Morgunblaðið - 14.05.2021, Page 28

Morgunblaðið - 14.05.2021, Page 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. MAÍ 2021 Hið kunna alþjóðlega bókaforlag Penguin Books hefur gefið út nýja bók Egils Bjarnasonar, blaða- manns og kennara, How Iceland Changed the World: The Big Hi- story of a Small Island. Í kynningu frá forlaginu segir að í mörg ár hafi Egill fengist við að útskýra íslenska tungu, menn- ingu og sögu fyrir heiminum, bæði sem blaðamaður og kennari við Háskóla Íslands. Greinar eftir hann hafa meðal annars birst í The New York Times, National Geographic, hjá The Associated Press, í Lonely Planet og víðar og hefur hann fjallað um efni á borð við ferðamannaiðnaðinn, kynja- jafnrétti og velgengni Íslendinga í baráttunni við kórónuveiru- faraldurinn. Með How Iceland Changed the World er sagt að Egill hafi skrifað fyrir almenna lesendur á ensku bók þar sem hann staðsetur þetta fámenna samfélag á eyju í Atlants- hafi á heimssviðinu miðju. Hann tekst meðal annars á við spurn- ingar eins og þær hvort Ísland hafi valdið frönsku byltingunni, hvers vegna níu af fyrstu tólf tunglför- unum hafi fyrst gengið um á Ís- landi og hvort sendiherrar Íslands við Sameinuðu þjóðirnar hafi borið ábyrgð á stofnun Ísraelríkis. Er bókin sögð koma á óvart, vera upplýsandi og afar skemmtileg. Og að sögn gagnrýnanda The New York Times í vikunni er það ekki orðum aukið, því bókinni og frásögn Egils er hrósað í hástert. Gagnrýnandinn segir bókina vera „skemmtilega sérstaka“, farsa- kennda og áhugaverða lesningu. Penguin gefur út bók Egils Bjarnasonar - Íslandssögu Egils hrósað í NY Times Höfundurinn Farsakenndri frásögn Egils um Íslendinga er hrósað. Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Nýsirkussýningin Allra veðra von verður frumsýnd í Tjarnarbíói í kvöld kl. 20 og eftir nokkrar sýn- ingar þar mun hópurinn sem að sýningunni stendur, Hringleikur, leggja land undir fót og sýna um landið allt í sumar. Hringleikur setur upp sýninguna í samstarfi við leikhópinn Miðnætti sem sér um leikstjórn, tónlist, hönnun bún- inga og leikmynd. Leikhópur og höfundar Allra veðra von eru þau Bryndís Torfa- dóttir, Eyrún Ævarsdóttir, Jóakim Meyvant Kvaran, Nick Candy og Thomas Burke en leikstjóri sýn- ingarinnar er Agnes Wild. Bún- inga- og sviðsmyndahöfundur er Eva Björg Harðardóttir, um tón- listarstjórn sér Sigrún Harðar- dóttir, ljósahönnun Friðþjófur Þorsteinsson og framkvæmda- stjórn Karna Sigurðardóttir. Mikil dýnamík og orka „Þetta er fyrsta sýningin okkar af þessari stærðargráðu,“ segir Eyrún Ævarsdóttir, ein sirkus- listamannanna í Hringleik. Sýningin fjallar um tengsl mannsins við veðrið og Eyrún er spurð að því hvernig þau tengsl séu könnuð í sirkusformi. „Það er svolítið skemmtilegt því í sirkus- num erum við alltaf að fást við mikla dýnamík og orku, við erum að henda okkur upp í loftið, hrapa niður og fjúka um þannig að við tökum fyrir þær hreyfingar og færum yfir á sviðið,“ segir Eyrún og að hópurinn skoði um leið hvernig veðrið tengist okkur mönnunum og við því í gegnum þetta tungumál sirkuslistarinnar. Eyrún er spurð að því hvort sýningin sé nær danslist en leik- list og segir hún hana einhvers staðar á mörkum þeirra listgreina. „Við notum sirkusgreinarnar til að mála myndirnar sem við erum að fást við. Tungumál þessarar sýn- ingar er að mjög miklu leyti í sirkusgreinunum sjálfum þar sem þær fá að tala sínu máli.