Morgunblaðið - 14.05.2021, Qupperneq 29
MENNING 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. MAÍ 2021
Víða um Evrópu er verið að opna
söfn og sýningarsali að nýju eftir
að salirnir hafa verið lokaðir vegna
heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Í
vikunni var blaðamönnum í Bord-
eaux í Frakklandi boðið að skoða
viðamikla sýningu sem verður
formlega opnuð í næstu viku í skýli
sem Þjóðverjar komu upp í senni
heimsstyrjöldinni fyrir kafbáta
sína nærri höfninni þar í borg og
er kallað Bassin des Lumieres. Um
er að ræða sýningu þar sem mynd-
um af þekktum listaverkum er
varpað með hugvitssamlegum
hætti upp í sölunum. „Monet, Reno-
ir og Chagall: Ferðir við Miðjarð-
arhaf“ er heiti sýningarinnar og
eru verk eftir þá þrjá heimskunnu
listamenn fyrir miðju en einnig er
brugðið upp myndum af verkum
fjölmargra annarra listamanna
sem eiga það sameiginlegt að hafa
tengst eða skapað verk við Mið-
jarðarhafið.
AFP
Renoir-verk Blaðamenn fylgjast með vörpun fjölmargra sögulegra málverka upp á veggi fyrrverandi kafbátaskýlis
í Bordeaux í Frakklandi en þar var verið að kynna sýninguna Monet, Renoir og Chagall: Ferðir við Miðjarðarhaf.
Listaverk sýnd í kafbátaskýli
AFP
Fjölbreytileg Á sýningunni er brugðið upp myndum af verkum fjölda lista-
manna sem tengjast Miðjarðarhafinu. Hér stekkur Yves Klein af húsi.
Tónlist úr leikritum Thorbjörns Egner, Kardemommubænum og Dýrunum
í Hálsaskógi, verður flutt á fjölskyldutónleikum Sinfóníuhljómsveitar Ís-
lands á laugardag og sunnudag, 15. og 16. maí, í Eldborg í Hörpu.
Leikararnir og söngvararnir Jóhanna Vigdís Arnardóttir, Pálmi Gests-
son, Valur Freyr Einarsson og Sigurður Örn Óskarsson munu þar bregða
sér í ólík hlutverk á sviði með Sinfóníuhljómsveitinni. Fernir tónleikar
verða haldnir eins og sjá má á vef Hörpu þar sem miðasala fer einnig fram.
Hefjast tónleikarnir kl. 14 og 16 báða daga.
„Um helgina hljóma fjölmörg kunnugleg lög úr heimahögum Kaspers,
Jespers og Jónatans, Soffíu frænku, Lilla klifurmúsar og Mikka refs á fjöl-
skyldutónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Sögurnar og söngvarnir
eftir Thorbjörn Egner hafa glatt unga jafnt sem aldna um langt árabil og
eru sögupersónurnar meðal okkar skemmtilegustu og tryggustu heim-
ilisvina,“ segir í tilkynningu um tónleikana. Útsetningarnar gerði Jóhann
G. Jóhannsson og hljómsveitarstjóri er Daníel Bjarnason.
Sígilt Úr uppfærslu Þjóðleikhússins á Kardemommubænum sem frumsýnd var í fyrra.
Sinfó og leikarar á fjölskyldutónleikum
Ljósmynd/Hörður Sveinsson
Ítölsk talsetning
á kvikmyndinni
Promising Young
Woman hefur
hlotið allnokkra
gagnrýni sökum
þess að karl er
látinn tala fyrir
leikkonuna La-
verne Cox í stað
konu. Sýningar á
myndinni á Ítalíu áttu að hefjast 13.
maí en hefur nú verið frestað sökum
þessa. Leikarinn Roberto Pedicini
var fenginn til að ljá Cox rödd sína
og olli það hneykslan þegar stikla
myndarinnar fór í spilun, að því er
fram kemur í frétt dagblaðsins The
Guardian. Hefur Universal Pictures
International, sem dreifir myndinni,
nú beðist afsökunar.
Lavrence Cox
Karl látinn tala
fyrir Cox á ítölsku
Tilkynnt hefur
verið um nýjustu
innanbúðarmenn
hinnar banda-
rísku Frægðar-
hallar rokksins,
Rock & Roll Hall
of Fame, og eru
konur þar áber-
andi og fjöl-
breytnin meiri
en nokkru sinni, að því er fram
kemur í menningarfrétt á vef
Yahoo!
Hinir nýju félagar eru hljóm-
sveitin The Go-Go’s, Jay-Z, Foo Fig-
hters, Tina Turner, Carole King,
Todd Rundgren, Clarence Avant,
LL Cool J, Billy Preston, Randy
Rhoads, Kraftwerk, Gil Scott-
Heron og Charley Patton.
Tina Turner
Tina Turner í
frægðarhöllina