Morgunblaðið - 14.05.2021, Side 26
FÓTBOLTINN
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Óhætt er að segja að Breiðablik hafi
hrokkið í gang á fjögurra mínútna
kafla upp úr miðjum síðari hálfleik
gegn Keflavík á Kópavogsvellinum í
gærkvöld. Blikar voru með nauma
1:0 forystu gegn nýliðunum en gerðu
gjörsamlega út um leikinn með
þremur mörkum á fjórum mínútum
og lokatölur urðu 4:0.
Fyrsti sigur Blikanna í höfn og
danski framherjinn Thomas Mikk-
elsen lét heldur betur að sér kveða.
_ Mikkelsen skoraði sína fyrstu
þrennu fyrir Breiðablik í deildinni
en þegar hann skoraði þriðja mark
sitt á 69. mínútu jafnaði hann
markamet Kristins Steindórssonar
fyrir félagið í efstu deild, skoraði sitt
40. mark í sínum 50. leik í deildinni.
Það stóð ekki lengi, tveimur mín-
útum síðar skoraði Kristinn fjórða
mark Blika, eftir sendingu frá Mikk-
elsen, og var þar með orðinn hand-
hafi metsins á ný með 41 mark!
_ Þrennan hjá Mikkelsen er sú
fyrsta hjá leikmanni Breiðabliks síð-
an Jonathan Glenn skoraði þrennu í
3:1 sigri á ÍA árið 2015.
„Sigur Blika fleytir þeim langt
upp í stigatöfluna, þökk sé mörk-
unum fjórum og ættu nú að vera
komnir á bragðið með sóknir sínar
en þriggja manna vörnina þarf að
slípa talsvert,“ skrifaði Stefán Stef-
ánsson m.a. í grein um leikinn á
mbl.is.
Tímamótasigurmark Almars
Almarr Ormarsson skoraði sitt
40. mark í efstu deild þegar hann
tryggði Val sigur á HK, 3:2, í bráð-
fjörugum leik á Hlíðarenda með
marki á nítugustu mínútu leiksins.
Með þessu marki hefur Almarr jafn-
framt skorað fyrir fimm félög í
deildinni en áður fyrir Fram, KR,
Fjölni og KA.
Almarr skoraði svipað mark gegn
HK í fyrra, þá jöfnunarmark fyrir
KA í leik liðanna á Akureyri.
„Íslandsmeistararnir voru í vand-
ræðum sóknarlega í kvöld, þrátt fyr-
ir að skora þrjú mörk. Þeim gekk illa
að skapa sér afgerandi marktæki-
færi allan leikinn og þeir áttu í raun
bara tvö skot á markið í síðari hálf-
leik, sem bæði enduðu í netinu. HK-
ingar hljóta að vera gríðarlega von-
sviknir með að fá ekkert út úr leikn-
um því þegar allt kemur til alls þá
áttu þeir mun hættulegri marktæki-
færi,“ skrifaði Bjarni Helgason m.a.
í grein um leikinn á mbl.is.
Hressandi og skemmtilegir
Víkingar knúðu fram góðan sigur
á Stjörnunni í Garðabæ, 3:2, og eru
komnir með sjö stig. Þá vantar að-
eins einn sigurleik enn til að jafna
við síðasta tímabil þegar Víkingar
unnu aðeins þrjá leiki og enduðu í tí-
unda sæti. Nikolaj Hansen skoraði
tvö markanna.
Stjarnan situr hins vegar eftir við
botn deildarinnar með aðeins eitt
stig og langt er síðan Garðabæj-
arliðið hefur byrjað svona illa.
„Það er lítið vesen á Víkingsliðinu
sem er orðið betri útgáfa af eigin liði
frá því á síðustu leiktíð. Enn og aftur
er Arnar Gunnlaugsson að sýna
hversu hæfur þjálfari hann er og fót-
boltinn sem liðið spilaði í kvöld var
hressandi og skemmtilegur í bland
við mikla baráttu og góðan varn-
arleik,“ skrifaði Jóhann Ingi Haf-
þórsson m.a. í grein um leikinn á
mbl.is.
_ Tristan Freyr Ingólfsson
vinstri bakvörður Stjörnunnar skor-
aði sitt fyrsta mark í efstu deild þeg-
ar hann jafnaði gegn Víkingi, 2:2, á
lokamínútu fyrri hálfleiks. Glæsilegt
mark – hörkuskot af 30 metra færi í
þverslána og inn.
