Morgunblaðið - 14.05.2021, Qupperneq 25
DÆGRADVÖL 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. MAÍ 2021
augavegi 29 | sími 552 4320 | www.brynja.is | verslun@brynja.isL
Opi
ð vi
rka
dag
a fr
á 9-
18
lau
frá
10-1
6
HURÐAHÚNAR
MIKIÐ ÚRVAL
Erum með þúsundir vörunúmera
inn á vefverslun okkar brynja.is
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„HVERNIG Á FÓLK AÐ GETA LESIÐ ÞETTA
EF MIÐINN ER Á HVOLFI?“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að þekkja hvort
annað blindandi.
ÉG HELD ÞETTA
EKKI LENGUR ÚT
NÚ GET
ÉG ÞAÐ
ÉG EFA ÞAÐ AÐ HANN MUNI
FINNA STÆRRA EGÓ!
STÓRI,
STERKI,
HUGRAKKI,
MYNDARLEGI
EIGINMAÐUR
ÞINN ER UM
ÞAÐ BIL AÐ
SIGLA TIL
AMERÍKU!
STÓRBROTIÐ LAND ÞAR SEM
ALLT ER STÆRRA!!
ÞESSI
HLIÐ
UPP
TÓMAS ER LÉLEGUR GRAFFARI.
GLÆR
T
LAKK
landair, f. 27.1. 1962. Þau giftu sig
1984 og hafa alla tíð búið í Keflavík
nema á námsárunum í Reykjavík.
Foreldrar Jónínu eru Guðjón Stef-
ánsson, fyrrverandi kaupfélags-
stjóri og framkvæmdastjóri Sam-
kaupa, f. 26.8. 1943, og Ásta
Ragnheiður Margeirsdóttir, f. 31.7.
1945.
Börn Kjartans og Jónínu eru 1)
Guðjón Kjartansson, f. 6.3. 1983,
viðskiptafræðingur með meistara-
gráðu í fjármálum fyrirtækja,
kvæntur Tinnu Andrésdóttur
Lyngberg lögfræðingi og eiga þau
tvo stráka; Andra Má 9 ára og
Anton 3 ára; 2) Sonja Kjartans-
dóttir, f. 28.10. 1985, flugmaður,
gift Grétari Má Garðarssyni við-
skiptafræðingi og eiga þau tvo
stráka; Kristófer 11 ára og Kjartan
Ara 2 ára; 3) Lovísa Kjartans-
dóttir, f. 7.8. 1991, viðskiptafræð-
ingur og aðstoðarmaður fasteigna-
sala, í sambúð með Garðari Birgis-
syni sjúkraflutningamanni og eiga
þau einn strák; Magnús 2 ára. Fyr-
ir á Garðar þá Gunnar og Steinar,
9 ára tvíbura. Barnabörnin eru því
5 strákar og 2 á ská; samtals 7
strákar.
Systkini Kjartans eru Magnús
Kjartansson, f. 6.7. 1951, tónlistar-
maður á Snæfoksstöðum í Gríms-
nesi; Finnbogi Kjartansson, f. 19.9.
1952, grafískur hönnuður og tón-
listarmaður í Reykjavík; Sigrún
Kjartansdóttir, f. 4.3. 1955, hótel-
stjóri í Njarðvík; Ingvi Jón Kjart-
ansson, f. 27.9. 1956, málari í
Njarðvík; Viktor Borgar Kjartans-
son, f. 17.4. 1967, tölvunarfræð-
ingur í Noregi.
Foreldrar Kjartans voru Kjartan
Henry Finnbogason, varðstjóri í
lögreglunni á Keflavíkurflugvelli, f.
28.5. 1928, d. 25.2. 2005, og Gauja
Guðrún Magnúsdóttir, húsmóðir og
saumakona, f. 12.7. 1931, d. 14.12.
2017. Þau voru búsett í Keflavík.
Kjartan Már
Kjartansson
Guðrún Steinsdóttir
húsmóðir í Grindavík
Eiríkur Ingvarsson
sjómaður í Grindavík
Eyrún Eiríksdóttir
húsmóðir í Keflavík
Magnús Sigurðsson
vélstjóri í Keflavík
Gauja Guðrún Magnúsdóttir
húsmóðir og saumakona, búsett
í Keflavík
Ágústa Guðjónsdóttir
húsmóðir í Keflavík
Sigurður Erlendsson
sjómaður í Keflavík
Karitas Guðnadóttir
húsmóðir á Látrum í Aðalvík
Jón Hjálmarsson
bóndi á Látrum í Aðalvík
Guðrún Jóna Jónsdóttir
húsmóðir í Keflavík
Finnbogi Friðriksson
blikksmiður í Keflavík
Þórunn María Þorbergsdóttir
húsmóðir í Keflavík
Friðrik Finnbogason
sjómaður frá Látrum í Aðalvík, búsettur í Keflavík
Úr frændgarði Kjartans Más Kjartanssonar
Kjartan Henry Finnbogason
lögregluvarðstjóri á
Keflavíkurflugvelli, búsettur í Keflavík
Ég var að fletta Páli Ólafssyniog fyrir mér varð ljóðið „Lífs-
leiði“:
Ég þarf nokkuð mikils með,
merkin verkin sýna,
mat og drykk og búinn beð
börn og konu mína.
En ég veit það varir skemmst,
verð því líka feginn,
út í myrkrið ef ég kemst
eitthvað, hinum megin.
Því að mér er þrotið megn,
það er gat á skónum,
svo er ég líka lagður gegn
af lífsins títuprjónum.
Anna Dóra Gunnarsdóttir orti á
Boðnarmiði á miðvikudag:
Í gær var hérna kalsi, kvöl og pína,
kranka og dapra fann ég sálu mína.
Inni í runnum þrestir allir þögðu
þunnu hljóði og vængi að kroppum
lögðu.
Í morgun fór ég á fætur og þá
kvað við annan tón:
Sólin ákvað hátt í heið’ að skína,
hlýja innan sálarkyrnu mína.
Kætast núna litlir, ljúfir þrestir,
láta hátt og þykjast vera bestir.
Guðmundur Arnfinnsson yrkir
„Smalavísu“:
Óþæg rolla er hún Kolla,
ergir hjúin dægrin löng,
grasið holla hrauns í bolla
hún er nú að kroppa svöng.
Hjálmar Jónsson rifjaði upp, að
Einar Guðlaugsson orti um jólaleyt-
ið 1975 við tilhleypingar:
Ekki veit ég vel hvort fékk
veturgamla Kolla.
En það er víst að þarna gekk
þjóðhátíðarrolla.
Davíð Hjálmari Haraldssyni þyk-
ir „KALT VOR“
Í þræsingi og þurrafrosti
þjóhnappana báða kól
og vinstri löppin líkist osti
á litinn vegna skorts á sól.
Magnús Halldórsson yrkir við
ljómandi fallega mynd af Heklu við
sólaruppkomu:
Lít við Heklu röðuls roða,
við rismál allt er kyrrt og hljótt.
Syngja lóur, sumar boða,
sælar enda frostlaus nótt.
Gamall húsgangur í lokin:
Hún er suðrí hólunum,
hefur gráa skýlu,
meira veit ég ekkert um
ættina hennar Grýlu.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Lífsleiði, smalavísur
og kalt vor