“ – En er eitthvað talað í sýning- unni? „Já, það er aðeins talað en ekki að mjög miklu leyti. Það styður við en alveg hægt að njóta sýningarinnar án þess að skilja ís- lensku,“ svarar Eyrún. Titillinn Allra veðra von virkar tvíræður; vísar bæði til veðurs og að búast megi við hverju sem er. Eyrún staðfestir þær vangaveltur blaðamanns. „Ég myndi segja að það væri kjarninn í sýningunni, við vitum aldrei hvað kemur og það er dálítið þannig í heiminum og lífinu. Við þurfum að fylgja flæðinu og reyna að vera opin og bregðast við því sem kemur,“ seg- ir hún. Sýningin er tæp klukkustund að lengd og Eyrún er spurð hvort hún reyni ekki mikið á líkamlega. „Jú, ég myndi alveg segja það, þetta tekur alveg á en sem betur fer höfum við verið að þjálfa okk- ur í mörg ár þótt núna hafi komið ágætis Covid-pása. Við erum ánægð að ná að lenda þessu.“ Veðrið hluti af upplifuninni Frumsýningin fer fram innan- dyra, í Tjarnarbíói, en önnur út- gáfa af verkinu gerir ráð fyrir sýningum í sumar undir berum himni, að sögn Eyrúnar. „Þar ætl- um við að velja fallega sýningar- staði þar sem náttúran nýtur sín dálítið vel, umhverfið og veðrið sem verður á hverjum sýningar- degi mun hafa bein áhrif á fram- gang sýningarinnar og upplifun áhorfenda. Það verður aktífur hluti af upplifuninni,“ segir Ey- rún. Það verður því allra veðra von í Allra veðra von. Hringleik má kynna sér á vef- síðu hópsins, hringleikur.is, og sýninguna á vef Tjarnarbíós, tjarnarbio.is. „Þurfum að fylgja flæðinu“ - Hringleikur frumsýnir nýsirkussýninguna Allra veðra von - „Fyrsta sýn- ingin okkar af þessari stærðargráðu,“ segir sirkuslistakonan Eyrún Ævarsdóttir Á fleygiferð Það gengur mikið á þegar Hringleikur æfir sig. Hér leikur hópurinn listir sínar undir berum himni. Nemendur á al- þjóðlegri sam- tímadansbraut við Listaháskóla Íslands sýna nú útskriftarverk sín, tvö verk sem voru sér- staklega samin fyrir hópinn. Eru það verkin Teem eða Iða eftir Önnu Kolfinnu Kuran í sam- vinnu við dansarana og Við Tjörn- ina, Pondering, eftir Cameron Corbett og Ásgeir Helga Magn- ússon. Sýningar fara fram í húsakynn- um sviðslistadeildar á Laugar- nesvegi 91 og eru þær hluti af út- skriftarhátíð LHÍ. Tvær sýningar eru eftir, í kvöld kl. 20 og á sunnudaginn, 16. maí, kl. 14 og 18. Sætafjöldi er takmarkaður og þarf að bóka sæti á tix.is. Útskriftarnemar sýna tvö dansverk Cameron Corbett Hinn ærslafulli myndlistarmaður Keith Haring var ein af skærustu stjörnum mynd- listarinnar í New York-borg á ní- unda áratug síð- ustu aldar, áður en hann lést úr eyðni árið 1990, einungis 31 árs gamall. Haring bjó um skeið í íbúð í SoHo, við Broome-stræti, en þegar hann var fluttur út vakti hurðin á ísskápnum sem hann hafði skilið eftir, og hús- eigandinn hafði borið út á götu til að fleygja, athygli konunnar sem leigði þar á eftir honum. Hurðin hafði sýni- lega verið notuð sem gestabók á fjöl- sóttu heimili Harings. Leigjandinn sem tók við hirti hurðina og hefur geymt hana, þar til hún verður nú seld á uppboði hjá Guernsey’s og kunna að fást fyrir hana tugir millj- óna króna. Enda eru á hurðinni árit- anir stjarna á borð við Madonnu, Andy Warhol og grafitílistamennina LA II og Fab Five Freddy. Ísskápshurðin útkrotaða. Ísskápshurð Harings á uppboð –– Meira fyrir lesendur NÁNARI UPPLÝSINGAR um auglýsingapláss: Berglind Bergmann Sími: 569 1246 berglindb@mbl.is BÍLA-SÉRBLAÐ BÍLA fylgir Morgunblaðinu þriðjudaginn 18. maí 2021BLAÐ

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.