Seinheppnir Skagamenn
FH-ingar fóru illa með ÍA í Kapla-
krika, 5:1, en óhætt er að segja að
allt hafi gengið á afturfótunum hjá
Skagamönnum eftir að Gísli Laxdal
Unnarsson kom þeim yfir snemma
leiks í Hafnarfirði.
_ Hákon Ingi Jónsson sókn-
armaður ÍA fékk sitt annað gula
spjald í leiknum eftir tæplega hálf-
tíma leik og var því rekinn af velli.
Hann verður því í banni þegar ÍA
fær Stjörnuna í heimsókn á mánu-
dagskvöldið.
_ Sindri Snær Magnússon kom
inn á sem varamaður hjá ÍA í byrjun
síðari hálfleiks. Eftir aðeins tvær
mínútur meiddist hann í baki og var
borinn af velli en þá hafði þurft að
stöðva leikinn vegna þess í tólf mín-
útur. Þá voru FH-ingar tveimur
færri undir lokin. Árni Snær Ólafs-
son markvörður meiddist og Þórður
Þ. Þórðarson bakvörður þurfti að
fara í markið.
_ FH-ingar skoruðu fjögur mörk
á lokakafla leiksins, sem reyndar var
í lengra lagi vegna tafanna. Þar
gerði Steven Lennon sitt 90. mark í
efstu deild með glæsilegu skoti beint
úr aukaspyrnu. Vuk Oskar Dimitrij-
evic skoraði sitt fyrsta mark í efstu
deild og innsiglaði 5:1 sigurinn.
„Í öllum þremur leikjum FH í
Pepsi Max-deildinni á tímabilinu
hefur andstæðingurinn misst mann
af velli í fyrri hálfleik með rautt
spjald. FH hefur því leikið fleiri mín-
útur í deildinni manni fleiri heldur
en með jafnt í liðum,“ skrifaði Gunn-
ar Egill Daníelsson í grein um leik-
inn á mbl.is.
_ Samtals voru skoruð 20 mörk í
fjórum leikjum gærkvöldsins, eða
fimm að meðaltali í leik.
Blikar hrukku
í gang á fjór-
um mínútum
Ljósmynd/Haukur Gunnarsson
Þrenna Thomas Mikkelsen skoraði þrjú mörk fyrir Breiðablik og lagði eitt
upp og jafnaði markamet Blika sem stóð þó aðeins í tvær mínútur.
- Tuttugu mörk í fjórum fjörugum
leikjum á Íslandsmótinu í gærkvöld
26 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. MAÍ 2021
Pepsi Max-deild karla
FH – ÍA ..................................................... 5:1
Stjarnan – Víkingur R ............................. 2:3
Valur – HK................................................ 3:2
Breiðablik – Keflavík ............................... 4:0
Staðan:
FH 3 2 1 0 8:2 7
KA 3 2 1 0 6:1 7
Valur 3 2 1 0 6:3 7
Víkingur R. 3 2 1 0 5:3 7
Breiðablik 3 1 1 1 7:5 4
KR 3 1 1 1 4:4 4
Keflavík 3 1 0 2 2:5 3
HK 3 0 2 1 4:5 2
Fylkir 3 0 2 1 3:5 2
Leiknir R. 3 0 2 1 3:6 2
Stjarnan 3 0 1 2 2:5 1
ÍA 3 0 1 2 2:8 1
Lengjudeild karla
Þór – Grindavík ........................................ 4:1
Staðan:
Vestri 1 1 0 0 3:0 3
Þór 2 1 0 1 7:5 3
Fram 1 1 0 0 4:2 3
Fjölnir 1 1 0 0 3:1 3
Grótta 1 1 0 0 4:3 3
Grindavík 2 1 0 1 4:5 3
Afturelding 1 0 1 0 1:1 1
Kórdrengir 1 0 1 0 1:1 1
Víkingur Ó. 1 0 0 1 2:4 0
ÍBV 1 0 0 1 1:3 0
Þróttur R. 1 0 0 1 1:3 0
Selfoss 1 0 0 1 0:3 0
3. deild karla
Tindastóll – Höttur/Huginn .................... 2:3
4. deild karla B
Hamar – Uppsveitir ................................. 2:0
Lengjudeild kvenna
HK – KR.................................................... 1:4
Grindavík – Haukar ................................. 1:1
Staðan:
Afturelding 2 1 1 0 5:3 4
Haukar 2 1 1 0 3:2 4
KR 2 1 0 1 5:3 3
FH 2 1 0 1 4:3 3
Augnablik 2 1 0 1 3:3 3
ÍA 2 1 0 1 3:3 3
Grótta 2 1 0 1 3:4 3
Grindavík 2 0 2 0 3:3 2
Víkingur R. 2 0 1 1 4:6 1
HK 2 0 1 1 4:7 1
2. deild kvenna
Einherji – Álftanes................................... 0:4
Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir – ÍR ......... 5:3
SR – Völsungur......................................... 1:2
England
Aston Villa – Everton.............................. 0:0
- Gylfi Þór Sigurðsson lék fyrstu 67 mín-
úturnar með Everton.
