólann lá leiðin í
Fjölbrautaskóla Suðurnesja, þar
sem hann útskrifaðist sem stúdent
1981 af uppeldisbraut. „Ég var
með ljósmyndadellu sem unglingur
og eyddi mörgum stundum í
myrkraherberginu. Mig langaði að
læra ljósmyndun en komst ekki á
samning hjá meistara. Þá ákvað ég
að nýta mér fiðlukunnáttuna og hóf
kennaranám í Tónlistarskólanum í
Reykjavík og lauk þar fiðlukenn-
araprófi 1983. Aðalkennarar mínir
þar voru Gígja Jóhannsdóttir og
Mark Reedman.“ Frekari menntun
var svo sótt hjá Endurmennt-
unarstofnun Háskóla Íslands, í dip-
lómanámi í rekstrar- og viðskipta-
fræði 1998 og Háskóla Íslands í
meistaraprófi í rekstrarhagfræði
(MBA), frá 2000 til 2002.
Kjartan starfaði sem fiðlukenn-
ari við tónlistarskólann í Keflavík
1979-1998, þar af sem skólastjóri
1985-1998. Hann var fyrsti for-
stöðumaður Miðstöðvar símennt-
unar á Suðurnesjum 1998. Hann
starfaði síðar hjá Icelandair á
Keflavíkurflugvelli, svo með Magn-
úsi Scheving í Latabæ og hjá Sam-
Samvinnuferða-Landsýnar í 13
sumur samhliða skólastjórastarf-
inu. Hann var varabæjarfulltrúi í
bæjarstjórn Reykjanesbæjar 1994-
1998 og aðalmaður 1998-2006 og
hefur verið í ýmsum nefndum og
ráðum á vegum Reykjanesbæjar
og í stjórnum margra félagasam-
taka. Hann hefur verið í Odd-
fellow-reglunni frá 1988. Kjartan
hlaut Súluna; menningarverðlaun
Reykjanesbæjar, árið 2000.
Áhugamál Kjartans í gegnum
tíðina eru ljósmyndun, hjólreiðar,
skíði, morgunsund, golf og nú síð-
ast laxveiðar. „Ég æfði keppn-
ishjólreiðar í kringum tvítugt og
við hjóluðum til og frá Hellu,
Keflavík-Reykjavík og til Þingvalla.
Þá endaði malbikið við Gljúfrastein
og tók við malarvegur þannig að
keppnirnar til Þingvalla voru frek-
ar erfiðar. Núna er helsta hreyf-
ingin sund og líkamsrækt, golfið og
skíði. Í sundinu fæ ég upplýsingar
í heita pottinum um úrslit leikj-
anna daginn áður og hverjir skor-
uðu svo maður er viðræðuhæfur yf-
ir daginn.“ Kjartan grípur einnig
reglulega í fiðluna. „Ég hef síðustu
30 árin spilað af og til í kirkjunni
okkar við brúðkaup og jarðarfarir
og reyni alltaf að verða við þeim
óskum þegar þær koma.“
Fjölskylda
Eiginkona Kjartans er Jónína
Guðjónsdóttir, flugfreyja hjá Ice-
Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar – 60 ára
Fjölskyldan Kjartan og Jónína ásamt börnum, tengdabörnum og barnabörnum.
Fiðlarinn í Ráðhúsinu
Bæjarstjórinn Kjartan hefur verið
bæjarstjóri í Reykjanesbæ frá 2014.
Hjónin Kjartan og Jónína á þorra-
blóti Keflavíkur árið 2020.
Til hamingju með daginn