Manchester United – Liverpool.............. 2:4
Staða efstu liða:
Manch. City 35 25 5 5 72:26 80
Manch. United 36 20 10 6 70:42 70
Leicester 36 20 6 10 65:44 66
Chelsea 36 18 10 8 55:33 64
Liverpool 35 17 9 9 61:41 60
West Ham 35 17 7 11 55:45 58
Tottenham 35 16 8 11 61:41 56
Everton 35 16 8 11 46:42 56
Arsenal 36 16 7 13 50:38 55
Leeds 35 15 5 15 53:53 50
Spánn
Granada – Real Madrid ........................... 1:4
Staða efstu liða:
Atlético Madrid 36 24 8 4 63:23 80
Real Madrid 36 23 9 4 64:27 78
Barcelona 36 23 7 6 83:36 76
Sevilla 36 23 5 8 52:29 74
Real Sociedad 36 15 11 10 54:37 56
Villarreal 36 14 13 9 55:42 55
Þýskaland
Úrslitaleikur bikarkeppninnar:
RB Leipzig – Dortmund .......................... 1:4
Holland
Groningen – AZ Alkmaar....................... 0:0
- Albert Guðmundsson lék í 89 mínútur
með AZ sem er í þriðja sæti.
Bandaríkin
Philadelphia – New England ................ 1:1
- Arnór Ingvi Traustason lék fyrstu 79
mínúturnar með New England.
Svíþjóð
Norrköping – Degerfors ........................ 1:1
- Ísak B. Jóhannesson lék allan leikinn
með Norrköping en Ari Freyr Skúlason fór
meiddur af velli á 74. mínútu.
Vittsjö – AIK ............................................ 4:0
- Hallbera Guðný Gísladóttir lék allan
leikinn með AIK.
Linköping – Piteå .................................... 4:3
- Hlín Eiríksdóttir lék ekki með Piteå
vegna meiðsla.
Bikarúrslitaleikur kvenna:
Häcken – Eskilstuna United .................. 3:0
- Diljá Ýr Zomers var varamaður hjá Häc-
ken og kom ekki við sögu.
Noregur
Rosenborg – Viking ................................ 5:0
- Hólmar Örn Eyjólfsson skoraði þriðja
mark Rosenborg á 58. mínútu og lék allan
leikinn.
- Samúel Kári Friðjónsson hjá Viking fór
meiddur af velli á 27. mínútu.
4.$--3795.$
Þór náði í sín fyrstu stig í 1. deild
karla í fótbolta í gær er liðið vann
4:1-sigur á Grindavík í Boganum á
Akureyri. Öll mörkin komu í fyrri
hálfleik. Jakob Snær Árnason og
Fannar Daði Malmquist Gíslason
komu Þór í 2:0 á 12. og 15. mínútu.
Josip Zeba minnkaði muninn á 18.
mínútu en Bjarki Þór Viðarsson
kom Þór í 3:1 á 22. mínútu. Guðni
Sigþórsson skoraði fjórða mark
Þórs á 45. mínútu. Josip Zeba,
markaskorari Grindavíkur, fékk
sitt annað gula spjald og þar með
rautt á 62. mínútu.
Skoruðu fjögur
í fyrri hálfleik
Ljósmynd/Þórir Tryggvason
Boginn Aron Jóhannsson og
Ólafur Aron Pétursson eigast við.
KR-ingar fengu í gær fyrstu stig sín
í 1. deild kvenna í fótboltanum með
því að vinna öruggan sigur á HK í
Kórnum, 4:1. Vesturbæjarliðið sem
féll úr úrvalsdeildinni í fyrra tapaði
óvænt fyrir Augnabliki í fyrstu um-
ferðinni. Kathleen Pingel skoraði
tvö mörk fyrir KR og Margrét Edda
Lian Bjarnadóttir eitt en það fyrsta
var sjálfsmark. Lára Einarsdóttir
skoraði fyrir HK undir lokin.
Grindavík og Haukar skildu jöfn,
1:1, þar sem Christabel Oduro skor-
aði fyrir Grindavík en Þórey Björk
Eyþórsdóttir jafnaði fyrir Hauka.
Morgunblaðið/Eggert
Unnu Laufey Björnsdóttir og sam-
herjar í KR skoruðu fjögur mörk.
Fyrstu stigin
til KR-kvenna
VALUR – HK 3:2
0:1 Stefan Ljubicic 35.
1:1 Patrick Pedersen 40.
2:1 Christian Köhler 79.
2:2 Jón Arnar Barðdal 81.
3:2 Almarr Ormarsson 90.
M
Christian Köhler (Val)
Sebastian Hedlund (Val)
Patrick Pedersen (Val)
Kristinn Freyr Sigurðsson (Val)
Sigurður Egill Lárusson (Val)
Almarr Ormarsson (Val)
Ásgeir Börkur Ásgeirsson (HK)
Guðmundur Þór Júlíusson (HK)
Jón Arnar Barðdal (HK)
Atli Arnarson (HK)
Valgeir Valgeirsson (HK)
Dómari: Erlendur Eiríksson – 7.
Áhorfendur: 450, uppselt.
BREIÐABLIK – KEFLAVÍK 4:0
1:0 Thomas Mikkelsen 12.(v)
2:0 Thomas Mikkelsen 68.
3:0 Thomas Mikkelsen 69.
4:0 Kristinn Steindórsson 71.
MM
Thomas Mikkelsen (Breiðabliki)
M
Anton Ari Einarsson (Breiðabliki)
Viktor Karl Einarsson (Breiðabliki)
Kristinn Steindórsson (Breiðabliki)
Árni Vilhjálmsson (Breiðabliki)
Ísak Óli Ólafsson (Keflavík)
Nacho Heras (Keflavík)
Kian Williams (Keflavík)
Dómari: Elías Ingi Árnason – 8.
Áhorfendur: 450, uppselt.
FH – ÍA 5:1
0:1 Gísli Laxdal Unnarsson 6.
1:1 Sjálfsmark 30.
2:1 Matthías Vilhjálmsson 82.
3:1 Ágúst Eðvald Hlynsson 88.
4:1 Steven Lennon 90.
5:1 Vuk Oskar Dimitrijevic 90.
M
Matthías Vilhjálmsson (FH)
Ágúst Eðvald Hlynsson (FH)
Jónatan Ingi Jónsson (FH)
Hörður Ingi Gunnarsson (FH)
Þórir Jóhann Helgason (FH)
Hjörtur Logi Valgarðsson (FH)
Árni Snær Ólafsson (ÍA)
Rautt spjald: Hákon Ingi Jónsson (ÍA) 29.
Dómari: Sigurður H. Þrastarson – 7.
Áhorfendur: 430.
STJARNAN – VÍKINGUR R. 2:3
0:1 Nikolaj Hansen 5.
1:1 Hilmar Árni Halldórsson 30.
1:2 Nikolaj Hansen 37.(v)
2:2 Tristan Freyr Ingólfsson 45.
2:3 Júlíus Magnússon 52.
M
Hilmar Árni Halldórsson (Stjörnunni)
Þorsteinn Már Ragnarsson (Stjörnunni)
Tristan Freyr Ingólfsson (Stjörunni)
Óli Valur Ómarsson (Stjörnunni)
Pablo Punyed (Víkingi)
Júlíus Magnússon (Víkingi)
Kári Árnason (Víkingi)
Nikolaj Hansen (Víkingi)
Atli Barkarson (Víkingi)
Dómari: Ívar Orri Kristjánsson – 7.
Áhorfendur: 450, uppselt.
_ Liðsuppstillingar, gul spjöld, viðtöl og greinar um leikina – sjá mbl.is/sport/fotbolti.